Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRUAR 1994 13 HRAFNSMAUÐ mál forsœtisráðherra, mál Sjálfstœ ðisflokksins Hið svokallaða „Hrafiasmál" var blessunarlega vakið upp að nýju af Arthúri Björgvini Bollasyni. Hann reit formanni Stétt- arsambands bænda bréf og sagði sannleikann um ástand mála á Sjón- varpinu. Það var gert með þeim hætti að brottrekstur bréfritara hlaut að fylgja í kjölfarið, eða a.m.k. koma sterklega til greina. Ekki er hægt að leggja að jöfnu ástæður brottreksturs Hrafns og Arthúrs eins og haldið hef- ur verið frant - en mestu skiptir að átta sig á að báðir þessir menn eru aukaatriði í máli sem ætti að kallast „mál forsætisráðherra og mennta- málaráðherra“ eða „mál forystu Sjálf- stæðisflokksins". Víkjum fyrst að hinum mismunandi ástæðum brottrekstranna. Hrafn ogArthúr... Þegar Hrafni var vikið úr starfi dag- skrárstjóra urðu uin það heitar um- ræður, enda ekki um neina skúring'a- kerlingu að ræða. Þá þótti sumuin vegið að tjáningarfrelsinu. Undirrit- aður birti skoðun sína með grein í Vikublaðinu og fullyrti að dagskrár- stjórinn væri ekki hæfur til að gegna starfi sínu. Var það smtt eftirfarandi orðum: „Fullyrðingin um vanhæfni er byggð á framgöngu dagskrárstjórans þáverandi í margumtöluðuin sjón- varpsþætti. Þar úthúðar hann - opin- berlega - því fólki sem hann á að stjórna og vinna með. Slík framkoma er með þeim eindæmum að í raun var aðeins formsatriði að láta hann fara. Því skal slegið föstu að hvergi í nokkru fyrirtæki hefði verið tekið öðruvísi á máluin; það er ekki til það fyrirtæki, rekið af einhverri vitglóru, sem hefði boðið fólki sínu upp á að vinna undir stjórn manns sem hefði sýnt því slíka lítilsvirðingu. Ofan- greint atriði eitt og sér er fullkomin á- stæða fyrir uppsögninni. Onnur af- glöp, s.s. rangfærslur um stjórnunar- kosmað Sjónvarps, leynileg upptaka á fundi útvarpsráðs (sem blaðamaður Pressunnar hefur sannað þótt Hrafh þræti) o.fl., staðfesta aðeins réttmæti hennar“. Astæðurnar fyrir brottrekstri Hrafns voru m.ö.o. stjórnunarlegs eðlis og fullgildar. E.t.v. sannaðist það best á því að meðal starfefólks RUV hreinlega brumst út fagnaðarlæti þeg- ar fréttist af brottrekstrinum. Hvaða fyrirtæki sækist eftir slíkum stjórn- anda? Ekkert. (Það gerðu hins vegar forsætisráðherrra og menntamálaráð- herra). Arthúr Björgvin Bollason er hæfi- leikamaður og mikill misslr að honum fyrir Ríkisútvarpið, en hann ber á- byrgð á orðum sínum rétt eins og Hrafn. Arthúr skrifar bréfið ffæga á bréfeefni RUV og sem starfsmaður stofnunarinnar. Þrátt fyrir orðbragðið er víst að hann kvað uppúr með sann- leikann - með honum verður hann líka að standa eða falla. I öllu falli er hægt að segja að rétdæta megi upp- sögn Arthúrs. Hjörtur Hjartarson Sá munur er þó á brottrekstri Hrafns úr starfi dagskrárstjóra á sín- um tíma og Artúrs Björgvins Bolla- sonar, að þeim fyrrnefnda var sparkað vegna vanhæfni en hinn síðarnefndi galt fyrir réttlætiskennd sína og hug- rekki. ...ogþaðsem skiptir máli Þegar fjaðrafokið var sem mest út af brottrekstri dagskrárstjórans fyrrver- andi bárust þau stórtíðindi að menntamálaráðherra herði troðið honum inn í stofnunina aftur - mun hann hafa átt einhver samtöl \dð for- sætisráðherra áður, sem aftur hafði heyrt í vini