Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 11500 TVÖFALDUR1. vinningur FIMMTUDAGURINN 17. FEBRÚAR 1994 Milljarðar Þróunarsjóðs vekja áhuga fiskvinnslunnar Forráðamenn fiskvinnslufyrir- tækja hafa mikinn áhuga á frumvarpi ríkisstjómarinnar um Þróunarsjóð sjávarútvegsins. I frumvarpinu er heimild til að kaupa fiskvinnsluhús til úreldingar og þegar hefur orðið vart við áhuga fiskvinnslustöðva að selja Þróunar- sjóðnum fasteignir. Heimildará- kvæðið er umdeilt enda talin hætta á misnotkun og erfitt að koma við eftirliti með því að vinnsluhús verði varanlega úrelt. Hiutverk Þróunarsjóðs er að auka arðsemi í sjávarútvegi með því að úr- elda fiskvinnsluhús og fiskiskip. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkis- sjóður láni sjóðnum fjóra milljarða króna. Samkvæmt fruinvarpinu verð- ur iniðað við markaðsverð fisk- vinnsluhúsa, sem þó skal ekki nema hærri upphæð en 75% af fasteigna- mati þegar og ef sjóðurinn kaupir hús til úreldingar. Varla er hægt að tala uin markaðs- verð fiskvinnsluhúsa vegna mjög lítilla viðskipta á þessum markaði. Þá sjald- an að þau seljast fylgir oft annað með í kaupunum, til dæmis tæki, bátar og kvóti og því óglöggt hvað fæst fyrir fasteignina. Nauðungarsala er ekki marÍitæk viðmiðun. Þess vegna er sennilegt að hugsanleg kaup Þróunar- sjóðs á fiskvinnsluhúsum rniði við fasteignamat. Magnús Olafsson forstjóri Fast- eignamats ríkisins segir þegar nokkrar kærur hafa borist til Fasteignamatsins þar sem eigendur fiskvinnsluhúsa vilja fá fasteignir sínar uppfærðar í verði. Frumvarpið um Þróunarsjóðinn var á dagskrá Alþingis í vikunni en komst ekki til umræðu. Akvæðið um kaup á vinnsluhúsum er uindeilt með- Þingmenn gáttaðir á misrétti Atvinnuleysistryggingasjóðs: Vörubflstjórar og trillu karlar úti í kuldanum Samkvæmt gildandi reglum stjómar Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs þurfa einyrkjar á borð við vörubifreiðastjóra og trillusjómenn að selja atvinnutæki sín, skila inn virðisaukaskatts- númeri og stunda ekki verktaka- vinnu í eitt ár eigi þeir að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta. Þetta var gagnrýnt harðlega af þingmönnum Alþýðubandalagsins nú í vikunni, en samkvæmt svörum Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og Péturs Sigurðssonar í ASV, for- manns sjóðsins, em reglur sjóðsins að fara í endurskoðun. R-LISTINN TILBÚINN Samtök um Kvennalista hafa ákveðið hverjar skipa þriðja og sjöunda sæti Reykjavíkur- listans fyrir komandi borgar- stjómarkosningar. Fyrir valinu urðu þær Guðrún Ögmunds- dóttir í þriðja sæti og Steinunn Ólafsdóttir í það sjöunda. A borgarmálaráðsfundi Nýs Vettvangs á miðvikudag sigraði síðan Guðrún Jónsdótrir örugg- lcga í leynilegri atkvæðagreiðslu um 10. sæti Reykjavíkurlistans, en mótframbjóðandi var Hrannar Amarsson. Þar með er Rcykjavíkurlistinn svo gott sem fullskipaður og að- eins beðið eftir lokaákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóraefhis. Sjá nánar bls. 15 reglugerð væri til reynslu og að hún hefði fullan hug á því að láta endurskoða þetta. Mátti á henni skilja að hún teldi reglugerðina vera of þrönga og að hún biði aðeins efitir áliti stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs. Fleiri þingmenn tjáðu sig um málið og töldu almennt að óbreytt reglu- gerð krefðist þess af þessum stéttum að menn legðu upp laupana; þeim væri bannað að bjarga sér. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs fundaði sl. mánudag og að sögn Pét- urs Sigurðssonar formanns var félags- málaráðherra sent bréf eftir fundinn, það ítrekað að loforð um endur- skoðun væri í fullu gildi og að nú væri tímabært að fara í þá vinnu, enda reynsla komin á reglurnar. „Það er verið að opna sjóðinn fyrir sjálfstætt starfandi aðila og reglurnar voru viljandi hafðar nokkuð strangar í upphafi. En almennt vil ég segja að það var aldrei meiningin að inenn yrðu að selja atvinnutæki sín og það er heldur ekki rétt að útiloka tíma- bundna verktöku," sagði Pétur. al þingmanna og ekki einhugur um það meðal æðstu embættismanna í sjávarútvegsráðuneytinu. Bankar og lánastofnanir eiga líka hagsmuna að gæta. Fasteignir vinnsl- unnar eru veðsettar upp í topp og oft rúmlega það. Bankar hafa ekki gengið að fiskvinnslufyrirtækjum, m.a. vegna þess að húsin eru í raun verðlaus þar eð enginn vill kaupa. Þróunarsjóður- inn breytir þessu og sumir sjá fyrir sér að braskað verði með sjóðinn. - Auðvitað er hætta á því að sjóður- inn verði misnotaður. Það sem skiptir máli er að hagrætt verði fyrir greinina en ekki fyrir einstaklinga, segir Valdi- mar Gíslason framkvæmdastjóri Þur- íðar hf. á Bolungarvík. Þuríður hf. keypti á síðasta ári fisk- vinnslu hins gjaldþrota fjölskyldufyr- irtælds sem kennt er við Einar Guð- finnsson. Kaupverðið var 120 milljón- ir en brunabótamatið er 500 milljónir. Valdimaf er hiynntur því að opin- berir fjármunir verði notaðir tíl að draga úr afkastagetu fiskvinnslunnar. Vegna aflasamdráttar er mikið af van- nýttu húsnæði og Valdimar segir að það kæmi sér vel fyrir Þuríði hf. að geta úrelt gamla vinnsluhús Einars Guðfinnssonar hf. Þeir sem gagnrýna að Þróunarsjóð- ur verði notaður til að úrelda fisk- vinnsluhús segja slíkt ekki heppnast nema fjárfestingar í fisvinnslunni lúti opinberri stýringu. Það verði ekki nema komið verði á kvótakerfi í vinnslunni þar sein tilteknir aðilar fái leyfi tíl að vinna svo og svo mikinn afla í tilteknu húsnæði. Hjörleifiir Outtormsson beindi fyrir- spurn til félagsmálaráðherra um rétt- indi trillusjómanna. Þeir Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson beindu fyrirspurnuin til félagsmálaráðherra um hvernig Jó- hanna hyggðist beita sér fyrir því að eðlilegur réttur til atvinnuleysistrygg- inga yrði tryggður vegna þeirra sem hafa haft ffamfæri af akstri vöru- bifreiða og útgerð smábáta. Fram kom í máli Svavars að þegar réttindi þessi voru' útvíkkuð með lögum á síðasta ári og látin ná til sjálfstætt starfandi aðila hefðu þessar stéttir verið skildar eftir með því að tekin voru upp ströng skilyrði. Það þyrfti að selja atvinnutækin, skila inn Vsk- númerum og tfmabundin verktaka í raun bönnuð. Þessi nilkun væri and- stæð lögunum og það væri hægt að leiðrétta með einu pennastriki. Jóhanna svaraði því til að gildandi Þakka stuðningsmönnum og kjósend- um þann góða stuðning sem mér var syndur íforvali Alþyðu- bandalagsfélaganna í Reykjavík þann 12. febrúar s.l. Arthúr Morthens Dregið verður í Happdrætti Alþýðubandalagsins 21 • febrúar næstkomandi Vinningsnúmer verða birl í Vikublaðinu fösludaginn 4. mars. Stuðningsmenn og velunnarar Alþýðubandalagsins sem fengið hafa heimsenda miða eru hvattir til þess að greiða þá fyrir mánaðarmótin.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.