Vikublaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 23.JULI 1993
BILLINN
" lWibfc£4+4»lJiC(*fal^
Jf æja, þá nálgast hún óðfluga,
I helgin þegar allir ætla út úr
I bænum. Kannski ert þú ný-
inn að fa bílpróf og ætlar út úr
bænum á bílnum sem þér hefur
tekist að eignast með vinnu-
þrælkun, sparsemi og kannski
smáláni frá pabba og mömmu.
Ef þessu er þannig farið ættirðu
kannski að staldra aðeins við
áður en þú fyllir bílinn af vinum
þínum og brunar af stað.
Ef þú ert karlkyns þá er miklu
meiri líkur á því að þú að lendir í
bílslysi en ef þú tilheyrir hinu „svo-
kallaða" veikara kyni. Ekki móðg-
ast strákar, þetta er ekki illa meint.
Það væri bara betra fyrir ykkur
sjálfa og alla aðra að þið gerðuð
ykkur grein fyrir því að bílar eru
ekki gerðir tíl þess að þið getið sýnt
hvað þið séuð svalir.
Það er líka alger óþarfi að nota
bílinn sem eins konar framleng-
ingu á ónefndum en afar mikilvæg-
unt líkamshluta. Það er ekkert sér-
lega svalt og hjálpar ekkert tíl upp á
karlmennskuna að lenda í því að
keyra á, valda slysi og jafnvel
dauða. Hér er dagsönn dæmisaga:
Fyrir réttu ári var Reykjavíkur-
lögreglan kvödd að slysi og þegar
hún kom á vettvang gaf að líta bíl
með dekkin uppi, farangur úti um
alla móa og fjóra töffara á víð og
dreif um ættjörðina. Tveir voru
meðvitundarlausir, tveir höfðu
meðvitund.
Leðurldæddir ffá hvirfli til ilja
lágu þeir grátandi og kölluðu á
mömmu sína. Hálftíma
áður höfðu þeir lagt af
stað úr bænurn í þeim
tílgangi að skemmta sér
ærlega. Enginn þeirra,
ekki heldur bílstjórinn,
gat beðið með að fá sér
einn og enginn hafði
séð ástæðu til þess að
nota bflbeltí. Góð
skemmtun?
Mórallinn er: Keyr-
ið í samræmi við að-
stæður, alls ekki eftir
að hafa drukkið og
ekki án bílbeltis. Þá er
aldrei að vita nema
þetta gætí orðið hin
skemmtilegasta
helgi.
♦ ♦
OKUFERILS-
SKRÁIN
LEIÐ TIL ÞESS AÐ KOMA í VEC FYRIR UMFERÐARLACABROT
N:
HVERSU TÖFF ERTU?
-"-Síí&il308semsiösuð-
aldrinum 15 , VOrU 7% á
aldrinum 17-20ára= H "Tm 28% á
stæðan? ' ílver skyldi vera á-
þeir eru i raun og veru?
■"ýlega byrjaði Lögreglu-
stjóraembættið í Reykja-
vík að tölvuskrá um-
ferðarlagabrot eftir þeim einstak-
lingum sem þau ffemja. Þeir sem
eru teknir fyrir umferðarlagabrot
fá punkta. Efdr að hafa fengið 4 -
5 punkta fa rnenn áminningu og
ef syndaselirnir láta ekki af ósóm-
anurn geta þeir átt von á því að
missa bílprófið. Það er því eins
gott að fara eftír settum reglum.
Efþú ert tekinn fyrir að aka yfir
á rauðu ljósi, keyra of hratt eða
virða ekki stöðvunarskyldu kemur
það fram í þessari skrá. Hilmar
Þorbjörnsson sér um skrána sem
komst í gagnið 1. mars sl.
A þessum stutta tíma eru rnarg-
ir komnir með nógu marga
punkta til þess að fá áminningu.
Stór hluti þeirra er í hópi yngstu
ökumannanna og engin stúlka er í
hópnum.
Ökuferilsskráin á að verða tíl
þess að þeir sem keyra glannalega
og brjóta umferðarlögin annað
hvort bæti ráð sitt eða, ef allt ann-
að bregst, fari fyrir dómsstóla.
Hilmar vill alls ekki að litið sé á
skrána sem eitthvað refsikeyri á
fólk.
- Það besta við þetta er að við
fáum þessa unglinga til þess að
haga sér betur í untferðinni. Það
er líka tílgangurinn með skrán-
ingunni. Við viljum ná tíl þeirra
sem brjóta af sér og helst koma í
veg fyrir að brotin verði fleiri,
segir Hilrnar.
