Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005
B
ush forseti getur þakkað
kirkjuræknum Bandaríkja-
mönnum sigur sinn í síðustu
kosningum.
Þetta kemur fram í um-
fjöllun nýlegrar skýrslu,
„Pew Research Center“, um könnun „Nat-
ional Election Pool“ og þá niðurstöðu hennar
að um tveir af hverjum þremur sem kusu í
síðustu kosningum og ganga til kirkju viku-
lega eða oftar greiddu Bush atkvæði sitt, á
meðan sama hlutfall þeirra sem kusu og
aldrei sækja trúarsamkomur greiddu John
Kerry, andstæðingi hans og fulltrúa demó-
krataflokksins, atkvæði sitt.1
Sérstaka athygli vekur
að svipað hlutfall, eða um
tæpur sjöttungur Banda-
ríkjamanna á kjörskrá,
telst til hvors hóps fyrir
sig, sem bendir til að stuðningsmenn Bush
hafi verið duglegri við að sækja kjörstaði.
Í viðtali við bandarísku ríkissjónvarpsstöð-
ina PBS (29. apríl 2004) sagði Richard Land,
vinur Bush og stjórnandi evangelísku sam-
takanna „Southern Baptist Convention“, að
engin ríkisstjórn fyrr né síðar hefði átt í jafn
náinni samvinnu við samtökin og einmitt
stjórn Bush forseta.2
Land sagði þetta mikinn mun frá því sem
var í stjórnartíð Clintons þegar símtölum frá
samtökunum var jafnvel ekki svarað af
starfsmönnum Hvíta hússins, öfugt við
starfsmenn Bush sem hringdu jafnvel af
fyrra bragði til að athuga hvað samtökunum
fyndist um stefnumál forsetans.
Samkvæmt Land, var þegar viðtalið fór
fram, áætlað að allt að fjörutíu prósentum
atkvæða repúblikanaflokksins kæmu frá ev-
angelískum kjósendum, ásamt því sem að
vinsældir Bush meðal baptista í suðurríkjum
Bandaríkjanna hefðu aukist frá því sem þær
voru í kosningunum 2000.
Bush telur sig hafa haft
stuðning Guðs
Land segir að ekkert mál nema ef til vill
fóstureyðingar hefði á liðnum áratugum
þjappað evangelískum Bandaríkjamönnum
jafnvel saman og hjónabönd samkyn-
hneigðra. Hann sagði einnig að til stæði að
virkja „hermenn“ Guðs í um fjörutíu þúsund
baptistakirkjum í suðurríkjunum í stuðningi
við stjórnarskrárbreytingu sem ætlað væri
að binda í lög að hjónaband yrði samkvæmt
skilgreiningu að vera á milli karls og konu.
Land viðurkenndi að mikil gjá hefði
myndast í bandarískum stjórnmálum, en
sagði jafnframt að póstmódernísk heims-
mynd, þar sem engin algild hugmyndafræði
er ráðandi, væri einkennandi fyrir pólitíska
andstæðinga forsetans.
Þá taldi Land að áhersla Bush á trúmál í
ræðum sínum væri framhald á langri hefð,
og að breytta afstöðu til sambands krist-
innar trúar og stjórnmála megi einkum finna
meðal „kjaftastétta“ landsins. Hann minnti
svo á orð Bush frá árinu 1999 um að hann
tryði því að Guð vildi að hann yrði forseti og
að hann hafi gert sér grein fyrir þeirri per-
sónulegu fórn sem fylgdi embættinu.
Hvað varðar trúarafstöðu Bush þá má
segja til einföldunar að hún heyri undir ev-
angelísku kirkjuna vestra, sem leggur mikla
áherslu á að breiða út boðskap Krists með
trúboði, ásamt því að boða að biblían sé
óskeikul.
Það skal tekið fram áður en lengra er
haldið að skiptar skoðanir eru innan evang-
elísku kirkjunnar í Bandaríkjunum um ýmis
deilumál á borð við réttindi samkynhneigðra
og afstöðu til réttmætis þróunarkenningar
Darwins. Mismunandi áherslur má einnig
finna innan baptistasöfnuða vestra, enda
teljast til þeirra á fjórða tug milljóna Banda-
ríkjamanna á ólíkum menningarsvæðum. Því
ber að varast að líta á heittrúaða kristna
Bandaríkjamenn sem eina samstæða heild,
þótt íhaldssöm sjónarmið í ýmsum málum
kunni að sameina meginþorra þeirra.
Því verður hins vegar ekki á móti mælt að
raddir bókstafstrúaðra kristinna íhalds-
manna, sem taka biblíuna bókstaflega um
leið og þeir fordæma það sem þeir telja
glundroðakennda og jafnframt guðlausa
heimsmynd frjálslyndra, hafa í stjórnartíð
Bush verið hvað háværastar, sem bæði má
rekja til greiðs aðgangs leiðtoga þeirra að
stjórn forsetans og svo útbreiðslu þeirra um
víða veröld með aðstoð Netsins og ljós-
vakamiðla.
