Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRUAR 1994 11 Sviðsljós Starfsfólk LA í upphafi leikárs. Mynd: Páll A. Pálsson. Blómlegt leikhús- líf á Akureyri: Tvær leiksýn- ingar á Qölunum Jóharmes Sveinsson Kjarval Ragnheiður Jónsdóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir Mynd: ÓI.Þ. Borgarskjalasafn leitar einkaskjala Borgarskjalasafri Reykjavíkur undirbýr tvær sýningar um Reykjavík og Reykvíkinga lýð- veldisárið 1944. Til viðbótar skjölum um starfsemi bæjarstoinana vill safnið sýna skjöl sem varpa ljósi á daglegt líf og venjur bæjarbúa. Borgarskjalasafnið leitar því eftir einkaskjölum í víðtækri merkingu, t.d. launamiðum, dagbók- um og heimilisbókhaldi. A þessu ári munu söfh og menning- arstofnanir Reykjavíkurborgar minnast fimmtíu ára afrnælis hins íslenska lýð- veldis með ýmsum hætti. Borgarskjala- safn Reykjavíkur virrnur nú í samvinnu við Arbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar að tveimur sýning- um uin Reykjavík árið 1944. Til að draga upp trúverðuga mynd af Reykja- vík á lýðveldisárinu er nauðsynlegt að sýna fleiri skjöl en þau sem hafa orðið til í starfi Reykjavíkurbæjar. Borgar- skjalasafhið leitar því eftir skjölum frá einkaaðilum til varðveislu eða láns. Safhinu þætti mikill fengur í heimilis- hókhaldi, dagbókum minningarbók- um, bréfum og bréfasöfnum, vegabréf- unt, vinnu- og stílabókum og skóla- og fréttablöðum nemenda. Einnig er óskað eftir skjölum í enn víðtækari merldngu, t. d. bíómiðum, bíóprógrömum, hljómleikapró- grömmum, bældingum og auglýsinga- pésum, jólakortum, afmæliskortum, póstkormm, pöntunarlistum, launa- miðum og kvittunum, t.d. fyrir keyptar vörur, húsaleigu o.s.frv. Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur starfað síðan 1954 og varðveitir skjöl og önnur gögn sem hafa að geyina upplýsingar um starf og sögu borgar- innar og borgarstofnana. Einnig á safhið rétt á að fá til varðveislu skjöl fé- laga og samtaka sem njóta styrks af op- inberu fé og starfa innan safnasvæðis- ins. Borgarskjalasafhið tekur einnig fúslega við einkaskjölum er varða reyk- víska sögu hvort heldur frá einstakling- um eða félögum og fyrirtækjum. Svanhildur Bogadóttir borgarskjala- vörður leggur ríka áherslu á ntikilvægi þess að varðveita upplýsingar um dag- legt líf og heimilishætti Reykvíldnga. Hún skorar því á alla sem hafa einhver gögn undir höndum sem veita upplýs- ingar um liðna tíð að hafa samband við Borgarskjalasafhið í Skúla- túni 2. Það sem mönnum hefði einu sinni þótt ó- merkilegt væru oft dýrgripir í dag, ómetanlegar heimildir hefðu oft glatast við hugs- analitlar tiltektir. Frekari upplýsingar gefa Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður og Páll Einarsson safhvörður í síma 632370. Þrjar myndlistarsýningar að Kjarvalsstöðum Alaugardaginn kemur, 19. febr- úar, opna þrjár myndlistarsýn- ingar að Kjarvalsstöðum. Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir skúlptúra. Hún er fædd í Reykjavík árið 1955 og smndaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og svo framhaldsnám í New York og Hollandi. Hún hefur haldið sex einka- sýningar í Reykjavík, á ísafirði og í Sviss og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Skúlptúrar Sólveigar eru á margan hátt ögrun við hefðbundið gildismat áhorfandans þar sem efhiviður þeirra er oft og einatt það sem flokka má undir úrkast eða úrgang neyslusamfé- iagsins. I þeirn er hvorki að finna marmara né brons og hvorki eðal- málma né eðalsteina. Form þeirra er hvorki upphafin mynd af afrnörkuð- um veruleika né úthugsuð íntynd eða stíll og þeir eru lausir við þá áru heil- agleikans sem hin heilaga kirkja listar- innar sveipar listmunina á markaðs- torginu og er til þess fallin að veita okkur falska öryggistilfinningu. I vandaðri sýningarskrá, sem gefin er út ineð sýningunni, ritar Olafur Gísla- son uni Sólveigu og list hennar. Ragnheiður Jónsdóttir er fyrir löngu kunn sem ein af okkar fremstu grafiklistakonum, en á undanförnum árum hefur hún ekki síður verið að hasla sér völl sem teiknari og hefur um nokkurt skeið aðallega fengist við það viðkvæma efhi, viðarkol. A sýn- ingunni áð Kjarvalsstöðum gefur að líta affakstur undanfarinna missera þar sem Ragnheiður hefiir markvisst unnið að því að þróa og víkka út teikningar sínar. Ragnheiður er fædd í Reykjavík árið 1933 og stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og framhaldsnám í Kaupntannahöfh og París. Hún hefur haldið 15 einkasýn- ingar í Reykjavík, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Kanada og Isafirði og tekið þátt í fjölda samsýninga um allan heim. Þriðja sýningin sem opnar á Kjar- valsstöðutn unt helgina er svo sýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjar- vals, en sýningar á verkum hans eru fyrir löngu orðnar fastur liður í starf- semi Kjarvalsstaða. Að þessu sinni getur að líta úrval málverka úr eigu Kjarvalssafhs. Þau eru flest frá seinni hluta ferils Kjarvals og gefa innsýn í hin fjölbreytilegu stílbrögð hans og hæfileika til að túlka og skilgreina á persónulegan hátt viðfangsefni sín en samtímis að skírskota til íslenskrar þjóðtrúar og menningararfleiðar. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 10 - 18 og standa til 27. mars, en Kjarvalssýningin til 8. maf. Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir tvö leikrit á tveimur sviðum. Annarsvegar eru það „Góðverkin kalla“ eftir höf- undana Armann Guðmundsson, Sæv- ar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggva- son. Þetta er hláturvænn gamanleikur með söngvum fýrir alla fjölskylduna, sem var frumsýndur á jólum í Sam- komuhúsinu í leikstjórn Hlínar Agn- arsdóttur. Níu leikarar taka þátt í sýn- ingunni og hefur henni verið vel tek- ið. Sýningum fer nú að ljúka, þar sem lýma þarf sviðið fýrir næstu uppfærslu leikfélagsins, sem er „Operudraugur- inn“ eftir Ken Hill í leikstjórn Þór- hildar Þorleifsdóttur. Síðustu sýning- ar í „Góðverkum" verða nú urn helg- ina og þá næstu 25. og 26. febrúar. Hitt leikritið sem leikfélagið sýnir heitir „Barpar“. Sú sýning fer frarn í „Þorpinu", nýju leikliúsi í Glerár- þorpi. Akureyringar og nærsveitar- menn kunna vel að meta leikritið, því nær uppselt hefur verið á flestar sýn- ingarnar hingað til. Með 14 hlutverk í verkinu fara þau Sunna Borg og Þrá- inn Karlsson. Hannes Lárus- son áritar blöðr- ur á Mokka Mánudaginn 14. febrúar s.l. opnaði Hannes Lárusson sýningu á Mokka við Skólavörðustíg. Þetta er ell- efta einkasýning Hannesar, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda sainsýninga bæði hér heima og erlendis. Verkin á þessari sýningu, sem ber heitið „Giftingar" tengj- ast líftækni, sýndarveruleika, handverki og rými ásaint þjóðfé- lags- og menningarlegum ffumöflum. Eitt helsta einkenni sýningarinnar er fjöldinn allur af áprentuðum og uppblásnum blöðrum sem hanga niður úr lofti kaffihússins, en þær eru einnig til sölu óuppblásnar fýrir andvirði eins kaffibolla. A sýningartíinanum verður listamaðurinn staddur á Mokka á þriðjudögum og fimmtudögum milli klukkan 14:30 og 15:3 0 og blæs þá upp og áritar umræddar blöðrur. Sýningunni lýkur 13. rnars n.k. Hannes Lárusson i blöðruríki sínu á Mokka Ljósm: OI.