Hvemig bafa menn tekið áminn-
ingunni?
- Yfirleitt mjög vel og oftast
lofa þeir bót og betran. Vonandi
verða þessar áminningar til þess
að þeir átti sig á því að vegimir
eru ekki búnir til fyrir þá eina.
Aðalsteinn Ami
Hallsson er
Iamaður upp
að höndum og hefur
nær engan mátt í
fingrunum. Fyrir átta
árum lenti hann í bíl-
veltu. Hann var far-
þegi í bílnum og
hentist út úr honum.
Hann var ekki með
bílbelti. Aðalsteinn
leit svo á að það væri
óþarfi að nota beltin í
þéttbýli. Nú er hann á
annarri skoðun.
- Hefði ég notað
augnablik í að spenna
beltin sætí ég ekki í
hjólastól nú, segir Að-
alsteinn ákveðinn. Þeg-
ar slysið varð hafði
hann unnið sem verk-
stjóri og framleiðslu-
stjóri í frystihúsum í
Færeyjum, á Vestfjörð-
um og í Hafnarfirði.
Hann hefur próf úr Fiskvinnslu-
skólanum sem hann mun aldrei
geta nýtt framar. Frystihús eru
ekki hönnuð fyrir hjólastóla.
Hvað getur þú ráðlagt ungum
ökumimnum sem eru að fara út í
umferðina, e.t.v. ífyrsta sinn lít á
land?
- Að reyna ekki að leika
töffara. Vera þolinmóður og
keyra þannig að þú komist ör-
ugglega á leiðarenda. Þegar
lagt er af stað út úr bænum er
oft stuð á mannskapnum og
menn með hugann við áfanga-
staðinn í stað þess að hugsa um
aksturinn. Svo þurfa strákarnir
að sýna töffarastæla, sýna hvað
druslan kernst. Spurningin er
hvort þeir séu nógu miklir
töffarar tíl þess að lifa við það að
hafa valdið ævilangri örkumlun
eða dauða, jafhvel besta vinar
síns. Eg var sjálfur oft farþegi í
bíl þar sem mér fannst bílstjór-
inn keyra glannalega, en þorði
ekki að segja neitt. Nú veit ég
að það er miklu meira töff að
taka ábyrgð á því manndrápstóli
sem bíllinn getur verið og láta
ekki álit annarra hafa of mikil á-
hrif á sig. Mér finnst líka að í
stað þess að hugsa „það kemur
Aðalsteinn Ami Hallsson: Strákamir þuifa að sýna
töffarastala, sýna hvað druslan kemst. Mynd: OI.Þ.
ekkert fyrir inig“ þá ætti fólk að
hugsa „af hverju ekki ég?“ og
keyra í santræmi við það.
Hverju breytti slysið fyrir þig?
- Það breytti öllu. Þetta er
eins og að fæðast upp á nýtt. Eg
lá á Borgarspítalanum í marga
ntánuði og hafði gott tældfæri tíl
þess að hugsa um lífið og tilver-
una. Viðhorf mín breyttust.
Fyrir slysið var ég hátekjumað-
ur, en nú lifi ég af örorkubótum
og er nægjusamari en áður. Ver-
aldlegir hlutir skipta niinna ntáli
en innri hamingja.
- Sá sem sat undir stýri þegar
slysið varð var góður vinur
minn þá og er það enn. Eg ásaka
hann ekki en ég myndi ekki vilja
skipta við hann. Fólk reynir oft
að finna einhvern til þess að
skella skuldinni á eftir svona
slys, en ntér finnst mikilvægara
að læra að Iifa með þessu. Eg
þurfti að læra allt upp á nýtt,
meira að segja að pissa. Samt
hefði ég ekki viljað missa af
þessarri reynslu. Ef þú byðir
mér að spóla tíl baka ntyndi ég
ekki þiggja það. Hins vegar
hefði ég ekkert á mótí því að
geta staðið upp úr stólnum.
- Það sent mér fannst erfiðast
eftir slysið var hvern-
ig fólk tók mér. For-
dómarnir eru enn svo
miklir. Margir virðast
halda að greindar-
skerðing fylgi skertri
hreyfigetu. Meira að
segja fólk sem ég
þekkti fyrir slysið tal-
aði yfir ntig, eins og
ég gæti hvorki heyrt
né talað.
Aðalsteinn keyrir
sjálfur sérútbúinn bíl
en honum er illa við
að keyra í Reykjavík.
