Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005 L ög og reglugerðir um kirkju- garða fjalla um fleira en ásýnd og umhverfi, það er að skapa vinalegt, hlýlegt og huggandi umhverfi, þau eru ekki síður rammi utan um hinstu kveðju, til að hún fari fram á sem virðulegastan hátt. Gróður, girðingar, dvalarsvæði, stígar og gönguleiðir eru mikilvægir þættir til að skapa þetta umhverfi og ná fram þessum áhrifum. Erfiðustu stundir fólks er þegar einhver náinn deyr, meðal tilfinninga sem sprettur fram er þráin til að rækta minninguna fallega. Það er gert m.a. með uppsetn- ingu á minnismerki, plöntun blóma á leiði og reglulegum heimsóknum í kirkjugarðinn, á há- tíðar- og á merkisdögum. Sefandi umhverfi og ró er það sem flestir sækjast eftir þegar þeir rækta þessa minningu. Lagasetning um kirkju- garða miðar m.a. að því að skapa þann virðu- lega ramma sem í mannlegu valdi er til að skapa jákvæð viðhorf og góðar tilfinningar gagnvart gengnum kynslóðum. Reglur fyrri alda Ákvæði hafa verið um skyldur manna við kirkjur og kirkjugarða fyrr á tímum eins og eft- irfarandi ákvæði sýna. Á árinu 1603 var gefin út fyrirskipun Odds biskups um ýmislegt í kirkju- málum, þar er eftirfarandi ákvæði. „Prestur og kirkjubóndi fæði einasta þingamenn meðan þeir hlaða kirkjugarð ... Biskup, prófastur og prestur áminni að gera kirkjugarð“1. Í reglugerð frá 17. júlí 1782 gefið út í Fre- densborg, varðandi tekjur presta og kirkna, segir eftirfarandi um skyldur manna við kirkju- garða. „Kirkjugarð og kirkjuveggi skulu bænd- ur í sókninni byggja, ásamt því að leggja þak á kirkjuna á sinn kostnað ...“2 Lög og reglugerðir um kirkjugarða og ástæður þeirra Fjórum sinnum hafa verið sett lög um kirkju- garða. Fyrstu íslensku heillegu lögin um kirkjugarða og viðhald þeirra eru frá árinu 1901. Síðar komu lög 1932, 1963 og 1993. Ólafur Ólafsson alþingismaður sagði m.a. að eldri ákvæði um kirkjugarða, væru bæði sundr- ung og óskýr. Vandræði í málefnum kirkju- garða hafa ekki stafað af því að það vantaði lög um hverjum bæri að kosta kirkjugarð, heldur af því að það vantaði nægileg og nauðsynleg ákvæði um, hvernig megi koma í framkvæmd að þeir, sem kosta eigi kirkjugarð í raun og veru, geri það og hvernig þeir kæmu verkinu til framkvæmdar. Hallgrímur Sveinsson alþingismaður sagði að ástand kirkjugarðsins í Reykjavík sé ástæða fyrir þessum lögum, en það hafi lengi verið slæmt. Þegar koma átti lögum á kirkjugarðinn, þá rákust stiftsyfirvöld á mikla erfiðleika, þar sem ákvæði um kirkjugarðamál voru afar göm- ul og ekki samsvarandi hinum núverandi þörf- um.3 Kirkjugarðalögin 1901 Lög þessi eru stutt og efnislega eru þau að mestu leyti um hvernig staðið skuli að ákvarð- anatöku, framkvæmdum og niðurjöfnun kostn- aðar hjá sóknarmönnum. Þó eru ákvæði um girðingar og hlið á kirkjugörðum. Reglugerð frá 1902 Með vísan til laganna frá 1901, var sett reglu- gerð 1902. Í reglugerðinni er tekið ítarlegar á ýmsum málum, er snerta ásýnd og umhverfi kirkjugarða. Þar kemur m.a. fram að greiður vegur skuli liggja að kirkjugarði, svo tálmalaust sé að færa lík til greftrunar. Umráðandi kirkju- garðs má slá hann, þó með varúð og hlífð- arsemi, en alls ekki beita hann skepnum né hleypa þeim þar inn á neinum tíma árs. Grafir í