Vikublaðið - 23.07.1993, Qupperneq 16
16
Pólitík
VIKUBLAÐIÐ 23. JÚLÍ 1993
ER YKKUR ALVEC SAMA?
Ef þið eruð í skóla, þá hafið
þið eflaust orðið vör við
niðurskurðinn. Stjómend-
um framhaldsskóla var t.d. skipað
að skera niður um 3500 krónur á
hvem nemanda. I sumum tiifellum
var niðurskurðinum velt beint yfir
á nemendurna með því að
skólagjöld vom hækkuð. í öðmm
var reynt að draga saman seglin í
rekstri skólanna, sem máttu þó
varla við meim.
MENNTAMÁLARÁÐ-
HERRA ÚRSJÁLF-
STÆÐISFLOKKI ÞÝÐIR
NIÐURSKURÐTIL
MENNTAMÁLA
Iðnnemar era í þeim hópi sem
mest hefur orðið fyrir barðinu á
hinum „bráðnauðsvnlega" sparn-
aði í menntakerfinu. Sá sparnaður
hefur koinið fram í niðurskurði á fé
til tækjakaupa og ekki síður í
breyttum reglum lánasjóðs sem
skerða réttindi iðnnema til lána.
Þetta gerist á sama tíma og rætt er
um að efla þurfi iðnnám og at-
vinnurekendur tala um að erfitt sé
að fá góða handverksmenn. Hvað
sein því líður er ljóst að yfirvöld líta
á það sem sjálfsagt mál að skera
niður í skólamálum hvenær sem
eitthvað bjátar á í efhahagsmálum.
Þetta er sérstaldega áberandi þegar
menntamálaráðherra kemur úr
Sjálfstæðisflokknum. Þeir sem hafa
smndað nám á undanförnum ámm
Einn borðinn þýsku námsmannanna í Berlín - Fantasía gegn doða. Þeir hvetja ungtfólk til að vera gerendur, ekki
skoðanalausir áhorfendur að því þegar stjómvöld bregðast þeim.
minnast með hrolli veldistíma
Ragnhildar, Sverris og nú síðast O-
lafs G., sem enn situr. Þau virðist
hafa haff á stefnuskránni að hrekja
fólk úr námi. Þetta er sérstaklega
alvarlegt nú þegar ekki er lengur
auðvelt að fá vinnu, kreppa ríkir og
það eina sem getur bjargað okkur
úr henni er vel
stokkið lengra. Þa verða eng p S ^ ni(^ur fiárframlög
borgarnmar Berim. A næsm arurn^ ^ ^ ^ n- þegar að-
nokkru vid. M sárbienuni „ð ySur um V
efþéróskið efdr því.
Krf þfr imnrnm. (*■ *-"í» “ <*• •"
íameyðaraðstoð.
Bankareikningur: Mcnntu
Reikningur nr. 8105226000
Bankaútibú: 1002000Q Beriu
■ Bank-
Betlibréfið til betri borgaranna
menntað og hugmyndaríkt fólk.
Það er svo sem ekkert nýtt að
Sjálfstæðisflokkurinn skeri niður í
menntamálum. Það sem er skrítið
er viðbrögð eða öllu heldur skortur
á viðbrögðum þeirra sem fyrir nið-
urskurðinum verða. Það er því ekki
úr vegi að segja örlítið frá því
hvernig jafnaldrar hennar í öðram
löndum fara að þegar ráðast á gegn
skólunum þeirra.
OF RÓTTÆK FYRIR
'68 KYNSLÓÐINA
I hinni nýsameinuðu Berlín hef-
ur nú verið lagt fram frumvarp sem
á að spara milljónir marka í
menntamálum. Samkvæmt því á
að fækka plássum í hverjum
þriggja háskóla Berlínar um tíu
þúsund. Til þess að ná því mark-
miði á að herða aðgang að háskól-
um, gera það erfiðara að stunda
framhaldsnám og herða kröfur um
framvindu í námi. Nú geta nem-
endur eytt löngum tíma í námið,
en margir neyðast til þess að að
vinna með skólanum og það
lengir námstímánn. Námslán fá
aðeins örfáir.
Nýju lögin em samin af Man-
fred Erhardt ráðherra menntá-
mála í Berlín. I s'tað 'þess að
leggja þau fyrir þing Berlínar ætl-
aði hann að keyra þau í gegn í júní
ALLIRCAN6I I VERÐANDI!
Fyrir rétt rúmum fjóram mán-
uðum stofnaði hópur ungs al-
þýðubandalagsfólks og óflokks-
bundins félagshyggjufólks fé-
lagið Verðandi.
Markmið þess er að skapa svig-
rúm fyrir líflegar umræður og
málefnavinnu félagshyggjufólks
á aldrinum sextán til þrjátíu og
fimm ára.
