Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 12
12 Af erlendum vettvangi VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRUAR 1994 Heilsugœsla í Bandaríkjunum er í ólestri og ekki dugir minna en að stokka kerfið upp. Petta sagði frambjóðandinn Bill Clinton og nú hefur forsetinn Bill Clinton ákveðið að láta feril sinn og framtíð velta á því hvort honum takist að standa við loforðið. Hann þarfþá að koma tvennu í kring. Hann verður að tryggja öllum bandarískum þegnum aðgang að mannsœmandi heilbrigðisþjónustu og um leið aðfinna fœrar leiðir til að draga úr kostnaði við lœkningar. Ekki einu sinni svœsnustu andstœðingar forsetans mótmœla því að ástandið eins og það er og hefur verið í nokkur ár er alls- endis óviðunandi. Deilt er um aðferðir og lausnir. Bylting í Marískri heilbrigðisþjónnstu? Lengi vel hafa einkarekin trygg- ingafélög annast sjúkratrygg- ingar langflestra Bandaríkja- manna og til skamms tírna, að sögn, gekk það vel. Undanfarin ár hefur hins vegar borið á því í vaxandi mæli að tryggingafélög skorast undan þeirri ábyrgð að selja hverjum og einum sjúkratryggingar, auk þess sem iðgjöld hafa hækkað ofboðslega. Nú er svo komið að tryggingafélög rifta samn- ingum við fólk sem hefur orðið upp- víst að sjúkdómi, ef svo iná að orði komast, nema það sé reiðubúið að greiða mun hærri iðgjöld. Aðferðin sem beitt er felst í því að hækka al- menn iðgjöld árlega, en gefa við- skiptavinum jafnframt kost á sjúkra- tryggingu á gamla verðinu. Þegar fólk sem reyndist félaginu kostnaðarsamt nýliðið ár sækir um endurnýjun með ódýru iðgjaldi er því synjað og gert að taka nýja verðið eða leita annað ella. Fjölskylda nokkur í Kaliforníu lenti í slíku vegna nýrnaveiki sex ára stúlku og á endanum voru iðgjöld, sem í byrjun námu 150 þúsundum íslenskra króna á ári, orðin fjórföld sú upphæð. Þegar fjölskyldur á borð við þessa leita til annarra tryggingafélaga lenda þær í þeirri stöðu að félögin neita orð- ið öllum um tryggingu sem vitað er að eiga við sjúkdóm að stríða sem h'klegt er að verði kostnaðarsamur. A fagmáli heitir þetta „pre-existing condition11 eða ástand sem var fyrir hendi. Þetta er það sem eyðnisjúklingar hafa lent í, einnig krabbameinssjúklingar og aðrir sein þurfa virlólega á aðhlynningu og meðferð að halda. Gagnrýni svara tryggingafélögin með einföldum og óvefengjanlegum rökum, nefnilega að þau hafi ekki efni á öðru og verði ein- faldlega að gera þetta. Þau segja jafn- framt að sér sé ekki stætt á öðru en að hækka almenn iðgjöld ár frá ári, að jafnaði um 20 af hundraði síðustu tíu árin, jafnvel fyrir fólk sem aldrei hefur orðið misdægurt, og bera því við sem alls ekki er ósatt að kostnaður við sjúkrahúsvist og læknisheimsóknir hækki stöðugt. Afleiðingin af þessu er að nærri 40 milljónir Bandaríkjamanna hafa alls enga sjúkratryggingu og verða að borga úr eigin vasa ef þeir þurfa að leita til læknis eða leggjast inn á sjúkrahús. Þetta fólk er svo óheppið að vinna ekki hjá fyrirtæki sem annast sjúkratryggingu launþega sinna eða það vinnur sjálfstætt og telur sig ekki hafa ráð á því að borga svo sem 30-40 þúsund krónur á mánuði í sjúkra- tryggingu fyrir aila fjölskylduna. Það er heldur ekki nógu fátækt til að njóta aðstoðar ríkisins, sem borgar lækn- ingar og lyf fyrir um 30 milljónir manna sem skilgreinast sem fátæk- lingar, en það þýðir að fjölskylda hef- ur innan við eina milljón króna ís- lenskar í tekjur á ári. Að vera ótryggð- ur er ekki svo inikið mál ef aðeins er farið í létta skoðun, sem kannski kost- ar 3000 krónur, en ítarleg athugun hjá sérfræðingi getur kostað hátt í 100 þúsund og gamanið kárnar enn frekar ef einhver í fjölskyldunni þarf að fara í uppskurð. Þá er fljótt farið að tala um milljónir. Fæðing barns getur líka sett þölskyldu á hausinn, því hún kostar ekki innan við eina milljón króna (og konur eru