sínum dagskrárstjóranum. Fólk var slegið óhug við þessar fréttir. Undirritaður var að ljúka áð- urnefndri grein sinni um brottrekstur dagski'árstjórans og hnýtti aftan við hana eftirfarandi orðum: „Að maður sem nýbúinn var að sanna vanhæfni sína til að gegna stjórnunarstarfi hjá Sjónvarpinu, skuli síðan ráðinn framkvæmdastjóri sömu stofnunar, lýsir siðblindu. Þykjast menn kenna þar handbragð fyrrverandi borgar- stjóra Reykjavíkur - núverandi for- rnanns FLOKKSINS. Með verknaði þessum urðu ekki kaflaskil í deilunni um dagskrárstjórann fyrrverandi, heldur er um nýtt mál að ræða. Miklu stærra. Og menn bíða aðgerða þeirra sem standa vörð um tjáningarfrelsi". Það var nefnilega um nýtt mál að ræða, inál sem virðist ætla að fara ffarnhjá mönnuin og snýst ekki um Hrafn Gunnlaugsson. Auðvitað var ekki við því að búast Jafnaðarmannaflokkur íslands æmti eða skræmti, sjálfur siðferðilega gjald- þrota. En stórmál þetta féll í skugg- ann vegna þess að stjórnarandstaðan er með Hrafn Gunnlaugsson á heilan- um. Málið Iognaðist útaf með þvd að ríkisendurskoðun gerði hófsama út- tekt á viðskiptum dagskrárstjórans fyrrverandi við Ilrafn Gunnlaugsson og komst að þeirri niðurstöðu - sem allir vissu - að þau væru vafasöm. Hrafn er hins vegar peð í þessu máli, vel valdað að vísu, en samt sein áður bara peð, handhægt verkfæri. Það sem þurfti rannsóknar við var embættisfærsla menntamálaráðherra og afskipti forsætisráðherra. Þeir gátu hins vegar falið sig þægilega í „Hrafnsmálinu". Sagan virðist ætla að endurtaka sig. Þegar búið er að sanna afekipti forsæt- isráðherra í máli Hrafns Gunnlaugs- sonar og einnig í máli Arthúrs Björg- vins, - að ekki sé minnst á ítrekaða valdníðslu menntamálaráðherra - þá er yfirlýsing Davíðs Oddsonar um að hann muni aldrei sitja í skjóli Olafs Ragnars í ríkisstjórn alltíeinu orðin aðalumfjöllunarefriið. Yfirlýsing Dav- íðs skiptir engu máli. Hann hefur áður gefið út marklausar yfirlýsingar, að auki er hæpið að hann muni standa í stjórnarmyndunarviðræðpm næstu árin. Hins vegar er þetta orðagjálfur ákaflega hentugt forystu Sjálfstæðis- flokksins til að draga athygli frá því sem máli skiptir. Stóra málið snýst um gróf afskipti Sjálfetæðisflokksins af öflugasta ijöl- miðli þjóðarinnar, fjölmiðli sem á að gæta hludeysis og hafa til þess sjálf- stæði, fjölmiðli sem er ein kjölfesta lýðræðis í landinu. Þær raddir hafa heyrst að eina lausnin sé að „frelsa stofnunina“ og þar er náttúrulega átt við einkavina- \ræðingu - og e.t.v. rniðar allt málið að því. Til þess er hins vegar enginn vilji nteðal þjóðarinnar, auk þess sem það leysir engan \randa. Það eru tröll fyrir dyrum; það sem við er að glíma er valdahroki og andlýðræðislegur rnórall sem ríkir ineðal forystu Sjálf- stæðisflokksins, ættaður úr borgar- stjórn Reykjavíkur. Og fólk ætti að hafa hugfast, ekki síst svokallað fjöl- miðlafólk, að stjórnvöld geta saumað að fjölmiðlum með ýmsurn ráðum, hvort sem þeir eru í almenningseign eða ekki, ef þau á annað borð eru þannig sinnuð. Höfundur er verkefnisstjóri. Sagt með myncl Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir Lausn myndagátunnar í síðasta blaði er: „Brottrekstur Arthúrs Björgvins vekur furðu manna og reiði.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.