Vikublaðið


Vikublaðið - 23.07.1993, Side 1

Vikublaðið - 23.07.1993, Side 1
Ekkert útvarpstyggjó! Górillurnar á Aðalstöðinni eru ekkert að hlaupa í felur með skoðanir sínar á öllum blöðruselunum á hinum rásunum. Sjá baksíðu Kynlíf Um leið og smokkurinn fer á svffa áhyggjumar af óléttu, alnæmi og slíku burt. Þetta í miðopnu og margt fleira forvitnilegt fyrir unglinga á bls. 7 til 20 Bubble Flies Þeir ætla að ryðja öllum helv... popphænsnunum burt og em ekki í minnsta vafa um að það séu örlög þeirra að verða heims- ffægir. Bls. 10 28. tbl. 2. árg. 23. júlí 1993 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Verkefnamilljarður ríkisstjórnarinnar: Atvinnulausar konur látnar mæta afgangi Atvinnuleysi er meira meðal kvenna en karla en ríkisstjómin og aðilar vinnumarkaðarins úthluta ein- um milljarði króna í atvinnu- skapandi verkefhi sem fyrst og firemst koma körlum til góða. Aðeins 60 milljónum króna eru ætlaðar atvinnumálum kvenna. Þetta er „brandari,“ segir hag- fræðingur BSRB. Samkvæmt upplýsingum ffá vin- numálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins hefur atvinnulausum konum fjölgað á tímabilinu inaí til júní á rneðan atvinnulausum körl- urn hefur fækkað. Núna eru um 2800 konur atvinnulausar á land- inu öllu en atvinnulausir karlar eru um 2200. I samráði við Vinnu- veitendasambandið og AJþýðusam- bandið ákvað ríkisstjórnin í síðustu viku hvernig einum milljarði króna skyldi varið til atvinnuskapandi verkefna. Langstærsti hlutinn af peningunum fer til bygginga- verkefna, mest í viðhald eldri bygg- inga, sem mun auka atvinnuna hjá iðnaðarmönnum, en iðnaðarmenn búa við minna atvinnuleysi en ófaglært verkafólk. Aðeins 60 milljónir króna fara til atvinnumála kvenna. - Miðað við atvinnuleysi kvenna eru þessar 60 milljónir brandari, segir Rannveig Sigurðardóttir hag- fræðingur BSRB. Rannveig segir markmiðið bersýnilega vera það að koma peningunum í steinsteypu. - Þetta endurspeglar gildismat Hvert fara konu- krónurnar? Engirrn virðist vita hvert þeir peningar fara sem eymamerktir eru atvinnu- málum kvenna í verkefnaskrá ríkisstjómarinnar vegna at- vinnuskapandi aðgerða, 60 milljónir króna. Húnbogi Þorsteinsson, sem gegnir störfúm ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytis, segist ekki vita hvort farið sé að ræða hvernig upphæðinni verður skipt. Hann vísaði á Jóhönnu Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra sem er í sumarleyfi. Valgerður Bjarnadóttir jafn- réttisfulltrúi á Akureyri bendir á að verulegur munur sé á því hvort peningarnir verði notaðir til að styðja fyrirtæki sem veita konum atvinnu, til dæmis Is- lenskan skinnaiðnað hf., eða hvort peningarnir fari til at- vinnusköpunar fyrirtækja í eigu eða á veguin kvenna. ASÍ um vaxtahækkunina: Bankar blóðmjólka Með vaxtahækkunum em bankamir að blóðmjólka viðskiptamenn sína og kynda undir verðbólgubáli. Bankamir skeyta ekkert um þjóðarhag þegar þeir hækka vexti til að bæta sér upp mistök í lán- veitingum á undanfömum ámm. Þetta kernur fram í yfirlýsingu frá fomiönnum landssambanda innan Alþýðusambandsins. Formennirnir krefjast þess að ríkisstjórnin grípi í taumana og koini í veg fyrir að fyrirætlanir bankanna um vaxtahækkun nái fram að gangi. ASI minnir á að fórsendur kjarasamninganna í vor voru lágir vextir og lítil verðbólga. Vaxta- hækkun bankanna dregur úr líkuin á því að samningarnir verði frarn- lengdir í haust. karla. Fjármagnið er látið í hús- byggingar en margvísleg önnur verkefni, til dæmis félagsleg þjón- usta, umönnunarstörf og endur- menntun ,fá lítið sem ekkert, segir Rannveig. Hún bendir á að engin athugun hafi farið ffarn á því hvaða hópar það eru sem atvinnuleysið bimar harðast á. Stjómvöld sem vildu hlúa að mannauði inyndu til að mynda kanna hvort ekki væri ástæða til að bjóða atvinnulausum menntun þannig að fólk gæti sótt um fjölbreyttari störf. - Það þarf að grípa í taumana áður en atvinnulaust fólk er farið að kosta okkur mun meira en atvinnuleysisbæturnar, er skoðun Rannveigar. pv Skilaboð ríksstjómariiinar og aðila vinnumarkaðarins til atvinnnlmisra kvenna: Etið það sem útifrýs. UNCLIN6AR 1 Vikublaðið er í til- efni verslunar- mannahelgar- innar sent öllum 16 og 17 ára unglingum á landinu. I því er mikið efiii samið af ungu fólki og boð- skapur okkar til ungling- anna er tvennskonar: Setjið öiyggið á oddinn, bæði í kynlíjhtu og umferðinni. Þjóðfélagið má ekki við því að hvert ár slasist fjöldinn allur af unglingum, örkumlist og jafinvel deyi. Enginn ber það hlutsldpti létt að hafa valdið alvarlegu slysi. Sinokkur ' er í inið- opnunni. Við sendum ekki unglinguum smokk til að hvetja þau til að lifa kynlífi ef þau gera það eldci þegar og eru ekki tilbúin til þess. En mar- gir þeirra em farnir að sofa hjá, það er stað- reynd, og þá er eins gott að átta sig á að smokk- urinn cr ekki einasta trygg vörn gegn óléttu heldur líka eina vörnin gegn kynsjúkdómum. Þetta er gott að vita nú, þegar eitt alnæmissmit greinist í hverjum mán- uði og þriðjungur þeirra sein smitast um þessar inundir eru ekki honnn- ar, heldur gagnkyn- hneigt fólk og þar á meðal konur. Vikublaðið óskar ungl- ingum góðrar verslunar- mannahelgar!

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.