Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 1994 BLAÐ SEM V I T E R I Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Fór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Grétar Steindórsson/Þjóðráð hf. Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls Ijölmiðlun hf. Dulin atvinna Fyrir nokkrum árum, áður en atvinnuleysið fór að segja til sín íslensku samfélagi, upphófst margradda kór atvinnurekenda um að hér á landi væri dulið atvinnu- leysi. Atvinnustigið var of hátt að þeirra mati og heyrð- ist því haldið fram fullum fetum að atvinnuleysi upp á nokkur prósentustig væri æskilegt frá þjóðhagslegu sjón- armiði. Með því var auðvitað vísað til þess að hægt væri að auka framleiðni þeirra sem hafa vinnu með því að henda þeim út af vinnumarkaðnum sem auðvelt væri að hagræða burt. Þessi umræða miðaðist við að hæfdegt at- vinnuleysi yki arðsemi fyrirtækjanna og arðsemin væri sú eina biblía sem mark væri á takandi. Nú hefur þessum öflum orðið að ósk sinni. Tíu þús- und manns gengu atvinnulausir í lok janúar og þótt bótakerfið sé götótt og lélegt og atvinnuleysisbætur ekki til að lifa af getur þetta fólk örugglega glaðst yfir því að hafa lagt sitt af mörkum til að auka arðsemi atvinnurek- enda. Þegar beðið er eftir strætó eftir að íjölskyldubdl- inn hefur verið seldur upp í skuldir er næsta víst að at- vinnuleysingjarnir fagni þegar glæsijeppar fyrirtækja- stjórnendanna bruna hjá. Og íbúar þeirra byggðarlaga sem missa atvinnuna í einu vetfangi þegar smákóngar kvótakerfisins sjá sér hag í að selja kvótann og hirða gróðann sjálfir eru vafalaust yfir sig ánægðir yfir þeirri hagræðingu sem kvótakerfinu er ætlað að skila. Sú litla umræða sem á sér stað um atvinnuleysið og þann óumræðilega mannlega harmleik sem það hefur í för með sér fyrir tugþúsundir Islendinga á sér þá skýr- ingu að atvinnuleysið er frá sjónarhóli gróðaaflanna bara harla gott. Nýjar matarholur hafa opnast. Jafnvel „gull- grafaraævintýri“ á borð við loðnufrystinguna er hægt að láta hið opinbera niðurgreiða fyrir sig með því að sækja sér fé í Atvinnuleysistryggingasjóð. Og atvinnuleysið hefur fleira gott í för með sér. Hægt er að halda launum niðri með því að beita hótunum um uppsögn, hægt er að pína upp afköst með því að beita hótunum um uppsögn og hægt er að pína upp vinnutíma þeirra sem vinnuna hafa með því að beita hótunum um uppsögn. Um leið er sköttum létt af fyrirtækjum með þeim af- leiðingum að sá kostnaður sem hlýst af atvinnuleysinu fyrir þjóðarbúið, 1,5 milljón á ári á hvern atvinnulausan mann, lendir á einhverjum öðrum en hinum svokölluðu „máttarstólpum“ þjóðfélagsins. Atvinnuleysi á sér tvíburasystur sem heitir vinnu- þrælkun. Um áratugaskeið hefur vinnutími á Islandi ver- ið með þeim lengsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Sú framleiðniaukning sem orðið hefur hefur ekki verið notuð til að stytta vinnutímann. Þvert á móti hefur vinnutími haldist alltof langur, jafirvel eftir að atvinnu- leysið fór að segja til sín. I því efni ber sú stefna mesta á- byrgð sem falist hefur í því að halda taxtalaunum niðri með eilífum réttlætingum um að hægt sé að vega upp lága taxta með yfirvinnu eða yfirborgunum. Það er óum- deilanleg staðreynd að það er næg atvinna á Islandi. Það er löngu orðið tímabært að atvinnuleysinu sé svarað með kröfum um að deila vinnunni, stytta vinnutímann og um mannsæmandi laun fyrir venjulegan vinnudag. Það er tímabært að hin dulda atvinna sé dregin fram í dagsljósið. Sjónarhorn Að loknu forvali Alþýðubandalagsfélögin í Reykja- vík hafa valið það fólk sem það treystir best til að sDpa fram- varðarsveit flokksins í hinu sanreigin- lega framboði til borgarstjómar á vori komanda. Er þar hvert sæti vel skipað enda ekki við öðru að búast. Þegar flokkarnir allir sem að R-listanum standa hafa loDð við að velja fólk á hann, er að taka ril óspilltra málanna við undirbúning málefnavinnu og starf fram að kosningum. Það er Ijóst að það er spennandi og skemmtilegt kosninga- vor í vændum. Ef vel tekst til getur ver- ið að brorið verði blað í pólítískri sögu iandsins með því að brjóta einokun íhaidsins á höfuðborginni á bak aftur. Það væra ekki lítil tíðindi. Atök í Reykjavík! Það er eðlilegur hlutur þegar verið er að velja nýja forystusveit fyrir AB í Reykjavík í borgarmálum að þá komist færri að en vilja. Það er í hæsta máta eðlilegur hlutur. En það er eins og vanalega þegar fé- lagar í Alþýðubandalagsfélögunum í Reykjavík eru ekki sammála í einu og öllu, þá er farið að hrópa „úlfur, úlfúr“, „átök í Reykjavík“. Þegar viðlíka gerist í öðrum flokkum, eins og alltaf er að ger- ast, þá er taiað um „kosningu inilli manna“, „ólíkar áherslur einstakra að- ila“ eða „spennu í forvali og miDnn áhuga flokksmanna". Manni dettur helst í hug að einhverjir telji sér hag í því að gera sem mest úr ímynduðum á- tökum innan flokksins. Af hvaða hvöt- um það er runnið get ég hins vegar ekki ráðið í. Deila um kjörskrá Við ffamkvæmd kosninganna kom upp deila um þann kjörskrárstofh sem nota átti við kosninguna. Þar sem und- irrituðum er málið skyit, þá langar mig að skýra frá efhisatriðum máisins eins og þau koma mér fyrir sjónir. A fundi sínum þann 2. febr. sl. sam- þykkti kjördæinisráð AB í Reykjavík að kosningarétt í forvalinu skyldu þeir hafa sem voru skráðir félagar í Alþýðu- bandalagsfélögunum á landsfundi flokksins í nóvember sl. Nú er það svo að þessi regla er ekki óumdeilanleg, það liggur í augum uppi. En í mínum huga er það svo að ef menn setja sér vinnu- reglu þá verður hún að gilda fyrir alla en ekki bara fyrir suma. ABR ogÆFR Iögðu ffam laugardag- inn 5. febr. á fundi kjörnefndar það fé- lagatal sem lagt var fyrir landsfund í nóvember í haust. Birting lagði á sama fundi ffam félagatal með um hundrað nýjum félögum iniðað við þá skrá sem þeir lögðu inn til flokksins fyrir lands- fund og óska ég þeim til hamingju með góðan árangur í þeim efhum. Þar sem samþykkt kjördæmisráðsins hljóðaði upp á félagatal ffá því ffá í nóvember, þá var ekki hægt að fallast á það að eitt félaganna fengi að safha inn nýjum fé- lögum ffam undir kosninguna á meðan hin kysu út ffá rúmlega tveggja mánaða gamalli félagaskrá. Þar sem samkomu- lag náðist ekki um niðurstöðu innan kjörnefhdarinnar, þá var kjördæmisráð- ið kallað saman á föstudagskvöldið 11. febrúar s.l. Efrir alllangar umræður lögðu Arth- úr Mortens, Árni Þór Sigurðsson, Ilelgi IJjörvar og Guðrún Agústsdóttir ffam tillögu um að ABR hafi heimild til að bæta 70 nýjum félögum við sitt fé- lagatal og ÆFR 5 félögum á einum sól- arhring, og Birting haldi þeim fjölda fulltrúa sem kjömefnd hafði ákveðið. Þessi tillaga var samþykkt athuga- semdalaust og með öllum greiddum at- kvæðum. Kjörnefnd vann síðan eftír henni og lauk kosningunni með fullu samkomulagi um hvert einstakt atriði. Þessi niðurstaða var skynsamleg í ljósi þeirrar stöðu sem málið var komið í og með hliðsjón af hagsmunum hins sameiginlega ffamboðs. Undarleg rógsherferð í aðdraganda forvalsins hefur vakið athygli hin skipulagða og markvissa rógsherferð sem hefur beinst gegn Svavari Gestssjmi, fýrsta þingmanni AB í Reykjavík. Ekki er um að ræða mál- efhalega gagnrýni, heldur er ráðist persónulega að honum í greinum -og viðtölum og honum brigslað um eitt og annað. Það gekk svo langt að það var fullyrt að svokallaður „Svavarsannur“ innan Reykjavíkur væri andvígur sam- fýlkingu flokkanna fýrir borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Ef eitthvað er R-listanum hættulegt, þá er það að almenningur fái það á til- finninguna að þeir sem að honum standa séu ekki heilir í samstarfinu. Svo hart var gengið fram í persónulegum á- rásum á Svavar að ritstjóri Pressunnar þurftí að taka kafla út úr nafnlausri grein sem kemid er við Odd þingvörð, og láta þeir á Pressunni sér þó ekki allt fýrir brjósti brenna. Þessi persónurógur er kominn langt út yfir öll rnörk og er þeim til skammar sem að honum standa. I ffétt íMorgunblaðinu þann 22. jan- úar var það gefið í skyn að ef Birting fai ekki 5. sætí R-listans geti það leitt ril á- taka innan flokksins sem geti haft áhrif á forval fýrir næstu alþingiskosningar. A þessu er svo hnykkt enn betur í DV þann 14. janúar þar sem sagt er beinum orðum að ákveðinn hópur stefhi að því að fella Svavar úr þingsæti fýrir næstu kosningar þannig að hann uppskeri eins og hann hafi til sáð. Eg er hræddur um að einhver hefði orðið langleitur í ffaman ef félagar í ABR hefðu lýst því formlega yfir að stefnt skyldi að því að fella Guðrúnu Helgadóttur úr þingsæti um næsm alþingiskosningar, nær einu og hálfu ári áður en þær eiga sér stað. Það má vel vera að það sé af einstaka aðilum innan flokksins stefitt að ein- hverskonar uppgjöri fýrir næstu alþing- iskosningar og er þá ekkert annað að gera en að þakka pent fýrir að láta vita af því í d'ma. Með flokkskveðju Höfundur er hagfræðingur og stjómarmaður í kjördæmisráði AB í Reykjavík og fýrrverandi félagi í Birtingu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.