Eintak

Tölublað

Eintak - 15.09.1994, Blaðsíða 32

Eintak - 15.09.1994, Blaðsíða 32
Mörg óvænt úrslit í 1. umferð meistarakeppninnar Styrkleikalisti FIFA Topptíu AC Milan hiaut skell Evrópumeistarar AC Mil- an hlutu slæman skell í evr- ópsku meistarakeppninni sem hófst í gærkvöld. Milan, sem lék án tíu sterkra leik- manna vegna meiðsla og leikbanna, átti allan tímann við ramman reip að draga en heimamenn í Ajax frá Amsterdam náðu þó ekki að skora fyrr en í seinni hálf- leik. Þar voru á ferðinni hol- lenski landsliðsmaðurinn Ronald de Boer og fmnski landsliðsmaðurinn Jari Littmanen. Leikmenn Ajax fögnuðu gríðarlega í leikslok enda sigurinn sögulegur. Ajax var að leika sinn fyrsta Evrópu- leik í níu ár og fundu glæsi- lega leið til endurkomu, sig- ur á sjálfum meisturunum sem þarna töpuðu sínum fyrsta Evrópuleik síðan í úr- slitunum gegn Marseille í hitteðfyrra. í hinum leiknum í D-riðli gerðu Salzborg og AEK frá Aþenu markalust jafntefli. í A-riðli sigruðu ensku meistararnir í Manchester United sænska liðið Gauta- borg með fjórum mörkum gegn tveimur. Sænsku meistararnir komust yfir í leiknum en jafnt var 1:1 í leikhléi. I sama riðli hófu Spánarmeistarar Barcelona keppnina með sigri á Tyrk- landsmeisturum Galatas- aray. © Mark gegn MEISTURUNUM. Finninn Jari Littmanen gerði annað mark Ajax gegn AC Milan. Hnefaleikar Holyfíeld læknast með aðstoð Benny Hinn Evander Holyfield, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, var neitað um leyfi til að keppa aftur í gær. Leyfið fékkst ekki þar sem enn er talið á reiki hvort heilsa hnefaleikamannsins leyfi aftur keppni. Holyfield, sem lengi hefur átt við erfið veikindi að stríða, segir hins vegar að heilsan og hjartslátturinn sé kominn í samt lag, þökk sé guði og Benny Hinn! Holyfield tók kristni fyrir nokkrum árum og hefur æ síðan talað um endurfæðingu sína. Hann hefur verið í reglulegri meðferð hjá hinum fræga sjón- varpspredikara og segist nú vera fær í flestan sjó. Fyrir tveimur ár- um varð Holyfield fjórði maður- inn til að vinna þungavigtartitil- inn tvisvar en síðan hefur hann þjáðst að hjartakvilla sem enn sér ekki fyrir endann á. © Benny Hinn Gerir kraftaverk víðar en á íslandi. Enn þarf lan Wright að punga út peningum Sektaður fyrir dólgs- lega framkomu Enski framherjinn lan Wright hefur enn einu sinni komist í kast við lögin vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar. I þetta sinn hef- ur hann verið sektaður um tæpa milljón króna vegna framkomu sinnar á síðasta tímabili í leik Ar- senal gegn QPR. Leikurinn, sem fram fór þann 27. apríl, endaði með jafntefli, 1:1, og er framherjanum gefið að sök að hafa móðgað áhorf- endur á umræddum leik með dólgslegum hætti, orðum og bend- ingum ýmiss konar. Þetta er í þriðja sinn á tæpum tveimur árum sem Wrigth þarf að punga út háum fjárhæðum vegna dólgslegrar og óprúðmannlegrar framkomu sinnar. I janúar árið 1993 fékk hann þriggja leikja bann fýrir að slá andstæðing niður og hálfu ári síðar þurfti hann að greiða fimm milljónir í sekt fyrir að gera aðsúg að línuverði í bikarúrslita- leiknum gegn Sheffi- eld Wednesday. Hann gæti jafnvel verið í enn frekari vandræð- um komist enska knattspyrnusam- bandið að þeirri nið- urstöðu að ummæli Sfm höfð voru eftir honum á laugardag séu refsiverð. Wright lét ummælin falia eftir leikinn en í honum hlaut hann fjórðu áminningu sína í jafn- mörgum leikjum. Verði niðurstaða knattspyrnusam- bandsins á þá leið að ummælin séi refsiverð verður niðurstaðan líklega sú að hann þurfi enn að seil- ast í veski sitt og þar að auki verða settur í tímabundið leikbann. © Slappir Skagamenn Heppnir að tapa ekki stærra 1x2 Getraunasíðan Meistarakeppnin Staðan í A ríðli Man. Utd. 1 4:2 2 Barcelona 1 2:1 2 Galatasaray 1 1:2 0 Gautaborg 1 2:4 0 / B-riðli sigruðu heimaliðin, Dyn- amo Kiev og Paris Saint Germain, i leikjum sínum. Staðan í B ríðli Paris S G. 1 2:0 2 Dynamo Kiev 1 3:2 2 Spartak M. 1 2:3 0 Bayern Munchen 1 0:2 0 / C riðli gerðu Hadjuk Split og Benfica markalaust jafntefli og sömuleiðis Anderlecht og Steua frá Búkarest. Staðan í C ríðli Anderlecht 1 0:0 1 Benfica 1 0:0 1 Hadjuk split 1 0:0 1 Steua 1 0:0 1 / D-riðli sigruðu Ajax AC Milan eins og greint var frá hér að fram- an en auk þess gerðu Ausria Salz- borg og AEK frá Aþenu marka- laust jafntelfi i Vin. Staðan í D ríðli Ajax 1 2:0 2 AEK Aþena 1 0:0 1 Austria 1 0:0 1 AC Milan 1 0:2 0 Leikimir í meistara- keppninni í gærkvöld. Man. United - Gautaborg 4:2 Ryan Giggs 2, Andrei Kanchelskis, Lee Sharpe - Stefan Petterson, Stef- an Rehn. Barcelona - Galatasaray 2:1 Ronald Koeman, Guillermo Amor - Turkyilmas. Dynamo Kiev - Spartka M. 3:2 Viktor Leonenko 2, Sergei Rebrov - Nikolai Pisarev, Andrei Tikhorov. PSG - Bayern Munchen 2:0 George Weah, Daniel Bravo. Anderlecht - Steua Búkarest 0:0 Hadjuk Split - Benfica 0:0 Aust. Salzborg - AEK Aþenu 0:0 Ajax - AC Milan 2:0 Ronaid de Boer, Jari Littmanen. PIZZAHUSID Ian Wright Virðist eiga í miklum vandræð- um með sjálfan sig.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.