Vikublaðið - 23.07.1993, Qupperneq 18
18
VIKUBLAÐIÐ 23. JÚLÍ 1993
Efst á baugi er vinnuheitið á
tímaritinu sem Hannes
Hólmsteinn Gissurarson
lektor og ífjálshyggjumaður hefur
hugsað sér að gefa út, fái hann
hljómgrunn hjá sálufélögum. I
minnisblaði til áhugafólks segir
Hannes; „ég treysti mér til þess að
takast ritstjórn á hendur þessa 18
mánuði [en síðan ætti að sjá til með
ffamhald útgáfunnar] og leggja
mitt af mörkum til að treysta
fjárhagsgrundvöll með því að tala
við nokkur stórfyrirtæki um aug-
lýsingasamninga.“ Hannes þekkir
sitt heimafólk og skrifar kokhraust-
ur að hann muni ná milli 100 og
200 þúsund krónum út úr S til 6
stórfyrirtækjum í hvert blað á þeim
18 mánuði sem blaðið á að koma út
til reynslu fyrsta kastið.
Hannesi ætti ekki að verða
skotaskuld úr því að ná auglýsinga-
samningum við stórfyrirtæki því að
tímaritið Efst á baugi „styður
einkafyrirtæki og einkaíf amtak, þar
á meðal stórfyrirtækin" en er á
„mótí verkalýðshreyfingunni og
öllum feitum körlum með einok-
unaraðstöðu." Hvort þetta þýðir að
Hannes sé á móti gildvöxnum karl-
peningi er ekki svo gott að segja tíl
um, ekki síst þegar haff er í huga að
uppáhaldsvinurinn, Davíð, er nú
ekki nettur maður. Það styrkir þó
þá skoðun að Hannes vilji hafa
karlmenn öðruvísi en feita að í
tímaritinu verður fastur þáttur um
líkamsræktarstöðvar. Og mikið
rétt, Hannes ætlar sjálfur að skrifa
dálkinn um líkamsræktarstöðvar-
nar enda sækir hann þær reglulega.
En tíl að auka enn áhuga þeirra
sem stórfyrirtækjum stýra ætlar
tímaritíð að skrifa um forstjórabíla
,Audi, BMW, Mercedes Benz,
Mitsubishi sportbílinn, Mazda
sportbílinn, Nissan NX 100 o.s.
frv., jeppana.“ Það mun örugglega
ekki draga úr áhuga forstjóranna að
„í hverju hefri fjallað um eitthvað,
sem mættí einkavæða,“ og um fjár-
festingartækifæri, þ.e. „leiðbein-
ingar til manna um gróðatækifæri
hér og erlendis.“ Stefha blaðsins
ættí heldur ekki að fæla kaupsýslu-
menn ffá tímaritinu enda „þorir
[tímaritíð] að styðja Davíð
Oddsson og aðrar ráðherra ríkis-
stjórnarinnar þegar þeir gera góða
hluti“ eins og að einkavæða Póst og
síma og breyta ekki því ráðslagi að
gefa útgerðarmönnum kvóta.
Hannesi Hólmsteini er sérlega
umhugað um orðstír Davíðs
Oddssonar og hann hefur hugsað
sér að gera forsætísráðherra að
aðalefni eins tölublaðsins. Hannes
hefur áður gert svipmynd af Davíð
Oddssyni en það var kafli í bók sem
hann skrifaði fyrir sænskt ffjáls-
hyggjuforlag. Þar þakkaði Hannes
Davíð fyrir alla mögulega og ó-
mögulega hluti, til dæmis hversu
góða fiskréttí reykvísk veitingahús
bjóða upp á. Hannes er sár útí fjöl-
miðla á borð við Ríkisútvarpið,
Pressuna og Heimsmynd fyrir að
fjalla um misfellurnar í stjóm-
málastarfi Davíðs Oddssonar. Efst
á baugi mun gefa hina hannesísku
mynd af forsætisráðherra sem hann
á skilið.
Með svona vini þarf Davíð
Oddsson enga óvini.
Tíðni
Hvað skyldi vera algengasta
orð í íslensku? Islensk orð-
tíðnibók er nýstárleg orða-
bók sem gefin var út fyrir rúmu ári
og birtir ýmsar forvitnilegar tölur
um tíðni orða og orðmynda í ís-
lensku, sem fengnar eru með viða-
mikilli rannsókn á 100 texmm og
textabrotum af ýmsu tagi.
Meðal þess sem lesa má úr töfl-
unum í bókinni er að samtengingin
og er algengasta orð í íslensku en
fast á hæla henni fylgir sögnin vera
og þar á effir smáorðin að, t og á.
Það verður hins vegar að leita aftur
bókstafa og rittákna
í 40. sæti í tíðniröðinni tíl að finna
nafnorð. Þar trónir maður en kona
er hins vegar í 106. sæti þótt reynd-
ar sé það tíunda algengasta nafh-
orðið. Það er ekki síður forvimileg
vitneskja að algengusm orðin koma
öll fyrir í hverjum einasta texta sem
rannsakaður var og það sama á við
um maður en affur á mótí voru
engin dæmi um kona í fjórðungi
textanna - við opnum með öðrum
orðum tæplega bók nema rekast
þar fyrr en síðar á orðið maður en í
einni af hverjum fjórum bókum
sem við lesum má búast við að kona
sé hvergi nefhd. Reyndar eru nafh-
orðin maður og staður þau einu sem
koma fyrir í öllum texmnum og af
lýsingarorðum er það einungis
mikill. Algengusm sagnir koma
hins vegar ffam í flesmm eða öllum
textunum og eiga það sammerkt
með mörgum svokölluðum smá-
orðum og ýmsum fornöfnum.
