Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005 P alahnuik er þekktastur fyrir skáldsöguna Fight Club (Slags- málaklúbburinn) sem samnefnd kvikmynd var byggð á. Sagan er sögð af ungum manni sem stríðir við svefnleysi (í myndinni leikinn af Edward Norton) og er þess utan almennt fremur ósáttur við sína innantómu tilveru, hannaða af IKEA. Þegar hann hittir Tyler Durden (Brad Pitt í myndinni) breytist líf hans hins vegar á dramatískan hátt, til dæmis springur íbúðin hans og hann flytur inn í tæplega vatnshelt hús í úthverfi og startar þar, í félagi við Tyler, svo- kölluðum „fight clubs“, eða „slagsmálaklúbb- um“, en þeir ganga út á að karlmenn fá að (end- ur)upplifa karlmennsku sína með endalausum slagsmálum og ásláttum á líkama hver annars og fá í leiðinni útrás fyrir ýmsar frústrasjónir. Slagsmálaklúbbarnir þróast síðan út í lauslega skipulögð skemmdarverk eða bara jafnvel hryðjuverk í anarkískum stíl. Sagan (og mynd- in) er því mjög áhugaverð úttekt á karl- mennsku og (breyttu) hlutverki hennar í nú- tímasamfélagi, hvort sem við viljum kenna það hlutverk við kreppu eða eitthvað annað. En þó karlmennskan sé í fókuspunkti hér þá hefur Fight Club víðari skírskotanir. Inn í sög- una blandast líka Marla Singer, stúlka sem sögumaður hittir í þeim fjölmörgu stuðnings- hópum sem hann stundar. Fjölmörgu og stuðn- ingshópum – nei, það er ekki vegna þess að hann sé veikur, eða vilji styðja einhvern, heldur er þetta árátta, að sitja fundi hinna dauðvona og örvæntingarfullu og þykjast vera einn af þeim. Þessi árátta sýnir þörfina fyrir að gefa lífinu einhverja merkingu – klisja að sjálfsögðu, en ein af þeim klisjum sem lifna í verkum Pal- ahnuik, enda sett í allýkt samhengi. Stjórnleysið eykst og sögumaður verður ringlaðri og ringlaðri, og í lokin kemur í ljós að hann og Tyler eru í raun einn og sami mað- urinn, að Tyler er persóna sem hann býr til, al- ter egó, sem gerir það sem sögumanninn lang- ar að gera en þorir ekki. Enn og aftur erum við sumsé komin að stöðu nútímamannsins í nú- tímasamfélagi, siðmenningu, sem er þrúgandi, enda fjöldaframleidd hönnun sænsku keðj- unnar IKEA. Klisja, vissulega, en klisja sem öðlast líf í geggjuðum skáldskap Palahnuiks. Tilbrigði við stef Í Fight Club birtast öll helstu einkenni sagna Palahniuks. Í fyrsta lagi fantasía, eins og hún er skilgreind sem undirstraumur eða hlið- arstraumur veruleikans, ekki eitthvað sem stendur utan hans, heldur eitthvað sem er órjúfanlegur hluti hans, alltaf dálítið ógnandi jafnframt því að vera nauðsynlegur þáttur í til- verunni. Annað einkenni er „sensationalismi“, ýktir æsilegir eða tilfinningahlaðnir atburðir með greinilegum undirtónum þess sem á ensku er kallað „exploitation“ en íslenskan á enga lýs- ingu á, en segja má að sá stíll einkennist af því að eitthvað sé fært sér í nyt, gerður sér matur úr, á þann hátt að jaðrar við siðleysi. Mark- miðið er að ganga fram af lesandanum. Slíkt tengist náið æsingaskrifum hverskyns, og get- ur verið ægilega skemmtilegt fyrirbæri þegar vel er á haldið. Þetta er auðvitað sá þáttur sem verkin eru þekktust fyrir. Í þriðja lagi fylgir verkum Palahnuik alltaf hressileg samfélagsúttekt, snörp, ógnandi, jafnvel árásargjörn og ævinlega blönduð gálga- húmor af svartasta tagi. Og síðast en ekki síst, ákveðinn hráleiki, ákveðin óbilgirni, sem fylgir þessari blöndu og er í grundvallaratriðum áhættusöm, enda er óhætt að segja að skáld- verk höfundar séu allmisjöfn að gæðum og mis- vel heppnuð. Að mínu mati er þetta eitt af því sem gerir hann sérlega áhugaverðan höfund, ekki síst fyrir það að hér er á ferðinni mjög áhugaverð tegund af skáldskap sem kenna mætti við „kitsch“. Það er einhver skemmti- legur naífur undirtónn í öllu þessu svartagalls- sulli skíthæla, kynsukki og undirmálsfólks, mitt í allri hæðninni er einhver fallegur heið- arleiki, eða einlægni – þó sú einlægni sé vissu- lega ávallt meðvituð. Þessi tilfinning fyrir tóntegund kitsins styrk- ist mjög við lestur á „ferðabók“ Palahniuks, Fugitives and Refugies (Strokumenn og flótta- menn), en þar lýsir hann borginni sem hann bjó lengst af í, Portland, Oregon. Ef marka má bókina þá er í þessari borg að finna alla þá und- arlegu og dásamlegu afkima kitsins og skrýti- mennskunnar sem gera Bandaríkin að lifandi landi. Arkitekt sem hefur hannað sjálfhreins- andi hús, flóðhestasafn og reimleikar af öllu tagi – öll þessi gleði féll þó í skuggann af jóla- sveinamótinu og innrásinni í verslunarmiðstöð- ina. Það er ómögulegt að endursegja lýsingar Palahniuk og það góða við bókina er að eftir að hafa lesið hana þarftu ekkert að fara til þess- arar undarlegu borgar, hún er öll þarna í bók- inni. Þessi ferðahandbók er ákaflega gott dæmi um sýn Palahniuk á tilveruna og ómissandi lesning – eftir að hafa kynnt sér skáldverkin. Ég get ómögulega mælt með því að fólk byrji á þessari bók. Undir blæjunni Ég mæli hinsvegar með því að lesendur kynni sér fyrstu skáldsögu höfundar, Invisible Monsters (Ósýnileg skrýmsli), hið fyrsta, en hún kom reyndar ekki út fyrr en í kjölfar vin- sælda Fight Club – handritinu var hafnað í fyrstu. Hér mætti fara út í vangaveltur um ólíkan æsiskrifa þröskuld útgefanda þegar kemur að kynjunum, en ég ætla að sleppa því, þó ekki nema væri vegna þess að mér finnst Palahniuk vera einn af fáum rithöfundum sem tekst að skera sig þvert á allar kynjalínur og skapa verk sem, þrátt fyrir að anga af karl- mennskupælingum líkt og Fight Club, falla ekki í þá gryfju að verða strákabækur, heldur tala jafnt til allra kynja. Á sama hátt er In- visible Monsters ekki stelpubók þó hún fjalli um konu og um kvenleika. Sagan segir frá fyrr- um ofurmódeli sem vinnur nú fyrir sér sem fylgdarkona prímadonnu nokkurrar sem kallar sig prinsessu. Ástæðan fyrir því að hún er fyrr- um ofurmódel er sú að hún hefur engan neðri- kjálka, en kjálkinn var skotinn af henni í furðu- slysi – eða árás. Þó eitthvað hafi verið lappað upp á neðri hluta andlitsins er konan enn nokk- uð lemstruð og gengur því ávallt með blæju – sem þó nær aldrei að fela afskræminguna fylli- lega og því umgengst fólk hana af varúð og vandræðagangi. Nema prinsessan. Smátt og smátt fáum við sögu konunnar sem gengur allt í haginn vegna fegurðar sinnar, en jafnframt lesum við um bróður hennar sem er hommi, fordæmdur af foreldrunum, og virðist á allan hátt hafa farið mun ver út úr lífinu. Sagan er snörp og hressileg úttekt á fegurðariðnaðinum, að hætti höfundar, bráðfyndin og andstyggileg og dásamlega kitsch, ekki síst hvað varðar prinsessuna en fljótlega verður ljóst að hún er að öllu leyti tilbúin, byggð frá grunni, eftir kyn- skipti. Já, dísin er upphaflega karlmaður, sem líkt og í einni sögunni í Haunted er ekki raun- veruleg kona heldur kona hönnuð af karlmanni, ómögulega fullkomin kona. Þetta þema sjúks samfélags gengur svo aft- ur í skáldsögunum Survivor (Sá sem lifði af), Choke (Köfnun) og Diary (Dagbók), en þar er fjallað um sértrúarsöfnuð, kynlífsfíkn og lista- heiminn. Survivor er saga eina eftirlifandi með- lims sértrúarsöfnuðar sem framdi hópsjálfs- morð og sem slíkur verður hann frægur og háður frægðinni. Í Choke er umræðunni um Sagnaþulur samtímans og ban Haunted (Draugagangur), nýjasta skáldsaga Chuck Palahniuk, segir frá hópi fólks sem lok- ar sig inni í húsi til að skrifa meistaraverkin sem þau hefur alltaf dreymt um að skrifa. Ef lesandi hefur lesið önnur verk höfundar er það gefið mál að fyrir utan draugagang mun mat- arskortur fljótlega gera vart við sig með til- heyrandi mannáti – en hvað annað og meira gæti hann gert úr þessu viðfangsefni? Höf- undur sem hefur fjallað um neðrikjálkalaust ofurmódel, slagsmálaklúbba, kynlífsfíkla og banvænar vögguvísur: hvað getur hann boðið okkur upp á að þessu sinni? Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@ centrum.is ’… með Palahniuk telég mig hafa fundið höf- und sem sannar að hið póstmóderníska boð (orð) hafi nú holdgervst í rithöfundi sem getur jafnt flokkast sem af- þreying eða hámenning – eða hvorugt.‘ Reuters Chuck Palahniuk Verkum hans fylgir alltaf „hressileg samfélagsúttekt, snörp og ógnandi, jafnvel árásargjörn“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 16. júlí (16.07.2005)
https://timarit.is/issue/260595

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. júlí (16.07.2005)

Aðgerðir: