Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 14
14 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRUAR 1994 Um vinnutíma og atvinnuleysi Það er dálítið furðuleg staðreynd að þótt yfirstandandi heinis- kreppa sé flestum hugsandi mönnum efst í huga þessi misseri og margir sjái þar íyrir sér aðsteðjandi þjóðarvoða, þá er ekki svo mikið um að spáð sé í hvað valdi þessum ósköp- um, af hverju kreppan sé eða hvað valdi atvinnuleysinu. Að svo miklu leyti sem það er rætt hér á landi er málið afgreitt sem afleiðing minnk- andi sjávarafla. Þó var árið 1993 ann- að mesta aflaár í sögu landsins. Svo er talað um erfiðleika á erlenduin mörk- uðum, dáðlaus og siðspillt stjórnvöld o.s.frv. Einkennilegust er þó sú kenn- ing að vandinn stafi af of háu kaupi láglaunafólks og að lausnin liggi í því að stjaka verkalýðshreyfingunni til hliðar svo hægt sé að sentja um nógu lágt kaup fyrir láglaunastéttirnar. Oll er þessi umræða þokukennd og vísar út í myrkrið. Obreyttum alþýðu- manni finnst stjórn þessara mála vera eins og sigling úti á reginhafi þar sem hvorki sér til sólar eða lands og kompásinn bilaður. Framleiðniaukning án félagslegra markmiða 1 Vikublaðinu 3. febrúar s.l. er grein um þessi mál eftir Bjarna Guð- björnsson sagnfræðing sem mér virð- ist á hærra plani eii áður hefur tíðkast. Ef ég skil greinarhöfund rétt þá álítur hann að ein frumorsök vandans sé sú að „hagkerfið geti framleitt sífellt meira með minna vinnuafli." Þetta þýðir að framleióni eykst vegna vax- andi tæknivæðingar, en þörf fýrir mannlegt vinnuafl minnkar, þ.e. vélar vinna í vaxandi mæli þau störf sem fólk vann áður. Maður skyldi halda að þessi þróun væri af hinu góða. Það hcfur lengi ver- ið draumur hins vinnandi manns að vélamar léttu af honum okinu. Hann- þau lífskjör sem þeir bjuggu við 1948 og varið allri þessari framleiðniaukn- ingu til að stytta vinnutímann, gætu þeir nú tekið sér 6 mánaða sumarleyfi á ári eða unnið 2-3 daga í viku eða 4 stundir á dag. Er þá gert ráð fyrir að atvinnuleysi hafi verið útrýntt. Hefði helmingi framleiðniaukning- arinnar verið varið til vinnutímastytt- ingar hefði hún orðið að sama skapi minni eða sem svarar til þriggja mán- aða sumarleyfis. Atvinnurekendnr sjá sér hag í atvinnuleysinu Höfundur ræðir þessi mál í víðara samhengi. Hún heldur því ffarn að bandarískir atvinnurekendur eigi stærstan þátt í þessari þróun. Þeir telji að atvinnuleysi sé æskilegt fyrir fyrir- tækin, það haldi niðri kaupi og auð- veldi mannaráðningar. Þá álíti þcir að langur vinnutími komi betur út fyrir fyrirtæki en stuttur. En þarna kemur fleira til. Hún tel- ur að samband sé milli hins langa vinnudags og neyslusýki bandarísku þjóðarinnar, fyrirbæri sent við Islend- ingar könnuntst vel við. Auk þess séu verkalýðssamtök þar vestra mjög veik- burða og láti þessi mál nánast ekkert til sín taka. Þar hafi vinnutímastytting ekki verið á dagskrá í áratugi. Maður kannast við það. Ætli það sé ekki eitthvað í þessum dúr sem þarf að ræða um kreppuna og atvinnuleysið ef þess á að vera nokkur von að efnahagskerfið verði „þjón- ustutæki við mannlífið í landinu í stað þess að vera kúgunartæki eins og nú er“, svo vitnað sé í grein Bjarna Guð- björnssonar. Höfúndur er heilsugæslulæknir í Hafharfirði. Millijýrirsagnir ein blaðsins. Guðmundur Helgi Þórðarson es Hafstein sá fyrir sér í sínum ffam- tíðardraumum um aldamótin „strit- andi vélar, starfsmenn glaða og prúða“. Hann gerði ráð fyrir að tækn- in myndi færa fólki aukna lífsham- ingju en ekki bölmóð og örbirgð. Nú hefur tæknin haldið innreið sína í þjóðlíf okkar en myndin sem við blas- ir er rrjeð öðrum hætti en Hannes sá fyrir sér. Það er sem sagt ekki sama hvernig að hlutunum er staðið. Tæknivæðing og framleiðniaukning þarf að fara ffam með ákveðin pólitísk eða félags- leg markmið í huga. Hægt er að bregðast við þessari framieiðniaukn- ingu með ýmsu móti. Til dæinis má hafa það þannig að vélar taki við störf- um fólksins og því sé sagt að fara og heim og atvinnuleysið þar með aukið. Svo má hafa þann háttinn á að stytta vinnutíma fólks um leið og afköstin aukast og miða við að allir haldi at- vinnu. Atvinnuleysi og vinnu- þrælkun haldast í hendur Árið 1991 koin út í Bandaríkjunum bók sem bar titilinn „The Overwor- ked American“ eða Hinn vinnuþjak- aði Bandaríkjamaður. Höfúndurinn er hagfræðilærð kona að nafni Juliet B. Schor. Þessi hók fjallar fyrst og fremst um þá þverstæðu á bandarísk- um vinnumarkaði að sívaxandi ffam- leiðni síðustu áratuga hafi annars veg- ar leitt af sér vaxandi atvinnuleysi, en hins vegar til þess að vinnutími hafi lengst hjá þeim sem hafa vinnu svo mjög að hægt sé að tala um alvarlega vinnuþjökun hjá stórum hópi laun- þega. Kaup á tímaeiningu hefur lækk- að, en fólk hefur reynt að bæta sér það upp með því að lengja vinnutímann og hefur þannig haldið uppi sínum „heildarlaunum" svo notað sé orðalag kjararannsóknamefndar þegar hún er að plata íslenska launþega. Tækniframfarir á bandarískum vinnumarkaði hafa með þessum hætti valdið launþegum vandræðum, annars vegar atvinnuleysi en hins vegar vinnuþrælkun, í stað þess að létta af þeim okinu. Og það er vegna þess að þessari tæknivæðingu var ekki stjórn- að með hag almennings fyrir augum, heldur skammsýn gróðasjónarmið fyrirtækjanna. Stytting vinnutímans er raunhæjur kostur Höfundur telur að í stað þessarar öfugþróunar hefði mátt fara aðra leið; að nota hluta hinnar vaxandi fram- leiðni tíl að stytta vinnutíma launa- fólks og slá þannig nokkrar flugur í einu höggi, þ.e. ráða bót á atvinnu- leysinu, minnka vinnuálagið á vinnu- markaðnum og draga úr margháttuð- um heilsufarslegum og félagslegum vandamálum sem fylgja í kjölfar at- vinnuleysis og vinnuþrælkunar. I bókinni kemur ffam að á tímabil- inu 1948-1990 hafi ffamleiðni í bandarísku atvinnulífi tvöfaldast. Ef Bandaríkjamenn hefðu látið sér nægja Atvinnulausir í biðröð á Ráðningarstofii Reykjavíkur eftir einhverju allt öðnt en vinnu sem ekkifiest. Mynd: Ol.Þ. Hernaðarátökin í Bosníu og NATÓ sem „verktaki“ til loftárása Framvinda mála í hernaðarátök- unum í Bosníu-Hersegóvínu hefur verið að breytast síðustu mánuði og hættan á að átökin breiðist út og leiði tíl víðtækari styrjaldarátaka á Balkanskaga fer vaxandi. Þjáningar óbreyttra borgara eru ólýsanlegar og sem endranær verða þeir harðast úti f slíkum átökuin. Sprengjuárásin á markaðinn í Sarajevó 5. febrúar sl. þar sem 68 manns biðu bana undirstrikaði enn hörmungar og eðli þessara flóknu og langvinnu átaka. Ríkisstjórn Bosníu studd af mús- limskum meirihluta lýsti yfir sjálf- stæði í apríl 1992 og fékk brátt viður- kenningu Vesturlanda sem fullvalda ríki. Aður en tíl þess kom voru vopnin farin að lala í Sarajevó og víðar í land- inu þar sem serbneski ininnihlutínn gerði uppreisn og fékk strax hernaðar- stuðning frá Serbíu. Síðar gripu einnig Króatar innan Bosníu tíl vopna og fá nú leynt og ljóst hernaðarstuðn- ing ffá Króatíu. Múslimski meirihlut- inn í landinu sem stríðsátökin hafa bitnað mest á hefur eðlilega snúist til vamar og er nú að styrkjast hernaðar- lega sem þriðji aðili í átökunum þrátt fyrir vopnasölubann. Við þessar flóknu aðstæður starfa nú nær 30 þús- und manna friðargæslusveitir á vcgum Sameinuðu þjóðanna og milligöngu- menn í friðaruinleitunum af þeirra hálfu og Evrópubandalagsins.. Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í kosningabaráttu sinni haustið 1992 að hann myndi beita sér gegn serbnesku árásaraðilunum í Bosníu. I byrjun ágúst 1993 kom Norður-Atl- antshafsráðið saman til fundar að ffumkvæði bandarískra stjórnvalda tíl að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerð- ir sem samkvæint frásögn af fúndinum „myndu fela í sér loftárásir á serbnesk skotmörk og yrðu þær framkvæmdar af Atlantshafsbandalaginu samkvæmt heintild í ályktunum Oryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 770 og 836. Aðgerðirnar yrðu samhæfðar við Sameinuðu þjóðirnar og friðargæslu- sveitir þeirra í Bosníu-Hersegóvínu.“ Loftárásir studdar af Isjendingum 1 fféttum af þessum fundi Norður- Atlantshafsráðsins kom frain að full- trúar Islands hefðu fagnað bandarísku tíllögunni og lýst fullum stuðningi ís- lenskra stjórnvalda við hana. Ymis ríki ráðsins lýstu hins vegar andstöðu við slíkar beinar hernaðaraðgerðir sam- kvæint bandarísku tillögunni. Af hálfu talsmanna stjórnarandstöðunnar hér heima var afstaða íslenskra stjórnvalda til bandarísku tíllögunnar gagnrýnd og einnig ummæli sem höfð voru eftir Davíð Oddssyni forsætisráðherra í þessu sambandi en hann var þá í opin- berri heimsókn í Bandaríkjunum. Nú er á nýjan leik komin upp sú staða í Bosníu að til beinnar íhlutunar gæti komið af hálfu NATO, að þessu sinni í umboði aðalritara Sameinuðu þjóðanna. NATÓ-ráðið ákvað á fundi sínum 9. febrúar sl. „að gera megi loftárásir í samráði við aðalfrain- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á þungavopn deiluaðila, sem finnast á ofangreindu svæði [innan 20 ktú frá miðborg Sarajevó] eftir 10 daga ífá ld. 24:00 GMT 10. febrúar 1994.“ Það er Suður-Evrópuherstjórn NATO sem á að framkvæma árásirnar ef til kemur og þessa sólarhringa er allt á fiillri ferð til hernaðarlegs undirbúnings. Hér er á ferðinni háskaleg ráðagerð sem enginn sér fyrir endann á. Það er mikill munur á því mannúðar- og ffiðargæslustarfi sem unnið hcfur ver- ið undir merkjum Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu og að hemaðarbanda- lagið NATO hefji þar vopnaða íhlut- un. Hvorki aðalritari Sameinuðu þjóðanna eða NATO hafa svarað því hvert sé hið pólitíska markmið að haki slíkum aðgerðum eða hversu langt skuli ganga í hernaðaríhlutun. Und- anfarna daga hafa menn orðið vitni að ágreiningi milli talsmanna ffiðar- gæslusveita og milligöngumanna SÞ annars vegar og hernaðaryfirvalda NATO hins vegar um málsmeðferð á grundvelli fyrirliggjandi samþykkta Oryggisráðsins. Hernaðarbandalag eins og NATO lýtur lögmálum sein erfitt getur reynst að hafa pólitíska stjórn á ef til kastanna kemur. NATO er að mínu mati óæskilegur „verktaki" til aðgerða eins og hér um ræðir í um- boði samfélags þjóðanna. Með hernaðaríhlutun NATÓ gegn Serburn í Bosníu í nafni Oryggisráðs- ins væri kominn tíl fjórði stríðsaðilinn í þessu hrjáða landi. Þótt loftárásir væru mjög takmarkaðar í upphafi fela þær í sér hættu á stigmögnun. Þeirn er beint að stríðsaðila sem vissulega hef- ur margt á samviskunni en fleiri eru á vettvangi sem hugsa sér til hreyfings hernaðarlega. Afar erfitt er að sjá fyrir hvar íhlutun undir merkjum Samein- uðu þjóðanna eigi að ljúka og þá má húast við að hernaðarbandalagið taki ráðin í sínar hendur. Engin stofnun flokksins hepir fjaílað um málið Menn hljóta líka að spyrja hvaða á- hrif loftárásir og frekari hernaðarað- gerðir hafi á möguleika Sameinuðu þjóðanna til að sinna hlutverki sátta- semjara ffamvegis milli stríðandi fylk- inga í Bosníu, að ekki sé talað um að- stöðu friðargæslusveita í landinu. Lík- legt er að bein hernaðaríhlutun nú af hálfu NATO hæti aðeins gráu ofan á svart, einnig fyrir óbreytta borgara. Eftir endurnýjað tílboð NATÓ fyrr í þessurn mánuði um að láta tíl sín taka í Bosníu undir merkjum Samein- uðu þjóðanna hafa orðið nokkrar um- ræður í fjölmiðlum um afstöðu ís- lenskra stjórnmálaflokka tíl slíkrar í- hlutunar. F.ngin stofiiun Alþýðu- bandalagsins hefúr mér vitanlega lýst stuðningi við hernaðaríhlutun af hálfu Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, hvað þá að NATÓ gerist þar verktaki til loffárása. Landsfundur Alþýðubanda- Iagsins áréttaði með skýrum hætti þá stefnu flokksins að Island eigi að hætta allri þátttöku í NATÖ og standa utan hernaðarbandalaga hverju nafni sem þau nefnast. Eðlilega þykir mörguin illt að standa álengdar þegar óhæfuverk eru unnin og borgarastríð geisar eins og í Bosníu. Ilinu mega menn ekki gleyma að heimsbyggðin hefur enn ekki örugg ráð tíl að slökkva slíka elda og rnargt þarf að breytast áður en slíkt verður að veruleika. Aliersla á víðtæka afvopnun og krafa um mannúð og lýðræðislegar leikreglur innan |>jóð- ríkja og í samskiptum þjóða er brýn nú sem fyrr. A þá sveif eigum við Is- lendingar að leggjast en varast að blanda okkur í hernaðarátök í lengstu lög. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins fyrir Austurlandskjördæmi.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.