Bókstafstrúarmönnum vex ásmegin
í andstöðu við skynsemishyggju
Vegna afskipta kristinna bókstafstrúar-
manna af vísindarannsóknum vestra hefur
hugtakið „vísindalegur McCarthyismi“ öðlast
gjaldgengi í pólitískri umræðu, og er þá átt
við hvernig pólitísk afskipti þessa hóps hafa
spillt fyrir framgangi vísindarannsókna í
Bandaríkjunum.
Fyrir utan að varpa ljósi á óvenjumikil
áhrif þessa hóps á afstöðu stjórnar Bush til
vísindarannsókna, rekur fjórði kafli bókar
Kaplan, Weird Science, hvernig ritskoðun
yfirvalda hefur dregið úr frelsi vísindamanna
sem starfa að rannsóknum sem ekki falla að
heimsmynd bókstafstrúarmanna. Áður en
nánar verður vikið að þessari ritskoðun er
ekki úr vegi að draga saman umfjöllun Kapl-
an um guðfræðinginn Karen Armstrong og
bók hennar The Battle for God.
Armstrong segir einnig að bókstafs-
trúarmönnum um víða veröld hafi vaxið ás-
megin í andstöðu sinni gegn nútímavæðingu
og vísindalegri rökhyggju og að „vegna þess
að vísindi og skynsemishyggja nutu almenn-
ar viðurkenningar í lok nítjándu aldar urðu
trúarbrögð einnig að vera grundvölluð á rök-
hyggju ef þau áttu að vera tekin alvarlega“.3
Kaplan segir að á þessu tímabili hafi
kristnir bókstafstrúarmenn innan mótmæl-
endakirkjunnar í Bandaríkjunum byrjað að
halda á lofti þeirri túlkun að biblían væri
bókstaflega rétt, um líkt leyti og þeir tóku
að ráðast að grundvelli þróunarkenningar
Darwins. Það er ef til vill vitnisburður um
árangurinn af þessu starfi að samkvæmt
Kaplan gáfu niðurstöður Pew-könnunar árið
2004 til kynna að fjörutíu prósent Banda-
ríkjamanna telji að biblían sé orð Guðs og
því bókstaflega rétt.4
Kaplan segir einnig að fyrir um ald-
arfjórðungi, þegar áhrif kristinna hægri-
manna tóku að aukast í bandarískum stjórn-
málum, hafi kristnir bókstafstrúarmenn
byrjað að setja á fót vísindastofnanir sem
hafi síðan beitt óvísindalegum aðferðum til
að setja fram niðurstöður sem falla að
heimsmynd þeirra.
Sköpunarsinnar segja Miklagljúfur
hafa orðið til í syndaflóðinu
Í upphafi kaflans fjallar Kaplan um svokall-
aða sköpunarsinna, sem meðal annars telja
að sköpunarsaga biblíunnar sé réttari og
betri leiðarvísir að aldursgreiningu jarð-
arinnar en hefðbundnar vísindaniðurstöður.5
Þannig hefst kaflinn á umfjöllun um rit-
gerðasafnið Grand Canyon: A Different
View, þar sem því er haldið fram að Mikla-
gljúfur sé aðeins um nokkurra þúsunda ára
gamalt. En sú athugun gengur að sögn
Kaplan í berhögg við þá almennu kenningu
jarðfræðinga að gljúfrið sé að minnsta kosti
sex milljón ára gamalt.
Í staðinn telja sköpunarsinnar að gljúfrið
hafi orðið til í „stórkostlegum hamförum“ og
eiga þá við syndaflóðið þegar, samkvæmt
sjöunda kafla fyrstu Mósebókar, „Drottinn
ákvað í iðrun sinni yfir að hafa skapað
manninn að afmá af yfirborði jarðarinnar
mennina, fénaðinn, skrúðkvikindi og fugla
loftsins – að frátöldum Nóa hinum réttláta,
fólki hans, sjö og sjö af hreinum dýrum,
karldýr og kvendýr, en af þeim dýrum, sem
ekki voru hrein, tvö og tvö, karldýr og kven-
dýr, að viðbættum fuglum loftsins sjö og sjö,
karlkyns og kvenkyns; til að viðhalda lífs-
stofni á allri jörðinni“.
Kaplan segir að gljúfrið hafi því löngum
verið áhugamál sköpunarsinna, sem hafi í
um aldarfjórðung skipulagt „rannsókn-
arferðir“ í gljúfrið.
Hún telur því athyglisvert að samtökin
„Public Employees for Environmental
Responsibility“ (PEER) hafi fundið út að af
26 vörum sem bókaverslun í þjóðgarði
Miklagljúfurs var boðið að taka til sölu hafi
aðeins ofangreint ritgerðasafn verið sam-
þykkt af innkaupastjórum hennar.
