Vikublaðið - 23.07.1993, Side 12
12
VIKUBLAÐIÐ 23. JULI 1993
I
"útlöndutn gerist það stundum
að fólk sem maður hittir fer að
-tala um hve margar góðar
hljómsveitir séu til á Islandi. Þetta
eru þeir sem ekki byrja á að spyrja
hvar Island sé eða fara að hlæja
þegar maður segist koma ffá þessu
skeri. Ef þessir erlendu tónlistará-
hugamenn villtust hingað og færu
að hlusta á útvarp kæmust þeir
fljótlega að þeirri niðurstöðu að
íslensk dægurtónlist væri í djúpum
öldudal og hefði farið aftur síðan
þeir heyrðu í þessarri frábæru ís-
lensku hljómsveit „sem heitir nafni
sem ekki er hægt að bera ffam. Það
eru tvær stelpur í henni, önnur
spilar á fiðlu og hin á saxafón." Ef
lýsingin kveikir ekki á neinni peru
hjá ykkur er það vegna þess að þið
hlustið of mikið á útvarpsstöðvarn-
ar, en farið of lítið á tónleika þar
sem þær hljómsveitir eru sem ekki
heyrast í útvarpi.
Auðvitað eru til undantekningar.
Górillurnar í samnefndum út-
varpsþætti á ónefhdri útvarpsstöð
hafa tvisvar og jafnvel oftar spilað
lög af nýútkomnum diski gleði-
sveitarinnar Ham. Það kom
reyndar ekki til af góðu. Fyrra
skiptið var eftir að górillurnar
höfðu af sinni meðfæddu illgirni og
skepnuskap talað illa um Ottarr
Proppé, söngvara og textahöfúnd
hljómsveitarinnar. Þar héldu þessir
öðlingsmenn því ffam að það passi
illa við ímynd Ottarrs Proppalings,
eins og þeir kalla hann, að afgreiða
í bókabúð. Þetta er mesti misskiln-
ingur því Óttarr
er mikill bók-
menntamaður og
sjást þess m.a.
merki í textum
hans sem eru
undir áhrifum frá
William Burr-
oughs o.fl. undir-
heimarithöfund-
■'
Sigutjón stórsön,
hinn kennimann,
•gvari,, stundum kallaður Ivan Rebroff lslands, og
uegi Ottar Proppé. Mynd: Björg Sveinsdóttir
um sem Óttarr sér um að alltaf
megi fá nóg af hjá Máli og menn-
ingu. I hitt skiptið urðu þeir að
spila Ham vegna þess að hlustandi,
sem vann sér inn óskalag með því
að gefa rétt svar við spurningu hjá
þeim, vildi fá lag með þokkapiltun-
um. Þeir félagar reyndu prútta við
hann en án árangurs. Maðurinn
vildi lag með Ham og honum varð
ekki haggað.
AF ÚTVARPSVÆNUM
SVEITUM OC ÖÐRUM
EKKI EINSVÆNUM
Tregðu górillanna má kannski
rekja til þess að Ham er ein þeirra
fjölmörgu hljómsveita sem ekki
þykja nógu „útvarpsvænar". Afurð
þessara banda er því helst ekki spil-
uð í útvarpi nema í skýrt afmörk-
uðum þáttum á versta tíma. Það er
undarlegt að engin þeirra hljóm-
sveita sem fá helst náð fyrum eyr-
um þeirra sem velja tónlist ofan í
alsaklausan landann hefur nokkru
sinni átt sjens í útlöndum. Sumar
þeirra hafa reynt, en sjaldan við
miklar undirtektir. Það verður þó
að viðurkennast að eftir að Sykur-
molarnir urðu frægir í útlöndum
hafa þeir stundum verið spilaðir í
útvarpinu. Upphefðin verður að
koma að utan.
APMEIKA ÐAÁ
MANHATTAN
Þeir félagar með „menningar-
hálfvitann“ Óttarr eins og górill-
urnar kjósa að kalla hann í broddi
fylkingar, hafa látið sér þetta að
kenningu verða og eru farnir til
Manhattan að „meika'ða". I far-
angrinum höfðu þeir birgðir af ný-
útkomnum diskum sem spanna
feril þeirra fram á þennan dag.
Safhið ber hið hógværa nafn: Saga
rokksins 1988 - 1993. Diskunum
dreifa þeir til áhugasamra Kana og
þeirra sem eru líklegir til þess að
geta hjálpað þeim á hinni þyrnum
stráðu framabraut New York-
borgar, því: „If you make it here,
you'll rnake it anywhere“.
I alvöruþrungnu lanjjlínuviðtali
við Vikublaðið sagði Ottarr þetta
ganga ágætlega, en þeir gerðu sér
svo sem ekki miklar vonir. Enn
væri lítið að frétta, þeir hefðu ver-
ið að spila á klúbbum. Nú væru
þeir ekki lengur fyrstir á hljóm-
leikadagskránni heldur væru að
færast aftar. Það væri góðs viti.
„Spilamennskan hefúr gengið
mjög vel,“ segir Óttarr hinsvegar.
Hvers konar staðir erþetta sem þið
hafið verið að spila á?
„Þetta eru helvítis búllur.“
6RÆSKULAUS KÍMNI
OC GLEÐIN í FYRIR-
RÚMI
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Ham spilar í útlöndum. Aður hafa
þeir hitað upp fýrir Sykurmolana á
hljómleikaferðalögum. Það gerðu
þeir bæði 1988 og 1989 og reyndu
þá alltaf að kynna sig og komast í
sambönd. Samhliða því að taka upp
lög með hinum ódauðlegu textum
Ottárrs sungnum á íslensku þá hef-
ur hljómsveitin haldið þeim vana
að taka lögin líka upp á móðurmáli
rokksins, enskunni.
Nú hafa orðið nokkrar manna-
breytingar í hljómsveitinni. Ef
marka má orð hins virta tónlistar-
gagnrýnanda blaðs (næstum) allra
landsmanna, Arna Matt, sem er
einn helsm aðdánda hljómsveitar-
innar þá sýnir „Saga rokksins...“ vel
hve hljómsveitin er orðin þétt og
spilamennskan góð. Hann segir
þetta ekki hafa komið niður á
húmornum. Hann er einmitt það
sem skilur þá frá öðrum hljóm-
sveitum sem spila tónlist af svipaðri
tegund, þ.e. rokk í þyngri kantin-
um. Þessi létta og græskulausa
kímni kemur bæði fram í textunum
og einnig í tónlistinni sjálfri. Hún
hefur einnig birst í myndböndum
þeirra, en eitt þeirra varð svo ffægt
að vera bannað af þáverandi dag-
skrárstjóra Sjónvarpsins, hinum
ástsæla Hrafni Gunnlaugssyni.
Honum þótti það of ósmekklegt.
Merkilegt.
Þó allt sé á huldu um yfirvofandi
heimsffægð piltanna og plötusnúð-
ar íslenskra útvarpsstöðva spili því
ekki tónlist þeirra nema tilneyddir
- enn - þá hefur „Saga rokksins..."
runnið út í Hljómalindinni. Hins
vegar hef ég engar óvilhallar heim-
ildir um sölu disksins í ríki Clint-
ons. Það er náttúrulega ekkert að
marka það sem strákarnir segja
sjálfir...
- is
Suniarniót Alþýöubandtilafjsins IVorðurlandi vestra
verður haldið að Hólum í Hjaltadal 13. - 15. ágúst.
Upplýsingar og þátttökutilkynningar: Jón Arnljótsson s. 95-38054 - Undirbúningsnefnd
HEILSUNNAR VEGNA
SUNDSTAÐIRNIR I REYKJAVÍK
ERU OPNIR TIL KL. 22.00
í ALLT SUMAR
^ LOCCIR
^ m LESEND-
URVIKU-
BLAÐSINS
HAFA VÆNT-
ANLECA TEKIÐ
EFTIR ÞVÍ AÐÁ
SÍÐUSTU
VIKUM HEFUR
SÁRLECA
VANTAÐ BÓK-
MENNTACACN-
RÝNI I BLAÐIÐ.
ÁST/EDAN ER
SÚ AÐ CACN-
RÝNANDI
BLAÐSINS
HEFUR TEKIÐ
SÉRFRÍFRÁ
BÆÐI BÓKSÖLU
OC SKRIFUM
OC ER FARINN
TIL MANHATT-
AN MEÐCLEÐI-
SVEITINNI
HAM.
HLJÓMSVEIT-
IN HEFUR
ÞANN CÆDA-
STIMPIL AÐ
VERA (NÆST-
UM> ALDREI
SPILUÐ í ÍS-
LENSKU ÚT-
VARPI OC ÆTTI
ÞVÍ AÐ EICA
MÖCULEIKA Á
ERLENDRI
CRUND.
EYRU ÚT-
LENDINCANNA
ERU JÚ EIN-
HVERN SVO
ALLT ÖÐRUVÍSI
SKÖPUÐ EN
EYRU ÚTVARPS-
PLÖTUSNÚÐ-
ANNA ÍS-
LENSKU.