Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 7
* *ÍF Dt &. r =*rar VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 1994 HF KarlaxnáUn 7 Karlafræðarinn Karlmenn undir beltisstað Höf: Kenneth Purvis Þýð: Stefán Steinsson Útg: Mál og menning. Svo undarlega bar við um jólaleytið að út kom á íslensku bók um karlmenn og líkama þeirra. Ég segi: „undar- lega“ því fyrir augu mín hefur borið margar bækur um kvenmenn og kroppinn á þeim, um samræði kynjanna og hvernig rétt sé og skylt að bera sig að í því, um kynsjúkdóma og kynferðismótun og svokallaðar afbrigði- legar kynhneigðir. En ég hef aldrei áður séð bók um karlmenn undir beltisstað. Ég held að óhætt sé að staðhæfa að karl- menn viti yfirleitt mjög lítið um starfsemi kynfæra sinna. Því er auðvitað þannig varið um margar aðrar dýrategundir sem engu að síður hafa fjölgað sér og virðast hafa það á- gætt. Manneskjan hefur hins vegar þa,~n óvana að hugsa og leita stöðugt að þekk- ingu nema þegar tekst að stöðva þekkingar- leitina með misvitrum siðareglum, goð- sögnum og rugli. í Karlafræðaranum er prýðileg úttekt á sögunni af hugmyndum kynslóðanna um kynfæri karla. Þar er byrjað á þeim fornu spekingum sem töldu að við hvert sáðlát færi örlítið af heilanum til spillis, það er greint frá helstu ráðum nítjándu aldar manna til að koma í veg fyrir stórhættuleg- an sáðmissi unglinga sem fróa sér. Til dæmis um það mætti nefna hring sem hannaður var utan um liminn og hafði gadda að innanverðu. Honum var ætlað að kæfa holdris í fæðingu. Það var auðvitað einnig gripið til meinlausari ráða eins og þeirra að láta unglinga sofa með hendurnar bundnar við rúmstólpana. Á nítjándu öld var líka vinsælt að stinga tréeggi upp í endaþarminn. Það þurfti að vera nógu stórt til þess að þrýsta á blöðruhálskirtilinn og senda sæðið aftur í þvagblöðru. Ef til vill hugsar einhver með sér að nú sé þetta liðin tíð sem betur fer og að á okkar upplýstu dögum fáist menn ekki við kjaftæði af þessu tagi en því er ekki að heilsa. Vissulega er sáðlát ekki talið eins stórhættulegt og það var á síðustu öld en ef litið er í klámblað á okkar dögum má finna furðulegustu „upplýsingar" um stærð getn- aðarlima og þar eru sæðisgusurnar í lítra- tali meðan sá skammtur sem venjulegur karlmaður sendir frá sér við samfarir er um það bil ein teskeið. Kynlífsmyndbönd segja karlmönnum líka miklar furðu- sögur af því hvað kvenmönnum líkar best. Fordómar karlmanna á tuttug- ustu öld um kynferði sitt virðast þó einna helst hafa beinst að lengd getnaðarlimsins. í Karla- fræðaranum er gerð nákvæm grein fyrir rannsóknum á lengd þessa líffæris og það vekur satt að segja furðu hve miklar mæl- ingar hafa átt sér stað. Ekki síst í ljósi þess að rannsóknum ber ekki saman um hvort lengdin skipti einhverju máli eða ekki. Úr því að svo er væri kannski einfaldast að spyrja konuna hvort hún sætti sig við það sem maður hefur upp á að bjóða. Hafi einhver engu að síður áhuga á að kynna sér meðallengd lima hjá hinum og þessum kynþáttum, að sjálfsögðu bæði í réttstöðu og hvíldarstöðu, þá er allt um það í Karlafræðaranum. í beinu framhaldi af þessu tali um for- dóma má víkja að því hvernig við karlmenn bregðumst við kynlífsvandamálum. For- dómarnir og röngu upplýsingarnar verða að sjálfsögðu til þess að viðbrögð okkar við kynlífsvandamálum eru oft röng og árang- urslaus. Þegar verst lætur verða viðbrögð okkar lífshættuleg. Nútímakarlmönnum virðist að öðru jöfnu vera mjög erfitt að leita læknis þegar eitthvað er að og menn geta reynt að rifja upp einhverja sjúkdóma sem hollt er að ganga lengi með án þess að tala við lækni. Óstyrkur gagnvart kynhlut- verkinu getur