Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005
!
Ég hef lengi haft áhuga á því að
finna það sem fólk á sameig-
inlegt, reynt að finna augljósan
samnefnara sem flestir í heim-
inum geta flokkast undir, óháð
trúarbrögðum eða þjóðerni. Er
eitthvað eitt til sem allir jarð-
arbúar hafa sömu afstöðu til? Og
viti menn, ég fékk uppljómun um síðustu
helgi, á meðan ég stóð á túni í þvílíku úr-
helli og roki að fylgjast með fótboltaleik
sjö ára stráka – það er þetta ástar-haturs
samband við veðráttu sem
við öll, sama hvar í heim-
inum við búum, erum í.
Hér á landi er allt undir
veðurspánni komið á sumr-
in. Fólk ákveður ekki hvert skal fara í
helgarfrí nema veðurspáin leggi blessun
sína yfir ferðaáætlun. Veðurfréttir á
fimmtudögum eru örugglega með mesta
áhorf þessa dagana. Veðurfréttamenn eru
áhrifamestu menn, þeir eru orðnir per-
sónugerving af veðurguðunum, hlustað er
á hvert orð þeirra eins og á boðskap. Þeir
reyndar fá ekki þakkir fyrir góða veðrið,
en fá öðru hverju reiði manna yfir sig þeg-
ar spáin rætist ekki. Þeim er orðið kennt
um ef útihátíð heppnast ekki eða ef ekki
koma nógu margir ferðamenn einhvers
staðar – það er af því að veðurfréttamenn
hafa spáð vondu veðri.
Veður í sumar hefur verið þannig að það
seldist upp í sólarlandaferðir í síðustu
viku. Ferðaskrifstofur geta þakkað rign-
ingunni fyrir hagnaðinn í ár. Ætli það sé
talað um blessaða rigninguna á þeim bæj-
um?
Margt er háð veðrinu. Veðrið getur haft
áhrif á það hvernig maður upplifir stað
sem heimsóttur er. Ef veðrið er gott, fara
ferðamenn heim og dásama fegurð stað-
arins. Ef veðrið er vont, þá fara þeir heim
og tala um vonda veðrið á staðnum og
hvernig meðmæli eru það? Eitt af því
fyrsta sem ég heyrði þegar ég flutti til Ís-
lands var hversu æðislegur staður Bláa
lónið var. Nafnið sjálft vakti hlýja tilfinn-
ingu í manni, myndirnar sem sýndu fagurt
fólk með sælusvip syndandi í túrkislituðu
vatni lofuðu himnesku unaði. Þegar ég svo
var loksins komin í þessa paradís vildi svo
óheppilega til að það var rigning og rok
(og við erum að tala um Suðurnesin) lág-
skýjað og það eina sem maður fann var
hveralykt sem ég mistúlkaði fyrir fýlu af
skemmdum eggjum. Hvílík vonbrigði!
Hefði ég ekki byggt mér þvílíkar vænt-
ingar fyrirfram hefði fallið ekki verið svo
hrikalegt. Ég hljóp þaðan út í bíl, keyrði
langt í burtu og sór að koma aldrei á þenn-
an stað aftur. Ekki nóg með það, ég sagði
öllum sem á mig vildu hlusta að fara ekki á
þennan stað, ekkert var varið í hann, bara
peningasóun. Það tók mig þónokkur ár að
þora að heimsækja staðinn aftur, en þá
vildi til að veðrið var gott og ég fékk allt
sem mér var lofað í auglýsingunni fyrir
mörgum árum síðan. Bara ef veðrið hefði
verið gott í fyrsta skipti, það hefði sparað
mér þvílíka gremju og bætt aurum í kass-
ann hjá Bláa lóninu, sem það varð hugs-
anlega af vegna áróðurs míns meðal ferða-
manna. Hér með bið ég forsvarsmenn
Bláa lónsins velvirðingar og lofa að
dásama staðinn þegar ég tala við útlend-
inga héðan í frá. Það er það minnsta sem
ég get gert.
Það eru mörg ár síðan þetta gerðist og
viðhorf mitt til veðurs hefur breyst. Ég
minntist samt þessa atviks í síðustu viku
þegar ég tók gullna hringinn með hópi
blaðamanna frá heimalandinu mínu, sem
voru að koma hingað úr þrjátíu stig hita.
Ég talaði um það hversu gott er að búa
hér, sagði þeim frá sögu landsins, hversu
hreint vatnið væri og ómengað loft. Allt
fyrir ekkert, þeir töluðu bara um rigningu
í júlí og mér fannst ég vera stanslaust að
afsaka veðráttuna með tali um há lífsgæði
okkar. Ég er ansi hrædd um að veðrið
þennan dag muni hafa áhrif á landkynn-
inguna sem þetta ágæta fólk mun breiða
út.
Veður er hugarfar. Eins og ég sagði áð-
an horfði ég á strákinn minn spila fótbolta
um síðustu helgi í þvílíku óveðri að for-
eldrar máttu ekki sleppa litlu börnunum
úr kerrum af ótta við að þau fykju. Ekki
tóku litlu fótboltakapparnir eftir því. Son-
ur minn man ekki betur en veðrið hafi ver-
ið ágætt. Á sama tíma var dóttir mín stödd
í sólarlandi þar sem enginn vildi fara á
ströndina þennan dag því að hitinn var
bara 24 stig. Og hvort skemmti sér betur?
Blessað
veðrið
Eftir Tatjönu
Latinovic
tatjana@
simnet.is
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hvar er þessi staður, Sirkus? spurðierlendur ferðamaður undirritaðanýlega, en hann hafði lesið um þaðí túristablaði og fengið ábendingar
um það í flugvélinni á leiðinni til landsins að
Sirkus væri aðalstaðurinn í reykvísku skemmt-
ana- og menningarlífi þessa dagana.
Vonandi hefur ferðamanninum ekki brugðið
um of þegar hann fann staðinn, enda má segja
að byggingin sem hýsir Sirkus
sé eitt óhrjálegasta timb-
urkofaskriflið af mörgum
áþekkum kofaskriflum sem
bíða nú örlaga sinna samkvæmt nýjum skipu-
lags- og uppbyggingaráætlunum fyrir Lauga-
veg og nærliggjandi götur. Þar hefur sú
ákvörðun nefnilega verið tekin að hreinsa megi
hressilega til í gömlu timburhúsabyggðinni til
að greiða veg nýrra og aðgengilegra versl-
unarmannvirkja við breyttan og bættan
Laugaveg. Hvaða hús munu lifa og hvaða hús
fjúka, hvað kemur í staðinn og hvernig Lauga-
vegurinn mun yfirleitt líta út í kjölfar upp-
byggingarinnar er þó erfitt að spá fyrir um,
þar sem heimildir til niðurrifs margra húsanna
verða annars vegar undirseldar geðþótta eig-
enda og hins vegar huglægu mati á smekk-
legheitum bygginganna sem áætlað er að rísi í
staðinn.
Kofinn sem hýsir Sirkus er reyndar ekki við
Laugaveg heldur við Klapparstíg og hefur ver-
ið á barmi niðurrifs um alllangt skeið. Það er
allavega nokkuð langt síðan ég heyrði fyrst að
þetta lágreista timburhús ætti að víkja fyrir
nýbyggingu á lóðinni. Kannski var það mis-
skilningur en fyrir vikið hef ég alltaf upplifað
Sirkus með ákveðnum heimsendabrag. Stað-
urinn er við það að verða jafnaður við jörðu, en
heldur samt áfram að draga að fólk, sem kaffi-
hús og skemmtistaður. Aðdráttaraflið felst lík-
lega frekar í því að þar er spiluð góð tónlist og
að þar safnast saman skemmtilegt fólk en að
innréttingarnar séu sérlega aðlaðandi eða
rýmið þægilegt eða uppfullt af spennandi
lausnum. Þrengslin og tilheyrandi bjórn-
iðurhellingar verða reyndar svo mikil þegar
líður á kvöldin, að erfitt er að skilja hvernig
staðurinn heldur vinsældum, hvað þá að út-
lendingar séu farnir að leita hann uppi sem enn
einn vitnisburðinn um hið einstaka næturlíf
Reykjavíkurborgar.
