Vikublaðið - 23.07.1993, Page 7
VIKUBLAÐIÐ 23. JÚLÍ 1993
7
HVAR
ER
TJAL
Nokkur ráð
til þess
að lifa
af útihátíð
Ert þú í hópi þeirra sem
uppgötv'ar aldrei fyrr en á
staðinn er komið að þú
hefur gleymt öllu því mikilvæg-
asta? Lástu í rúminu í viku eftir
síðustu útihátíð, bugaður/uð á
sál og líkama eftir skemmtunina.
Vikublaðið er vinur þinn, vill þér
allt hið besta og birtir í því tii-
efni þennan lista yfir það sem
þarf að hafa í huga ef þú ætlar að
skemmta þér og hafa það gott
um verslunarmannahelgina. Eft-
ir að hafa lesið ráðleggingar eru
þér allir vegir færir.
1. Góðfót
Við búum á Islandi, á hjara ver-
aldar þið vitið. Þó að það sé sól í
dag er aldrei að vita nema það verði
rok, rigning og jafnvel haglél á
morgun. Gleymið því ekki regn-
gallanum, það er miklu meira gam-
an að skemmta sér nokkurn veginn
þurr. Stórar lopapeysur eru bæði
flottar og hlýjar. Föt og skór til
skiptanna koma sér vel.
2. Tjald og svefnpoki
Það er betra að hafa svefhpok-
ann með og tjald líka, þó að við lof-
um því ekki að það komist heilt
heim ef þið ætlið á útihátíð.
3. Gottnesti
Nesti að heiman er ódýrara en
sjoppumaturinn á staðnum. Munið
að áfengi fer illa í tórnan maga.
4. Tannburstinn
Gleymdu ekki tannburstanum.
Otannburstuð/aður og andfúl/1
nærðu þér aldrei í strák/stelpu.
5. Smokkurinn
Vel á minnst: Ef þið ætlið að sofa
hjá, notið smokkinn. Lausleg
könnun þeirra sem þetta rita hefur
leitt í ljós að kynlíf á útihátíðum sé
yfirleitt misheppnað eða í besta
falli ákaflega óspennandi. Kynlíf er
nefnilega best þar sem hægt er að
vera í friði og það er ekkert gaman
að „gera'ða" í einhverjum runnan-
unm á útihátíð. Eftir slíka reynslu
er líklegt að þátttakendur fái
krónískan móral, að ekki sé minnst
á þann fráleita möguleika að fólk
sem þekkist lítið eða ekkert sé að
sofa saman án smokks. Slíkt gerir
bara fólk sem hefur gleymt til hvers
heilinn er ætlaður. I kjölfar slíkrar
hegðunar fylgja ekki aðeins ólétm-
áhyggjur heldur einnig hætta á
sjúkdómum sem geta verið lífs-
hætmlegir.
6. Viltu það raunvet'ulega?
Umffam allt; gerið það ekki
nema ykkur langi sjálf tdl, látið ekki
aðra hafa áhrif á ykkur. Það er
miklu betra að bíða aðeins með
fyrsm kynlífsreynsluna og eiga
góða minningu um hana en að
minnast hennar með ógeði sem
gemr gerst ef val á stað, smnd og
því mikilvægasta, félaganum, er
ekki vandað.
7. Ekki vaða
Ef á eða lækur er á svæðinu þá
borgar sig ekki að reyna að synda
yfir, heldur ekki að vaða. Reynið
slíkt alls ekki ef þið hafið dmkkið. í
Guðs bænum stoppið þá sem gera
sig líklega til slíkra æfinga.
8. Látið klifrið eiga sig
Kliffið ekld í kletmm, a.m.k.
ekki dmkkin.
9. Bíllinn og brennivínið
Ef þið hafið bragðað áfengi þá
látið þið auðvitað allan aksmr eiga
sig. Nema hvað!
10. Forðist slagsmál
Haldið ykkur í hæfilegri fjarlægð
frá mönnum með hnífa og barefli
og forðist slagsmálahunda. Ef þið
lendið í slíkum brjálæðingum þá
skuluð þið muna að lögregla og
gæsla á svona hátíðum er þarna til
þess að hjálpa ykkur og koma í veg
fyrir slys.
11. Láttu ekki stelafrá þér
Varið ykkur á fingralöngum.
Þeir fara líka á útihátíðir og það er
ákaflega auðvelt að stela frá þeim
sem drekkur sig ofurölvi eða skilur
verðmæti eftir í ólæsm tjaldi. Það
er hægt að læsa tjöldum með
hengilásum. Skiljið myndavélar og
vasadiskó eftir heima og látið pen-
ingaveskið aldrei úr augsýn.
12. Ráð gegn brennivíns-
þjófum
Gott ráð er að láta plastflöskur
með vami eftir á áberandi stað í
tjaldinu. Flestar ránsferðir em
farnar í leit að áfengi.
13. Hafið aukahœla með
Tjaldhælaþjófnað er ekki hægt
að koina í veg fyrir og eina ráðið að
hafa aukahæla í farangrinum.
14. Samhjálp gegn nauðgun
Þú skalt ekki skilja vinkonu þína
eða vin sem orðin em ofurölvi eftir
eina/n. Fólk sem dáið hefiir áfeng-
isdauða em nauðgumm auðveld
bráð. Enn ein ástæðan fyrir því að
stilla brennivínsdrykkjunni í hóf. A
skipulögðum útihátíðum eiga að
vera til staðar sérstök tjöld þar sem
fólk gemr sofið úr sér.
15. Víman ervitleysa
Ef einhver býður þér pillur, við
emm ekki að tala um magnýl, þá
skalm segja NEI TAKK. Það er
aldrei að vita hvað um er að ræða
og það getur verið eitthvað stór-
hætmlegt. Það er a.m.k. ekki tdl-
raunarinnar virði.
16. Landafjandinn
Landslög gera ekki ráð fyrir að
fólk undir tvímgu drekki. En ef þið
emð á annað borð að drekka er
betra að þekkja sín takmörk.
Drekkið ekkert sem þið vitið ekki
hvað er og brugg gemr verið stór-
varasamt. Timburmenn eftir
drykkju slfks vökva eru allsvakaleg-
ir. Munið: Illa bmggaður landi er
fjandi.
17. Varist Ijósmyndara
Ommu þinni gætd sámað að sjá
andlit uppáhaldsbamabamsins á
forsíðu DV undir yfirskriftinni:
„Æskan á villigötum - hrikaleg
umgengni ölvaðra unglinga."
Forðasm því blaðaljósmyndara,
jafnvel þó þú sért bláedrú. Það er
nefnilega haugalygi að ljósmyndin
ljúgi ekki. Stillið ykkur líka um að
reyna að vera sniðug fyrir ffaman
sjónvarpstökuvélina. Ekki sjá ykkur
knúin til að tala við Jón Ársæl, þó
að hann sé á svæðinu.
18. Utihátíðir eru dýrar
Það er dýrt að fara á útihátíð.
Eyðið ekki öllu mánaðarkaupinu á
einni helgi. Þó hún verði skemmti-
leg þá gæti restin af mánuðinum
orðið ansi daufleg ef ekkert er eftir
af kaupinu, þ.e. ef þú varst svo ó-
stjórnlega heppin að fá vinnu.
19. Takið hausinn með
Að lokum það mikilvægasta:
Skemmtun er aldrei þess virði að
þurfa að hafa móral eða líða illa á
sál eða líkama lengi á eftir. Það er
hægt að setja þetta upp í einfalda
jöfnu. Er fylleríð timburmannanna
virði? Kynlífið ólétmáhyggjanna,
að ekki sé minnst á kynsjúk-
dómanna, virði?
ÚALTALÆKJARSKÓÚUR
í Galtalækjarskógi halda
templarar 26. mót sitt. Dag-
skránni er ætlað að höfða til allr-
ar fjölskyldunnar, en það er
engin ástæða fyrir unglingana að
örvænta um að þeir skemmti sér
ekki stórkostlega, þeir geta tjald-
að alveg sér og mörg atriðin em
sérstaklega fyrir þá. Þarna verð-
ur Spaugstofan sívinsæla,
Magnús Scheving eróbikfimi,
Hörður Torfason og Geir-
mundur Valtýsson mætir líka
með skagfirsku sveifluna sína.