Þ. Tilveran ogég Svo sem alþjóð veit eru spilafiklar þeir vandræðamenn, sem hæst er harnpað á Islandi. Hvergi er svo aunrar félagsskapur eða lágkúru- legur útvarpsþáttur að hann ýti ekki undir ft'knina á einn eða annan hátt. Happdrætti eru feykivinsæl enda vinnur aldrei neinn þar svo þetta er tiltölulega örugg fjáröflunarleið. Og útvarpsþættir sumra stöðva eru ljós- lega ekkert annað en auglýsingar fýrir hinar og þessar vörurnar. Hringdu og svaraðu þrem spurningum rétt eða vitlaust og þú ert búinn að vinna þér inn pizzuveislu fýrir fimm með kók- glasi, ffönskum og rófustöppu. (Merkilegt annars að þessi ágæti staf- ur setan, sem úthýst var úr íslensku ritmáli fyrir mörgum árurn, upplifir renaissance í og með sigurgöngu ítalsks bændaréttar á íslenskri grund um leið og flestir málsmetandi menn landsins gera hróp að bændurn og þeirra lífsstíl. Eg er sannfærður um að einhver tenging er þarna einhvers staðar, ég veit bara ekki hvar.) Og ef þú getur síðan svarað aukaspurningu þannig að ekki er ljóst hvort svarið var í tengslum við spurninguna þá færðu húfu sem lítur út eins og hrásalat. Raunar er unnt að vinna margt annað. Oskubakkar, námskeið í frá- hverfri athugun, fótanudd, einkasýn- ingar indverskrar prinsessu og gerfifíls hennar, postulínsmálun og skreyttar sápur. Slíkar og þvílíkar hörmungar geta yfir þig dunið ef þú glæpist til að hringja í einhvern þátt- inn. Eins og ekki sé nóg á mann lagt með Davíð í stjórnarráðinu og Hrafn í sjónvarpinu. Nú og svo er Háskólinn rekinn af spilafi'klum og sömuleiðis björgunar- sveitir landsins, íþróttafélög, mann- úðarsamtök og félag til styrktar ein- fætmm þrösmrn. Og það merkilega er að þó svo það vinni aldrei neinn í þessurn kössum, lottóum, getraunum og skafmiðum, þá blómstrar starfsem- in. Allir kaupa allt, meira að segja keðjubréf eru seld dýrum dóinunt núna gegn loforði urn að viðkomandi fái fleiri milljónir eftir nokkrar vikur. Og þessu trúir fólk! Það þarf ef til vill ekld að undra að bækur um Nostra- damus, fljúgandi furðubomsur og ósjálfráða skrift, skuli seljast. Það koma þær smndir að ég held að myrkrið hafi verulega sett mark sitt á þjóðarsálina. Fólk heldur raunverulega að það geti unnið. Eg sá þetta vel þegar ég vinnu minnar vegna þurfti að fara í sjoppu einn miðvikudag þegar fyrsti vinningur í Víkingalottóinu var þre- faldur. Eg hélt fyrst að það hefðu brotist út óeirðir þegar ég nálgaðist sjoppuna. Byltingin langþráða var kannski að hefjast. Þegar ég kom nær datt mér einna helst í hug að Hús- mæðrafélag Reykjavíkur væri með útifund. Það var örtröð í sjoppunni og á torginu fyrir framan. AHar húsmæð- ur hverfisins í slitnum ullarinniskóm og bláum Iiagkaupasloppum, héngu hver á annarri, keðjureykjandi og glaseygðar og tróðust áfram í von urn að ná að kassanum fyrir lokun. Auð- vitað náðu þær allar, lögðu undir mjólkurpeninga barnanna og töpuðu öllu. Sálfræðingurinn vinur rninn seg- ir að þetta sé sexuellt. Eg veit það ekki en lítt var nú freistandi að taka þátt í þessari orgíu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.