Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 8
8 Viðtalið VIKUBLAÐID 17. FEBRUAR 1994 Nýlega gaf doktor Jón Ormur Halldórsson lektor við Háskóla íslands út bók sem hann nefnir Átakasvæði. Þar rekur hann aðdraganda átaka á ófriðarsvæðum í heiminum. Bókin fær ekki góðar viðtökur hjá Birni Bjarnasyni sérfræðingi Sjálf- stæðisflokksins í utanríkismálum. Hann skrifar um bókina í Morgunblaðið og finnur henni margt til forráttu, þó helst það að höfundur sé á móti Bandaríkjun- um og ísrael og kallar Jón vinstrimann. Þetta er athyglisvert ef þess er gætt að Jón Ormur gekk í Sjálfstæðisflokkinn aðeins tólf ára að aldri og varð aðstoðar- maður Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra mjög ungur að árum. Skoðanir hans virðast ekki lengur falla í kramið í Sjálfstæðisflokknum enda hafa þær breyst töluvert. Þekki samfélag sem er jaf upptekið af sjálfu Jfe -W:l S Eg sat heima í síðustu kosning- um og skilaði auðu í kosning- unum þar á tmdan. Ég hef hins vegar alveg ákveðnar skoðanir á því hvað ég myndi kjósa í Bretlandi. Þar myndi ég kjósa Frjálslynda flokkinn. Jón Ormur er að tala um þriðja aflið í því tveggja flokka kerfi sem er við lýði í Bretlandi. Kjördæmaskipun- in þar byggir á einmenningskjördæm- um og því verður flokkur að fá meira en helming atkvæða til þess að koma manni að. Eins og staðan er nú er því ólíklegt að Frjálslyndi flokkurinn komist til valda í Bretlandi. Hvers vegna myndirðu kjósa þann flokk? Vegna þess að hann er samkvæmur sjálfúm sér. Hann berst fyrir mann- réttindum og lýðræði og gegn spill- ingu í stjórnmálum. Frjálslyndi flokk- urinn virðir markaðinn sem stýritæki í efnahagsmálum en leggur líka áherslu á jöfnun lífskjara. Uppjyllir enginn af tslensku flokkun- um þessi skilyrði? Nei. Sjálfstæðisflokkurinn er bandalag afla sem hafa ólíka hagsmuni og ólíkar hugmyndir. Þetta eru öfl sem eiga alls ekki saman hvað varðar lífsskoðun og lífssýn. I flokknum er fólk sem á ekkert sameiginlegt með öflum sem orðið hafa mjög áberandi í flokknum. Alþýðuflokkurinn fellur á öllum prófum hvað varðar spillingu í stjórn- málum. Þeir sem aðhyllast eitthvað af þeim skoðunum sem einkenna hægri- sinnaðan jafnaðarmannaflokk myndu margir stoppa við vegna starfshátta hans sem sést m.a. á veitingum í trún- aðarstöður nýlega. Flokkurinn er dap- urlegt apparat hvað sem mönnum sýnist um yfirlýst stefnumál hans. Framsóknarflokkurinn er hins veg- ar samkvæmur sjálfum sér hvað sem mö/mum finnst um stefnu hans. Alþýðubandalagið myndi fá bestu einkunn íslenskra flokka fyrir að ganga gegn spillingu í stjórnkerfinu. AJþýðubandalagið er hins vegar ekki öllum fysilegur kostur vegna ástands innan flokksins. I flokknum eru öfl sem eiga fátt sameiginlegt hvað varðar lffsskoðun og lífssýn. Kvennalistinn er mjög samkvæmur sjálfum sér. Þeir sem kjósa hann vita nákvæmlega hvers vegna þeir gera það og þeir sem kjósa hann ekld vita líka nákvæmlega hvers vegna. Kvennalist- inn er auðvitað vænlegur kostur fyrir þá sem vilja auka veg kvenna í stjórn- málum. Ég er einn þeirra. Hins vegar er ekki víst að allir þeir sömu séu sam- mmála Kvennalistanum í efnahags- málum. Þróunaraðstoð í eigin þágu Hvaðfinnst þe'rujn utanríkisstefnu Is- lands, heldurðu að við gætum á einhvern hátt haft meiri áhrif á gang heimsmála, á þami veg sem t.d. Noregur hefiir gert? Þú verður að athuga að Noregur er Sumir fyrstu taoistarnir töldu einveru og mein- lætalifhað bestu leiðina til að komast hjá erfið- leikum og áföllum í tilverunni. Þessi afstaða birtist víða í Bókinni um veginn en er þó engan veg- inn einhlít, enda eru þeir taoistar líka ófáir sem sækja gleði og ánægju í tilveruna. 