Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 9
ngólfs Arnarsonar
ur er forustusauður, sem ofviðrið slítur úr hópn-
um og hrekur í skjólið. Enginn gerði það eftir
hans dæmum að byggja landið. Þetta skildu
fornmenn vel; þess vegna segir Landnáma:
„Ingólfr var frægastr allra landnámsmanna, því-
at hann kom hér at óbyggðu landi ok byggði
fyrstr landit; gerðu þat aðrir landnámsmenn eft-
ir hans dæmum.“ Hér er mergurinn málsins.
Það er sitt hvað, að finna landið og sjá, að það er
byggilegt, og hitt, að verða fyrstur til að byggja
það og skapa dæmi, sem aðrir breyta eftir. Til
þess þarf eðlisfar forgöngumannsins, sem þorir
að fara á undan, hvort sem nokkur vill fylgja eða
enginn.
Það er einkennilegt, að tveir synir Naddodds
og einn sonur Garðars nema hér land síðar, og
Flóki bar líka beinin á Íslandi; hann nam land í
Skagafirði. Þeir gátu verið sporgöngumenn, en
voru ekki fæddir forgöngumenn. Slíkt leggst í
ættir.
En hvað kom Ingólfi til að yfirgefa óðul sín og
nema hér land? Var hann einn af þeim, sem aldr-
ei eru ánægðir með hlutskipti sitt, alltaf halda að
alls staðar sé betra að vera en á ættjörðinni og
þess vegna yfirgefa hana? Eða var hann óeirð-
armaður, sem virti hvorki lög né landsrétt og
varð því að flýja land? Nei. Sagan sýnir oss vel,
hvernig það atvikast. Hann á ekki upptökin að
viðskiptum þeim, sem koma honum til að flytja
úr landi. Hann á hendur sínar að verja í við-
ureigninni við Atlasonu og hann fer úr landi til
að halda þá sætt, sem gerð hefir verið. Þá fyrst,
þegar atvikin banna honum að búa á ættjörð
sinni, leitar hann sér nýrrar. Og hann fer ekki
fyrirhyggjulaust að þessu. Hann fer könn-
unarferð til landsins, og þegar honum virðist það
vel, þá vill hann þar byggja.
„Ingólfur var frægastr allra landnámsmanna,
þvíat hann kom hér at óbyggðu landi, ok byggði
fyrstr landit.“ Hafa menn hugsað það út í æsar,
hvað til þess þarf að ráðast í slíkt, alla örðugleik-
ana, sem þar er við að stríða. Ég held vér skilj-
um það betur, er vér berum aðstöðu Ingólfs
saman við aðstöðu vora, sem nú búum hér. Nú
þykir mörgum fullillt að búa hér, og fyrir þá sök
hafa ýmsir farið úr landi. Nú eru hér þó 80000
manns. Þegar Ingólfur kom hér, var land
óbyggt. Vér höfum tekið að erfð það, sem for-
feður vorir hafa hugsað, stritað og starfað í full
þúsund ár, það, sem Ingólfur og menn hans
höfðu með sér, komst fyrir á tveim skipum, og
þau hafa varla verið stór.
Fyrstu sporin eru svo fræg af því, að þau eru
svo þung. Ósjálfrátt bera mennirnir alltaf virð-
ingu fyrir áræðinu, aflinu og staðfestunni, því að
það eru þeir eiginleikar, sem sigurinn skapar.
Ég geri þá ráð fyrir, að Ingólfur Arnarson
verði á öllum öldum talinn mikilmenni. Og ég
býst við, að háttv. áheyrendur mínir sjái hann nú
í huga sér eitthvað svipaðan því, sem Einar
Jónsson myndasmiður hefir hugsað sér hann.
Hann stendur á Arnarhóli og styðst við öndveg-
issúlu sína. Hann er ungur maður, fríður sýnum
og höfðinglegur. Í svip hans og viðmóti skín
trúnaðartraustið, styrkurinn og stefnufestan.
Öruggur horfir hann yfir landið, sem guðirnir
hafa vísað honum á, landið, sem nú á að eignast
allar vonir hans, alla hans dáð og drengskap.