líka brotist út í árásargirni og hefndarlöngun. Það hefur sýnt sig að nauðgarar og aðrir kvennaofbeldismenn hafa oft stuttan getnaðarlim og eru getulitl- ir. Sennilega vantar þá oft Ifka þann greind- arbúnað sem þarf til þess að verjast for- dómunum. Það eru ekki allir eins útsjónar- samir og Elvis Presley sem kvað hafa sett svolítinn garðslöngubút á getnaðarliminn áður en hann snaraði sér í þröngu buxurn- ar og upp á sviðið. í Karlafræðaranum er mjög vandlega fjallað um innri kynfæri karla. Stundum er sú umfjöllun í ítarlegasta lagi en hver veit hvaða upplýsingar vantar? Að mörgu leyti er líka gaman að vera minntur á það hve mynstur karla gagnvart konum og víkja að afbrigðilegum kynhvötum. Það hefði mátt ræða viðhorf karla til getnaðarvarna og kynsjúkdóma og ef til vill samskipti karla sín á milli. Það hefði mátt ræða það nánar hvað er karlremba og hvað er bara stráksleg gleði yfir því að vera til. Líffærafræði er ef til vill gert of hátt und- ir höfði í bókinni miðað við félagslega þætti. Það vekur líka nokkra furðu að í bók- ina eru með jöfnu millibili settir ýmiss kon- ar pungbrandarar og tippafyndni í þorra- blótsstíl. Mér leiddist það enda hefur gálga- húmor löngum verið notaður til þess að koma í veg fyrir skynsamlega umræðu. Ég bar málið undir nítján ára son minn sem taldi Karlafræðarann allgóða bók og var mér ekki sammála um gálgahúmorinn. Taldi að brandararnir myndu í flestum til- vikum létta þeim lesturinn sem vegna for- dóma ættu bágt með að lesa sér til um kyn- líf sitt. Hann sagðist líka kæra sig kollóttan þó að „fyndnin" færi stundum yfir strikið og yrði einungis ósmekklegt kjaftæði. Sennilega þyrfti einhver að taka sig til og skrifa ítarlega og góða grein um kynfæra- fýndni. Heildarniðurstaðan ér sú að Karlafræðar- inn er góð byrjun og dreifist vonandi sem víðast. Málfar þýðandans, Stefáns Steins- sonar, er til fyrirmyndar og það skiptir miklu við lestur efnis af þessu tagi. Hins vegar vantar ítarlega, íslenska bók um karla. Eins og margir hafa bent á gætir vax- andi öryggisleysis og kvíða gagnvart kyn- hlutverki nútímakarlsins. Við því verður einungis brugðist með aukinni þekkingu. Við þurfum stóra og góða íslenska karlabók sem verður skrifuð af íslenskum karlmönn- um og um íslenska karlmenn. Kristján Jóhann Jónsson glæsilegt tækniundur líkami karlmannsins er. Karlmenn sem nú eru á miðjum aldri eins og ég ólust upp við goðsagnakennda sjálfsdýrkun feðranna en síðustu tuttugu árin hefur goðsagnakennd sjálfsdýrkun kvenna hins vegar verið ofarlega á baugi. Feður okkar voru stútfullir af góðum ráð- um handa konum: vissu hvað brjóstin á þeim áttu að vera stór og rassinn þrýstinn og hvað þeim átti að finnast og hvað þær gátu og í hvaða atriðum þær máttu ekki líkjast körlum. Nýja kvennahreyfingin hef- ur sprautað út á markaðinn bókum um það hvernig karlmenn eiga að hugsa, hvernig þeir eiga að haga sér í bólinu og hve fljótt þeir mega fá úr honum, hversu lítinn og stinnan rass þeir eiga að hafa og í hvaða at- riðum þeim beri að líkjast konum. í stuttu máli má draga ímynd nútíma- karlmanns á miðjum aldri saman þannig að okkur er í senn ætlað að vera æðrulausir harðjaxlar í lífsins ólgusjó og blíðlyndir moðhausar með stór augu og stinnan rass. Sé hins vegar spurt hvernig við viljum vera og hvaða kröfur við tökum gildar verða svörin sundurleit. Okkur vantar þekkingu á því hverjir við erum. Þess vegna ber að fagna útgáfu Karlafræðarans. Karlafræðarinn er auðvitað ekki gallalaus bók. í henni hefði til dæmis mátt ræða meira um unga karlmenn. Það hefði mátt vera meira efni um almenn hegðunar-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.