Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 11
kynlífsfíkn blandað saman við umræðuna um þörf
fólks til að vera hetjur (mjööög relevant umræða
fyrir Bandaríkin), en þar leikur aðalpersónan þann
leik að láta hrökkva ofan í sig á veitingastöðum svo
einhver hressilegur heimilisfaðir geti leikið hetju
og barið bitann úr kokinu á manninum og þar með
gerst einskonar verndari hans. Síðan lifir sögu-
maður á slíkum verndurum með því að skrifa þeim
samviskusamlega og þiggja peningagjafir frá
þeim, á þeim forsendum að ef þú einhvern tíma
bjargar lífi einhvers berðu ábyrgð á því það sem
eftir er. Diary er sögð af ungri misheppnaðri lista-
konu sem kynntist manni í listaskólanum og giftist
honum, en í stað linnulausrar hjónabandssælu
verður hún þreytt og sjúskuð og óhamingjusöm
húsmóðir. Maðurinn er í dái á spítala og dagbókin
skrifuð til hans. Fantasían er kannski einna minnst
í Choke og Survivor, en öllu meiri í Diary og þá ná-
tengd listinni. Allar anga bækurnar af einhvers
konar dauðaþrá og dauðaótta, sem nær ákveðnu
hámarki í „barnabókinni“ Lullaby (Vögguvísa).
Sofðu unga ástin mín
Sofðu unga ástin mín söng útilegukonan Halla áð-
ur en hún henti barninu í fossinn og Lullaby segir
einmitt frá álíka banvænni vögguvísu sem óafvit-
andi foreldrar lesa fyrir börn sín með þeim afleið-
ingum að þau deyja. Vögguvísan reynist forn afr-
ísk þula, ætluð til að svæfa endanlega óæskileg
börn á tímum hungursneyðar og örbirgðar og
fæstir foreldrar fatta áhrifamátt hennar. Nema
náttúrlega sögumaður okkar, hann áttar sig á
þessu og það sem meira er, hann fer að fylgjast
með álíka málum og kemst þannig í kynni við konu
sem greinilega þekkir til þulunnar. Sú er fast-
eignasali sem stundar að selja draugahús – aftur
og aftur, því fæstir eigendur endast í blóðsturtum
og barnsgráti eða álíka yfirnáttúrulegum hasar. Í
samfélagi við ungt par ferðast þau um Bandaríkin í
leit að eftirlifandi eintökum af bókum með vöggu-
vísunni, jafnframt því að leita uppi galdrabókina
sem hún á upphaflega að hafa komið úr. Sögumað-
ur til að skemma, en fyrirætlun hinna er ekki eins
ljós – eða er fyrirætlun hans svo ljós?
Hvort sem það er fyrir áhrif þulunnar eða af
öðrum ástæðum þá er það þarna sem mínimalískur
stíll höfundar nýtur sín hvað mest. Mínimalismi og
æsingaskrif? Já, ekki er blandan vænleg til vinn-
ings við fyrstu sýn, en í meðförum Palahniuks
verður þetta, þegar best lætur, að banvænni
vögguvísu. Segja má að sá mínimalismi sem Pala-
hniuk stundar einkennist af fjarlægð á viðfangs-
efnið, svona álíka og þeirri fjarlægð sem sögumað-
ur Lullaby segist hafa: „Hlutverk mitt er að taka
eftir smáatriðunum. Að vera hlutlaust vitni. Allt er
alltaf rannsóknarverkefni. Hlutverk mitt er að
hafa engar tilfinningar. Þegar þessu slær saman
við æsistílinn gerist margt skrítið og skemmtilegt,
það myndast spenna, togstreita, átök, mótsagnir
og þversagnir sem gera verkin bæði dálítið erfið
aflestrar á stundum en jafnframt afskaplega vana-
bindandi. Og, eins og gengur, er þessi blanda eld-
fim og getur og hefur stundum fuðrað upp og orðið
að pirrandi rykskýi sem stíflar vitin. Eins og kem-
ur fram í tilvitnuninni hér að framan eru stuttar
setningar annað einkenni þessa mínímalisma, en
enn annað einkennið er endurtekningin sem Pala-
hniuk nýtir sér á áhugaverðan hátt. Sem dæmi má
nefna frasann „Hún/hann segir sem hann end-
urtekur linnulaust svo úr verður furðulega
heillandi stakkató. Hér er dæmi um símtal kon-
unnar með draugahúsin: „Við nýja eigandann, Hel-
en Hoover Boyle segir, „Nema þú sért tilbúinn til
að fara fyrir rétt og sanna að ekki sé hægt að búa í
húsinu, nema þú getir sannað fullkomlega að fyrri
eigendur vissu að þetta væri að gerast ...“ Hún
segir, „Ég verð að segja þér.“ Hún segir, „Þú tapar
máli eins og þessu, eftir að hafa komið af stað öllu
þessu slæma umtali, og húsið er einskis virði.“
Stíll eins og þessi hefur verið nokkuð vinsæll á
undanförnum árum þó ég hafi engan lesið sem nær
þessum fjarræna takti einfaldleikans jafnvel og
Palahniuk. Hér á landi er það helst Stefán Máni
sem hefur praktíserað einskonar mínimalískan
stíl, sem kannski mætti kenna frekar við mónótón,
en nálgun hans er allt önnur. Hann notar langar
setningar og nákvæmar lýsingar öfugt við stutt-
aralegan stíl Palahniuk.
