Vikublaðið


Vikublaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 19

Vikublaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 19
VIKUBLAÐIÐ 16.JULI 1993 Rithöndin Átt drauma sem þú segir ekki frá Skrifrin segir að þú sért í sífelldri leit að þekkingu og reynslu. Hugurinn er mjög opinn. Þú hræðist ekki en athugar hvaðeina sem þú rekst á eða að höndum ber með hugarfari nátt- úruffæðingsins sem ekki verður undrandi á neinu og útilokar ekkert. Þess vegna munu hvers konar rannsóknarstörf hæfa þér vel. Þú ert rólegur hversdagslega, virðist stundum dálítið fjarhuga. Vinir þínir boma stundum ekkért í þér en þeim þykir samt mjög vænt um þig. Þú munt eiga þína drauma sem þú segir ekki frá. Það er eins Amar Sævarsson í Hljómalind. og smndum sé örþunnt gler milli þín og þeirra sem þú talar við. Þér mun þykja vænt um gróður og nát- túruna. Siðir og venjur virðast ekki höfða til þín, en þú reynir samt að fylgja þeim, svona í lágmarki, til að hrella ekki þína nánusm. ímynd- unarafl er ríkt og einhver skáld- gáfa. Stundum rennur veruleiki og ímyndun saman í huga þínum. Þú átt létt með að umgangast fólk. Tónlistar vilm helst ekld vera án og hún þarf að hafa mikið „sving“. Þú ert jákvæð persóna en virðist ffemur óákveðinn, framtíðarsýn þín breytist oft. En senniiega á þetta eftir að breytast. Þú virðist æðrulaus og læmr áföll ganga yfir þig eins og öldu sem semr þig ekki uin koll. Þú hefur góða möguleika til að fá mikið út úr lífinu. Góða framtíð. RSE Dagskráin Uppáhalds sjónvarps- stöðin er MTV Um næsm helgi eru nokkrar myndir og þættir sem ég myndi vilja horfa á í Sjónvarp- inu og á Stöð tvö. En þar sem ég er ekki með afruglara þá læt ég mér nægja að horfa á Ríkissjónvarpið. Eftír fréttir horfi ég örugglega á Blúsrásina og Bony (þó að það séu nú ekki frábærusm þætt- irnir sem ég veit um). Á laugardaginn er nú frekar lítíð skemmtilegt í sjónvarpinu- nerna kannski tónlistarþættirnir. Á Stöð tvö yfir helgina eru ágætir framhaldsþættir og góðar myndir. Ég myndi nú segja að skemmtilegasti myndaflokkurinn í Rík- issjónvarpinu væri Simpsons, en hann mætti vera lengri. Sjónvarpsdagskráin í Ríkissjónvarpinu er ekki beint mikið fyrir unglinga, heldur frekar fyrir eldra fólk. Hins vegar er dagskráin á Stöð tvö oftast skemmtílegri því að þar eru eigin- lega alltaf nýlegar myndir. Mér finnst að Ríkissjónvarpið ætti að hafa ineira efrii fyrir unglinga, því það eru ekki nærri allir með afruglara að Stöð tvö. Uppáhalds sjónvarpsstöðin mín er nú reyndar MTV (sem er sjónvarpsstöð þar sem meirihluti efriisins er tónlistar- myndbönd). I skoðanakönnunum er- lendis er Ml'V vinsælasta sjónvarps- stöð unglinga. Ef ég ætti að svara hvað mér fyndist um útvarpsstöðvarnar þá finnst mér einu skemmtilegu stöðvarnar vera Ut- rás, FM 97,7 og Sólin, FM 100,6. Þar er spiluð góð tónlist (rapp, hard core og fl..). Þá er ekki heldur mikið um þætti þar sem er talað allan tímann. Það sem er aðallega að hinum útvarpsstöðv- unum er að þær höfða ekki mikið til unglinga. Valgerður Einarsdóttir. S g hef aldrei getað skilið hvers vegna fólk er að leggj- ast í útilegur. Á flestum heimilum er þolanlega hlýtt, renn- andi vam, salerni og annað það sein telst tíl þarfa hins siðmenntaða manns. I útilegum er blautt og kalt. Hreinlætisaðstaða engin og maður er alltaf í vandræðum með það sem _ tilheyrir salernum. Slíkt líf er ekki fyrir homo urbanus. Bændurnir eru flestír löngu búnir að gefast upp á þessu og hafa moderniserað býli sín. Mér skilst á Baldri að þeir eigi nú enn í erfiðleikum með þetta allt saman sérstaklega ef sér í huggu- legan kindarass. En þó svo ég muni ekki til þess að hafa nokkurn tíma verið spennt- ur fyrir því að yfirgefa notalegan klið borgarinnar til að leggjast út þá hef ég þó einstaka sinnum látið mig hafa það ef sérstaklega hefur staðið á. Þannig var að sjálfsögðu enginn maður með mönnum þegar ég var ungur nema hann hefði farið á ein- hverja úti„skemmmn“ um verslun- armannahelgi. Bindindismótið taldist þó ekki með. Það var fyrir aumingja og þá sem enn héngu í pilsfaldinum. Ja, eða vom bundnir þar. En við hinir, karlmennirnir, við átmm að halda á vit ævintýranna. Leita til fjalla með skottið fullt af brennivíni og hug- ann bundinn við það hvort tækist nú loksins að liggja einhverja stúlk- una. Hjá sumum gekk það en marg- ir fóru flatt á brennsanum í skott- inu. Menn vom kannski búnir að koma einhverri ungmeyjunni ofan í poka hjá sér en þá sá Bakkus til þess að þó svo andinn væri að sönnu reiðubúinn þá var holdið afar veikt. Og hélst þannig hvað sem reynt var. Margar slíkar sorgarsögur eru til. Eg hef oft furðað mig á því að þeir hjá áfengisvarnarráði skuli ekki benda á þetta í sinni agitation. Eg hef meira að segja slagorðið tilbúið: „Þeir sem fá sér fleiri en þrjá, spelk- ur verða á hann að fá.“ Eða eitthvað í þeim dúr. Þetta fer ekki vel með kvenfólkið heldur. Eg þekki eina sem hefrir ekki hugmynd um hvar á landinu ^ hún var þegar hún, 17 ára að aldri, fór á útisamkomu urn verslunar- mannahelgi. Hún veit bara að hún lagði af stað og koin heim 4 dögum síðar. Búið! Eg hef grun um að hún hafi verið í Galtalæk en eldci viður- kennt það. Ég fór einu sinni á svona sam- komu og fékk staðfestar allar rnínar gmnsemdir um hrellingar náttúr- unnar. En það er nú samt margs skemmtílegs að minnast, svona eft- irá. Eg man eftir einum kunningja mínum sem hefur alltaf haft önnur náttúmviðhorf en ég. Hann fór al- veg yfimm á náttúmfegurðinni eða hvað hann nú kallaði þetta, tætti sig úr hverri spjör og hljóp nakinn inn í skóg sem þarna var. Eða kjarr- lendi. Okkur félögum hans leist nú ekki meira en svo á þetta því hita- stigið fer niður undir ffostmark á svona stöðum á næturna. Það tókst að ná í hann og koma honum ofan í poka en hann hefur ekki verið vel góður eftir þetta. Reyndar er hér um að ræða kunnan mann í þjóðlíf- inu og nokkuð þekktan á erlendri gmnd en meira fáið'i mig ekki til að segja! Góða helgi.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.