Vikublaðið


Vikublaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 20

Vikublaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 20
Munið áskriftarsímann 17500 S Utvarpsþátturinn Górilla, sem er á Aðalstöðinni- milli 9 og 12 alla virka daga, er að margra mati það besta sem boðið er uppá í ís- lensku útvarpi í dag. Þar sem íslenskir fjölmiðlar fjalla að verulegu leyti um fjölmiðlafólk lá beint við að taka tali stjörnur þáttarins, þá Davíð Þór Jónsson og Jakob Bjarnar Grétarsson. Þeir segjast ff ekar vilja hafa smá- an og dyggan hlustendahóp en að vera eitthvert útvarpstyggjó sem allir gætu japlað á. Þeir hafa ýmsar skoðanir á því hvað betur mætti fara í íslensku útvarpi. Hverjir eru Jakob og Davíð? Jakob: Tja, þetta er erfið spurn- ing. Hver er maður? „Eg er ekki ég, ég er annar.“ Davíð: Við erum náttúrlega af- urðir kringumstæðna okkar, við erum öll fórnarlömb umhverfisins. Jakob: Eg held að við séum í grunninn algjörir Hafnfirðingar. Davíð: A sínum tíma myndaðist nokkuð stór hópur í Hafnarfirði sem mótaði sitt eigið lida menn- ingarsamfélag. Við erum sprotmir upp úr því. Við erum sýnishorn af ákveðinni tegund fólks af ákveð- inni kynslóð Hafnfirðinga. Nú emð þið landskunnir menn enda Górillan sennilega vinsælasti iit- varpsþátturinn í dag; er kalt á toppn- um? Jakob: Já, það er kalt og ein- manalegt á toppnum. Það minnir mig á þegar við vorum að keppa á idíótísku fjölmiðiamóti í Hvera- gerði á dögunum og mér var litið upp á sviðið þar sem Hemmi Gunn sat aleinn. Enginn var að horfa á hann og það var ára einmanaleik- ans í kringum hann. Eg benti Dav- íð á þetta og sagði: „Sjáðu hvað það er kalt og einmanalegt á toppn- um.“ Ef það stefnir í að við verðum einhverjir Hemmar Gunnar þá má búast við að við verðum einmana. Davíð: Við verðum líka að gera okkur grein fyrir að aðstæður okk- ar hjálpa okkur. Athugiði bara hvað er á öðrum útvarpsrásum á sama tíma og við. Við þurfum ekki að vera góðir. Hvernig stendur á því að þið kallið þáttinn Górillu en ekki til dæntis „Glatt á hjalla“ eða „Allt á fullu spani“. Hefur þetta nafii einhveija SÖgll? Davíð: Flestir þættir heita ein- hverjum frasanöfnum og því gerir fólk engan greinarmun á þeim. Við vorum því að leita að öðruvísi nafni. Mér datt í hug gott alþjóð- legt orð, vanilla - eitthvað væmið og hallærislegt. En mér fannst vanilla vera svo merkingarlaust orð og rifjaði þá upp gamlan Herman- brandara þar sem maður er staddur inni í ísbúð með loðinn ís í hendi og afgreiðslumaðurinn segir: „æ fyrirgefðu, sagðirðu vanilla, mér heyrðist þú segja górilla." Eg hugsaði með mér: já útvarps- þátturinn Górilla, það er nátt- úrulega miklu meira í því. Górillan er myndræn og gefur frá sér þetta hræðilega hljóð. Górillan er eitt- hvað sem menn vilja sjá en ekki heyra. Þannig að ég sá að það var allt í þessu nafni. Það stingur líka svolítið í stúf. Hver er tónlistarstefnan? Jakob: A ég að svara þessu? Davíð: Nei, þú veist ekkert um tónlistarstefnu Górillunnar. Það er ríkjandi mikill ágreiningur um tón- Górillumar Jakob Bjamar Grétarsson og Davtð Þór Jónsson: Við emm ekkert