samt sendar heim á öðrum eða þriðja degi). Þúsundir dæma cru á ári hvérju um að fólk þarf að selja hús og bíla, jafnvel allar eigur sínar, til að standa undir kostnaði við sjúkrahús- dvöl, lyf og þvíumlíkt. Hvað bera að gera? Fljótlega eftir embættistökuna í janúar í fyrra skipaði forsetinn eigin- konu sína, Ilillary Rodham Clinton, formann nefndar um heilsugæslu. Nefndin skilaði 1400 blaðsíðna áliti hundrað dögum síðar eftir _að hafa leitað uinsagna alls kyns samtaka og félaga í því skyni að ná samstöðu um meginatriði þessa nýja og nýstárlega sáttmála um að allir íbúar landsins nytu sömu réttinda til góðrar heilsu. Deilum hefur samt ekki linnt síðan og verða enn ákafari á þessu ári, því senn tekur Bandaríkjaþing frumvarp for- setans til umfjöllunar. Sú aðferð að láta ríkið borga fyrir alla og nota til þess skatta hins al- menna borgara, sem óhjákvæmilega myndu hækka, þykir vera alltof róttæk fyrir Bandaríkin, þótt margir mæli henni raunar bót, þar á meðal nokkrir þingmenn demókrata. Lausnin sem nú er deilt um er einhvers konar sam- bland af frjálsri samkeppni og ríkis- forsjá. Lykilatriði í áætlun forseta- hjónanna eru svonefnd heilsubanda- lög eða „health alliances." Þau verða mynduð um allt land á vegum ein- stakra fylkja, en rekstur þeirra verður undir ströngu eftirliti ffá miðstjórn- inni í Washington. Bandalög eiga að ná yfir afmörkuð svæði með svo sent hálfa milljón til fimmtán milljón manns í hverju og öllum Bandaríkja- mönnum verður skylt að skrá sig. Inn- an þessa ramma verður boðið upp á nokkra möguleika á heilusgæslu, mis- dýra eftir því hvers kyns þjónusta er í boði. Algengasti og ódýrasti kostur- inn, sem víða tíðkast nú þegar, er að heilsubandalögin semja við samtök sem læknar og sjúkrahús mynda með sér og taka að sér að annast tiltekinn fjölda einstaklinga fyrir ákveðna upp- hæð á mann. Sjúklingar mega þá ekld fara til lækna utan þessara samtaka, nema þeir vilji borga fullt fyrir þá heimsókn. Utreikningar benda til að fyrir ein- staklinga verði kostnaður við þetta ó- dýrasta fyrirkomulag um 140 þúsund krónur á ári, en 300 þúsund fyrir fjöl- skyldur. Annar og nokkuð dýrari kost- ur verður að skrá sig hjá slíkum sam- tökum lækna og sjúkrahúsa um allar venjulegar lækningar, en eiga kost á því að fara til sérfræðinga annars stað- ar gegn því að borga fimmtung kostnaðar. Þriðji og dýrasti kosturinn verður að fólk fær að fara til hvaða læknis sem er og á hvaða sjúkrahús sem er, en þarf þá að borga meira úr eigin vasa, til dæmis fyrstu 100 þús- und krónurnar af kostnaði við sjúkra- húslegu. Utreikningar stjórnvalda benda til að flestir komi til með að borga minnna fyrir sömu eða betri þjónustu, en kannski þriðjungur meira fyrir sömu þjónustu og þeir höfðu fyrir. Enginn á að fá lakari þjónustu en áður, standist það sem sagt er. Hugmyndin er að atvinnurekendur borgi að minnsta kosti 80 af hundraði iðgjalda fyrir fastráðna launþega sína, líkt og þeir gera í flestum tilvikum nú þegar, en Clinton heitir því að rfkið muni styrkja smáfyrirtæki til að standa straum af þessum útgjöldum og jafn- framt aðstoða fyrirtæki sem byggja að miklu leyti á tímabundnum hluta- störfum. Sjálfstæðum atvinnurekend- um verður gert að kaupa sér sjúkra- tryggingu, en þann kostnað mega þeir draga frá skatti. Stórfyrirtækjum sem hafa yfir 5000 starfsmenn verður leyft að semja sérstaklega við tryggingafé- lög, sem halda velli sem milliliðir heilsubandalaga og samtaka lækna og sjúkrahúsa, en borgá sama hlutfall af iðgjöldum og ininni fyrirtæki og verða að bjóða launþegum sínum sömu þrjá kosti og heilsubandalögin. Ríkið held- ur áffam að sjá um fátækt fólk og borgar heilsubandalögunum iðgjöld- in. Þau útgjöld verða fjármögnuð með álögum á sígarettuframleiðendur og gjöldum sem stórfyrirtæki verða látdn greiða ríkinu ef þau ákveða að semja um sjúkratryggingarnar