Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005
Það er ekkert nýtt að þeir leikarar semteljast kvikmyndastjörnur eigi sér til-veru í huga fólks sem nær út fyrir kvik-myndirnar sem þeir leika í. Fylgist fólk
á annað borð með fjölmiðlum er næstum óhjá-
kvæmlegt annað en að vita talsvert um persónur
og einkalíf þeirra sem skína skærast hverju
sinni. Auk þess gera margir sér far um að fylgj-
ast vel með því sem gerist í lífi
þessa fólks, eða því sem þetta
fólk kýs að kynna sem líf sitt,
enda er oft hægt að hafa af því
ágætis skemmtun og stundum
ekki síðri en þá sem fæst af sjálfum verkum
þeirra. Ennfremur getur sú mynd sem dregin er
upp af einkalífi fræga fólksins, og þær áherslur
sem þar koma fram, sagt okkur talsvert um tíð-
arandann og hefur það sýnt sig nú í sumar sem
sjaldan fyrr.
Eins og endranær berjast nokkrar stórmyndir
um hylli fjöldans og í takt við stigvaxandi ákefð í
markaðssetningu allra hluta hafa auglýsingar,
beinar og óbeinar, á þessum myndum vart farið
fram hjá neinum. Í því máli öllu saman hefur
komið á daginn að almenningur er ekki eins vit-
laus og stundum er gert ráð fyrir, enda hafa
margir talið sig sjá í gegnum hluta af umtalinu
og látunum í kringum sumarmyndirnar 2005.
Sagt er að fréttir af einkalífi leikaranna (sem um
þessar mundir er, á slúðurmælikvarða, mjög
krassandi) séu auglýsingabrelllur með það að
markmiði að draga athyglina að myndinni og þar
af leiðandi sem flesta í bíó.
Í þessari fléttu eru þrjár stórmyndir í aðal-
hlutverki, Mr. & Mrs. Smith, Batman Begins og
War of the Worlds. Skömmu fyrir frumsýningar
myndanna þriggja gerðu aðalleikarar þeirra
breytingar á einkahögum sínum, breytingar sem
víst var að almenningur hefði mikinn áhuga á,
eins og raun bar svo sannarlega vitni. Brad Pitt,
sem er ásamt Angelinu Jolie í titilhlutverki í Mr.
& Mrs. Smith, skildi við eiginkonu sína, Jennifer
Aniston, og er nú talinn eiga í sambandi við Ang-
elinu. Tom Cruise, sem er í aðalhlutverki í War
of the Worlds, tók saman við Katie Holmes, sem
leikur í Batman Begins, og bað hennar, hér um
bil opinberlega, eftir nokkurra vikna samband.
Ekki þarf að vera mjög samsæriskenningasinn-
aður til að velta fyrir sér tengslum baráttu sum-
armyndanna um áhorfendur og opinberri tján-
ingu á tilfinningum og staðreyndum um
einkahagi, af hálfu fólks sem reynir yfirleitt að
halda einkamálum sínum út af fyrir sig. Að allt
þetta skuli gerast á svo skömmum tíma, á meðan
myndirnar eru enn í bíó, gerir lítið til að draga
úr tortryggninni.
Það er síðan áhugavert að skoða áherslurnar
sem koma fram í sögum þessa fólks og hvað þær
segja okkur um tíðarandann og samfélagið sem
þær spretta upp úr. Önnur ástarsagan snýst um
fyrirmyndarhjónaband Brads og Jennifer, en þar
hafði góða og dálítið óörugga stúlkan náð að
heilla aðaltöffarann með sjarma sínum og húmor.
Til sögunnar kemur tálkvendið Angelina, sem
þykir bera af öðrum konum í kynþokka auk þess
sem hún er talin óútreiknanleg og hættuleg, og
stelur Brad frá Jennifer sem situr eftir í molum.
Skýring Brads á því sem gerðist er sú að Jen
hafi ekki viljað eignast börn – ekki strax að
minnsta kosti. Hún vildi einbeita sér að fram-
anum. Hvort sem það er satt eða ekki skiptir
ekki máli, sú staðreynd að þessi málsvörn skuli
vera talin geta höfðað til almennings í því skyni
að Brad fái samúð segir sína sögu um hvert
æskilegt hlutverk giftra kvenna er enn talið vera
í vestrænu nútímasamfélagi.