útvarpstyggjó! - villtur útvarpsþáttur Iistarstefnuna. Jakob vill helst spila tónlist sem sveittir, skeggjaðir karl- menn spila, sóðalegir og skítugir. Jakob: En Dabbi vill spila ein- hverjar stelpur sem hafa verið í Gym-inu. Davíð: Jakob heldur að þegar tónlistarmenn séu farnir að líta vel út þá sé tónlistin sjálf komin í ann- að sæti á eftir útlitinu. Jakob (grípur fram 0 : Hver er sætur? Það er náttúrlega skilgrein- ingaratriði, sumum finnst Bob Dylan sætur. Já, og Dr. Gunni er kytttröll í Finnlandi. Davíð: Höldum finnska tónlist- armarkaðinum utan við þetta, hann lýtur sínum eigin lögmálum. Jakob: En burtséð ffá þessu þá held ég að þegar þú ert farinn að spila tónlist sem öllum geðjast, þá sértu kominn með vonda tónlist. Davíð: Þetta „eitthvað fyrir alla“ er ekki til. Þetta er eitthvað sem allir geta umborið en enginn hefði valið sér sjálfur. Þetta útvarp er orðin sálarlaus velsmurð vél sem keyrir áfram. Mannlega elementið er horfið. Jakob: Þessi þáttur nýtur kann- ski vinsælda vegna þess að við erum að gagnrýna hlutina eins og þeir eru - þessa últra útvarpsmennsku sem er ekkert annað en yfirborðið. Og ef þessi þáttur okkar er vinsæll þá sannar það bara að þessir amer- ískmenntuðu markaðsffæðingar sem segja: „Eitthvað fyrir alla“ eru á villigötum. Aður en ég gaf mig í að vera með þennan þátt með Dabba var ég búinn að hneykslast lengi á því hvílíkir blöðruselir voru í útvarpi. Samt erum við langt frá því að vera góðir útvarpsmenn, það er hægt að gera miklu meira með þennan miðil. Þið hafið verið gagnrýndir harðlega fyrir dagskrárliðinn „illt umtal". Er ekki ómaklegt að ráðast á hrekklaust fólk líti t bæ sem getur ekki borið hönd fyrir höfiið sér? Davíð: Eg held að það sé mjög lítil illgirni fólgin í því að baktala fólk opinberlega, það er viss mót- sögn í því. Það er kannski mjög langsótt að segja að þessi liður sé á- róður gegn gróusögum, en samt er hann það. Við tölum illa um full- komlega venjulega menn úti í bæ sem er ekki nokkur ástæða til að tala illa um. Við tölum aldrei illa um menn sem eru á mílli tannanna á fólki, það gengur einfaldlega ekki upp. Nú eruð þið báðir í hljómsveitinni Kátir Piltar. Segið okkur aðeins frá henni. Jakob: Kátir Piltar eru í raun frekar fjöllistahreyfing en hljóm- sveit og Davíð er meðlimur í Kát- um Piltum þó að hann spili ekki í hljómsveitinni. Hann er hagyrð- ingur sveitarinnar og samdi t.d hinn umdeilda texta við lagið „Feitar konur“. Davíð: Sko, Feitar konur var misskilið eins og svo margt annað sem ég hef gert og í raun ekki það sem Kátir Piltar stóðu fyrir. Þetta er eins og þegar þungarokksveitin Extreme kom ffam með lagið „More than words“ og allir héldu að þeir væru voða ballöðupoppar- ar. Svo voru þeir bara heavymega- death töffarar. Jakob: Kátir Piltar gerðu t.d sjónvarpsmyndina „Hinir ómót- stæðilegu“. Hrafn Gunnlaugsson eyðilagði hana reyndar fyrir okkur. Hrafn? Hvernig má það vera? Jakob: Jú, þannig var mál með vexti að Hrafn, sem þá var dag- skrárstjóri, kom að þar sem verið var að ldippa myndina og sá upp- hafsatriðið þar sem Dabbi fer ham- förum... Davíð: ...og undir því var spilað lagið „are you bitter in my gar- den?“ sem er að sjálfsögðu íslenska, ertu bitur í minn garð? Hrafh segir þá við leikstjórann: „ég hélt að það væri alveg á hreinu með mína dag- skrárstefnu að ég vil ekki sjá enska texta.“ Asi leikstjóri reyndi að út- skýra fyrir honum að þetta væri í raun íslenska, en Hrafn sat við sinn keip. Hann var sennilega svekktur yfir að hafa ekki fattað brandarann og í stað þess að viðurkenna það neitaði hann að ræða málið frekar. Þannig tókst Flrafni að eyðileggja myndina með hreinum barnaskap og lét klippa atriðið framan af. Jakob: Hitt er annað mál að þremur vikum fyrr hafði Ási verið að gera myndband fyrir Sjónvarpið með hljómsveitinni Strax - á ensku. En mágur dagskrárstjórans var ekki í Kátum Piltum og því fór sem fór. Að lokum samviskuspuming. Ef þið ymiuð í Spumingu dagsins í Górillunni, hvaða þijú óskalögmynd- uðþið þá velja? Jakob: Life during wartime með Talking Heads, Dun Ringil með Jethro Tull og Hinum megin með Kátum Piltum. Davíð: Eg myndi velja ísraelska júróvísíonlagið Húbba húlle, Turn me loose ineð Loverboy og júgóslavneska sigurlagið 1989 Rock me baby. KGB/SP UTIDEILD Utideild hefur aðsetur í bakhúsi við Tryggva- götu 12. Þar er líka Unglingaathvarfið til húsa. Vikublaðið bankaði uppá til þess að forvitnast og hitti Hólmfríði Bjamadóttur forstöðumann Uti- deildar. - Við leitum uppi unglinga sem eiga við vandamál að stríða, reyn- um að koma þeim til aðstoðar og benda á leiðir til úrbóta, t.d. áfeng- is- eða vímuefnameðferð þegar þess er þörf. Svo er opið hús fjórum sinnum í viku. Mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga frá 16:00- 18:00 og fimmtudaga frá 20:00- 23:00, þá er vímuefnafulltrúi frá Tindum á staðnum. Öllum er vel- - UNCLINCAATHVARF. HVAD ERNÚ ÞAD? Arlega er Porthátíð útideildar ogþessi mynd erfrá porttónleikunum íjýrra. komið að líta inn og það er ekkert skilyrði að vera á kafi í rugli og vandamálum. A föstudagskvöldum og fram á laugardagsmorgun erum við í bænum. Finnst þér ástandið hafa versnað vegna atvinnuleysisms? - Nei, það hefur a.m.k ekki orð- ið nein stökkbreyting. Þeir krakkar sem við þekkjum best ynnu ekki hvort sem er. Mörg þeirra tolla illa í vinnu. Atvinnuleysið gerir þeim hins vegar erfiðara að taka sig á, fá vinnu og koma sér út úr ruglinu. Eg hef svolítið orðið vör við aukna neyslu amfetamíns, sem er mjög hættulegt efni. Eg hef líka á tilfinningunni að ákveðinn hópur hafi minnkað áfengisneysluna en neyti þess í stað kannabissefna. Það ber meira á áfengisneyslunni, henni fylgja fleiri aflirot og ofbeldi. Þeir unglingar sem eru í hassi eru meira að brjóta sjálfa sig niður í ró- legheitunum. Gctur þú sagt mér eitthvað um Unglingaathvaifið ? Já, það er ætlað krökkum sem eru félagslega einangruð af ein- hverjum orsökum, eru t.d. lögð í einelti. Þetta er lokaður hópur. Unglingum er vísað til athvarfsins t.d. af okkur, Sálfræðideild skóla eða félagsráðgjöfum. Þetta er fyrir- byggjandi starf því krakkar sem eru félagslega einangraðir eru í áhættu- hópi. - is

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.