Nú veit ég ekki hvort Stefán Máni les Palahniuk
en Palahniuk lýsir hinsvegar áhrifavaldi sínum í
kafla í bókinni Stranger than Fiction: True Stories
(Ótrúlegra en skáldskapur: Sannar sögur), „Not
Chasing Amy“ („Ekki að eltast við Amy“, en Chas-
ing Amy er titill á kvikmynd). Þar lýsir hann rit-
höfundanámskeiði hjá Tom Spanbauer sem geng-
ur út á mínimalisma og þar les hann sögur Amy
Hempel sem hann segir að séu ómögulega góðar,
svo góðar að eftir að þú hefur lesið þær þá virkar
allt annað lélegt í samanburðinum. Og því eltist
hann ekki við Amy, hann bara gefur vinum sínum
bækurnar hennar og óttast að hann geti aldrei
skrifað eins vel og hún.
Ekki-skáldskapur-ekki?
Í Bretlandi var Stranger than Fiction gefin út í
kilju undir nafninu Non-Fiction (Ekki-skáld-
skapur). Sá titill finnst mér mun áhugaverðari því
hann gefur strax til kynna að hér sé á ferðinni ein-
hver spurning um skáldskap – alveg eins og
Lullaby er ekki almennileg vögguvísa (og „Not
Chasing Amy“ fjallar einmitt um að eltast við
Amy). Bókin er gefin út sem greinasafn, en virkar
eins og ævisaga sem virkar eins og skáldsaga – eða
smásagnasafn með (laus)tengdum sögum.
Non-Fiction er einskonar félagi Fugitives and
Refugees, sem einnig inniheldur ævisögulega
þræði. Báðar vísa þessar bækur til skáldsagna höf-
undar á einn eða annan hátt, ýmist beint, eins og
þegar hann lýsir kirkjugarðinum sem hann svið-
setti atriði úr Survivor, eða óbeint, eins og þegar
atriði eða brandarar úr greinunum rata inn í sög-
urnar. Enn önnur tenging er kvikmyndatengingin,
en víða birtast vísanir til þess hvernig lífið breytt-
ist við gerð kvikmyndarinnar Fight Club, hann
hitti Brad (sem er tema í bókinni) og fólk fór að
spyrja hann um heimilisföng slagsmálaklúbba í
hinum og öðrum borgum – fólk segi ég, því það
voru ekki bara karlar heldur líka konur (penar
konur segir Palahniuk dálítið sjokkeraður) sem
spyrja kurteislega hvort það séu líka til kven-
slagsmálaklúbbar. Í inngangi ræðir hann muninn á
staðreyndum og skáldskap og vill meina að hann
noti endalausar staðreyndir í sögur sínar, sögur
sem aðrir segja honum, sögur sem hann safnar að
sér í gegnum rannsóknarvinnu – við skáldsög-
urnar, við greinaskrifin, en Palahniuk er menntað-
ur blaðamaður og sinnti því starfi nokkuð áður en
hann gat snúið sér algerlega að skáldsagnaskrif-
um.
