Vikublaðið - 23.07.1993, Síða 10
10
VIIÍUBLAÐIÐ 23. JÚLÍ 1993
tyAA ÍA^fv \/£Aa£-
vfv4?
Bjami Einarsson 14 ára
Ég verð í bænum, - ég má ekki fara
neitt. Ætli ég fari ekki í sveitina
með pabba og mömmu.
Ari Normann Sverrisson 14
ára
Mig langar í Galtalæk og mig lang-
ar líka að ganga á fjöll.
Þórunn Sigurðardóttir 16
ára
Ég verð í brúðkaupi hjá bróður
mínum í Þýskalandi, en ég gæti líka
Sonja Magnúsdóttir 16 ára
Bubble Flies: Morðóðir kleinuhringir. Mynd: Einar Snorri
TÖKUM VIP AF
POPPHÆN5NUNUM
s
Alabbi um daginn og rakst ég
á tvo meðlimi hljómsveitar-
innar Bubble Flies, þá Dav-
íð og Palla. Þetta var harkalegt
samanstuð. I sárabót fýrir skaðann
leyfðu þeir mér að bjóða sér upp á
pizzu og taka við þá viðtal.
Hvernig byijaði þetta allt saman?
Bubble Flies: Þetta byrjaði allt
saman þegar guð rak Adam og Evu
úr Paradís, en ef þú ert að reyna að
spyrja að því hvernig þetta byrjaði
hjá okkur þá vorum við að
skemmta okkur og Palii var að
reyna að sanna söngkunnáttu sína
fyrir okkur allt kvöldið. Við ákváð-
um að skella saman bandi vegna ó-
vefengjanlegra hæfileika hans. Eða
þannig sko. Það var Þórhallur sem
hóaði okkur saman. Hann langaði
til þess að búa til meira en ein-
göngu elektróníska dansmúsík. Þá
talaði hann við okkur og við ákváð-
um að rotta okkur saman í þesssa
hljómsveit, Bubble Flies. Þá gerð-
ust undrin. Lagið Strawberries
varð til.
Hvemig mynduð þið skilgreina
tónlistarstefnu ykkar?
Bubble Flies: Funkítekknópopp-
rokkdjassdansærslvitleysingatón-
list. Samlíkingu má finna í mexík-
anskri kjötkássu, samansoðningi úr
alls kyns hlutum, ætum sem óæt-
um. Við gætum kannski gerst svo
djarfir að segja að við séum frum-
kvöðlar á þessu sviði, eins konar
uppfinningamenn.
Nafnið Bubble Flies, liggur einhver
saga að baki þess?
Bubble Flies: Það var fram-
haldssaga í Familie Journal sem hét
þetta, hún íjallaði um morðóða
kleinuhringi sem áttu við gelgju-
skeiðsvandamál að stríða.
Svo ég spyrji nú svolítið amalega.
Hverjir eru eiginlega Bubble Flics?
Bubble Flies: Hér erum við.
Eg meina hvað heitiði?
Bubble Flies: Æ, láttu ekki
svona, þú veist það alveg.
Allt í lagi, hver spilar á hvað?
Bubble Flies: Davíð spilar á gít-
ar, Palli þenur raddböndin og yrk-
ir, Pétur og Þórhallur eru galdra-
menn rafpíanóanna og trommu-
heilanna og svo er Robbi upptöku-
maðurinn okkar.
Lítil rödd hvíslaði að mér að þið
Vteruð aðfara að gefa út plötu, erþað
satt?
Bubble Flies: Nei!
Nú?
Bubble Flies: Við erum að fara
að gefa út disk með fjórum frum-
sömdum lögum í stíl við
Strawberries og einni hljóðblönd-
un á einhverju laganna.
Heimsfi-œgð, hugsið þið eitthvað
um slíkt?
Bubble Fiies: Hva, eru það ekki
bara örlög? Nei. Annars eru að
gerast ferskir hlutir í íslenskri tón-
listarmenningu. Við erum partur af
þeirri bylgju ungra hljómsveita
sem munu taka við af öllum popp-
hænsnunum sem hafa einokað
markaðinn á Fróni og þessar ungu
hljómsveitir ntunu færa okkur nær
því sem er að gerast fyrir utan
landhelgi. Það eru örlög!
Eruð þið mjög tníaðir?
Bubble Flies: Já, við erum allir í
Vottum Jehóva, Veginum og
Krossinum ásamt einhverjum
minni söfhuðuin.
Hvað eruð þið gamlir?
Bubble Flies: Meðalaldur hljóm-
sveitarmeðlima er 21,75 ár á
góviðrisdögum.
Samband ykkar við Leo Castelli
hefur mikið verið rcett í fjölmiðlum
undanfamar vikur. Hvað hafið þið að
segja um það?
Bubble Flies: Það var bara á fag-
legum grundvelli, við snertum
hann nánast ekki neitt.
Nú, þetta blað gengur víst itt á
verslunamtannahelgina. Það liggur
þá beinast við að spyija ykkur hvarþið
vcrðið untrœdda helgi.
Bubble Flies: Við verðum á árs-
hátíð félagsins 303, sem sam-
anstendur af unnenduin nútíma
danstónlistar. Þar munum við leika
okkar ljúfu tóna fyrir dansi.
Það tíðkast víst að hljómsveitir
þakki fyrir sig aftan á plötuumslög-
um. Vijiði ekki taka forskot á sæluna
og þakka fyrir ykkur fyrst þið emð í
blaði?
Bubble Flies: Jú, sérstakar þakk-
ir fá Timothy O'Leary, Edith
Massey, J Mascis, Morrisey, An-
archist Cookbook, Logi geim-
gengill og Perry Como.
1 lok íslenskra viðtala við erlenda
listamenn er ein klisja í hávegum
hófð. Hér er hún í beimferðu formi:
Háv dú jú læk æsland sófar?
Bubble Flies: Hér höfum við
haldist við í rúman fimmtung aldar
og líkar bara vel, sérstaklega í
Reykjavík. Við höldum að hún sé
einstök í heimi hér.
Nú?!
Hólmar Þ. Filipsson
IHEF
ALLTAF
i SUNdlf)
MIKID
; Þ ■ \vö ár í röð hefur söngkona
úr Menntaskólanum í
_M_ Reykjavík sigrað í
Söngvakeppni framhaldsskólanna.
Kristbjörg Sólmundardóttir söng-
kona úr MR, sigraði að vísu aldrei
þá keppni, en það hefði hún örugg-
lega getað. Hún hefur ekki bara
frábæra rödd, heldur líka skemmti-
lega sviðsframkomu.
Hvenær byrjaðirðu að syngja?
-Ég hef alltaf sungið, var t.d. í
kór Oldutúnsskóla og fór með
honum til Astralíu, Hong Kong og
Tælands. Síðan söng ég með Tún-
fiskunum og á skemmtunum í MR.
Hefitrðu /ært söng?
-Já, ég er búin að vera í Söng-
skólanum í Reykjavík í tvö og hálft
ár og taka fimm stig af níu.
Nií ersú tónlist scm þú hefur sung-
ið opinberlega til þessa meira í ætt við
Kristbjörg Sólmundardóttir:
Við í Yrju leggjum niikið upp úr
fhnmundarsöng, það er svo ts-
lenskt. Mynd: Spessi.
djass og dægurlög, þú hefitr ekki viljað
læra djasssóng?
-Nei, ég hef meiri áhuga á óp-
erusöngnum. Það er meiri framtíð í
honum. Ég stend á tímamótum
núna, þarf að velja á milli djassins
óg óperunnar. Ég lauk stúdents-
Iprófi frá MR í vor, svo nú get ég
farið að leggja meiri áherslu á
sönginn. Núna er ég í hljómsveit
sem heitir Yrja. Það gekk svo vel
með lagið Bombaldi Togga baróns
að við ákváðum að halda áfram.
Við erum sex í hljómsveitinni, ég,
Margrét Sigurðardóttir söngkona -
hún vann í Söngkeppni framhalds-
skólanna í fyrra - og fjórir strákar
sem spila á gítar, bassa, trommur
Iog hljómborð.
Ytja, afhvetju þetta nafit?
-Það er svo íslenskt. Við röddum
mikið og leggjum mikið upp úr
fimmundarsöng sem setur mjög ís-
lenskan svip á þetta. Við spiluin
; líka tónlist eftir aðra, t.d. Zeppel-
in, Janis Joplin, Lenny Kravitz og
Grýlurnar. Við erum að fara af stað
í spilamennsku, himm upp fyrir
Todmobole á Tveimur vinum
laugardaginn 24. júlí og verðum
; með eigin tónleika þar 5. ágúst.
Gæturðu hugsað þér að lifa án
: sóngsins?
Nei, alls ekki. Söngurinn er mitt
hlutverk í lffinu.
- is