Vikublaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 6
VIKUBLAÐIÐ 23.JULI 1993
Ólíkar væntingar
til sameiningar
sveitarfélaga
Ihaust verða haldnar kosningar í öllum
kjördæmum landsins utan Reykjavíkur um
sameiningu sveitarfélaga. Markmið
stjómvalda er að fækka sveitarfélögum úr
tæplega 200 niður í 40-50. Formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga álítur óvarlegt að
ætla að sveitarfélögum fækki meira en sem
nemur 60-70 sveitarfélögum.
Sérstakar uindæmanefndir á-starfssvæðum allra
landshlutasamtaka sveitarfélaga gegna lykilhlut-
verki í undirbúningi fyrir kosningarnar sem
haldnar verða 20. nóvember.
' Umdæmanefhdirnar leggja; til nýja sveitar-
félagaskipan hVers landshluta, sem-síðah \?erður
kosið um, og haf* umsjón með kynningu og hag-
' kvæmnisathugunym þar sem þeirra erþorf;
i Vinnan við tillöghr að sameiningu syeitarjélaga er
hvað lengst komin á Ausfurlandi. Albert Ey-
: mundsson á'Hpfn í Hornafirði segir að umdæma-
nefndin muni leggja tdl að á AuSturlandi verði 8
sveitarfclögí stað 30 eins og nú er. '
Samráðsnefhd um sameiningarmál sveitarfcl-
aga, sem félagsmálaráðherra skipaði fyrr á þéssu
ári, hélt blaðamannafund í fyrradag sem markar
upphaf kynningarátaks Samráðsnefndarinnar og
umdæmanefndanna. Formaður samráðsnefndar-
innar, Bragi Guðbrandsson aðstoðarmáður félags-
málaráðherra, sagði að sameining sveitarfélaga
væri flókið og viðkvæmt inál enda lúti hún að
grundvallarskipun
samfélagsins.
Stjórnvöld leggja
á það áherslu' að
sveitarfélögin verði
færri og öflugri til að
þau geti í auknum
mæli tekið að sér
verkefni sem núna
eru á könnu ríkis-
valdsins.
Stærstu mála-
flokkarnir sem rætt
er um að færist yfir á
hendur sveitarfélaga
eru grunnskólinn og
heilsugæslan.
Hreppar voru skipu-
lagðir skömmu eftir
að Island byggðist
og þjónuðu vel sínu
hlutverki í landbún-
aðarsamfélagi sem
einkenndist af sjálfs-
þurft og fábreytni.
Umræðan um sam-
einingu sveitarfélaga
er margra áratuga
gömul en hefur
skilað litlum árangri.
Samband íslenskra
sveitarfélaga leggst
eindregið gegn því
að Alþingi lögbjóði
sameiningu og eru
kosningarnar í nóv-
ember málamiðlun
milli þeirra sem vilja
gefa sveitarfélögum
algjört sjálfdæmi um
það hvort þau sam-
einist eða láti það
ógert og hinna sem
vilja að Alþingi og
ríkisvald ákveði ein-
hliða nýja skipan
sveitarstjórna.
- Ef kosningarnar
leiða ekki til þess að
sveitarfélögum fækki
verulega gemr verið
að menn missi þol-
inmæðina og lög-
þvingi sameiningu,
er álit Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar bor-
garfiilltrúa í Reykja-
vík og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Markmið stjórnvalda er að sveitarfélögum fækki
úr tæplega 200 niður í 40-50 og minnstu sveitar-
félögin telji ekki færri en eitt þúsund íbúa.
Vilhjálmur álímr það góðan árangur ef kosningar-
nar í haust leiði til þess að sveitarfélögum fækki
um 60-70 og verði þá um 120.
Aðspurður sagði Bragi Guðbrandsson að ekki
kæmi til þess að fámennari sveitarfélög myndu
hindra eða hægja á þeirri þróun að ríkisvaldið færi
verkefni til sveitarféjaga.
- Það gætu örðið tvær tegundir ^af svcitar-
félögupi. Stór og öflug sem fá verkefhi til sín og
svo Jítil og varimétmg sveitarfélög sem ekki hafa
bolmagn tii að taka að sér verkefni frá ríkinu, ségir
Bragi.. . ■ - •
Þann 20. nóyember'gryiða íbúar flestra sveitart
. lélaga atkvæði u'm tiflögur umdæmanefrida.’'Ef
meirihluti viðkomándi sveitarfélaga sajnþykkir
, sameiningu ,munu sveitarstjómir hrinda, hénpi í
framkvæmd, »
Hljoti tillaga urndæmanefndar ekki meirihluta í
hlutiaðeigandi sveitarfélögufn en þó meirihluta í
tveim þriðju þeirra er heimilt áð sameina þari sem
samþykkja, ef lanilfræðilegar aðstæðpr koma ekki í
veg" fyrir það. Verði ekki af sameiningu er
umdæmanefrid heimilt að leggja ffam nýja tillögu
fyrir lj. jariúar 1994.
pv
Nú í sumar ætlar Pizza Roma að bjóða
upp á þrennskonar tilboð.
B:
C:
16" pizza m/3 áleggsteg., 21 kók, salat, kokteilsósa
og franskar - kr. 1500. -
9“ pizza m/3 áleggsteg., og stór dós af kók - kr. 790.-
16" pizza m/3 áleggsteg. - kr. 990.-
Nýtt!
Hvítlauksbrauð kr. 150.-
Hvítlauksbrauð m/osti kr. 190.-
Athugið nýjan opnunartíma frá 11.30 -14.00 og 16.30 - 22.00.
Njálsgötu 26 - Sími 629122
RIP P E N píanó
Stórlækkað verð. Vegna breytinga á rekstri
Rippen píanóverksmiðjunnar getum við boðið
nokkur RIPPEN píanó (minni gerðina) á
stórlækkuðu verði.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
VISA/EURO
ye'tAÚvn
LElFS H. MAGNUSSONAR
GULLTEIGI6-105 REYKJAVÍK • SÍMI91 - 688611