- Frekjan og yfir-
gangurinn í umferð-
inni er svo mikill. Það
er ekki það að ég van-
treysti sjálfum mér,
ég treystí bara ekki
hinum bílstjórunum.
Mér finnst vanta lok-
uð svæði þar sem
hægt er að sýna
þennan töffaraskap,
fa þetta kikk sem surnir virðast
fá út úr því að keyra hratt. Bíla-
brautirnar í Fjölskyldugarðin-
um nýja eru mjög sniðugar. Það
er jákvætt að krakkar geti æft sig
sig að keyra litla bíla áður en
þau fá bílprófið. Þá safnast ekki
upp eins mikil spcnna og oft
virðist hafa verið raunin. Eg hef
sjálfur mjög gaman af torfæru-
keppnum og er hrifinn af því
hvað öryggið er í góðu lagi hjá
þeim.
Eftir að Aðalsteinn útskrifað-
ist af Grensásdeild Borgarspít-
alans meira en ári eftir slysið fór
hann bæði í Tölvuskólann og í
Menntaskólann í Hamrahlíð.
Hann hellti sér líka út í félags-
rnálin og segist aldrei hafa ferð-
ast jafn mikið. Aðalsteinn situr
nú í Umferðarráði fyrir Ör-
yrkjabandalagið og hann er
einnig virkur félagi í SEM-sam-
tökunum, Samtökum endur-
hæfðra mænuskaddaðra.
- Þetta er eina félagið á Is-
landi sem vinnur að því að fé-
lögum fjölgi ekki, segir hann
sposkur á svip. Vonandi bætast
engir nýir í hópinn eftir þessa
verslunarmannahelgi.
- is
FIO L5K Y L D-UHATLP
I COMLU HOFNINNI
LAUGARDAÚINN 24. JULÍ, FRA KL. 10-18
':mrm
Fjölbreytt dagskrá á hátíðarsvæði
Reykjavíkurhafnar á Faxagarði,
Austurbakka og Miðbakka
8-18:
Skemm/tiferðaskipið Funchal við Miðbakka.
Danska varðskipið Vædderen við Faxagarð.
Varðskipið Ægir við Austurbakka.
10.00-17.00:
MARKAP5TORO
með sjávarvörur á Austurbakka.
SJÁVARRÉTTAVEITINCAHÚS
á Austurbakka.
5ÝNINC
á sjávardýrum.
SALTFISKVERKUN
Opið hús hjá Fiskkaupum í Grófarskála.
TÍVOLÍ
á Miðbakka. Ókeypis í boði
Reykjavíkurhafnar frá kl. 10.00-14.00.
10.00-15.00:
DORCVEIÐIKEPPNI
við Grófarbryggju.
Uppboð á aflanum við Faxamarkað kl. 15.30
10.50-11.50 06 15.15-15.45
BJÖRCUNARÆFINC
áhafnaVædderens og Ægis. Danskar
og íslenskar þyrlur taka þátt í æfingunni.
15.50-14.00:
LÚÐRASVEIT
VERKALÝÐSINS
leikur sjómannalög.
12.00-14.00:
EYJAHRINCURINN
Hin árlega siglingakeppni Brokeyjar og
Reykjavíkurhafnar. Keppendur ræstir
stundvíslega kl. 12.00 með fallbyssu á Batteríinu.
Verðlaunaafhending vegna siglingakeppninnar
verður við Faxamarkað kl. 15.00.
14.00-17.00:
SJÓTÍVOLÍ
slysavarnadeildarinnar Ingólfs
fyrir yngstu kynslóðina.
14.00-17.00:
OPINSKIP
Danski flotinn býður gestum að skoða varðskipið
Vædderen við Faxagarð og Landhelgisgæslan býður
gestum að skoða varðskipið Ægi við Austurbakka.
14.00-17.00:
KAFFISALA
kvennadeildar Slysavarnafélagsins
á 4. hæð í Hafnarhúsinu.
16.00-18.00:
DJASSTÓNLEIKAR
á Austurbakka í boði Reykjavíkurhafnar.
Hljómsveit Carls Möllers leikur.
Hljómsveitina skipa: Carl Möller - píanó,
Árni Scheving - víbrafónn,
Þórður Högnason - bassi,
Guðmundur Steingrímsson - trommur,
BjömThoroddsen - gítar
og söngkona Andrea Gylfadóttir.
Frumfluttur verður Hafnarblús, sem saminn var
af hljómsveitinni í tilefni Hafnardagsins.
REYKJAVÍKURHÖFN