Vikublaðið - 23.07.1993, Síða 4
4
Syérnmálin
VIKUBLAÐIÐ 23. JÚLÍ 1993
Landsbyggðin dregin í dilka
Lífvænleg pláss efld en afskekkt byggð látin danka
Stjórnvöld ætla að beita sér fyrir markvissari
uppbyggingu lífvænlegra plássa úti á landi.
Byggðir sem ekki eru taldar eiga framtíð
fyrir sér verða sniðgengnar við uppbygg-
ingu opinberrar þjónustu á landsbyggðinni.
Stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmenn í
Byggðastoínun náðu samkomulagi um
byggðaáædun sem mismunar landsbyggð-
inni þannig að vaxtarsvæði verða efld á
kostnað jaðarsvæða. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra vill þó ganga lengra og hefur
lýst yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.
Páll Vilhjálmsson
S
síðustu viku kynnti Byggða-
stofnun fyrstu stefoumótandi
byggðaáætlun sem gerð hefur
verið. Það hljómar undarlega að
ríkisstofnun sem fer með byggða-
mál og heyrir beint undir forsætis-
ráðherra, sem aftur fer með yfir-
stjórn efnahagsmála, skuli fyrst
núna leggja ffam slíka áædun, en
Byggðastofnun var komið á fót
haustið 1985. Skýringin liggur
sumpart í því „reddingarhlutverki"
sem stofhunin hefur löngum gegnt
fyrir einstök fyrirtæki og atvinnu-
greinar og sumpart í því að í áætl-
anagerð þarf að taka undir sum
sjónarmið á kosmað annarra og
stjórnmálamennirnar sem stýra
stofnuninni hafa reynt að komast
hjá þeim ágreiningi sem slíkt ylli.
Byggðastofnun er rammpólitísk
stofnun sem hefur tvo yfirboðara;
forsætisráðherra og sjö manna
stjórn sem er kosin beint af Al-
þingi. Allir stjómmálaflokkar fyrir
utan Kvennalista eiga fulltrúa í
stjórninni og allir fulltrúarnir em
úr landsbyggðakjördæmum. Það er
augljóst að starfsemi Byggðastofn-
unar tekur ffemur mið af vilja
stjómarinnar en forsætisráðherra.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
skrifaði Byggðastofhun bréf í febr-
úar 1992 þar sem hann lagði lín-
umar fyrir starfið að byggðaáæti-
uninni. Þegar yfirmaður þróunar-
sviðs Byggðastofhunar, Sigurður
Guðmundsson, kynnti blaða-
mönnum byggðaáætlunina síðast-
liðinn föstudag sagði hann eins og í
ffamhjáhlaupi að stofnunin hafi
ekki farið fyllilega að tilmælum
Davíðs. Það þótti ekki tiltökumál
enda er forsætisráðherra þingmað-
ur Reykvíkinga.
Davíð vildi afdráttar-
lausari tillögur
Skýrsla Byggðastofnunar heitir
„Breyttar áherslur í byggðamálum.
Tillaga að stefhumótandi byggðaá-
ætlun 1994-1997.“ Stofnunin legg-
ur fram tillögu að þingsályktun
sem kemur til umræðu á Alþingi í
haust. í tillögunni em meginmark-
mið nýrrar byggðastefnu skil-
greind í þrem málsgreinum:
Að treysta byggðina þannig að
gæði landsins og aðrar auðlindir til
lands og sjávar verði nýttar með
hagkvæmum hætti.
Að efla byggð á svæðum þar sem
hægt er að reka fjölbreytt og arð-
samt atvinnulíf og veita þjónustu
að kröfum nútíma samfélags.
Að draga úr fólksflutningum til
höfuðborgarsvæðisins þannig að
mannvirki þjóðarinnar nýtist skyn-
samlega.
Fyrsta málsgreinin er almenn yf-
irlýsing og sú þriðja skýrir mark-
miðið litlu betur. Kjami nýju
byggðastefhunnar leynist í annarri
málsgrein. Hugmyndin sem liggur
til grundvallar er að efla nokkur
þéttbýlissvæði á landsbyggðinni,
byggja þar upp opinbera þjónustu
og treysta atvinnulífið þannig að
svæðin njóti stöðugleika og eigi sér
lífvænlega ffamtíð. Það er sam-
hljómur í tillögum Byggðastofhun-
ar og áliti sveitarfélagsnefndar fé-
lagsmálaráðuneytis sem skilaði áliti
á síðasta ári og lagði tdl að sveitar-
félögin yrðu færri og stærri.
Til að áædunin nái fram að
ganga þarf að mati Byggðastofnun-
ar að;
1. efla samfelld atvinnu- og
þjónustusvæði,
2. samræma starfsemi og ffam-
kvæmdir ríkisins og binda lang-
tímamarkmið ráðuneyta og stofn-
ana í fjögurra ára áætianir,
3. færa verkefhi ffá ríki til sveit-
arfélaga, en forsenda fyrir því er
sameining eða náið samstarf sveit-
arfélaga,
4. auka fjölbreytni og nýsköpun í
atvinnulífi.
Skýrsla Byggðastofhunar, sem
telur 100 síður, útskýrir tillöguna
Davíð Oddsson forsætisráðherra
vildi ótvíræða skilgreiningu á vaxt-
arsvæðum og jaðarsvæðum lands-
byggðarinnar. Til að ná sátt um
byggðaáætlun hafhaði stjóm
Byggðastofnunar tilmælum Davíðs.
Veit Egill Jónsson stjómarmaður í
Byggðastofnun, þingmaður, bóndi
og varaformaður Búnaðaifélagsins
of lítið um landbúnað til að honum
sé treystandi fyrir málefnum
bænda?
til þingsályktunar og sagði Guð-
mundur Malmquist forstjóri stofn-
unarinnar að aldrei hafi stjórn
Byggðastofnunar fundað eins oft
og meðan unnið var að lokaffá-
gangi skýrslunnar. Hinn formlegi
yfirmaður stofhunarinnar, Davíð
Oddsson forsætisráðherra, er þó
ekki ánægður með niðurstöðuna. I
útvarpsviðtali síðastiiðinn laugar-
dag sagðist hann hafa viljað sjá fast-
mótaðri tillögur um vaxtarsvæði á
landsbyggðinni. I bréfi sem Davíð
sendi Byggðastofhun í febrúar
1992 segir að í áæduninni skuli
„koma fram mat stofnunarinnar á
því hvaða svæði landsbyggðarinnar
teljist til vaxtarsvæða samkvæmt
þeim skilyrðum sem stofnunin set-
ur og þeim viðmiðunum sem hún
telur eðlilegar."
I uppkasti að skýrslunni, sem
sent var til umsagnaraðila í vetur,
voru svæði skilgreind sem vaxtar-
svæði og jaðarsvæði. Uppkastið
vakti sterk viðbrögð og að sögn
Sigurðar Guðmundssonar, yfir-
manns þróunarsviðs Byggðastofn-
unnar, mátu menn það svo að
aldrei myndi nást pólitísk samstaða
um áætlun sem beinlínis tilgreindi
hvaða byggðir yrðu settar útí horn.
Kapp var lagt á að stjórn
Byggðastofnunar stæði einhuga að
skýrslunni og það tókst með því að
auka svolítið á tvíræðnina um það
hvaða byggðir skulu hljóta blessun
hins opinbera og hverjar ekki.
Hverjir eru í áhættu-
flokki?
I skýrslunni segir á einum stað
að „þó að það sé æskilegt út frá
mörgum sjónarmiðum að efla vöxt
á öllum þéttbýlisstöðum lands-
byggðarinnar er það markmið ein-
faldlega utan þess sem hægt er að
ná.“ Hér kveður við annan tón en
þann sem löngum hefur hljómað í
íslenskum stjórnmálum, að nauð-
synlegt sé að viðhalda byggð
hringinn í kringum landið. Mat
Byggðastofnunar er að ekki séu
nægilegir fjármunir til ráðstöfunar
til að viðhalda óbreyttri byggð og
skynsamlegra sé að veðja á færri og
stærri pláss.
Þeir sem búa á landsbyggðinni
og velta fyrir sér hvort þeir eiga
heimili í plássum sem þykja lífvæn-
leg fá eftirfarandi viðmið ffá
Byggðastofhun:
Liggur plássið vel gagnvart fiski-
miðum? Eru góðar samgöngur
innan svæðis og við höfuðborgina?