Svo eru það Tom og Katie. Sem barn var hún
með plakat af honum uppi á vegg og dreymdi um
að giftast honum þegar hún yrði stór. Drauma-
prinsinn segist vilja sjá til þess að vonir litlu
stúlkunnar rætist. Tom er fráskilinn tveggja
barna faðir, en Katie hefur aldrei verið gift og
segist vera hrein mey, 26 ára gömul konan.
Hvort sem það er satt eða ekki skiptir ekki máli,
en það að hún skuli telja sér til framdráttar að
halda þessu fram og höfða þannig til almennings
sem dyggðug og „betri“ manneskja segir sína
sögu um hvert æskilegt hlutverk ógiftra kvenna
er enn talið vera í vestrænu nútímasamfélagi.
Tálkvendið og jómfrúin
’Ennfremur getur sú mynd sem dregin er upp af einkalífifræga fólksins, og þær áherslur sem þar koma fram, sagt
okkur talsvert um tíðarandann og hefur það sýnt sig nú í
sumar sem sjaldan fyrr. ‘Sjónarhorn
Eftir Birnu Önnu
Björnsdóttur
bab@mbl.is
L
eikstjórinn George R. Romero hef-
ur fallið milli stafs og hurðar í
bandarískri kvikmyndamenningu.
Að sumu leyti tengist það því að
hann hefur ekki verið ýkja afkasta-
mikill upp á síðkastið. Vafalaust
tengist það líka því að hann hefur aðallega starfað
á vettvangi hryllingsmynda en frægðarsól leik-
stjóra sem sérhæfa sig á sviðinu virðist setjast
einkar hratt. Hver man eftir Tobe
Hooper? Michael Cunningham?
Stuart Gordon? Dario Argento?
Romero?
Þó er full ástæða til að gaum-
gæfa höfundarferil Romeros nánar. Lengi vel vann
hann með smánarlegar fjárhæðir en gerði engu að
síður eftirminnilegar myndir, og er þar helst að
nefna The Crazies (Brjálæðingarnir) sem ólíkt
mörgum hraðsoðnum hryllingsmyndum áttunda
áratugarins lifir einkar góðu eftirlífi og á ekki síður
erindi í dag en þegar hún var gerð. Það var þó með
zombíu-mynd sinni Night of the Living Dead (Nótt
hinna lifandi dauðu) sem Romero fyrst vakti al-
menna athygli, en myndin var gerð á ofanverðum
sjöunda áratugnum og er minnisvarði um hvað á
þeim tíma var að gerast utan stúdíó-kerfisins í
Hollywood. Mynd þessi er undantekningalaust
flokkuð sem ein mikilvægasta hryllingsmynd sem
gerð hefur verið, og engin ástæða er til að draga
slíka dóma í efa. Romero hefur hins vegar alltof
sjaldan hlotið þá athygli sem hann verðskuldar
sem stílisti, en Night er tekin upp í svart-hvítu og
notkun Romeros á skuggum og lýsingu gegnir
nánast jafn mikilvægu hlutverki og uppvakning-
arnir sjálfir. Þarna gerði Romero mynd sem í engu
fylgdi fyrirframgefnum hugmyndum eða frásagn-
arformgerðum; hún var harðneskjuleg og óvægin
og dró þjóðfélagsmál samtímans, eins og rétt-
indabaráttu blökkumanna, inn í hryllinginn. Að
mörgu leyti er Night of the Living Dead fyrsta nú-
tímalega hryllingsmyndin og getur enn þjónað sem
mælistika á afrek innan tegundarinnar.
Romero hefur aldrei verið afkastamikill leik-
stjóri og nokkur ár liðu áður en hann gerði fram-
haldsmynd (og var þó fjárhagsleg velgengni fyrstu
myndarinnar væntanlega góð og gild ástæða til að
drífa strax í framhaldi). Þar var á ferðinni Dawn of
the Dead (Dögun hinna dauðu). Í millitíðinni hafði
leiðir skilið milli Romeros og helsta samstarfs-
manns hans við gerð fyrstu myndarinnar, Johns
Russos, en sagan segir að í lagaflækjunum sem
fylgdu samstarfsslitunum hafi þeim síðarnefnda
verið úthlutað orðinu „living“ úr titli myndarinnar
og þannig beri að útskýra styttri titil framhalds-
myndarinnar (það sem styður kenninguna er að
nokkru síðar stóð Russo fyrir eigin zombíuseríu,
sem hófst með Return of the Living Dead (End-
urkoma hinna lifandi dauðu), en þar er orðið verð-
mæta, hið meinta bitbein, notað). Hvað sem því svo
sem líður þá naut framhaldsmyndin mikilla vin-
sælda og föðrunarhæfileikar Toms Savinis þykja
sjaldan hafa notið sín betur. Dawn átti sér stað að
mestu inni í verslunarmiðstöð (en þangað halda
hinir dauðu, eflaust með óljósar minningar um góð-
ar stundir) og þótti þjóðfélagsgagnrýni Romeros
einkar kaldhæðin í þessu tilviki. Þriðja myndin
kom út tæpum áratug síðar, eða árið 1985. Day of
the Dead (Dagur hinna dauðu) lýsir veröld þar sem
manneskjur eru fámenn andspyrna gegn uppvakn-
ingunum sem tekið hafa yfir heiminn. Myndin
gekk illa þegar hún var frumsýnd, og kenndu
margir þunglamalegri frásögninni um (en hún á
sér að mestu stað neðanjarðar) en skoðanir hafa þó
breyst með tímanum og í nýlegum skrifum um
myndina er óvæginni svartsýni Romeros hrósað.
Nýlega var fjórða myndin í röðinni frumsýnd,
sléttum tuttugu árum á eftir þeirri þriðju, en hún
nefnist Land of the Dead (Land hinna dauðu) og
heldur frásögninni áfram í rökréttu framhaldi af
þriðju myndinni. Heimurinn er á valdi hinna
dauðu. Zombíur ráfa um borgi og bæi og nærast á
strjálum og óheppnum vegfarendum samhliða því
sem þær stara út í loftið í búddískri hugleiðslu.
Eftirlifendur eru samt nokkrir og hafa flestir safn-
ast saman í vernduðum borgarsamfélögum þar
sem daglegt líf heldur áfram þó að í nokkuð frum-
stæðri mynd sé. Ákveðnir hópar hafa það hlutverk
að halda út fyrir „borgarmörkin“ í leit að birgðum
(mat, fötum, áfengi) og söguhetjur myndarinnar
tilheyra einmitt slíkri framvarðarsveit.
Zombíu-myndir hafa reyndar notið vinsælda
undanfarið í fyrsta skipti í langan tíma (utan við
Ítalíu, þar sem ég held þær hafi aldrei dottið úr
tísku) og eru þar í fararbroddi myndir á borð við 28
Days Later (28 dögum síðar), Dawn of the Dead
(endurgerð á Romero-myndinni sem varð mjög
vinsæl) og breska gamanmyndin Shaun of the
Dead (Shaun hinna dauðu) sem sló í gegn á síðasta
ári. Ef til vill tengist sú staðreynd að Romero gerir
nú nýja mynd þessari upprisu zombíu-mynda
(kannski var fjármögnun auðveldari). Hver svo
sem ástæðan er ber hins vegar að fagna end-
urkomu Romeros á hvíta tjaldið, og nýja myndin
veldur ekki vonbrigðum. Póst-húmanískur heim-
urinn sem Romero skapar er afar vel útfærður, og
undraverður miðað við fjárkost, og hann forðast
ýmsar vel þekktar klisjur um leið og hann um-
faðmar aðrar, en breytir um leið. Samfélagskrítík-
in er á sínum vanalega stað en veldur þó aldrei erf-
iðleikum í frásögninni, og kímnin er sömuleiðis
áberandi. Sýn Romeros á viðfangsefni sín hefur
aldrei verið einfeldnisleg en hann hefur heldur
aldrei hafnað þeim kennileitum og formerkjum
sem einkenna tegundina sem hann vinnur innan.
Hans nýjasta mynd sýnir og sannar að Romero
hefur verið fjarverandi alltof lengi, mörgum okkar
til sárra vonbrigða, og vonandi markar mynd þessi
ekki endalok seríunnar heldur nýtt upphaf fyrir
leikstjórann.
Romero rís frá dauðum
Skapari nútímahrollvekjunnar, einn af sjálfum
meisturum hrollsins, George R. Romero, hefur
snúið aftur með, að margir telja, eina af sínum
allra bestu myndum Land of the Dead (Land
hinna dauðu).
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@
wisc.edu
Land of the Dead Nýjasta mynd bandaríska hrollvekjumeistarans George R. Romero veldur ekki vonbrigðum.
Dómari í Detroit í Bandaríkj-unum vísaði á dögunum frá
kæru James Nichols gegn kvik-
myndagerð-
armanninum
Michael Moore.
Nichols stefndi
Moore vegna
hluta úr mynd
þess síðarnefnda,
Bowling For Col-
umbine, þar sem
fjallað er um mál
Timothy
McVeigh og
Terry og James Nichols vegna
sprengingar í Oklahoma árið 1995
sem varð 168 manns að bana.
Nichols, sem á sínum tíma var
sýknaður um aðild að málinu vegna
skorts á sönnunargögnum, segir
Moore hafa í
myndinni ýjað að
sekt sinni í mál-
inu og valdið
honum andlegum skaða með því.
Fór hann fram á tæpan 1,3 milljarð
íslenskra króna í skaðabætur.
Úrskurðaði dómari að Moore
hefði greint satt og rétt frá máls-
atvikum og vísaði því ákærunni frá.
Í Bowling For Columbine deilir
Moore á byssueign Bandaríkja-
manna.
Leikarinn Djimon Hounsou full-yrti á dögunum að í bígerð
væri framhaldsmynd um Skylm-
ingaþrælinn
(Gladiator) sem
gerð var árið
2000.
Hounsou fór í
myndinni með
hlutverk þræls-
ins Juba sem
barðist við hlið
aðalpersón-
unnar, Max-
imusar, í hring-
leikahúsinu Colosseum í Róm.
Hounsou sagðist búast við að vera í
einu burðarhlutverkanna að þessu
sinni.
Hann sagði undirbúning mynd-
arinnar vera hafinn og að nú væri
verið að setja saman handrit.
Það hlýtur að teljast heldur
sjaldgæft að gerð sé framhalds-
mynd þegar aðalsöguhetjurnar
deyja í þeirri fyrri en skylm-
ingaþrællinn Maximus (Russel
Crowe) og keisarinn illi Commodus
(Joaquin Phoenix) dóu báðir drottni
sínum í lok Skylmingaþrælsins.
Skylmingaþrællinn fékk á sínum
tíma fimm Óskarsverðlaun, meðal
annars fékk Russel Crowe verðlaun
fyrir bestan leik karls í aðal-
hlutverki.
Tökur eru nú hafnar á þriðjuMission Impossible-myndinni,
M:I-3, á Ítalíu.
Undirbúningur þessarar þriðju
myndar um hin
snaggaralega
Ethan Hunt hef-
ur hreint ekki
gengið snurðu-
laust fyrir sig.
Tveir leikstjórar
hafa gengið frá
verkinu, annar
til að sinna öðr-
um verkefnum
og hinn vegna
samskiptaörðugleika við aðalleik-
arann Tom Cruise. Einnig hafa
tvær leikkonur, þær Scarlett Joh-
ansson og Carrie-Anne Moss, af-
þakkað hlutverk í myndinni vegna
skipulagsleysis. Paramount-
fyrirtækið, sem framleiðir mynd-
ina, þurfti einnig að fá meðfram-
leiðandann, Cruise sjálfan, til að
lækka væntanlegan kostnað mynd-
arinnar, ellegar færi hún ekki í
framleiðslu.
En að öllu þessu undangengnu
eru tökur nú hafnar og áætlað er að
myndin komi í kvikmyndahús í maí
2006.
Leikstjóri myndarinnar er J.J.
Abrams sem leikstýrt hefur meðal
annars sjónvarpsþáttunum Lost og
Alias. Með aðalhlutverk fara auk
Cruise þau Keri Russel, Michelle
Monaghan, Philip Seymour Hoff-
man, Ving Rhames og Jonathan
Rhys Meyers.
Erlendar
kvikmyndir
Michael Moore
Djimon Hounsou
Tom Cruise