Vikublaðið


Vikublaðið - 23.07.1993, Síða 2

Vikublaðið - 23.07.1993, Síða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 23. JULl 1993 BLAÐ SEM V I T E R í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Ólafur Pórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91J-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Stöðugleikinn úr sögu og þar með stjórnin Þegar kjarasamningar voru gerðir á almenn- um vinnumarkaði í vor var stöðugleikinn kjarni þeirra. Með því að fallast á aðlögun að minnk- andi þjóðartekjum tók forysta ASI á sig mikla á- byrgð. Það sjónarmið var ríkjandi að bætt sain- keppnisstaða atvinnuveganna, vegna minni skatta og lægri launa, myndi skila sér í aukinni atvinnu og bættum lífskjörum síðar meir þótt kaupmáttur færi lækkandi í bráð. Skilyrði íyrir því að stöðugleiki héldist og íslenskt atvinnulíf næði að nýta sér bætta samkeppnisstöðu var svo að ríkisstjórn landsins væri treystandi fyrir sín- um hlut að samningunum. Það hefur nú komið á daginn, eins og margur óttaðist, að orð standa ekki hjá oddvituin stjórnarflokkanna. Gengisfellingin á dögunum átti sér ekki efna- hagslegar forsendur. Þrátt fyrir að viðskiptakjör hafí rýrnað nokkuð er mikið veitt, og tam stefn- ir í 250 þúsund tonna þorskafla. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins þykist hafa lent í minnihluta innan ríkisstjórnarinnar í sambandi við gengisfellinguna. Vikublaðinu er spurn: Hvernig er hægt að lenda í minnihluta í ríkisstjórn sem er samansett af tveimur jafhrétt- háum flokkum? Er ríkisstjórnin málfundafélag? Hvernig er hægt að sitja í ríkisstjórn með ó- skerta sjálfsvirðingu eftír að hafa beygt sig und- ir það að gengið sé þvert á meginstefhu stjórn- arinnar um stöðugleika í efnahagslífinu? Hinn villti verðbólgudans er að hefjast, segir Björn Grétar Sveinsson formaður Verka- inannasambandsins í blaðaviðtali, þegar vísitöl- ur benda á tveggja stafa verðbólguhraða. Ríkis- stjórnin heldur því ffam að hér sé bara um að ræða hraðan verðbólguvals sem falli í hægan takt með haustinu. En með haustinu er hætt við að ótímabær gengisfelling og órói í verðlags- málum hafi skapað þrýsting á nýja gengisfell- ingu, og dansinn villist og tryllist þegar líður á veturinn. Ríkisstjórnin er vegna pólitískra ákvarðana sinna í efnahagsmálum lent inn í vítahring sem hún á erfitt með að losa sig úr. Einlægast væri fyrir Davíð Oddsson forsætisráðherra að viður- kenna mistök sín og uppgjöf strax og segja af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hún hefur svikið það loforð sem hún gaf ASI og VSI um stöðug- leika í vaxta og verðlagsmálum. Þessvegna er henni ekki treyst lengur. Þessvegna ber henni að víkja. Nauðsynlegt er að kjósa að nýju til þess að til valda komist ríkisstjórn með skýrt umboð til þess að tryggja stöugleika og fram- farir í landinu í góðri samvinnu og fullu trúnað- artrausti við samtök atvinnulífsins í landinu. KRAIAR. ELSKA h -ELSKA MIG-FK KRA7AR. ELSKA MIG- -FLSKA MICrEKKl KRATAR ELSKA -EISKA MI kfajar. Sjónarhorn „Gerðu-eitthvað- í- þessu“ -ismi vinnur á hjá ungu fólki Alveg frá því ég man fyrst eftir mér hefur hegðun ungs fólks á íslenskum úti- hátíðum verið hneykslunarhella. Ég man að maður lagði snemma við eyrun þegar verið var að fjarg- viðrast í útvarpsfféttum út af fyll- eríi og ósóma í Þjórsárdal, Húna- veri eða í Hallormsstaðaskógi. A hvaða Ieið var æska landsins eigin- lega? Hvemig gátu máttarstólpar þjóðfélagsins látið þessar sukkhá- tíðir viðgangast? Viðbrögðin við unglingasukkinu vöktu hjá manni gífúrlega forvitni og í brjóstinu kviknaði hræðslu- blandin þrá eftir að fá einhvern- tíma að verða þátttakandi í þessari manndómsraun íslenskra unglinga. Það æxlaðist svo að ég komst aldrei lengra en á tiltölulega meinlaus mót í Vaglaskógi. Einu sinni kom- um við skólausir heim úr Vagla- skógi við lítinn fögnuð aðstand- enda. Við höfðum látið einhverja brandarakalla stela af okkur skó- tauinu meðan við sváfúm úr okkur. Þetta minnir á fréttir um að unglingar hafi skilið eftir vagnhlöss af viðleguútbúnaði í Þjórsárdal eftir útihátíðina þar nýverið. I yfir- fullum kjöllumm neysluheimila sinna hafa þeir gripið með sér tjöld og svefnpoka og ekki hirt um draslið á heimleið enda átt fullt í fangi með sig sjálfa eftir hátíða- höldin. Ekki held ég að við höfúin verið hótinu skárri þegar við vomm ung heldur en unga fólkið í dag. Við vomm heppin að því leyti að Jtrýstingurinn á' það að byrja full- orðinshegðun hófst ekki fyrr en við vomm orðin 15-17 ára. Nú virðist það næstum vera orðin kvöð á bömun að finna á sér í 12 ára bekk þegar fagnað er fullnaðarprófi úr bamaskóla. I rauninni em engin unglingsár lengur milli barns og fullorðins. Það er stokkið beint af barnsaldri yfir í heim hinna full- orðnu. Þetta er áhyggjuefni vegna þess að heilsa og tilfinningalíf eru í veði þegar börn á aldrinum 11-13 ára em undir sterkum hópþrýstingi að hefja kynlíf og neyta áfengis og tóbaks. Börn nútímans verða að hafa sterkan skráp. í Bandaríkjunum er talið að börn hafi séð um sjö þús- und morð í sjónvarpi áður en þau komast til fullorðinsára. Full- orðinshegðunin er þeim ljós frá unga aldri og þar sem þau em því vönust að fá allt sem þau óska sér þá temja þau sér það sem er spenn- andi og forboðið í heimi fullorð- inna við fyrsta tækifæri. Ef það á að breyta hegðun barna og unglinga þarf fyrst og ffeinst að beina sjónum sínum að fyrirmyndunum, hegðunarinynstri fullorðinna. Enga linkind Það þýðir hinsvegar ekki að af- saka beri slæma hegðun unglinga eða sóðaskap í umgengni þeirra við landið. l'ölffæðin sýnir okkur að ungt fólk veldur slýsum í unt- ferðinnj umfram aðra aldurshópa og að allt of margir unglingar fara illa á því að hefja neyslu ávanabind- andi efna. Við þessu á að bregðast. Það hvílir engin kvöð á æsku landsins að endurtaka mistök okkar sem á undan hafa gengið. Slæm foreldra- hegðun er ekkert skálkaskjól fyrir þá sein á eftir koma. Ungt fólk gengur í skóla og á margra kosta yök í listum jafút sem vísindum höfúm við safnað vel mcnntuðu ungu fólki til mögru áranna, þótt við höfum líka sankað að þeim skuldum. Ungu fólki á Islandi er engin vorkunn og það getur sem best keppt að því að verða föður- og móðurbetrungar. Æskufólk geri sig sýnilegt Hver kynslóð æskufólks verður að gera upp við foreldrakynslóðina. Vega hana og meta, hafúa henni eða fallast á hennar forsendur. Það stoðar lítið að sleppa ffam af sér beislinu í algleymi á einni útihátíð. Þegar heim er komið bíður það verkefúi að glíma við ffamtíðar- horfur í þjóðfélagi sem býr við stöðnun í efnahagslífi og minnk- andi þjóðartekjur. Það var hressandi að sjá í sjón- varpi um daginn samtal nokkurra ungmenna sem voru ákaflega frjálsleg og óþvinguð nema einn ungur sveinn sem þuldi frjáls- hyggjuformúlur eins og upp úr kveri. Hjá þessu unga fólki er heimurinn undir og ekki boðlegt annað en Island verði opið og háþróað. Það gerir sér hinsvegar grein fyrir því að tími „slappaðu- af-ismans“ er liðinn og vandamál atvinnuleysis og efnahagsþróunar J kalla á „gerðu-eitthvað-í-þessu- ' isma“ meðal ungs fólks. Athyglisvert er að innan Háskóla íslands hefúr Röskva vísað veginn í átt til þess sem ætti að verða meðal íslenskra jafúaðarmanna. Kannski er þar að finna þann sameiningar- kraft sem skipta mun sköpum í íslenskum stjórnmálum á komandi árum. Ungt fólk á Islandi þarf að vera sýnilegt. Bæði sem einstaklingar og hópur. Unga fólkið þarf að láta finna fyrir sér, láta heyra í sér, koma sínu á framfæri. Það þarf að gera eitthvað í þessu! Komi það ekki úr felum „slappaðu-af-ismans“ verður dauflegt á íslandi. Sjáumst í Galtalækjarskógi! Höfúndur er framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.