Hvíta húsið stendur með
sköpunarsinnum
Jarðfræðingar voru ekki hrifnir af ákvörðun
innkaupastjóranna og mótmæltu sjö helstu
samtök jarðfræðinga í Bandaríkjunum efni
bókarinnar. Forseti alþjóðlegu samtakanna
„Answers in Genesis“ var á öndverðum
meiði og hvatti 17.000 félagsmenn sína til að
senda starfsmönnum verslunarinnar tölvu-
póst til að lýsa yfir stuðningi við efni bók-
arinnar. Umrædd samtök eru að sögn Kapl-
an tengd stofnuninni „Institute for Creation
Research“, sem hún segir að haldi námskeið
í sköpunarfræðum ásamt því að hafa staðið
fyrir útgáfu hins umdeilda ritgerðasafns.
Bókstafstrúarmenn höfðu á endanum bet-
ur í þessari deilu eftir að hafa sent Gale
Norton, innanríkisráðherra Bandaríkjanna í
stjórnartíð Bush, bréf þar sem lögsókn var
hótað ef bókin yrði tekin úr hillum versl-
unarinnar. Bókaverslun Miklagljúfurs end-
urpantaði því ritgerðasafnið ásamt því að
flokka það undir „náttúruvísindi“ á vefsíðu
sinni.
Starfsmenn heilbrigðisstofnunar
varaðir við eftirliti stjórnvalda
Síðar í kaflanum fjallar Kaplan um hvernig
fulltrúar stjórnvalda hafa haft vísindamenn í
heilbrigðisgeiranum undir óvenjumiklu eft-
irliti og hvernig kristnir hægrimenn hafa
blandað sér í styrkveitingar til vísindarann-
sókna.
Þannig segir hún að snemma árs 2003 hafi
starfsfólk stofnunarinnar „National In-
stitutes of Health“ (NIH) veitt því athygli að
starfsmenn repúblikanaflokksins við banda-
ríska þingið vörðu miklum tíma í leit að skil-
greiningum á borð við „sex worker“, „gay
worker“ og „anal sex“ á gagnagrunninum
CRISP, sem inniheldur skrá yfir lækn-
isrannsóknir, í því skyni að finna út hvort
rannsóknir á þessum sviðum viðurkenndu
samkynhneigð og vændi.
Þetta átti eftir að vinda upp á sig og
nokkru síðar voru starfsmenn NIH varaðir
við að nota þessar skilgreiningar í umsókn-
um til að spilla ekki fyrir möguleikum þeirra
á að hljóta rannsóknarstyrki. Kaplan vitnar
svo í viðtal við starfsmann NIH, sem vildi
ekki láta nafns síns getið, um að kollegi hans
hafi umorðað inngangskafla í rannsókn-
aráætlun vegna ótta við ritskoðun yfirvalda.
Þetta var viðmælanda hennar sérstakt
áhyggjuefni þar sem hann hafði lesið yfir
markmið inngangskaflans vegna breyttrar
hugtakanotkunar og fyrir vikið hefði áætl-
unin endað uppi hjá starfsbróður sem var
ekki sérfræðingur á þessu sviði.
Kaplan lýsir því svo hvernig fleiri starfs-
mönnum NIH hafi í október 2003 tekið að
berast alvarlegar viðvaranir símleiðis um að
þeir væru á sérstökum lista yfirvalda og að
Í nafni trúarinnar
Náin samvinna George W. Bush Bandaríkja-
forseta við samtök kristinna bókstafstrúar-
manna hefur einkennt stjórnartíð hans.
Þessari grein er ætlað að bregða birtu á
þessa samvinnu, með sérstakri áherslu á
bók blaðakonunnar Esther Kaplan, With
God On Their Side: How Christian Funda-
mentalists Trampled Science, Policy, and
Democracy in George W. Bush’s White
House, sem, eins og titillinn gefur til kynna,
fjallar um hvernig kristnir bókstafs-
trúarmenn hafa haft óvenjumikil áhrif í
Hvíta húsinu í stjórnartíð Bush forseta.
’Þá má geta þess að fyrr í kaflanum minnir
Kaplan á að 18. febrúar
2004 hafi sextíu þekktir
vísindamenn, þar af um
tuttugu Nóbelsverð-
launahafar, undirritað
mótmælaskjal gegn af-
skiptum stjórnar Bush af
vísindarannsóknum.‘
Bókarkápan Verk Esther Kaplans hefur vakið mikla umræðu í Bandaríkjunum, en hún leiðir að því
líkur að kristnir bókstafstrúarmenn hafi haft mikil áhrif í Hvíta húsinu í tíð Bush forseta.
Eftir Baldur
Arnarson
baldurarnar-
son@gmail.com