20. brot úr Bókinni um Veginn Upprætið lærdóm og áhyggjumar hverfa. Hvaða munur er á því að samsinna og snupra, hvað er langt á milli góðs og ills? Það er ekki hægt annað en að óttastþað semfólk óttast. Þvílík cilífðar vídd sem. á sér engan endi. Almenningur gleymir sér við glaum og gleði eins og við veglega blótveislu eða vorfagnað í þakgarði. Eg einn haggast ekki og sýni engin svipbrigði, eins og komabam sem er ekki enn byrjað að hjala, aðframkominn eitis og ég hafi engan samastað til að snúa aftur til. Almenningur hefur allur yfrið nóg, eins og ég sé sá eini sem líð skort. Eg er einfeldningur íhjarta. Almúga- fólk er með allt á hreinu, ég einn er óskýr. Almúgafólk er hvatvíst, ég einn er framtakslaus. Þvílík víðátta setn er eins og haf. Þvílíkur stormsveip- ur sem aldrei stöðvast. Almcnningur hefur allur citthvað fyrir stafiii, en ég einn er fávís eins ogfifl. Eg einn er öðruvísi en aðrir menn og met móðumæringuna mest. Skýring: Margir telja að fyrsta setningin eigi heima í næsta kafla á undan vegna forms hennar og innihalds. Umritun þýðenda: Fólk gæti lifað áhyggjulausu lífi ef það losnaði úr viðjurn kennisetninga. Er nokkur grundvallarmunur á að styðja eitthvað eða standa gegn því? Er nokkur munur á góðu og illu? Það er full ástæða til að vera hræddur við það sem fólk óttast. Þannig hefur þetta verið ffá ómunatíð og enn er ekki séð fyrir endann á því. Flest fólk gleymir sér við veglegar átyeislur og sumbl. Ég einn læt ekkert raska ró minni og sýni engin svipbrigði ffemur en nýfætt kornabarn sem kann ekki að brosa. Það mætti ætla að ég væri of uppgefinn til að hreyfa mig enda sýni ég ekki á mér fararsnið. Flestir sanka að sér veraldlegum gæðum, en ég einn læt mér nægja sem allra minnst. Ég tileinka mér hugsunarhátt einfeldningsins. Flestir þykjast allt vita og allt skilja en ég einn er ekki viss í minni sök. Flestir vaða fyrirhyggjulaust áffam en ég einn held að inér höndum. Víðsýni mín er slíh að hún minnir á úthafið sjálft óg ég er óstöðvandi eins og sterkur vindur. Flestir stefna að markmiðum sem þeir hafa sjálfir sett sér, en ég einn ætla mér ekki slíka visku. Ég er eini maðurinn sem met forsjá móður náttúru (þ.e. tao) meira en allt annað. Þýðandi: Ragnar Baldursson næst minnsta ríldð sem hefur komist á blað hvað varðar gang heimsmála. Hitt er Singapore. I Noregi búa tutt- ugu sinnum fleiri en á Islandi og það munar um minna. Þú værir heldur ekki að minnast á þetta nema vegna þess að nýlega komst Noregur í heimsfféttirnar vegna samninga Palestínuaraba og Israelsmanna. Það er hugsanlegt að Islendingar geti vak- ið athygli á einhverjum málum með því að vera samkvæmir sjálfum sér, en það eru litlar líkur á að við getum gert eitthvað sem skiptir máli. Ég var t.d. staddur erlendis þegar Islendingar viðurkenndu sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna og ég frétti um það í símtali að heiman. Það datt engurn í heims- pressunni í hug að fjalla um það. Hins vegar getum við veitt þróun- araðstoð, en það má ekld hugsa hana út frá því að við högnumst á henni sjálf. Fram til þessa hefur þróunarað- stoð ffá Islandi miðast við það. Nýleg skýrsla sýndi ffam á að aðstoð okkar til fórnarlamba Persaflóastríðsins fór að heita má öll í súginn. Þá var varn- ingur eins og kindakjöt og teppi sent flugleiðis um langan veg, sem var ó- hentugt og óheppilegt þegar hægt var að fá ódýrari og hentugri varning nær þeim sem átti að hjálpa. Það verður að hugsa þróunaraðstoðina sem aðstoð manns við mann: Að þú sért að hjálpa annarri manneskju með þínu ffam- lagi. Þúsundkallinn ffá Islandi er alveg jafnmikils virði og sá frá Bretlandi. Myndi leggja Þróunar- samvinnustofnun niður Hvemig myndir þú haga þessum mál- um? Ég myndi skipta framlagi okkar tíl þróunarmála milli samtaka sem hafa sýnt að þau geta staðið vel að þróun- ar- og neyðarhjálp. Ég myndi styðja Rauða krossinn, Hjálparstofhun kirkj- unnar, UNIFEM og önnur samtök sem hafa sýnt árangur í þessu efni. Þau vinna með fólki í þróunarlöndun- um á þeirra forsendum. Hvað um Þróunarsamvihrtústofiiun? Ég myndi leggja hana niður, en stofna í staðinn úthlutunarnefnd sem úthlutaði styrkjum tíl áðurnefiidra samtaka. Islendingar virðast hafa staðið illa að þróunaraðstoð, en satnt kom fram í skoð- anakönnun að almenningi fmnst alveg

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.