sjálf. Einnig heldur ríkið áffam að sjá öldruðum fyrir sömu þjónustu og þeir njóta nú þegar. Síðast en ekki síst verður ríkinu ædað að fylgjast með því að heilsu- bandalög, tryggingafélög og fyrirtæki, sjúkrahús, læknar og lyfjaffamleið- endur fari að settum reglum. Umrót nœstu ára Þegar þetta verður komið í gegn, eftir nokkur ár segja bjartsýnustu sér- ffæðingar, verða allir Bandaríkjamenn með sérstakt heilsuskírteini upp á vas- ann, blátt, rautt og hvítt að lit, sem tryggir helstu þætti góðrar heilsu- gæslu. Gerist þetta verður bylting í bandarískri heilhrigðisþjónustu. Því er spáð að aðeins stærstu tryggingafé- lögin lifi breytingarnar af og því að- eins að þau hafi vit á því að tileinka sér þær aðferðir sem væntanleg lög kalla á, það er að segja samninga við samtök lækna og sjúkrahúsa annars vegar og heilsubandalaga hins vegar. Otal sjúkrahús eiga eftir að fara á hausinn, en ekki þau sem hafa vit á að samein- ast öðrum sjúkrahúsum og jafnframt að draga verulega úr kostnaði án þess að þjónustan versni. Nú þegar fer sjö- undi hver dalur sem eytt er í Banda- ríkjunum til heilsugæslu og lylja (sem gerir 900 inilljarða dala eða 65000 milljarða íslenskra króna). Það er meira en nokkurs staðar í heiminum og þykir ástæða til að draga verulega úr því. Eitt af því sem talað eru um að verði að breytast er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á tækninýjungar og tækjakaup. Þess í stað er boðað að for- varnir verði efldar, því þær eru marg- falt ódýrari og koma í veg fyrir að fólk þurfi að leggjast inn og gangast undir rándýrar aðgerðir. Tækniþróun í sparnaðarskyni er þó hsmpað, til að mynda nýjungum í skurðlækningum, þar sem ekki er skorinn skurður held- ur gerð göt og meinin löguð í gegnum sjónvarpsvélar. Annað sem á að sparast við áformin nýju er pappírsvinna, en nú þegar hafa stór sjúkrahús hundruð manna í fullri vinnu við það eitt að finna út úr því hvað tiltekin sjúkratrygging borgar og hvað ekki, auk þess sem eyðublöð sem þarf að fylla út skipta hundruðum og ekkert tryggingafélag hefur sama kerfið. Læknar og hjúkrunarkonur nota kannski þriðjung vinnutímans í skriffinnsku. Clinton ædar aftur á móti að láta búa til eitt eyðublað fyrir alla, en á mótí kemur að heilsubanda- lögin þurfa að ráða aragrúa starfsfólks og hafa andstæðingar áædunar hans ineðal stjórnmálamanna og hagfræð- inga spáð því að sú skriffinnska verði jafnvel enn dýrari en sú sem nú tíðkast í tryggingafélögum og á sjúkrahúsum. Kostnaður á sjálfum sjúkrahúsunum getur líka átt eftir að hækka við það eitt að fólk leitar lækninga sem áður gerði það ekki fyrr en í lengstu lög. Clinton mótmælir þessu og fullyrðir að sparnaður sem á eftir að nást með öflugra kostnaðareftirliti muni vega það upp og gott betur. Enginn mótmælir því að mildð verði og mikið megi spara í banda- rískri heilsugæslu. Allir eru líka á einu máli um að eitthvað verði að gera til að tryggja sérhverjum íbúa landsins líkamlegt öryggi og heilbrigði. Ekki er þó við því að húast í svo fjöhnennu landi að samkomulag takist um ein- stök atriði og það hversu hratt á að koma þeim í kring. Líklegt þykir að frumvarp forsetans verði afgreitt sem lög innan árs, en auðvitað mjög breytt. Margar mætar nýjungar verða látnar hverfa, en engu samt raskað um það grundvallaratriði að hver einasti íbúi njóti fullra réttinda. Til þessa hefur það ekki þótt sjálfsagður hlutur í landi einstaklingsframtaksins að fólk haldi góðri heilsu og fái bót meina sinna þótt það eigi ekki peninga, en verður það sennilega innan fárra ára. Takist Clinton ætlunarverk sitt hefur hann hrint af stað einum mestu breyt- ingum á bandarísku þjóðfélagi ffá upphafi, sem ekki er lítið, þótt það kunni að kosta hann embættíð eftir tvö og hálff ár, gangi ekki allt að ósk- um fyrst um sinn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.