Keppt verður í karokee, farið í
minigolf og þeir sem em ungir í
anda geta farið í Ævintýraland
bamanna.
Aðgangseyrir er 4800 fyrir
unglinga og 5300 fyrir fullorðna.
Börn yngri en 12 ára fá frítt inn.
Haukur Hauksson ekki...
kynna hljómsveitimar Jet Black
Joe, GCD og Ný Dönsk og
Bogomil Font mun heilla konur
með silkiröddu og seiðandi fram-
komu í Valaskjálf á fösmdags-
kvöldið. Daginn eftir hefst svo
hljómsveitarkeppnin. Hver
hljómsveit hefur 15 núnúmr á
sviðinu og á að spila a.m.k. eitt
frumsamið lag. Meðlimir fyrst-
töldu hljómsveitanna skipa dóm-
nefndina. I verðlaun em stúdíó-
tímar, svo það er eins gott að fara
að stilla gítarana.
NESKAUPSTAÐUR
Ferðamálaráð Neskaupsstaðar
heldur fjölskylduhátíð um helgi-
na og er aðgangur ókeypis og ffí
tjaldstæði. Þar verður keppt í í-
þróttagreinum eins og sjóstanga-
veiði, hjólreiðum, „street
ball“ (gömbolta?), billjarð,
bridds og svo verður líka
sæsleðakeppni. Þeir sem
þola ekki íþróttir geta far-
ið í skoðunarferðir, horft á
flugeldasýningu, bíó-
myndir eða björgunaræf-
ingu og farið á dansleiki. Á
Neistaflugi '93, en það
heitir hátíðin, koma frain:
Hljómsveit Magneu,
hinar austfirsku Ozon og
Súellen, KK band og
Randversfélagar og
Bogonúl Font verður líka
þarna.
HALLÓ AKUREYRI
Fjölskylduhátíðir virð-
ast vera í tísku þetta árið því að á
Akureyri verður líka ein slík. Þar
rétt hjá verður líka Landsmót
skáta og er gestum „Halló Ak-
ureyri“, en svo heitir hátíðin,
boðið þangað þann 1. ágúst til að
skoða skátana. I bænum sjálfum
verður líka ýmislegt um að vera,
á grasfletinum fyrir neðan Leik-
húsið verður Tívólí og margt
fleira verður í boði fyrir börnin.
Hinir eldri geta skemmt sér við
undirleik Pláhnetunnar, Skrið-
jöklanna og Pelikan á skemmti-
stöðum bæjarins. Bæði föstu-
dags- og laugardagskvöld verða
dansleikir í 400 fermetra tjaldi í
miðbænum fyrir þá sem ekki
komast inn á skemmtistaðina.
Effir lokun þeirra verður hægt að
fara á Pakkhús þar sem hægt
verður að djamma til fimm að
morgni. Með góðum vilja verður
örugglega hægt að halda enn
lengur áffam en við förum ekkert
út í það hér.
ÞJÓRSÁRÞALUR
Þjórsárdalurinn að jafna sig
eftir hátíðina þar í byrjun júlí.
Þar verður því engin útihátíð.
VESTMANNAEYJAR
Vesmannaeyingar halda sína
þjóðhátíð um verslunarmanna-
helgina. Meðal þeirra sem þar
koma ffam eru SSSól, Tod-
mobile og Pláhnetan sem spila á
stóra pallinum. Yukatan, Bone
China, Blúsmenn
Andreu o. fl.
Aðgangseyrir: Það
kostar 6500 krónur inn
á svæðið, en ef þú þarff
að komast af fastaland-
inu geturðu keypt
pakkaferð: með Flug-
leiðum á 10990 krónur,
með Islandsflugi
11500, en með Herjólfi
9100 krónur.
EIÐAR
Þeir sem frekar vilja
halda sig á fastalandinu
geta t.d. farið á hátíð að
Eiðum. Þar mun
ATHUCIÞ:
Samantektin er ekki fyllilega
tæmandi.
- is