Vissulega eru sumar greinarnar nær því að vera
hrein rannsóknarvinna en aðrar, en yfirleitt upp-
lifði ég þessa bók ekki sem ekki-skáldskap, heldur
þvert á móti, sökk dýpra og dýpra ofan í það
hvernig Palahniuk færir viðfangsefni sitt (þar á
meðal sjálfan sig og ævisögu sína) í form síns
skáldskapar og leikur sér með mörkin á grein og
smásögu. Besta dæmið um þetta er You Are Here
sem lýsir rithöfundasamkomum sem ganga útá að
kynna sögu sína fyrir umboðsmönnum, útgef-
endum og kvikmyndaframleiðendum. Hver fær
nokkrar mínútur til að „pitsa“ sinni sögu, sem sam-
kvæmt Palahniuk er ævinlega einskonar ævisaga,
hörmungasaga úr lífi höfundarins sem hann vonast
til að selja. Þannig reynir hver einasti ameríkani
segir hann að selja (sorglega) ævi sína sem bók,
helst þó kvikmyndahandrit. Hér hefur Palahniuk í
raun og veru snúið spilunum við – það er ekki leng-
ur skáldskapurinn sem mótar ævisöguna, heldur
ævisagan sem mótar skáldskapinn, mörkin á milli
mást út í æsingslegri leit að sönnum sögum sem
samt verða alltaf að lúta lögmálum skáldskapar,
komast fyrir í sjö mínútna kynningu, sjóðast niður
í tveggja tíma kvikmyndahandrit.
Þetta er ekki veruleiki þessa fólks sem þarna
bíður eftir sínum sjö mínútum sem Palahniuk lýsir,
heldur er þetta hans sýn, túlkun, saga, um þeirra
sögu. Og svo gengur hann skrefinu lengra og skrif-
ar skáldsögu um þetta fólk, um þessa eilífu leit að
sögum sem hverfist meira og meira um lífið sjálft,
upplifunina, ævisöguna. Haunted: A Novel of Stor-
ies (Draugagangur: Skáldsaga um sögur) er eins
og hin hliðin á Non-Fiction, saga um allar þær sög-
ur sem þar eru sagðar, og jafnframt allar sögur
Palahniuks sjálfs. Hópur af fólki hefur látið loka
sig inni í gömlu leikhúsi (Palahniuk er ófeiminn við
að yfirdrífa táknbúninginn, flagga klisjunum) til að
skrifa meistaraverkin sem þau hefur alltaf dreymt
um að skrifa. Nema þau hafa engar hugmyndir að
meistaraverkum, bara eina sameiginlega hug-
mynd, að gera þessa reynslu að kvikmynd. Og til
að hún verði sem æsingslegust þá leggja þau sig
fram um að gera vistina skelfilega. Eyðileggja
matinn, það er fyrsta skrefið. Stífla klósett,
skemma hitaveituna, brjóta ljósaperur, og svo auð-
vitað, ráðast gegn eigin líkömum, limlesta sjálf sig.
Söguna ætla þau svo að segja þannig að það hafi
verið sá sem auglýsti eftir þeim, sá sem skipulagði
innilokunina og aðstoðarkona hans sem olli usl-
anum, og limlesti þau til átu. Fyrr eða síðar kemur
að því að þau fara að deyja, eitt af öðru, og að hætti
fyrri strandaglópa þá upphefja þau mannát. En
inni á milli alls þessa segja þau sögur. Fyrst kemur
ljóð: persónan stígur á svið og lýsir sjálfri sér og
síðan segir hún sögu sína. Ekkert er gert til að
gera hverja rödd sérstaka, það er ekki málið, held-
ur einmitt að hafa þær allar í sama stílnum, allar
sögur eru eins, allar sögur eru ein saga, hörmung-
arsaga lífs míns sem ég reyni að selja sem kvik-
myndahandrit. Og írónían er auðvitað að ein skáld-
saga höfundar hefur þegar verið kvikmynduð,
tvær kvikmyndir eru til umræðu – Survivor og
Choke – og þessi hentar afar vel í kvikmynd …
Hrollvekja
Ritdómari The Guardian, rithöfundurinn Christ-
opher Priest, hefur fengið svipaða hugmynd og ég
að upphafsorðum umfjöllunar sinnar um Haunted,
hann segir: „Þeir sem hafa lesið Fight Club og
Diary hljóta að nálgast þessa nýjustu bók með var-
úð. Palahniuk hefur þessi áhrif á fólk. Í viðtali við
Robert Chalmers í The Independent segist hann
koma sjálfum sér stöðugt á óvart með því hversu
ofboðslegur hann getur verið, Chalmers sjálfur lík-
ir honum við Norman Bates í Psycho; takið eftir,
ekki leikarann Anthony Perkins, heldur persónuna
sem hann leikur. Allt er þetta hluti af þeim mikla
„kúlt“-iðnaði sem hefur myndast í kringum höf-
undinn (sbr. Kristrún Heiða Hauksdóttir á kist-
an.is, 11.4.2005), „hæpi“ sem ritdómarar og grein-
arhöfundar virðast ekki geta annað en tekið virkan
þátt í: Palahniuk hefur þannig áhrif á fólk.
Þó ég eigi erfitt með að sjá að það sé endilega
eitthvað nýtt í þessu, rithöfundar hafa áður verið
stjörnur og koma vonandi til með að verða það
áfram, þá finnst mér þetta sérlega áhugavert með
tilliti til stöðu Palahniuk gagnvart bókmennta-
samfélaginu og þá sérstaklega hinni kanónísku
flokkun skáldverka í fagurbókmenntir og afþrey-
ingarmenningu. Ég hef lengi boðað fagnaðarerindi
póstmódernismans sem býður upp á skaranir á
milli fagurmenningar og lágmenningar, og oft ver-
ið spurð hvort sú skörun sé ekki bara upp á punt;
hentug fyrir fagurmenningarhöfunda sem vilja
nýta sér afþreyingarformúlur til að gera verk sín
aðgengilegri, án þess þó að það komi niður á stöðu
þeirra sem fagurbókmenntahöfunda, meðan af-
þreyingarverkin sitji enn föst á sínu lága plani.
Vissulega hefur þetta verið tilhneiging, því get ég
ekki neitað, en með Palahniuk tel ég mig hafa
fundið höfund sem sannar að hið póstmóderníska
boð(orð) hafi nú holdgervst í rithöfundi sem getur
jafnt flokkast sem afþreying eða hámenning – eða
hvorugt.
Annað atriði sem heillar mig við verk Palahn-
iuks er hversu vel honum tekst að færa samfélags-
ádeilu í bókmenntaform, en það er ekki heiglum
hent. Í Morgunblaðinu 29. júní 2005 veltir Kristján
Arngrímsson fyrir sér þjóðfélagsrýni í bók-
menntum sem hann telur vanta hér á Íslandi.
Vissulega er margt til í því (þó þeir höfundar sem
hann nefnir hvað tíðast, Stefán Máni og Arnaldur
Indriðason, séu einmitt báðir dæmi um höfunda
sem hafa unnið með þjóðfélagsrýni), en þó get ég á
engan hátt tekið undir að bókmenntaverk – eða
önnur listaverk – þurfi að taka samfélagið fyrir.
Þegar slík krafa verður of voldug er hættan sú að
bókmenntagildið víki og áróðurinn taki yfir en slíkt
er engum til gagns, síst af öllu bókmenntunum og
lesendum þeirra. Hinsvegar, og hér kemur Pala-
hniuk aftur til sögunnar, er því ekki að neita að
þegar vel tekst til þá eru bókmenntirnar – og listin
– máttugasta tækið til samfélagsúttekta og þjóð-
félagsrýni, mun máttugri en nokkur ræða stjórn-
málamanns eða umfjallanir fjölmiðlafólks. Það sem
verk Palahniuks gera er að opna viðfangsefnið og
skoða það útfrá ýmsum önglum og sjónarhornum.
Og þó ég segi að í þessum og þessum bókum séu
þessi og þessi málefni tekin fyrir, þá er engin
þeirra einhliða í sinni fyrirtekt, nálgunin er alltaf
óvænt og alltaf reglulega rofin af nýrri og nýrri
sýn. Þetta er hvað greinilegast í Haunted, sem er
saga um sögur, og því enn meira útleitandi í sínum
þræðingum. Einnig er áhugavert, í þessu sam-
hengi vangavelta um bókmenntir og þjóðfélags-
rýni, að velta fyrir sér þeirri bókmenntagrein sem
Palahniuk velur sér að vinna með í Haunted, en
það er form hrollvekjunnar. Ég hef annars staðar
bent á að svo virðist sem það hafi í auknum mæli
komið í hlut afþreyingarbókmennta – og annarra
afurða dægurmenningar – að fjalla um samfélagið.
Hrollvekjan hentar þar sérlega vel, enda er vakn-
ingin beinlínis hluti af heitinu. Hrollvekjan hefur
reyndar alltaf verið viðloðandi verk Palahniuks,
enda ávallt nátengd æsingaskrifum og „exploita-
tion“, en það er ekki fyrr en í Haunted sem hann
virkilega sleppir henni lausri, með frábærum ár-
angri.
Heimildir:
Chalmers, Robert, „Chuck Palahniuk: Stranger than fiction“, vef-
ur The Independent, http://enjoyment.independent.co.uk/books/
interviews/article49383.ece, síðast skoðað 10.07.2005.
Kristrún Heiða Hauksdóttir, „Speglun + fölsun + höfundargildi:
Eða. Komið með yfir lækinn. Við skulum sækja vatn“, á kistan.is
(Kviksaga), http://kistan.is/efni.asp?n=3594&f=15&u=94,
11.4.2005, síðast skoðað 09.07.2005.
Priest, Christopher, „Beating a retreat“, The Guardian Review,
11.6.2005.
Sjá einnig fjölda viðtala og ritdóma á bókavef The Guardian,
http://books.guardian.co.uk.
væna vögguvísan hans
’Mínimalismi og æs-ingaskrif? Já, ekki er
blandan vænleg til vinn-
ings við fyrstu sýn, en í
meðförum Palahniuks
verður þetta, þegar best
lætur, að banvænni
vögguvísu. ‘
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005 | 11
Frumraun Chris Cleave á skáld-sagnasviðinu, sem gefin var út
fimmtudaginn 7. júlí, fær á sig heldur
óhugnanlegan blæ þegar útgáfudag-
ur og viðfangsefni er haft í huga, en
bókin fjallar um hryðjuverkaárás í
Lundúnum.
Incendiary, eða
Íkveikjusprengjan
eins og þýða má heiti bókarinnar á ís-
lensku, segir frá því er sjálfsmorð-
sprengingar múslímskra hryðju-
verkamanna valda miklu mannfalli á
fótboltaleik Lundúnaliðanna Arsenal
og Chelsea og lífinu sem við tekur hjá
ástvinum fórnarlambanna.
Nýjasta bók Bebe Moore Campellsegir frá Keri og 18 ára dóttur
hennar Tinu, sem hlotið hefur inn-
göngu í Brown háskólann, en inn-
gangan er þó þeim skilyrðum háð að
Trina nái stjórn á tvípóla geðröskun
sem hún hefur nýlega greinst með.
Hegðun Trinu versnar hins vegar
stöðugt á meðan að Keri á í mikilli
baráttu við eigin væntingar til dóttur
sinnar. Bókin nefnist 72 Hour Hold
og vísar heitið til hefðbundinnar 3
daga neyðarvistunar á geðdeild, sem
Keri er farin að þrá verulega fyrir
Trinu hönd, svo henni gefist tími til
að leggja á ráðin um framtíð Trinu.
Hillary Clinton, fyrrum forsetafrúBandaríkjanna, er viðfangsefni
Edward Klein í ævisögunni The
Truth about
Hillary eða Sann-
leikurinn um
Hillary. Bókin er
gefin út án nokk-
urs samráðs við
Clinton, og eru
ásakanirnar í
garð hennar og
eiginmanns henn-
ar, Bill Clinton, að
sögn Daily Tele-
graph slíkar að aðrir fjölmiðlar í
Bandaríkjunum hafa með öllu forðast
að taka þær upp. Segir gagnrýnandi
Daily Telegraph það að vissu leyti
synd þar sem Klein sé einkar
skemmtilegur penni þó myndin sem
hann dragi upp af Clinton sé af mis-
kunnarlausri konu sem skorti allan
húmor, en hafi haft augastað á Hvíta
húsinu, sem forseti ekki forsetafrú,
allt frá barnæsku.
Frumraun Danans Peter Nissen áskáldsagnasviðinu er litrík og
skemmtileg lesning að mati gagnrýn-
anda danska blaðsins Information.
Bókin nefnist Blues for Degas og er
sögusvið hennar New Orleans. Frá-
sögninni er skipt milli þess tíma er
franski impressjónistinn Edgar De-
gas dvaldi í borginni, 1872–73, og nú-
tímans. Útgangspunkturinn er meint
dagbók meistarans sem dúkkar upp á
ný í brotum og við sögu kemur fjöldi
misjafnlega skuggalegra karaktera
sem tengjast þessari gömlu frásögn
um málarann og blökkukonunni Ro-
situ – gleðikonu sem Degas heillaðist
af.
Gagnrýnandi Guardian eys nýj-ustu bók James Meek, A
People’s Act of Love, lofi og segir
söguna, sem
hann líkir við
verk þeirra
Tolstojs, Dost-
ojevskís og
Josheph Con-
rad, einkar vel
skrifaða. Hún
falli auk þess
vel að samtím-
anum þó sögu-
sviðið sé sett í
fortíðinni um leið og höfundurinn leiti
í skrifum sínum svara við spurning-
unni um það undir hvaða aðstæðum
mannát geti verið réttlætanlegt. Sag-
an segir frá tékkneskum hermönnum
sem gerst hafa liðhlaupar og eru nú
strandaglópar í afskekktum smábæ í
Síberíu, sem byggður er ofsa-
trúarmönnum, en samskipti her-
mannanna innbyrðis í einangruninni
á frosinni túndrunni eru þá ekki síður
spennu hlaðin.
Hillary Clinton
James Meek
Erlendar
bækur