Auk orða og orðmynda má
þarna verða margs vísari um tíðni
bókstafa og annarra rittákna, fyrir-
ferð einstakra orðflokka og það
hversu algengar mismunandi beyg-
ingarmyndir em. Þótt bókin sé frá-
leitt skemmtilestur má hafa af
henni margvíslegt gagn, t.d. er hún
góður stuðningur fyrir kennara
sem sífellt em að búa ril hvers kyns
æfingar handa nemendum sínum.
Starfið
Útilíf
Skildi
Helgu
aldrei
við mig
Þær skipta þúsundum pizzurnar,
sem framleiddar em á hverjum
degi í Reykjavík. Það er af sem
áður var. Það er lifibrauð margra að
elda ofan í náungann og veita honum
góðan viðurgjörning. Að baka pizzu
er sérstök kúnst og reyndir og flínkir
pizzugerðarmenn em ekki á hverju
strái. Af sumum er það talin list að
baka góða pizzu. Við létum verða af
því að líta inn hjá Olafi Haraldssyni
pizzugerðarmanni upp í Breiðholti og
forvitnast örlítíð.
Af hverju ert þú í matreiðslu en ekki
einhverju öðru?
- Þegar ég var 16 ára heyrði ég
auglýst í hádegisútvarpinu að mat-
svein vantaði á humarbát frá Grinda-
vík og mig vantaði vinnu. Eg kunni
náttúmlega ekkert að elda nema þetta
venjulega, pylsur og bjúgu og svoleið-
is. Eg hringdi og var bara sagt að
mæta strax. Eg þaut náttúmlega heim
tíl mömmu og tók létta kennslustund
í því að sjóða spagettí. Hún lánaði
mér svo matreiðslubók Helgu Sig-
urðardóttur og hana hef ég aldrei
skilið við mig. Þessi æfing gekk það
vel að ég tók pokann minn og bókina.
Þegar komið var um borð fóm nú
flestir að sofa, þannig að mín fyrsta
máltíð um morguninn, sem munstr-
aður kokkur var auðvitað spagettí -
allir voða ánægðir og nýi kokkurinn
sló í gegn. Síðan fór ég í nám og var
Sævar Jóhannesson „pizzuþeytari“ á Pizza Plús horfir til botns. Myndir: Ol.f
Ólafur Haraldsson í Pizza Plús.
lengst af matreiðslumaður á Hótel
Lofteiðum.
En hvað rak þig tít ípizzugerðina?
- Kannski ævintýraþrá. Ég bjó í
Svíþjóð um tíma og þar kynntíst ég
þessu. Þá var hér á landi almennur
samdráttur eins og nú og ekkert vit að
fara út í svona ævintýri. En nú er
maður komin ágætlega af stað og það
verður ekki aftur snúið.
Er tnikill munur á að elda á flottu
hóteli og svo að vera ípizzunum?
- Gífurlegur munur. Það sem mér
finnst skemmtilegt við þetta er að
maður er í núklu nánara sambandi við
viðskiptavinina, heldur en þegar
eldað er ofan í einhvern sem maður
aidrei sér. Þessi pissubransi er líka
mjög léttur og skemmtilegur og mik-
ill húmor í gangi. En samkeppnin er
gífurlega hörð. Menn keppast um að
hafa sem lægst verð og það er ábyggi-
Iega hægt að finna ódýrari pizzustaði
en þennan. En við reynum að leggja
áherslu á gæði og erum af og til að
bjóða upp á nýjungar.
Hvemig em launin?
- Ha! Hvernig eru launin? Maður
hefur náttúrulega ekkert út úr þessu.
Þetta er nýtt fyrirtæki en ég er nokk-
uð ánægður með viðtökurnar. Þetta
er gífurleg vinna og langar vökur, en
við vinnum þetta upp í rólegheitun-
um og á seiglunni.
1
Hrossaræktin
heillar
Sjálfsagt hafa einhverjir
brugðið sér á hestbak í
sumarblíðunni að und-
anförnu. Einkum þeir sem
eiga sjálfir hesta. En þeir sem
ekki eiga hesta láta sig dreyma
um hálendisferðir á hestbaki.
Það er nefnilega hægt að
komast á hestbak um Iand allt
fyrir þá sem vilja reyna sig í
hestamennskunni. Tíðinda-
maður Vikublaðsins átti þess
kost að komast á hestbak vest-
ur í Eyrarsveit á Snæfellsnesi á
dögunum. Fullur af draumum
um glæsilegan
hest með glæsi-
legum knapa sem
ríður inn í sólar-
lagið. En það er
meira en að segja
það að sitja hest
sæmilega. Harð-
sperrur eru enn
að hrjá tíðinda-
mann vorn, bæði
innanlæra og í
baki. En það er
þess virði að
komast í svona
túr þó smtmr sé.
Leiðsögumað-
ur þarna í Eyrar-
sveitinni er Illugi
G. Pálsson frá
Nausmm í Eyr-
arsveit. Hann er
alvanur hesta-
maður enda hef-
ur hann smndað Illugi G. Pálsson hestasveinn og leiðsögu-
hestamennsku maður. Útlendingamirfara hægaryfir.
allt ffá 6 ára aldri. Illugi sækir
sjóinn og smndar almennan
búskap, en hyggst setjast á
skólabekk í haust í Bænda-
skólanum og læra allt um
hrossarækt. Illugi segir að Is-
lendingarnir sem leigja hjá
þeim hesta vilji fara hratt yfir,
en útlendingarnir vilja taka
það rólega, njóta náttúmnnar
og heyra ýmsan ffóðleik um
land og þjóð. Þrátt fyrir harð-
sperrar mælir tíðindamaður
okkar eindregið með hesta-
ferðum af þessu tagi.