Með haustinu kemst starfsemin
á fullt skrið með fundum og
ráðstefhum, til dæmis um utan-
ríkismál í lok ágúst, uinhverfis-
og jafnréttismál, en einnig með
starfi innan málefnahópa.
Málefnahópamir em um:
efhahags- og atvinnumál,
menntamál, uinhverfismál,
hópur um kjördæmaskipan og
framhaldsskólahópur.
Vonandi tekst með þessu að
efla samkennd ungs félags-
hyggjufólks og að skapa
skemmtilegt félagsstarf
því það er full þörf á
að stokka upp spilin.
Sjáumst öll í Verðandi!
Verðandi, samtök ungs alþýðubandalagsfólks og óflokksbundins félagshyggjufólks.
Eg
Kt.
óska eftir að gerast félagi í Verðandi, samtökum ungs alþýðubandalagsfólks og óflokksbundins
félagshyggjufólks.
Jafnframt vil ég taka þátt í starfi málefnahóps um_______________________________________
Nánari upplýsingar:
Heimili________________________________________ Póstnr.______________Sími________________
Klippið út og sendið til Verðandi, pósthólf 130, 121 Reykjavík.
Rósa Guðrítn Erlingsdóttir, náms-
maður í Berlín. Það er verið að beita
námsmenn valdi.
1994. Málið komst í blöðin. í
fyrstu áttaði hinn almenni stúdent
sig ekki á því hvað til stóð. Kann-
anir sýndu að 70 til 80% stúdenta
höfðu ekki heyrt af málinu. Til
þess að vekja athygli á því og leggja
áherslu á kröfur sínar fóru stúdent-
ar í 12 - 14 deildum Freie Uni-
versitet (Frjálsa háskólans) í verk-
fall og allar deildimar vora með
einhver mótmæli. A sérstökum
barráttudegi fóra nemendur úr öll-
um háskólum Berlínar í fjölmenna
mótmælagöngu.
Meðal þeirra sem fóra í verkfall
vora nemendur í stjórnmálafræði í
Freie Universitet. I þeirri deild
hófust mótmæli stúdenta í Þýska-
landi á hinu sögufræga vori 1968.
Sumir sem þá vora í deildinni og
tóku þátt í stúdentamótmælunum
eru núna orðnir kennarar við hana.
Forseti deildarinnar, Gesine Schw-
an, er ein þeirra. Nýlega var hún
hrópuð niður af nemendum deild-
arinnar vegna þess að hún vildi fara
aðeins hægar í sakirnar en þeir.
Samstaða með kennuram og nem- '
endum deildarinnar um barráttu
gegn reglugerðinni tókst ekki.
Nemendurnir vora of róttækir fyr-
ir gömlu hippanna.
LEIKHÚSUM LOKAÐ
SPARAÐ í MENNTA-
MÁLUM EN NOÚIR
PENINCAR
í ÓLYMPÍULEIKA
Ráðherra menntamála í Berlín
er í fararbroddi þeirra sem nú
reyna allt til þess að fá Ólympíu-
leikana til borgarinnar árið 2000.
Að halda slíka leika kostar ógrynni
fjár. Það er strax byrjað að byggja
mannvirki sem ætlaðuð era heims-
ins bestu íþróttamönnum og sett
hefur verið í gang umfangsmikil
auglýsingaherferð. I bæklingi helg-
aðum þessari „hugsjón“ kemur
ffam hvaðan hún er komin. Það var
Ronald Reagan sem fyrstur orðaði
þennan möguleika. Á sama tíma og
stórfé er eytt í auglýsingamennsku
tengda þessari „hugsjón“ Reagans
er tveimur sögufrægustu leikhús-
um borgarinnar lokað og skorið
niður í menntamálum. Þetta líkar
stúdenmm stórilla.
Rósa Guðrún Erlingsdóttir,
nemandi við stjórnmálaffæðideild-
ina, orðaði viðhorf skólafólks
svona:
„Það er verið að beita háskólann
og æðri menntun valdi. Þetta er
kjaftshögg frainan í þá sem hafa
unnið að frjálsi menntun í tugi
' u
ara.
Enn hefur ekki verið tekin á-
kvörðun um hvenær lögin taka
gildi. Verkfalli stúdenta hefur núna
verið ffestað fram á næsm önn, en
þá heldur baráttan áfram.
FÆR BERLÍN
ÓLYMPÍULEIKANA?