Býr staðurinn að hlunnindum svo
sem jarðhita eða skilyrðum til úti-
vistar og ferðamannþjónustu? Er
nægilegur mannfjöldi í plássinu og
eru fjölmenn landbúnaðarhéruð í
næsta nágrenni? Byggðastofnun
hefúr allmikla reynslu af sjávar-
plássum og stofnunin telur að út-
gerðarstaðir með fxrri en 800-
1000 íbúum eigi litla möguleika,
nema ef þeir eru í því betra vega-
samgöngum við stærri byggð eða í
nálægð við góð fiskimið.
Samkvæmt upplýsingum ffá
Hagstofu eru 35 pláss á landinu
sem hafa íbúafjölda á bilinu 200 -
1000. Samtals búa á þessum stöð-
um um 16 þúsund manns. Mörg
þessara plássa eru „hólpin" í þeim
skilningi að þau uppfylla skilyrðin
sem tíunduð eru í skýrslunni sem
forsendur fyrir byggð.
Nokkur pláss á sunnanverðum
Vestfjörðum og Norð-Ausmrlandi
eru á mörkum þess að falla undir
skilgreininguna á jaðarsvæði. Jarð-
göngin á Vestfjörðum breyta litiu
fyrir syðri firðina: Patreksfjörð,
Tálknafjörð og Bíldudal. Endur-
bætur á veginum yfir Hálfdán
greiða fyrir samgöngum milli þess-
ara byggða og það mun fara eftir á-
huga og getu forsvarsmanna þess-
Um styttingu
s
Vikublaðinu hefur að undan-
fömu verið að hefjast umræða
um hugmyndafræði Alþýðu-
bandalagsins að frumkvæði Stein-
gríms Sigfússonar varaformanns
flokksins. Þetta er tímabært frum-
kvæði. Það verður ekki séð að Al-
þýðubandalagið bjóði um þessar
mundir upp á neinn trúverðugan
valkost gegn markaðshyggjunni
sem er drotmandi stefna í íslensk-
um stjórnmálum í dag. Það er eins
og þessi flokkur hafi ekki náð
vopnum sínum effir að hrunið
mikla varð austan jámtjaldsins.
Hér verður aðeins fjallað um einn
þátt varðandi hugsanlega hug-
myndaffæði flokksins.
Eitt af því sem oft vill gleymast,
þegar rætt er um samfélagsmál, er
umfjöllun um vinnutíma, þ.e. þann
tíma sem það tekur almennan laun-
þega að vinna fyrir kaupi sínu eða
lífsviðurværi, og gildir þá einu
hvort um er að ræða stjórnmála-
menn eða aðila vinnumarkaðarins.
Vinnutími á Islandi er einn sá
lengsti sem þekkist, en enginn læt-
ur sig varða um það nema einstaka
heilbrigðisstarfsmenn sem enginn
ráðandi maður hlustar á. Stöku
sinnum er minnst á vinnuþrældóm
innan sviga, en því fylgir engin al-
vara. Það er aldrei minnst á vinnu-
tíma í tengslum við kjarasamninga
eða inni á alþingi. Þó er sannleik-
urinn líklegast sá að stytting vinnu-
tímans er eitt af brýnustu verkefh-
um í íslenskum þjóðmálum í dag
og tengist meira og minna mörg-
um öðrum vandamálum bæði efha-
hagslegum og félagslegum.
Fyrir tveimur árum kom út í
Bandaríkjunum bók, sem ber titil-
inn The Overworked American
eftir hagffæðinginn Juliet B. Schor,
þar sem m.a. er bent á að ffam-
leiðni hafi tvöfaldast þar í landi síð-
an 1948, en það hafi ekki skilað sér
til launþega í styttri vinnudegi,
heldur hafi það valdið annars vegar
atvinnuleysi, sem fari vaxandi, en
hins vegar lengingu vinnutímans
hjá þeim sem hafa vinnu. Tæknin,
sem átti að létta okinu af hinum
vinnandi manni, hafi þvert á móti
þyngt það ýmist í formi vinnuþræl-
dóms eða atvinnuleysis. Er ekki
eitthvað svipað að gerast á íslandi?
Við erum nú stödd í kreppu,
dæmigerðri marxískri kreppu, þar
sem stóraukin tækni veldur aukinni
ffamleiðni og þar með offram-
leiðslu en kaupgeta minnkar vegna
lækkandi kaupmáttar. Tæknin, nú
síðast sjálfvirknin, ryður starfsfólki
burt en léttir ekki störfin. Svar
markaðshyggjunnar er aukið at-
vinnuleysi annars vegar og vaxandi
launaþrældómur hins vegar. Svar
félagshyggjunnar ætti hins vegar að
vera stytting vinnutímans, þar sem
okinu væri létt af hinum vinnandi
manni og atvinnuleysi útrýmt. I
rauninni er stytting vinnutímans
óhjákvæmileg afleiðing aukinnar
framleiðni, hvernig sem að er farið.
Það er bara spurningin hvort þessi
vinnutímastytting er útfærð sem
atvinnuleysi, eins og markaðs-
hyggjan virðist stefna að, eða hvort
svarið er almenn stytting vinnu-
tímans, sem ætti að vera lausn fé-
lagshyggjunnar.
Það eru margvísleg rök sem
hníga að því að vinnutími skuli
styttur og verður hér fátt eitt talið.
vinnutíma
í fyrsta lagi er óhóflega langur
vinnudagur heilsuspillandi. Um
það hefur svo off verið minnst í al-
mennum umræðum að óþarff er að
fjölyrða um það hér. Eg vil aðeins
benda á skrif Ólafs Ólafssonar
landlæknis, en hann hefur marg-
sinnis bent á sambandið milli
vinnuþrælkunar og streitu. Stytt-
ing vinnutímans er því fyrirbyggj-
andi aðgerð gagnvart streitusjúk-
dómum af ýmsu tagi, sem eru
nokkrir algengustu og mannskæð-
ustu sjúkdóma nútímans.
I öðru lagi myndi stytting vinnu-
tímans draga úr atvinnuleysi. Það
hefur verið bent á að ef enginn
ynni lengur en 40 stundir á viku í
dag myndi ekkert atvinnuleysi vera
á íslandi. Atvinnuleysið er þver-
brestur í hagkerfi markaðshyggj-
unnar, sem aldrei verður bættur
með vaxandi framleiðni eða aukn-
um hagvexti. Markaðskerfið (kapi-
talisminn) hefur leyst það með
heimsstyrjöldum. Félagshyggjan á
að svara aukinni framleiðni með
styttingu vinnutímans. Með þeim
einum hætti getur hún orðið al-
Guðmundur
Helgi
Þórðarson
menningi til velfamaðar.
Upplausn fjölskyldunnar hefur
verið áhyggjuefni margra og hefur
jafnvel verið talið eitt mesta mein
nútímasamfélags og undirrót ann-
arra vandamála, s.s. unglinga-
vandamála, fikniefnaneyslu, of-
beldis og afbrota. Ef sameina á fjöl-
skylduna á nýjan leik þarf að stytta
þann tíma sem fólk eyðir í launa-
vinnu.
Margt fleira mætti nefna, en
þetta verður að nægja að sinni.
Enda þótt margt hafi skolast til í
hugmyndafræði Alþýðubandalags-
ins hin síðari misseri, þá vil ég trúa
því að enn vilji það vera félags-
hyggjuflokkur sem berst fyrir jöfh-
uði og lýðræði, en gegn kúgun og
kaldrana markaðshyggjunnar. Ef
flokkurinn ætlar að láta til sín taka
á þeim nótum, er eitt af höfuðverk-
efnunum að taka upp einarða og
markvissa baráttu fyrir stuttum
vinnudegi, baráttu fyrir því að
auknir tæknilegir möguleikar komi
öllum almenningi til góða, létti ok
hins vinnandi manns, en hneppi
hann ekki í sífellt harðari fjötra.
Það eru tæknilegar forsendur fyrir
styttingu vinnutímans. Það sem
hefúr komið í veg fyrir það er
íhaldssöm hagfræði og pólitík
markaðshyggjunnar. Ef svo heldur
fram sem horfir, munu engar fram-
farir nokkru sinni skila sér til al-
mennings með aukinni velferð eða
hagsæld. Það á að vera sögulegt
hlutverk félagshyggjuflokks eins og
Alþýðubandalagsins að sjá til þess
að aukin tækni og aukin frainleiðni
komi öllum almenningi til góða
með raunverulegum og jákvæðum
hætti. Stytting vinnudagsins er þar
eitt af grundvallaraðgerðunum í
þeirri viðleitni.
Höfundur er heilsugæslu-
læknir í Hafharfirði.