Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005 Það mælti mín móðir að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp í stafni stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann og annan. E kki vitum við hvort Eg- ill Skallagrímsson orti þessa vísu eða höfund- ur Egils sögu. En hún er þó að minnsta kosti meira en 750 ára göm- ul, og talar þó til okk- ar fyrirhafnarlaust á tæru og auðskildu máli. Síðastliðin fimm ár hefur verið lesið úr Íslenskri Hómilíubók við almenna guðsþjón- ustu í Þingvallakirkju við sólarupprás á páskadag. Bókin er frá 12. öld, og þykir ekki tiltökumál að lesa úr henni fyrir al- menning á okkar dögum. Um þessa bók segir sr. Sigurbjörn Einars- son í inngangi Til kynningar: „Á frumskeiði íslenskrar kristni hefur kirkjan átt menn, sem af einbeitni og frábærum næm- leik á þokka og mátt tungunnar hafa tamið hana við að tjá og túlka þá nýju hugsun og ryðja braut þeirri nýju menningu, sem var að nema landið. Þeir þurftu að smíða mörg nýyrði, sem enn prýða íslenskt mál. Þeir kynntust stíltöfrum hjá latneskum höfund- um og trúðu íslenskunni til þess að geta borið sig eins tiginmannlega og latína. Þeir lutu hugsjón, sem kemur fram í [fyrstu mál- fræðiritgerðinni]: „Leiti eftir sem vandleg- ast … hversu fegurst er talað.““ (Íslensk Hómilíubók, XII.) Gleymskan týnir orðum Þegar á 12. öld birtist íslensk tunga sem fullmótað ritmál, enda segir Jón Helgason að óvíða flói „lindir íslenzks máls tærari en í þessari gömlu bók“. Þar er málfar auðugt og víða frumlega að orði komist og óspart beitt táknrænu myndmáli. Örstutt dæmi: „Tvo vængi skulum vér fá oss til heimfar- ar með Guði: Vér skulum unna honum og virða hann framar en sjálf oss. Hinn er ann- ar vængur, að hvert vort skal unna öðru sem sjálfu sér. Engi má hefjast langt frá jörðunni með einn væng. Af því skulum vér unna bæði Guði og mönnum.“ (Íslensk Hómilíubók, 26.) Af þessum tveimur dæmum má sjá ein- falda barnslega tjáningu og snjallt myndmál til að boða fagnaðarerindi kærleikans, en jafnframt þann einstæða styrk íslenskrar tungu sem fólginn er í óslitnu samhengi frá árdögum þjóðarinnar. Vita menn um aðrar þjóðir þar sem unnt er að lesa 800 ára gamla texta óbreytta fyrir nútímamenn, án athugasemda eða skýringa? En þrátt fyrir samhengið hefur tungan að sjálfsögðu tekið breytingum. Framburður hefur breyst mikið. Orðaforði hefur sömu- leiðis breyst með breyttum tímum og að- stæðum. Gleymskan týnir orðum og torveld- ar skilning. Þeir kristnu menn sem öguðu tunguna til nýrrar menningar gleymdu smám saman fornri heimsmynd ásatrúar- manna. Sú var ástæðan er knúði Snorra Sturluson til að setja saman Eddu: á fyrri hluta 13. aldar fann hann að menn voru farnir að tapa skilningi á grundvelli skáld- skaparmálsins. Um leið og hann fræddi menn um bragarhætti, myndmál, og þar einkum kenningar, þá skilaði hann heims- mynd norrænnar goðafræði, ekki aðeins til samtíðar sinnar, heldur allar götur til okk- ar. Einnig í því er hinu óslitna samhengi fyrir að þakka. Að sumu leyti stöndum við nú frammi fyrir hliðstæðum vanda, þar sem gjör- breyttir þjóðfélagshættir hafa týnt þeirri daglegu iðju sem skapaði almennt myndmál og orðtök í beinu samhengi við líf fólksins. Ég heyrði nýlega unga alþingiskonu bjóða menn velkomna og þakka öllum sem „hafa lagt árar í bát við undirbúning“. Eldra fólk hefði trúlega rætt um að leggjast á árar eða að leggja hönd á plóginn – en kannski er hvort tveggja, áraburður og plógur í mold, orðið ungu fólki of framandi til að það sjái fyrir sér mann með hönd á plógi eða að draga inn árar að róðri loknum eða við upp- gjöf. Svo ekki sé minnst á tögl og hagldir sem ég náði að hafa fyrir augum ungur drengur í sumarvist í sveit, þar sem heyjað var á engjum og flutt heim á klyfjahestum. Þetta er stundum nefnt dautt myndmál þegar upphafleg mynd er í raun horfin og orðtakið hefur blátt áfram fengið óhlut- bundna merkingu. Ég hygg að margur segi hiklaust að koma ár sinni fyrir borð eða mata krókinn án þess að sjá fyrir sér nokkra mynd lengur. Auðvitað er skiljan- legt að fólk flaski á orðtökum sem það hefur misst lifandi tengsl við og er því í reynd hætt að skilja. Í því sambandi blasir við sú nauðsyn að skapa stöðugt nýtt myndmál og ný orðtök sem tengjast veruleika samtíðar. Þar er þörf á ötulum og hugmyndaríkum hugarsmiðum. Og gaman er að heyra nýja og frumlega myndmálsnotkun. Tiltölulega ungur maður sagði á fundi að hann vildi ekki taka að sér forystu í tilteknu máli en að hann væri alveg til í að „sitja á böggla- beranum hjá öðrum“. Þetta hafði ég ekki heyrt áður og fannst laglega að orði komist. En svo hratt breytast aðstæður í tilveru okkar, að mér er nær að halda að böggla- beri á reiðhjóli sé ungu fólki framandi. Leikum öll á hljóðfærið Myndmál úr íþróttum er orðið næsta al- gengt og nægir þar að minna á boltann sem gengur á milli manna, þótt þeir séu ekki í boltaleik. Sömuleiðis er stjórnmála- og emb- ættismönnum tíðrætt um að ákveðið mál hafi ekki komið „inn á borð hjá þeim“. En hvorugt orðtakið má kalla frumlegt. Miklu frumlegra þótti mér þegar tekið var upp á því að kalla rugl og vitleysu algera „steypu“ en því miður veit ég ekki hver var upphafs- maður þess. Það er hins vegar engan veginn nóg þótt fólk með fræðilega þekkingu á tungunni geri sér ljósa nauðsyn á gagnvirkum tengslum samhengis og endurnýjunar, því tungan á ekki líf sitt undir sérfræðingum, heldur almennum málnotendum, – og það erum við öll sem tölum og ritum íslenskt mál. Tungumálið er hljóðfæri hugans, og á þetta hljóðfæri leikum við öll. Munurinn er aftur á móti sá, að þeir sem leika á áþreif- anlegt hljóðfæri leitast jafnan við að vanda sig, að ná fram samræmdum hljómum og þokkafullum laglínum. Á hljóðfæri hugans leika hins vegar alltof margir án þess að gera sér grein fyrir hljóðfærinu sjálfu og áhrifamætti þess. Án þess að gera sér einu sinni grein fyrir að þeir eru stöðugt að tjá sig, hugsun sína, tilfinningar, þrá og drauma, sorg og örvæntingu, með hljóðfæri sem hljómar fyrir eyrum annarra, hvernig svo sem sá ómur berst þeim. Án þess að Hljóðfæri hugans Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ómetanlegir dýrgripir Tvö stór bindi Flateyjarbókar og Konungsbók Eddukvæða. „Þeir kristnu menn sem öguðu tunguna til nýrrar menningar gleymdu smám saman fornri heimsmynd ásatrúarmanna. Sú var ástæðan er knúði Snorra Sturluson til að setja saman Eddu: á fyrri hluta 13. aldar voru menn farnir að tapa skilningi á grundvelli skáldskaparmálsins.“ Erindi þetta flutti höfundur í málstofu „Ís- lenska í senn forn og ný“ á ráðstefnu sem haldin var á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur hinn 14. apríl sl. í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar. Eftir Njörð P. Njarðvík npn@vortex.is ’Lýsingarorð og sagnorð eru lykill að tilþrifamiklu og myndrænu málfari. Skýrt dæmi um þetta er sögnin að labbasem virðist nánast orðin einráð yfir þá athöfn að setja annan fótinn fram fyrir hinn, að ganga, eins og mín kynslóð hefur sagt. Menn labba alls staðar, jafnvel á fjöll. Þar með hverfa jafn myndrænar sagnir og ana, arka, eigra, haltra, rölta, skunda, staulast, stika, strunsa, svo að fáein dæmi séu nefnd. Ég held að flestir geti séð til hvílíkrar fátæktar í tjáningu slík einhæfni leiðir. Og það vil ég segja við ykkur, að menn labba ekki um „tungunnar bröttu fjöll“.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.