En nú fer hver að verða síðastur til að rífa
kofaskriflið Sirkus, því staðurinn er á góðri leið
með að verða þekktur á alþjóðavísu, ekki ósvip-
að og Kaffibarinn um árið þegar poppstjarnan
Damon Albarn lagði nafn sitt við hann og kvik-
myndin 101 Reykjavík sýndi barinn sem ómót-
stæðilega blöndu bárujárns og blóðheitra
skemmtanafíkla. Sirkus er nefnilega áberandi
sögusvið í nýjasta tónlistarmyndbandi Bjarkar
Guðmundsdóttur við lagið „Triumph of a
Heart“ og er ekki ólíklegt að sú staðreynd hafi
eitthvað með óvæntan áhuga útlendinga á
staðnum að gera. Í þessu bráðskemmtilega
myndbandi má segja að Björk taki fyrir þá
ímynd sem Reykjavíkurborg hefur skapað sér
undanfarin ár sem heimsborg tísku, jað-
arrokktónlistar og óstöðvandi næturlífs. Í
myndbandinu er snúið upp á þessa ímynd í frá-
sögn af sveitastúlku sem skilur eiginmann sinn
(sem er köttur) eftir heima og heldur á vit æv-
intýranna í borginni, nánar tiltekið á Sirkus,
þar sem hún drekkur skarpt, týnir sér í trylltri
stemningunni og staulast heim á leið eftir að
hafa hrasað um götur miðborgarinnar hlæj-
andi og skríkjandi.
Það er áhugavert að sjá Björk taka þetta
efni fyrir, þar sem það var ekki síst í krafti
frægðar hennar sem Reykjavík fór að komast
á kortið sem sú heimsborg sem hún gefur sig
út fyrir að vera. Á sama tíma og Björk gerir
grín að öllu saman dregur hún upp ákveðna
mynd af borginni og borgarlífinu sem hún er
sjálf sprottin úr. Á Sirkus fer sögupersóna tón-
listarmyndbandsins til að hitta fólk, en raddir
þeirra mynda bakgrunninn í laginu sem hún
syngur og verða þannig hluti af sköpunarkrafti
sem hún sækir til. Borgin sem Björk kýs að
sýna heiminum í nýjasta myndbandinu sínu er
einmitt borg kofaskriflanna sem þrátt fyrir ryð
og fúa eru frjór jarðvegur fyrir lifandi menn-
ingarlíf og tónlistarsenu sem getur af sér
hverja rokkstjörnuna á fætur annarri. Það sem
skapar borginni sérstöðu eru ekki samræmdar
og jafnháar verslunarbyggingar með óslitinni
og sefjandi röð búðarglugga, heldur mislitur
miðbær með misháum byggingum og kofa-
skriflum sem öðlast hafa óvænta heimsfrægð.
Heimsfræg kofaskrifli
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
’Á sama tíma og Björk gerir grín að öllu saman dregurhún upp ákveðna mynd af borginni og borgarlífinu sem
hún er sjálf sprottin úr. ‘
Þeir sem eiga því láni að fagna að hafa fengið að kynnastömmum, fæddum í kringum síðustu aldamót og búsett-um í sveit, kannast eflaust við orðin í titli þessarar
greinar. Í því sem kræsingar voru bornar á borð, kleinur, flat-
brauð, jólakökur, sandkökur, tertur… muldruð orðin… „af-
sakið lítilræðið“.
[...] En það er þetta með „afsakið lítilræðið“ hjá formæðrum
okkar. Mér finnst eins og það sé að einhverju leyti að ganga
aftur á síðum tíkurinnar undanfarin misseri. Ég hef veitt því
athygli með lestri mínum á tíkinni nokkuð aftur í tímann að ný-
ir pennar tíkurinnar virðast vera fastir í frösum eins og „þar
sem ég er nýr penni á tíkinni“, „þar sem þetta er jómfrúarp-
istillinn minn á tíkinni“ eða „þegar ég var beðin um að skrifa
inn á tíkina“… Með öðrum orðum, ný útgáfa af… „afsakið lít-
ilræðið“, „ég er nýr penni og þar með líklegri til að gera mis-
tök“. Það eru engin mistök þarna á ferð. Engar stað-
reyndavillur eða lítilræði. Greinar þessara nýju penna eru
frábærar. Fullar af góðum og gildum skoðunum. Fullar af
þekkingu og innsýn í hin ýmsu málefni. Alls ekki kastað til
höndum og greinarnar alls ekki þess verðar að falla í „afsakið
lítilræðið“ flokkinn.
Stelpur… Við erum nýja aldamótakynslóðin. Gerum stoltið
að okkar aðalsmerki í stað hógværðar formæðra okkar. Verum
stoltar af því sem við erum að gera. Byrjum ekki okkar beittu
pistla á því að biðjast afsökunar á því að við séum að skrifa í
fyrsta skiptið. Skrifum eins og við höfum aldrei gert annað.
Með því móti verða skoðanir okkar trúverðugri og beittari og
líklegri til að ná til eyrna þeirra sem við viljum ná til.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
tíkin.isMorgunblaðið/RAXFossinum heilsað.
„Afsakið
lítilræðið“
I Í viðtali Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur viðbreska rithöfundinn Hanif Kureishi, sem
birtist í Morgunblaðinu 12. september 2003, á
hún eftirfarandi orðaskipti við höfundinn: Í
leit þinni að nýjum efniviði tókst þér m.a. að
koma auga á nýjar tilhneigingar á pólitískum
vettvangi, ofstækisfulla bókstafstrúarmenn,
eins og fram kemur í bók þinni Svarta albúmið
(The Black Album, 1995),
áður en aðrir komu auga á
þá þróun. Þetta gerist á tímum þar sem ann-
ars vegar er mikil umræða um fjölmenningu
þar sem skil á milli ólíkra heima virðast vera
að mást út, en einnig á tímum þar sem mjög al-
varlegir árekstrar verða á milli menningar-
heima. Í þessu er fólgin áhugaverð þversögn
svo það má velta því fyrir sér hvaða hug-
myndir þú gerir þér um það sem vísað er til
sem „annarleika“ [„otherness“] í bókmenntum
og tilheyrir því sem stendur utan við „normið“
í bresku samfélagi í dag? „Í raun er ekki hægt
að hugsa sér neitt viðfangsefni í skáldskap án
þess að eitthvað sé skilið undan – sem tilheyrir
þá því sem er annarlegt. Það sem er undan-
skilið kann að tengjast kynferði, eða trúar-
brögðum eins og þau birtast í samtímanum,
eða jafnvel þöggun þeirra sem ekki hafa fund-
ið röddum sínum hljómgrunn. Hið annarlega
getur í raun verið hvað sem er og ég hef mik-
inn áhuga á því sem gerist innan þessara
marka – hvað fólk er að aðhafast þar. Mér
finnst líka áhugavert hvernig annarleikanum
er lýst í meðförum okkar hinna og hvernig við
skilgreinum hann hverju sinni. Og í raun fjalla
allar bókmenntir um þetta svið, kannski vegna
þess að það sem er annarlegt er yfirleitt alltaf
það sem er forboðið. Og ef til vill ekki síður
vegna þess að sá hluti af manni sjálfum sem
ekki hefur verið viðurkenndur tilheyrir einnig
annarleikanum; kynhneigð manns, hatur og
árásarhneigð. Það má jafnvel finna samlíkingu
í því hvernig gyðingur ber ætíð versta hluta
nasistans með sér.“
Fjölbreytileikinn hefur því ekki verið þurrk-
aður út þótt heimar skarist?
„Nei. Þetta fyrirbrigði sem ég er að lýsa
verður alltaf til staðar. Í augnablikinu eru það
hryðjuverkamenn sem tilheyra svæði ann-
arleikans, einnig bókstafstrúarmennirnir og
þeir sem leita hælis sem flóttamenn. Við get-
um líka sagt að barnaníðingar séu á þessu
svæði, allt eftir því hvað er „í tísku“ hverju
sinni. Sem slíkur er annarleikinn því aug-
ljóslega mjög mikilvægt umfjöllunarefni.
En þótt við lítum á viðfangsefnið og það sem
skilið er undan og tilheyrir annarleikanum
sem andstæður, þá má ekki gleyma því að
þessir tveir þættir eiga einnig mikið sameig-
inlegt. Bandarísk bókstafstrú eins og sú sem
Bush boðar er í grundvallaratriðum nánast al-
veg eins og bókstafstrú múslíma. Það eru
mjög djúpstæðar samsvaranir á milli Bush og
Osama bin Laden hvað snertir málefni á borð
við kynhneigð og viðhorf til fjölskyldunnar. Að
sjálfsögðu eiga þeir það svo sammerkt að hata
alla sem eru frjálslyndir, það er varla til nokk-
ur bókstafstrúarmaður sem hatar frjálslyndi
jafnmikið og George Bush,“ segir Kureishi al-
varlegur í bragði.
II Stundum auðnast rithöfundum að hafainnsýn inn í samtíma sinn sem aðrir bera
ekki sama skynbragð á. Það á við um Kureishi
í þessu tilfelli. Í Lesbók í dag eru tvær greinar
sem fjalla hvor með sínum hætti um þann
vanda sem Kureishi tjáði sig um, þ.e.a.s.
hryðjuverkin í London í síðustu viku og tengsl
Bush við bókstafstrú.
Neðanmáls