Vikublaðið


Vikublaðið - 23.07.1993, Qupperneq 11

Vikublaðið - 23.07.1993, Qupperneq 11
VIKUBLAÐIÐ 23. JÚLÍ 1993 11 Kynlif NAUÐCUN EROÆPUR Ú! NOTAÐU SMOKKINN "tískemmtanir um versl- unarmannahelgina eiga skuggahliðar. Ein þeirra eru nauðganir. Undanfar- in ár hafa Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðislegu of- beldi, sent ráðgjafa á skipulagðar útískemmtanir. Þeir reyna að lið- sinna þeim sem verða fyrir nauðgun. I ár fara 6 ráðgjafar frá Stígamótum á útíhátíðir, a.m.k. til Vestmannaeyja og á þá staði sem líklegt er að verði fjölsóttir. „Við förum frekar á mót sem hafa verið mikið auglýst og við vitum að verið er að reyna að trekkja á,“ segir Heiðveig Ragn- arsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum en hún hefur þrisvar farið sem ráðgjafi á útíhátíð. Annar ráð- gjafinn sem fer á vettvang hefur reynslu af slíkri ráðgjöf á útí- skemmtunum og tekur með sér annan sem hefur starfað hjá Stígamótum. „Fjarskiptatæki eru injög mikilvæg svo hægt sé að ná í okkur og vegna okkar öryggis." ÞÆRVORU BÚNAR AÐ LICCJA DAUÐAR UPPI í HLÍÐUM Hver er árangurinn afþví ai þið eru til staðar? „Þörfin er mikil. Eg er viss um að ef við værurn ekki til staðar þá væri fólk ekki eins vakandi. Það gildir líka um mótshaldarana. Aður fyrr sögðu menn gjarnan: það eru aldrei neinar nauðganir hér, þær gerast bara í Reykjavík. Svo ef við spurðum hvort aldrei kæmu neinar stelpur sem hefði verið ráðist á var svarað að stúlk- urnar hefðu þá legið dauðar uppi hlíðum, og þá ekki um eiginlega nauðgun að ræða. Þetta viðhorf er á undanhaldi." Heiðveig segir að það sé erfitt að segja hvort árásun- um hafi fækkað eftir að þær hófu afskiptí af mál- unum en fólk sé meira á varðbergi nú. „Mér finnst áberandi hvað strákar passa stelp- urnar vel sem er aðdáun- arvert. Það er alltaf verið að gagnrýna strákana fyrir það sem þeir gera en þeir eru mjög reiðir út í þá sem nauðga því aðrir karlmenn fá á sig stimpil vegna þess. Reynslan af krökkunum er mjög góð, þau taka okkur mjög vel, tala mikið við okkur og eru mjög opinská. Við erum eiginlega eins og mömmur. Krakkarnir eru ekki þessi villidýr sem fjöl- miðlar sýna.“ Fá Stígamót einhvem styrk til að stancla undir kostnaði afþessu starft? „Við höfúm beðið mótshaldara að styrkja okkur en undirtektír eru dræmar. Dómsmálaráðu- neytið hefur styrkt okkur tvisvar og erum við mjög þakklátar fyrir það. Við seldum boli í fyrra með áletruninn „Nei þýðir nei, nauðgtm er glæpur". I ár seljum við húfur. Við vildum fara víðar en get- um það ekki.“ MIKILVÆCTAD VINKONUR HALDI HÓPINN OC PASSI HVER AÐRA Heiðveig segir varhugavert að gefa einhver ráð tíl að verjast nauðgun. Ef stelpu er nauðgað þrátt fyrir að hún hafi reynt að fylgja einhverjum ráðum fyllist hún sjálfsásökunum. Sú sem verður fyrir nauðgun gerði sitt besta og meira var ekki hægt að gera. „Samt er varasamt að vera dauðadrukkin ein í tjaldi og mik- ilvægt að vinkonur haldi hópinn og passi hver aðra. Það að fyrir- byggja öll tílvik er sarnt erfitt því ef karlmaður ætlar sér að nauðga þá gerir hann það. I tjöld- Heiðveig Ragnarsdóttir hjá Stíga- mótum: Verðiim á útisamkomum um verslunarmannahelgina. Mynd Spessi um þar sem dauðum krökkum er safnað þarf einnig að vera gífur- leg gæsla því þar eru stelpur varnarlausar og oft gerast nauðg- anir þar.“ Heiðveig segir nauðganir ekki vera eingöngu bundnar við útí- skemmtanir. I miðbænum er líka ráðist á stelpur uin helgar. „Það væri full ástæða til að hafa gæslu í tniðbænum og jafnvel að vera á sólarhringsvöktum hér hjá Stígamótum." segir Heiðveig Ragnarsdóttir að lokum. -bb e| bjU jfoýJwi 4 Áút / % UI xTLti útíhátíð gerist margt óvænt, unglingar verða hrifnir og stunda jafnvel kynlíf í fyrsta skiptí. Þetta kann að gerast hvort sem gert er ráð fyrir því eða ekki. En hvernig á að bregðast rétt við og án þess að taka áhætm? „Mikilvægast er að hafa smokkinn með og kunna að nota hann rétt,“ segir Ríkarður Líndal, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Alnæmissam- takanna. „Það er staðreynd að krakkar hittast og hafa samfarir, við því er ekkert að gera. Eg fór um daginn á hátíðina í Þjórsárdal ásamt Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Landsnefnd urn Al- næmisvarnir. Við gerðum könnun á því hvernig á að ná tíl unglinga og dreifðum smokkum. Til að ungling- ar taki mark á áróðri verður hann að vera á þeirra nótum. Aróðurinn þarf að vera töff, unglingar vilja sletta og við reyndum ýmis slagorð eins og „Erm með rétm græjurnar?" og fleira í þeim dúr. Unglingar taka ekki mark á okkur ef við hljómum eins og foreldrar að segja þeirn til.“ A Islandi greinist einn HlV-já- kvæður í hverjum mánuði. Tala gagnkynheigðra í þeim hópi hefúr vaxið úr um 7 prósent í 30 prósent frá 1988 sainkvæmt tölum frá Land- læknisembættínu. Hvernig má skýra þetta? „Framan af var gengið út frá að alnæmi væri hommasjúkdóm- ur,“ segir Ríkarður. Ríkarður Líndal sálfræðingur hjá Alnæmissamtökunum: Núna greinist eitt smit í hvcrjum mánuði og næstum þriðjungur þeirra sem smitast núna eru gagnkynhneigðir. Mynd: Ol.Þ. ALNÆMISSAMTOKIN MÆLA MEÐ AÐ EFTIRFARANDI ATRIÐI SÉU HÖFf) í HUCA Hættulaust kynlíf ®að fróa sér með öðrum 0líkamsnudd, atlot og faðmlög Okossar á húðina og þurrir kossar • votir kossar (ef viðkomandi er ekki með opin sár í munni) #að sleikja eða sjúga lim ef not- aður er smokkur (og hann rifnar ekki) Sennileea hættulaust i t'r ° kynlij • Samfarir með smokkum • að sleikja eða sjúga lim án þess að notaðir séu smokkar (ef sæði fer ekki í munn) #að sleikja eða sjúga kynfæri konu Hættulegt kynlíf #að hafa samfarir án þess að nota smokka • að sleikja eða sjúga lim án þess að notaðir séu smokkar og fá sæði í munn • að gleypa sæði #að sleikja endaþarm Astin blómstrar oft á útihátíðunum - og þá er gott að geta greint á milli þess sem er hættulegt og hins sem er í lagi. CERÐU RAÐ FYRIRAÐ ALLIR SEM ÞU HEFUR SAMFARIR VIÐ CETIVERIÐ SMITAPIR „Nú smitast áhættuhópar í minna rnæli, þeir virðast hafa tileinkað sér hætmminna kynlíf. 30 prósent þeirra sem smitast núna eru gagn- kynhneigðir, eimrlyfjaneytendur, konur og aðrir. Hætmlítíð kynlíf er mjög auðvelt að smnda þrátt fyrir HlV-veiruna. Það er auðvelt að nota smokk, fá ekki sæði upp í sig og hafa ekki samfarir í endaþarm eða leg- göng án smokks. Ef eftir þessu er farið er rnjög lítil hætta á að smitast. Eg held að það sé ekki hægt að biðja fólk um rneira. Og eiturlyfjaneytendur verða að nota nýja sprautu í hvert sinn sem þeir sprauta sig. Það er ekld nóg að nota nýja nál, blóð gemr farið í spraumna." Ríkarður segir það vera eitt að lesa bæklinga og eiga srnokka, annað að fá fólk tíl þess að nota þá. „Sumt ungt fólk virðist halda að þeir sem noti smokk séu HlV-smit- aðir. Fólk heldur Iíka að með því að draga upp smokk sé það yfirlýsing um að það sé tví- eða samkynhneigt. Þessum misskilningi þarf að eyða.“ Hvað eru Alnæmissamtökin ? „Alnæmissamtökin eru samtök um sjúkdóm, ekki kynhneigð hvers og eins. Hér er fólk af báðum kynj- um, gagnkynhneigt og samkyn- hneigt. Samtökin em tíl aðhlynn- ingar fólki sem er IlIV-smitað. Einnig em þessi samtök til styrktar aðstandendum þessa fólks.“ Ríkarður segir Alnæmissamtökin ekki vera á föstum styrkjum frá . borginni eða heilbrigðisyfirvöldum en unnið er að breytingum á því. Einnig er ætlunin að fá borgaryfir- völd til þess að útvega húsnæði fyrir starfsemina. En í hvetju er starfsemi Alnœmis- samtakanna helstfólgin? „Við gefum út fréttabréf og hér em sjálfstyrktarhópar fyrir HlV-já- kvæða og aðstandendur. 1 haust mun ég hafa umsjón með hópmeð- ferð fyrir sömu hópa. Ég hef einnig fólk í einstaklingsmeðferð. Ég vil hvetja þá sem eru HfV-smitaðir að hafa samband við okkur. Hér ríkir fullur trúnaður og sálfræðingur svarar í síma 28586 milli 13-17 alla daga nema fimmtudaga," segir Rík- arður Líndal, sálfræðingur. -bb Þú þarft ekki að sofa hjá nema þú viljir það sjálf/ur Ef þú œtlar að ger&'ða þú skciltu munci erftir smokknum. Öruyg vörn gvgn óléttu! Einu vörnin gegn tcynsjúkdómum! Settu öryggið ú CÞdclinn!

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.