nýjum kirkjugörðum, og í gömlum þar sem að- stæður leyfa, skulu teknar í reglulegum röðum, með beinum og hæfilega breiðum gangstígum milli raðanna, svo að lík verði borin án þess að ganga yfir leiði eða skemma legstaði. Á milli grafanna skal þó eigi vera meira bil en nauðsyn krefur. Skyldur er sá, sem gröf lætur taka, til þess að ganga hreinlega frá legstaðnum og færa burtu grjót og annað, sem komið kann að hafa upp úr gröfinni, sé það eigi látið ofan í hana aftur. Kirkjugarðalögin 1932 Jón Jónsson alþingismaður hafði þetta um kirkjugarða að segja. „Eins og flestum mun kunnugt vera, þá eru kirkjugarðar víða illa hirt- ir og lítt til sóma. Þetta frumvarp á að ráða bót á þessu efni og tryggja sæmilega umgengni þeirra samkvæmt ákvæðum, sem þar að lúta. Jón sagði einnig að kirkjugarðar hafi ekki verið mikill þjóðarsómi, en með þessu frumvarpi, ef að lögum verður, er tryggt að þeir verði betur hirtir. Sveinbjörn Högnason alþingismaður sagði þetta: „Ég held mér sé óhætt að fullyrða að engin þjóð sýni legstöðum framliðinna eins litla umhirðu og ræktarsemi og við Íslendingar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvernig hirð- ing grafreitanna hér á landi er og hvað þeim er víða lítill sómi sýndur. Útlendingar, sem hér ferðast um, telja það einna mest áberandi vott um hirðuleysi okkar og jafnvel skrælingjahátt.“ Eftirfarandi eru dæmi um ný ákvæði úr lög- um þessum. Þar segir m.a.: „Að hver kirkju- garður þjóðkirkjunnar er sjálfseignarstofnun með sérstakt fjárhald, í umsjón og ábyrgð safn- aðar undir yfirstjórn biskups. Sóknarnefnd hef- ur á hendi umsjón og fjárhald kirkjugarðs, samkvæmt því sem fyrir er mælt í lögum þess- um.“ Þetta ákvæði í lögunum er nýtt og gerir eignarhald og ábyrgð kirkjugarða skýrar en áð- ur. Lagðar eru nokkrar skyldur á sveitarfélög, eins og t.d.: „Skylt er sveitar- eða bæjarfélagi því, er liggur innan sóknar, að leggja til ókeypis hæfilegt kirkjugarðastæði eða grafreit, svo og hleðslu- eða steypuefni, sand og möl í girðingu, þó svo, að kvaðir þær, er þegar eru á jörðum og lóðum, þar sem kirkjugarðar standa, haldist óbreyttar.“ Einnig segir að sveitarfélög skuli sjá fyrir nægilegu vatni til vökvunar blóma og trjágróðurs, úr vatnspípum innan garðs. Þá eru ýmis ákvæði um skyldur sóknarnefnda og leið- ishafa, t.d segir: „Sóknarnefndir skulu annast um, að greftrun sé hagað samkvæmt stað- festum uppdrætti.“ Þá segir: „Sóknarnefnd er skylt að annast um, að allar götur og gang- stígar garðsins séu snyrtilegar og vel við haldið. Hún skal líka sjá um að garðurinn sé sleginn, en þó með varúð og að skepnur komist ekki þar inn.“ Í reglugerð frá 1902 var ákvæði um að umráðamaður mætti slá með varúð og hlífð- arsemi, í þessum lögum er það orðin skylda. Um skyldur leiðishafa segir m. a.: „Hlutaðeig- endum er skylt að halda við girðingum og leg- steinum á leiðum. En sé þetta vanrækt, þrátt fyrir aðvörun sóknarnefndar, er henni heimilt að slétta yfir legstaðinn og flytja ónýtar eða óviðeigandi girðingar burt, en setja slíka leg- steina í skipulega röð á þeim stað í garðinum.“ Ákvæði eru um gróður í kirkjugörðum, þar segir m.a.: „Sóknarnefndir skulu stuðla að því, að legstaðir séu smekkvíslega prýddir með blómplöntum þeim, er best þola veðráttufar landsins.