Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Side 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005
Það er gott að vera vitur. Nema þegar þaðer eftir á. Þess vegna asnast maður til aðspá í spilin. Til að sýnist vitur, þ.e.a.s. efmaður rambar á réttu spilin Veðjar á
hver eru trompin og hver ekki, án þess að sjá þau.
Sjaldan eða aldrei hef ég gert mig að eins miklu fífli
á prenti – og þá er nú mikið sagt – og í þau skipti
þegar ég hef reynt að segja fyrir
um hvaða myndir teljast trompin
og hverjar ekki á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes, hverjar þeirra
hljóti helstu verðlaunin. Enda
teljast slíkir tilburðir almennt hin mesta fífldirfska
og fást fæstir bíóskríbenta hér í Cannes til að
hætta sér út á þau stórhættulegu mið. Ástæðan er
einfaldlega sú að sökum keppnisfyrirkomulagsins
– að dómnefnd skipuð tíu ólíkum einstaklingum,
aldrei hinum sömu hverju sinni, aldrei með sama
smekk, ræður úrslitum – þá virðist aldrei hægt að
sjá fyrir hverjir eru sigurstranglegastir, jafnvel
þótt sumar myndir hafi fengið betri dóma hjá
gagnrýnendum en aðrar. Þetta sýnir sig og sannar
ár eftir ár. Í fyrra kom sigur hinnar umdeildu Fa-
hrenheit 9/11 flestum á óvart og í hitteðfyrra kom
sigur hinnar ennþá umdeildari Elephant öllum á
óvart.
En sé gagn að einhverjum vísbendingum, þá er
það að öllum líkindum hefðin, sagan; enda er Cann-
es-hátíðin íhaldssöm mjög, jafnvel þótt hún gefi sig
út fyrir að vera uppspretta alls hins nýja sem ger-
ist í hinum víða heimi kvikmyndanna – sem hún er
vel að merkja ekki. Hefðin segir mér að sigurveg-
arinn í ár verði einn af átorunum; einn af stórfisk-
unum sem eiga sér vísan samastað þegar Cannes
er annars vegar. Það er nefnilega svo að þessir
fastagestir virðast hreint ekki lengur þurfa að
leggja sig neitt sérstaklega mikið fram til að fá inni
í Cannes, því manni sýnist sem myndirnar séu
hvort eð er ekki valdar eftir verðleikum heldur vigt
og orðspori höfundanna. Á mannamáli þá snobbar
Gilles Jacob og hirðin hans fyrir vissum kvik-
myndagerðarmönnum. Og í ár var óvenjumikið
snobb í gangi; óvenjumargir hinna útvöldu með
mynd í aðalkeppninni: Wim Wenders, Lars Von
Trier, Michael Haneke, Jim Jarmusch, David
Cronenberg, Dardenne-bræður, Gus Van Sant og
Atom Egoyan. Og jafnvel þótt sérvalin dómnefnd
sjái um að velja trompin, þá segir manni svo hugur
að einhver ofannefndra muni hreppa hnossið, Gull-
pálmann fyrir bestu myndina í aðalkeppninni,
burtséð frá því hvort hann á verðlaunin skilið eður
ei.
Ef við gefum okkur að Jacob gamli hafi það
kverkatak á dómnefndum sem hann er sagður hafa
má búast við að elskan hans, hann Von Trier, taki
a.m.k. eitthvað. Ekki gangi að senda hann tóm-
hentan heim tvisvar í röð eftir að hafa verðlaunað
hann í hvert það fimm skipta sem hann hafði átt
myndir í Cannes áður. Jacob er reyndar einnig
þekktur fyrir að hafa mikið dálæti á Haneke, Jar-
musch og Dardenne-bræðrum og því geta þeir í
krafti hins gamla veitt Von Trier væna keppni, sér í
lagi Haneke, sem er með sterka franska mynd,
Caché, með eftirlætisleikurum Frakka í aðal-
hlutverkum, Daniel Auteuil og Juliette Binoche.
En ef við á hinn bóginn leyfum okkur að trúa því
að dómnefndin hafi fullt valfrelsi beinir maður
sjónum fyrst að formanninum; einkum og sér í lagi
vegna þess að sá sem gegnir þeirri virðulegu stöðu
í ár er hinn sérlundaði Serbi Emir Kusturica, sem í
þokkabót lýsti yfir á fundi með blaðamönnum að
hann myndi ekki líða neins konar lýðræði; slík nið-
urstaða væri enda aumingjaleg í meira lagi. Kustu-
rica mun því vafalítið ráða heilmiklu um hver nið-
urstaða dómnefndar verður og því er vert að rýna
svolítið í smekk hans og tengsl. Þeir sem til þekkja
vita mæta vel hversu vel þeim er til vina Kusturica
og Jarmusch. Þeir eru svo að segja sálufélagar,
þegar að kvikmyndagerðinni kemur, nálgast hana
á viðlíka máta; án allra málamiðlana, af fullkominni
einlægni og eigingirni. „Við skiljum hvor annan
fullkomlega og svindluðum meira að segja í gær-
kveldi þegar við stálumst til að hittast og fá okkur í
glas saman,“ sagði Jarmusch við mig í vikunni. Í
ljósi þess hversu sterk mynd hans Broken Flower
er verður hún að teljast æði sigurstrangleg – þegar
besti vinur höfundarins stýrir dómnefndinni með
harðri hendi. En eins og fyrr segir virðist engu
máli skipta hvað manni finnst um myndirnar, hvað
þá öðrum gagnrýnendum, niðurstaðan virðist ætíð
koma mönnum í opna skjöldu. Kannski þó ekki eins
mikið í ár því flestir hafa búið sig undir og spáð því
að sigurvegarinn komi úr röðum hinna gömlu stór-
fiska. En hversu hollt er það nú fyrir kvikmynda-
heiminn, þegar send eru þau skilaboð að þessir
margblessuðu heiðursmenn þurfi ekki lengur að
spila út sínu hæsta trompi til að fá slag?
Stórfiskaleikur
Sjónarhorn
Eftir Skarphéðin
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
’Sjaldan eða aldrei hef ég gert mig að eins miklu fífli áprenti – og þá er nú mikið sagt – og í þau skipti þegar ég hef
reynt að segja fyrir um hvaða myndir teljast trompin og
hverjar ekki á kvikmyndahátíðinni í Cannes, hverjar þeirra
hljóti helstu verðlaunin.‘
F
yrir rúmum áratug á bylting að
hafa átt sér. Kvikmyndagerð
myndi aldrei verða söm í kjölfar
stafrænu („digital“) bylting-
arinnar sögðu þeir sem fingurinn
höfðu á menningarpúlsinum. Stað-
reyndin er hins vegar sú að „byltingin“ hefur látið
bíða eftir sér, breytingarnar sem henni áttu að
fylgja hafa ekki haft mikil áhrif á kvikmynda-
upplifunina sjálfa og áhrifin á
kvikmyndagerð hafa aðeins smám
saman gert vart við sig. Það er þó
aðeins í samhengi við seinna sviðið
sem í raun og veru er hægt er að
tala um framfarir eða mikilvægar umbreytingar.
Áhorfendur upplifðu á beinan og áþreifanlegan
hátt breytingarnar sem fylgdu innkomu talmynd-
arinnar og litmyndarinnar, sem og víðmynd-
arinnar („cinemascope“) en áhrif stafrænu tækn-
innar gera helst vart við sig í framleiðslu- og
dreifingarhlið kvikmynda.
Stafrænu tæknina er reyndar hægt að setja í
áhugavert samhengi ef litið er til tveggja nýlegra
bandarískra kvikmynda. Myndir þessar eru eins
og ólíkar og hægt er að hugsa sér, annars vegar
er ég að tala um þriðju (eða sjöttu) stjörnustríðs-
myndina eftir George Lucas, Revenge of the Sith,
og hins vegar sjálfsævisögulegu heimildamyndina
Tarnation eftir Jonathan Caouette. Fyrrnefnda
myndin tilheyrir skipulögðum og gríðarvinsælum
iðnaði sem teygir sig frá kvikmyndum yfir í leik-
föng og tölvuleiki en sú síðarnefnda, Tarnation, er
sennilega ódýrasta kvikmynd sem dreifingu hefur
fengið í bandarískum kvikmyndahúsum frá upp-
hafi. Hún er sjálfsævisaga í kvikmyndaformi, búin
til úr samsetningu efnis úr daglegu lífi aðstand-
anda myndarinnar sem varðveitt hefur verið með
ólíkum hætti; hér er allt notað frá ljósmyndum og
súper 8-heimilismyndum til skilaboða á síms-
vörum. Hinn ungi leikstjóri safnar saman öllum
tiltækum heimildum um eigin ævi, færir þær á
stafrænt form í tölvunni sinni og sníður úr þeim
ævisögu. Afraksturinn er frumleg, jafnvel einstök
en afar mistæk kvikmynd sem þrátt fyrir galla
vekur spurningar um þá möguleika sem urðu til
innan kvikmyndaformsins í kjölfar stafrænu bylt-
ingarinnar.
Stafrænar myndir eru öllum eigendum DVD-
spilara kunnugar. Tæknin kom hins vegar fram á
sjónarsviðið með dálítið hlykkjóttum hætti. Kvik-
myndaáhorfendur urðu fyrst varir við hana í
tengslum við hljóðgæði, en stafrænt hljóð var á
öndverðum tíunda áratugnum kynnt til sögunnar
sem næsta skrefið í hljómburði í kvikmynda-
húsum (myndin Dick Tracy reið á vaðið með staf-
rænt hljóð árið 1990, mynd Olivers Stone, The
Doors, fygldi í kjölfarið 1991). Áþreifanlegasta
birtingarmynd stafrænnar tækni hefur hins vegar
lengi verið tæknibrellur – vondi gereyðandinn í
Terminator 2 og risaeðlurnar í Jurassic Park
sýndu að ímyndina sjálfa, þann „veruleika“ sem
var kvikmyndaður, var hægt að laga að óskum
kvikmyndagerðarmannanna á máta sem áður var
óþekktur. Myndramminn var orðinn málverk á
tölvuskjá. Og hér komum við aftur að George
Lucas, helsta talsmanni stafrænnar tækni í kvik-
myndum og þeim leikstjóra sem öðrum fremur
hefur lagt sitt af mörkum til að kynna tæknina og
jafnvel skapa hana í hlutverki sínu sem eigandi
tæknibrellufyrirtækisins Industrial Light and
Magic. Hinn nýi stjörnustríðsþríleikur er að
mestu kvikmyndaður á tómu sviði þar sem leik-
ararnir tala við tuskubrúður eða þykjast vera
hræddir við kústa sem er sveiflað af nafnlausum
aðstoðarmönnum. Öllu öðru, sem er í raun allt, er
bætt við eftir á – í tölvu. Heimur sögunnar er
fundinn upp þegar kvikmyndatöku er lokið. Sú
hörmungarreynsla sem það var að sitja í gegnum
fyrstu tvær forsögumyndirnar í stjörnustríðs-
seríunni gefur ótvírætt til kynna að þessi vinnuað-
ferð sé ekkert sérstaklega áhrifarík lausn á þeim
tæknilegu vandamálum sem fylgja kvikmynda-
gerð. Þriðja myndin er reyndar fín, en gildi henn-
ar liggur þó fyrst og fremst í því að vera betri en
tvennan sem kom á undan. Hér ber líka að gæta
þess að betri og fullkomnari aðferðir til að sýna
geimskip á fleygiferð um alheiminn eða bílaelting-
arleiki á hraðbrautum í Kaliforníu getur vart tal-
ist „bylting“ í kvikmyndagerð – gildi slíkrar tækni
er vitanlega mikið fyrir meistara bílaelting-
arleikja á borð við Jerry Bruckheimer en fyrir
áhorfendur jaðrar þetta við að skipta ekki máli.
Hinn póllinn, sá sem við sjáum í myndum eins og
Tarnation, er allt öðruvísi. Hér sjáum við hina
raunsönnu möguleika stafrænnar tækni: lýðvæð-
ingu kvikmyndalistarinnar. Tæknin gerir fólki
sem aldrei hefði gert myndir kleift að gera mynd-
ir sem áður fyrr hefðu aldrei verið búnar til. Staf-
ræna tæknin skapar tækifæri og möguleika; opn-
ar listform sem sökum gríðarlegs stofnkostnaðar
hefur ávallt meinað einstaklingum aðgöngu. Kvik-
myndin hefur nefnilega aldrei verið persónulegt
listform, sama hvað gamlar „auteur“-kenningar
vilja meina. Þótt „byltingin“ hafi látið bíða eftir
sér, og fram að þessu einkum þjónað því hlutverki
að blása innantómar fantasíur lífi, eru það myndir
eins og Tarnation sem gefa vísbendingu um að
e.t.v. hafi biðin verið þess virði.
Byltingin lét bíða eftir sér
Stafræn bylting í kvikmyndagerð hefur ekki
kallað fram miklar breytingar hvað varðar kvik-
myndaupplifunina sjálfa, í það minnsta ef marka
má stjörnustríðsmyndir. Hins vegar eru þess
merki að raunsannir möguleikar stafrænnar
tækni séu að koma fram í eins konar lýðvæðingu
kvikmyndalistarinnar.
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@
wisc.edu
Digital work by ILM
Hér berjast þeir Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi á sjóðheitri hraunbreiðu á plánetunni Mustafar.
Leikarinn Topher Grace er ald-eilis að færa sig upp úr kjall-
aranum í That
’70s Show því
hann leikur í
Spider-Man 3.
Þetta er sann-
kölluð stórmynd
en hann leikur í
henni á móti To-
bey Maguire,
Kirsten Dunst,
James Franco og
einnig er búið að
tilkynna að Tomas Haden Church
úr Sideways bætist í hópinn.
Sam Raimi ætlar að leikstýra
þessari þriðju mynd líkt og hinum
tveimur. Tökur hefjast snemma á
næsta ári og stefnt er að frumsýn-
ingu 2007.
„Topher Grace er sérstaklega
hæfileikaríkur
leikari og full-
kominn í þetta
margbrotna
hlutverk, sem við erum að þróa fyr-
ir hann,“ sagði Raimi í yfirlýsingu.
Að sjálfsögðu vildi Raimi ekkert
láta uppi um hvaða margbreytileiki
þetta væri og er ekki vitað hvaða
Marvel-teiknimyndapersónu hann
leikur.
Raimi hrósar líka Church og seg-
ir hann frábæran og að allir hlakki
til að vinna með honum.
Búist er við því að „vondu karl-
arnir“ verði margir í Spider-Man 3
og er talið öruggt að Grace verði
einn þeirra.
Chloe Sevigny hefur opinberlega
gefið kost á sér í hlutverk en hún
hefur ekki enn komist innfyrir.
Leikkonan hefur sagt að hún sé
fullkomin í hlutverk Svarta katt-
arins í þessari framhaldsmynd.
Samkvæmt aðdáendavefsíðu verð-
ur enginn Svartur köttur í mynd-
inni heldur verða illmennin að
minnsta kosti tvö, Sandman og
Hobgoblin.
Grace hefur þegar vakið athygli í
kvikmyndaheiminum en þetta
verður stærsta hlutverk hans hing-
að til. Hann og Ashton Kutcher
hættu í That ’70s Show til að ein-
beita sér að kvikmyndum en ætla
að koma fram í nokkrum þáttum í
næstu þáttaröð. Grace fékk góða
dóma fyrir myndirnar In Good
Company og P.S. þar sem hann var
í aðalhlutverkum en hann hefur
jafnframt leikið minni hlutverk í
Traffic, Ocean’s Eleven og Ocean’s
Twelve.
Roger Kass og Josh Braun eruframleiðendurnir á bak við
nýjustu mynd Davids Cronenbergs
sem nú er verið að sýna í Cannes,
A History of Violence. Þeir ætla nú
að ráðast í annað verkefni, að fram-
leiða kvikmynd eftir mynda-
sögubókinni Button Man: The Kill-
ing Game, eftir sögu Johns
Wagners og Arthurs Ranssons.
A History of Violence var einnig
gerð eftir myndasögubók, bók eftir
Wagner og Vince Locke.
Button Man er stílfærð spennu-
mynd um nokkra lífsþreytta millj-
ónamæringja, sem siga leynimorð-
ingjum hver á annan í
lífshættulegum leik.
Kass og Braun sömdu um nýju
myndina á Cannes-hátíðinni en
þeir ræddu jafnframt við hugs-
anlega meðframleiðendur og kvik-
myndaver.
Hvað sölu varðar gerði tvíeykið
samninga á hátíðinni um að selja
Sundance-heimildamyndina Unk-
nown White Male til Wellspring og
Court TV. Þeir eru jafnframt með
réttinn á Sundance-sigurveg-
aranum í ár, Forty Shades of Blue
eftir Ira Sachs.
Erlendar
kvikmyndir
David Cronenberg
Topher Grace