Hann finnur, að hann er forgöngumaður inn í
land framtíðarinnar; hann veit, að í spor sín
muni margir göfugir menn ganga og að hér byrj-
ar saga heillar þjóðar. Hann hefir gróðursett
sterkan kvist af kynviði þjóðar sinnar í nýjum
jarðvegi og sér hann í huganum vaxa og blómg-
ast. Í hillingum hugsjónanna sér hann sögu ís-
lenzkrar þjóðar. –
Vér stöndum öðruvísi að vígi. Vér getum í
skuggsjá endurminninganna litið yfir sögu þjóð-
ar vorrar til þessa dags. Margt misjafnt ber þar
fyrir augu, en víst er það, að það, sem þjóð vor
hefir verið, starfað og þolað á umliðnum öldum,
má hún fyrst og fremst þakka eða kenna Ingólfi
Arnarsyni. Það var hann, sem fór á undan, það
var hann, sem fyrstur byggði þetta land. Aðrir
landnámsmenn gerðu það eftir hans dæmum. Á
Ingólfs ábyrgð erum vér allir Íslendingar.
Eigum vér að blessa hann? Sá hann rétt, þeg-
ar honum virtist landið vel, eða var það glapsýn?
Hefir hann ginnt oss frá kjötkötlum Noregs út í
eyðimörk, eða er Ísland fyrirheitna landið, eina
landið, sem gat alið það, sem vér unnum heitast?
Þessum spurningum verður hver að svara fyr-
ir sig, áður en hann gefur til Ingólfsmynd-
arinnar. Ef vér reisum mynd hans, þá táknar
hún þökk fyrir það, sem hann gerði; hún táknar,
að vér vildum kjósa sjálfum oss til handa eðli
hans og einkenni, hún táknar, að Íslendingar
viljum vér allir vera.
Ég efast ekki um, hvernig svarið verður. Ég
veit að flestir finna, að
römm er sú taug,
er rekka dregur
föður túna til.
Ég veit líka, að í brjóstum Íslendinga leynist
ríkur metnaður. Hann hefir að vísu stundum
hægt um sig. Oft hefir útlendur auður og vald
kastað á hann köldum skugga. Oft höfum vér
gerzt þegnar, þar sem vér áttum að vera herrar,
en metnaðurinn lifir samt í glæðunum. Vér höf-
um þann metnað, að vilja sjálfir ráða örlögum
vorum og hafa þar engum öðrum reikning að
lúka en dómi sögunnar sjálfrar. Vér höfum þann
metnað að varðveita vígðan eld menningarinnar
norður við heimskaut og næstir norðurljós-
unum. Og þennan metnað viljum vér sýna í því,
að vér varðveitum og höldum í heiðri allt, sem
vér eigum bezt í landi og þjóð. Vér viljum taka
þar við, sem forfeðurnir hættu, auka arfinn og
ávaxta hann. Vér viljum vera landnámsmenn í
nýjum skilningi.
Í einum skilningi eru allar framfarir landnám.
Landrými tilverunnar virðist nálega ótakmark-
að – inn á við. Smám saman hafa mennirnir lagt
undir sig löndin, numið þau, kastað eign sinni á
þau. En þar sem þessu fyrsta landnámi lýkur,
tekur við annað nýtt, landnámið inn á við. Það er
fólgið í uppgötvun og hagnýtingu þeirra krafta,
sem í landinu búa. Smám saman finna vís-
indamennirnir fleiri og fleiri lög, sem öfl tilver-
unnar hlýða, finna nýjar álfur í heimi kraftarins.
Suma leiðir tilviljunin þangað, ófyrirséð atvik
hrekja þá að nýju landi – sannindum, sem eng-
inn þekkti áður. Öðrum vísar ímyndunaraflið
leið, það flýgur fram um stafn í þá átt, sem þeir
finna landið, líkt og hrafninn hans Flóka. Og þeir
lofa landið, hið nýja svið kraftarins, sem andi
þeirra hefir eygt og dvalið við um stund. Á eftir
þeim koma svo framtaksmennirnir, sem ríða á
vaðið og hagnýta sér hin nýfundnu sannindi.
Í þessum skilningi er ný landnámsöld að
renna yfir Ísland. Menn eru að koma auga á
ónumin öfl í hverjum bletti, menn eru farnir að
lofa landið á ný og hagnýta sér öfl þess betur en
áður. Enginn má fyrir sjá, hve stórfellt það land-
nám getur orðið.
En eins og það er með landið, eins er því farið
með þjóðmenningu vora. Menning vor er að
miklu leyti ónumið land. Vér höfum að vísu kast-
að eign vorri á það, sem forfeður vorir hafa oss
eftir skilið af bókmenntum, af siðum og háttum.
En ímyndar nokkur sér, að vér höfum numið all-
an þann hugmyndaheim, afl og íþrótt, sem í
þeim er fólgin og af þeim má spretta? Dettur
nokkrum í hug, að þar sé ekki ærið landrými fyr-
ir hvern, sem vill hagnýta sér hina huldu krafta,
sem í þeim hugmyndaheimi búa? Ég er sann-
færður um, að þar sannast það, sem stendur í
gátu Gestumblinda:
Vegr var undir
ok vegr yfir
ok vegr á alla vega.
Ævarandi landnám í heimi hlutanna og í heimi
hugsjónanna á því að vera mark vort og mið. En
allt landnám er í raun og veru líks eðlis, sömu
eðliseinkenni þarf til þess á öllum öldum, eðli
forgöngumannsins: áræðið og aflið, vitið og vilja-
festuna.
Það er þá ekki að ófyrirsynju, að vér viljum
reisa hér mynd Ingólfs Arnarsonar, fyrsta land-
námsmanns Íslands. En ég hefi stundum heyrt
því hreyft, að líkneskjur og slíkt væri í raun og
veru eins konar óþarfi – óþarfi, sem stórþjóð-
irnar hefðu efni á, en vér ekki. Vér værum svo
fátækir og hefðum í svo mörg horn að líta. En
fyrst og fremst er það álitamál, hvort vér erum
tiltölulega svo miklu fátækari en aðrar þjóðir og
hvort þær hefðu ekki alveg sömu ástæðuna og
vér, ef þær vildu við henni líta. – Og hins vegar
er þessi mótbára í sjálfri sér hin skaðlegasta
villa. Hún kemur af því, að menn í grunnhyggni
sinni ímynda sér, að það sé einskis vert fyrir
mennina að skapa sýnileg tákn þess, sem þeir
unna. Hún gengur á móti þeirri djúpu og ramm-
fornu tilhneiging manna, að höggva í harðan
klettinn minningarmark þeirra, sem þeir elska
og virða, láta steinana standa upp og tala fyrir
komandi kynslóðum og lengja þannig líf end-
urminninganna í landinu. Af þeim hvötum reistu
fornmenn bautasteina á leiðum framliðinna ætt-
ingja og vina. Bautasteinarnir voru eins konar
tryggðarpantur ættarinnar, sýnilegur vottur
ættrækninnar og vinfestunnar.
Bautasteinar
standat brautu nær,
nema reisi niðr at nið,
segir í Hávamálum, og svo er enn.
Vér mundum telja þann söfnuð auman, sem
þættist ekki hafa efni á að láta ljós loga á alt-
arinu – af því að hann þyrfti að éta alla tólgina
sína. Vér mundum fyrirlíta hann, því hvaða trú
er það, að vilja ekki svelta heldur en að hafa
dimmt á altarinu!
Með þessum orðum lýkur grein Guðmundar í
Skírni. Þótt Einar lyki Ingólfsmyndinni þegar
1907, var hún ekki afhjúpuð á Arnarhóli fyrr en
24. febrúar 1924. Í Öldinni okkar um árið 1924
segir svo frá þeim atburði undir fyrirsögninni
Líkneski Ingólfs Arnarsonar, og fylgir mynd af
því:
„Hinn 24. febr. fór fram afhjúpun Ingólfs-
líkneskisins á Arnarhóli. Líkneskið er gert af
Einari Jónssyni, en Iðnaðarmannafélagið í
Reykjavík hefur kostað verkið og gefur nú landi
og þjóð listaverk þetta. Afhjúpunin fór fram að
viðstöddu miklu fjölmenni. Formaður Iðn-
aðarmannafélagsins, Jón Halldórsson trésmíða-
meistari, afhenti landsstjórninni myndina, en
Sigurður Eggerz forsætisráðherra þakkaði gjöf-
ina og minntist listamannsins, sem staddur var
erlendis.“
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson
Fyrri Ingólfsmynd Einars Jónssonar Gerð í Rómaborg 1902. Athyglisvert er að bera hana saman við yngri myndina sem nú stendur á Arnarhóli og Einar lauk
við 1907. Yngri myndin er öllu einfaldari í sniðum, minna í hana hlaðið en eldri myndina, er svipar að því leyti til myndar Einars af Útlögunum, er hann
vann skömmu áður, á árunum 1898 til 1900.
Höfundur er fyrrverandi landsbókavörður.
’Vér mundum teljaþann söfnuð auman,
sem þættist ekki hafa
efni á að láta ljós loga á
altarinu – af því að
hann þyrfti að éta alla
tólgina sína. ‘
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005 | 9