I tengslum við verkfallið vora
stofnaðir vinnuhópar og tók einn
þeirra að sér að safha fé fyrir hina
bláfátæku háskóla Berlínar. Tötr-
um klæddir nemendur gengu um
með betlibauk. Hinir akademísku
betlarar fóru á fínu hótelin og í
sendiráð Kína, Ástralíu, Englands
og Brasilíu sein einnig vilja halda
Ólympíuleikana. Með aðgerðum
sínum tókst stúdenmnum að gera
ráðherrann hlægilegan og nú er
nokkuð ljóst að Ólympíuleikarnir
verða ekki haldnir í Berlín. Það er
ómögulegt að halda slíka leika í
borg þar sem stór hluti íbúanna er
á móti þeim - sá hluti sem er
pólítískt meðvitaður og læmr skoð-
anir sínar í ljós.
AÐ SAMÞYKKJA MEÐ
ÞÖ6NINNI
Þetta barátmfólk hugsar ekki að-
eins um það sem snýr að skólunum
sjálfum. I verkfallinu og eftir það
lém stúdentarnir í ljós álit sitt á
ýmsum pólitískum hitamálum, t.d.
breytingu á 16. grein stjórnarskrár-
innar um aðgang flóttamanna að
landinu og þrengingu á rétti
kvenna til fóstureyðinga en um það
er fjaliað 1218. grein hegningarlag-
annna.
Stjórnvöld töldu að með því að
gera flóttamannalöggjöfina strang-
ari gæm þau minnkað ofbeldi gegn
innflytjendum. Annað kom á dag-
inn. A meðan verið var að ákveða
þetta og rétt á eftir var kveikt í hús-
uin flóttamanna út um allt Þýska-
land. Að meðaltali var kveikt í
tveim húsum á viku í heila tvo
mánuði. A vegg skólabyggingar-
innar hafa nú verið kromð þessi
orð: Die Biedermeier sind die
Brandstiffer. Þetta er vísun í leikrit
Max Frisch og með þessu er átt við
að borgararnir og ekki síst ráða-
menn Þýskalands séu með að-
gerðaleysi sínu samsekir brennu-
vörgunum, sem era ekki lengur
utanaðkontandi óvinir heldur mitt
á meðal okkar, jafnvel við sjálf ef
við vinnum ekki gegn ofbeldinu.
Það verður að taka afstöðu. Sá sem
ekki mótmælir oflieldinu samþykk-
ir það.
TAKIP AFSTÖÐU
Það ætti ekki að vera erfitt að
gera ráðherrana okkar hlægilega.
Þeir sjá næsmm um það sjálfir. Það
þarf aðeins smá hugmyndaflug,
dirfsku og að láta verða af hlutun-
um. Það hefst ekkert upp úr því að
sitja og nöldra yfir því hve allt sé ó-
mögulegt. Látið skoðanir ykkar í
ljós. Ef þið hafið ekkert málgagn
eða finnst erfitt að skrifa í blöð þá
má alltaf krota á veggi. Það gera
Berlínarbúar. Það má deila um fag-
urfræðilegt gildi veggjakrotsins en
pólítískt gildi þess er ótvírætt.
Nýlega skrifaði Kolbrún Berg-
þórsdóttir um skoðana- og til-
gangsleysi íslenkra ljóðskálda. Við
lestur þeirrar greinar gat ég ekki
varist þeirri hugsun að þetta væri
sameiginlegt einkenni ungs fólks á
Islandi. Því væri sama um það sein
væri að gerast í kringum það. Það
hugsaði ekki. Yfir því hvíldi doði.
Það væri meðvimndarlaust.
Það gemr verið að þýsku stúd-
entarnir gangi smndum of langt í
róttækni sinni, en aðferðir þeirra
bera árangur. Næsmm allt er betra
en skoðanaleysið og ef ekkert heyr-
ist í ykkur þá náið þið örugglega
engu fram. Myndið ykkur skoðan-
ir, standið saman um þær, ræðið
þær og um fram allt látið þær í ljós.
Þá er aldrei að vita hvað gerist...
Ingibjörg Stefánsdóttir
HVAÐA RÉTTINDI
FÆRÐU ÞECAR ÞÚ
VERÐUR...
16ÁRA?
Sjálfræði - mátt ráða þig í
vinnu og flytja að heiman án
samþykkis foreldra. Að sama
skapi eru foreldrar ekki
skyldugir til að sjá fyrir þér.
Sakhæfni - þú getur notið
góðs af gistiaðstöðunni á
Litla-Hrauni, þarft með
öðrum orðum að standa
ábyrgur gerða þinna ef þú
fremur lögbrot.
17ÁRA?
Bílpróf. Og þá um leið rétt-
inn til að missa það aftur ef
þú keyrir eins og fífl!
18 ÁRA?
Fjárræði - rétt til að ráðstafa
eignum þínum. Mátt taka
bankalán og hafa ávísanahefti
eða greiðslukort.
Kosningarétt.
Rétt til að gifta þig.
20 ÁRA?
Rétt til áfengiskaupa og
-neyslu.
Mátt taka meirapróf.
35 ARA?
Mátt bjóða þig fram til for-
seta Islands.