“ Einnig segir „Skógræktarstjóra landsins skal skylt að láta sóknarnefndum í té trjáplöntur til gróðursetningar meðfram girð- ingum kirkjugarða að innanverðu og meðfram gangstígum innan garðs. Skulu trjáplöntur þessar látnar ókeypis.“ Ný reglugerð 1934 Reglugerðin er í 4 köflum. Í fyrsta kafla er fjallað um kirkjugarða almennt og um rétt manna til að vera greftraðir þar sem þeir kjósa. Vígja skal alla grafreiti áður en jarðsett er fyrst í þá og skal prestur sjá um þá athöfn. Allir graf- reitir skulu vera vandlega girtir fjárheldri girð- ingu. Sé grafreitur svo fjarri kirkju að þangað heyrist ekki líkhringing, skal þar reist líkhús eða að minnsta kosti klukkustöpull með sæmi- legum umbúnaði til líkhringingar. Í öðrum kafla er fjallað um skipulag garðanna; um stærð göngustíga, uppdrátt og legstaðaskrá. Þessi ákvæði eru sett skýrar og ákveðnara fram en í fyrri reglugerð. Þriðji kafli fjallar svo um umsjón kirkjugarða. En þar segir að sókn- arnefnd hafi á hendi umsjón kirkjugarða, bæj- arstjórn eða hreppsnefnd, geta tekið að sér um- sjón og fjárhald kirkjugarða að fengnu leyfi réttra stjórnvalda. Að lokum fjallar fjórði kafli um fjárhag kirkjugarða. Kirkjugarðar eru sjálfseignarstofnanir með sérstöku fjárhaldi í umsjá og ábyrgð hlutaðeigandi safnaðar- eða hrepps- og bæjarfélags, þar sem hrepps- og bæjarfélag hefur tekið kirkjugarðinn í sína umsjá. Kirkjugarðalög 1963 Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að á þessu tímabili hafi orðið breytingar á skipu- lagi kirkjugarða, hjá nágrannaþjóðum vorum og víðar. Auður Auðuns alþingismaður sagði að frumvarpið miðaði að bættu skipulagi kirkju- garða og umhirðu, sem víða væri ábótavant, það svo að tæpast gæti talist vansalaust. Hjálp- ast þar að óheppilegt skipulag kirkjugarða og fjárskortur fámennra safnaða, að kirkjugarðar hafa víða komist í það ófremdarástand, sem raun ber vitni.4 Meðal nýrra ákvæða í lögum þessum er að ekki má setja girðingar úr steini, málmi, eða timbri um einstök leiði eða fjölskyldugrafreiti, einnig eru grafhýsi í kirkjugörðum bönnuð. Sett er á stofn Skipulagsnefnd kirkjugarða, sem hefur yfirumsjón með kirkjugörðum lands- ins. Nefndin ræður umsjónarmann kirkjugarða og setur honum starfsreglur, og skal hann vera sérfróður um gerð og skipulag kirkjugarða. Þetta þýðir að ákvörðunarvald í málefnum kirkjugarða er að mestu komið úr höndum biskups og prófasta, í hendur Skipulagsnefndar kirkjugarða. Kirkjugarðalög 1993 Lög um kirkjugarða og líkbrennslu. Lögunum er ætlað að skerpa línur um hvaða verkefni kirkjugörðum er ætlað að kosta með kirkju- garðsgjöldum. Í lögum þessum er verið að sam- eina gildandi lög um kirkjugarða frá 1963 og lög um líkbrennslu frá árinu 1915, ásamt því að endurskoða þau.5 Þær málsgreinar sem lúta beint að ásýnd og umhverfi kirkjugarða, hald- ast að miklu leyti óbreyttar eða lítt breyttar úr lögunum frá 1963. Skipulagsnefnd kirkjugarða úr lögunum frá 1963, er orðið að Kirkjugarð- aráði og umsjónarmaður kirkjugarða orðið að framkvæmdastjóra kirkjugarða. Í lögum þess- um er hugtakið kirkjugarður skilgreint, þar segir: „Með kirkjugörðum í lögum þessum er átt við afmörkuð grafarsvæði kirkjusóknar eða kirkjusókna sem vígð hafa verið. Almenn umræða um kirkjugarða Í þessari samantekt er litið til þess hvernig hin almenna umræða var í blöðum og bókum á 20. öldinni, um ástand og hirðu kirkjugarða, til að fá tilfinningu fyrir tíðarandanum. Einnig var reynt að sjá hvernig umræðan hefur haft mót- andi áhrif á lögin á hverjum tíma. Þegar um- ræðan er skoðuð, þá má sjá breytingar þar á. Í upphafi var umræðan gjarnan í vandlæting- artón, vegna lélegra girðinga, vegna lausa- göngu búfjár og almenns sóðaskapar. Það kom skýrt fram að kirkjugarðar eru helgir staðir, en viðhald og ásýnd þeirra var ekki í samræmi við þá sýn. Þegar tímar liðu, þá fór umræða að vera meira á faglegu nótunum, þar sem menn með sérþekkingu koma með ýmsar hugmyndir um hvernig að málum mætti standa. Almennt hafa lög og reglugerðir haft mikil áhrif á hvernig kirkjugarðar hafa þróast og ekki síst hefur hin almenna umræða einnig haft mótandi áhrif á lagasetningu um kirkjugarða á hverjum tíma. Dæmi um sterk áhrif frá lögum, eru steyptir rammar um einstök leiði, eins og t.d. algengt er á eldri svæðum í Fossvogs- kirkjugarði og víðar. Steyptir rammar komu til sögunnar snemma á 20. öld, en í lögunum 1963 var sett bann við steypingu ramma um einstök leiði. Eftir þann tíma hafa kirkjugarðar fengið ásýnd grasigróinna svæða og eru þessi skil þessara tímabila með mismunandi áferð mjög greinileg í Fossvogskirkjugarði. Fjármagn hefur haft áhrif á ásýnd kirkju- garða, því ljóst er að margir vildu gera eitthvað, en ekki voru peningar til staðar. Fallega hugs- uð ákvæði í fyrstu lögum um kirkjugarða, hafa ekki náð fyllilega takmarki sínu, nema að hluta m.a. vegna skorts á aurum til framkvæmda. Menningarástand þjóðar er meðal annars dæmt eftir því hvaða virðing og hirða kirkju- görðum er sýnd. Eftir því sem efnahagur þjóð- arinnar hefur batnað, þá hefur umgengni og umhirða jafnframt batnað, ásamt því að fólk hefur orðið upplýstara.  Heimildir 1 Lovsamling for Island, Fjerda binde, bls 669. 2 Alþingisbækur Íslands 1591-1605, bls. 315. 3 Alþingistíðindi 1901, bls. 250-257. 4 Alþingistíðindi 1962, B, bls. 1501. 5 Alþingistíðingi 1992-93, þingskjal 659, bls 3870. Ásýnd og umhverfi kirkjugarða – áhrif frá lögum og reglum Nýlega voru kynntar hugmyndir um útfærslu á duftgarði við Fossvogskirkjugarð í Reykja- vík sem marka nokkur tímamót í viðleitni yfir- valda til að hanna legstæði þannig að svæðið verði í senn helgur reitur og lystigarður fyrir almenning. En hvernig skyldi ásýnd kirkju- garða hafa þróast á Íslandi í gegnum tíðina? Greinarhöfundur rekur sögu þeirra með tilliti til laga og reglugerða um þetta efni. Eftir Karl Guðjónsson kallig@internet.is Eftir 1963 Eftir að bannað var með lögum að reisa girðingar umhverfis leiði fengu kirkjugarðar blæ grasi gróinna svæða. Suðurgata Steyptir rammar í kringum grafir í kirkjugarðinum við Suðurgötu. ’Í upphafi var umræðan gjarnan í vandlætingartón,vegna lélegra girðinga, vegna lausagöngu búfjár og al- menns sóðaskapar. Það kom skýrt fram að kirkjugarðar eru helgir staðir, en viðhald og ásýnd þeirra var ekki í samræmi við þá sýn. ‘ Höfundur er landslagsarkitekt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 16. júlí (16.07.2005)
https://timarit.is/issue/260595

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. júlí (16.07.2005)

Aðgerðir: