Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 1
Laugardagur 16.7. | 2005 [ ]Í nafni trúarinnar | Umfjöllun um vaxandi áhrif bókstafstrúarmanna í Hvíta húsinu | 4–5Þekking fornmanna á reikningslist | Heimsmynd fornmanna í gömlu íslensku riti | 6–7Sagnaþulur samtímans | Banvæna vögguvísan hans Chuck Palahniuk | 10–11 LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005 B loomsbury markast af Covent Garden í suðri, Tottenham Court Road og Fitzrovia í vestri, lest- arstöðvunum Euston og King’s Coss og nýja Brit- ish Library í norðri og Holborn í austri. Russell Square-stöðin er í miðju hverfinu. British Museum ríkir í suðvesturhorninu troðfullt af fornu nýlendugóssi. Tvistock Square er í norðurendanum og þar situr Ghandi, einn sig- ursælasti baráttumaður gegn nýlendustefn- unni og fyrirmynd allra friðsamra mótmæl- enda. Hverfið er eins og svo margt annað hér fullt af mótsögnum. Ghandi situr allt árið um kring í garðinum sínum, fáklæddur og örlítið hokinn, góðlegur á svip. Nágrönnum hans þykir greinilega vænt um hann því vinkona mín, sem bjó við torgið, sagði frá því að einn sérlega kaldan vetrardag hefði einhver hug- ulsamur nágranni hnýtt trefil um hálsinn á honum. Torgið er eitt af fjölmörgum torgum hverf- isins, þau eru misstór en öll ferhyrnd með görðum í miðjunni og utan við þá liggja göt- urnar. Fyrir vikið verða garðarnir afgirtir grænir griðastaðir í stöðugri umferðinni – sumir eru læstir og einungis ætlaðir íbúum, aðrir, eins og sá stærsti Russell Square og Tavistock Square, eru vinsælir staðir í sum- arblíðunni til að háma í sig samloku í hádeg- inu og skoða túristana sem renna eina slóð í átt að British Museum. Við annað hvert torg má svo rekast á bláan skjöld á einhverju húsanna sem minna vegfarendur á að hér hafi Virginia Woolf, Vanessa Bell eða einhver ann- ar úr frjálslyndu listaklíkunni, sem kennd er við hverfið, búið. Reuters  3 Umferðin er þögnuð í Bloomsbury. Allt er eins og allt er öðruvísi. Ghandi er einn í garð- inum sínum og horfir döprum augum yfir rústir af strætisvagni og menn í hvítum sam- festingum sem tína upp það sem aðrir Lund- únabúar vilja helst ekki þurfa að heyra um, eins og í óralöngu atriði úr CSI án drama- tískrar spennu, hápunkts eða karaktera. Eftir Gunnþórunni Guðmundsdóttur | gunnth@hi.is Stríð og friður í Blooms- bury

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 16. júlí (16.07.2005)
https://timarit.is/issue/260595

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. júlí (16.07.2005)

Aðgerðir: