Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 7
HVERNIG stendur á því að gíraffinn hefir svona langan háls? Líffræðingar hafa ekki verið í neinum vandræðum með svar við þeirri spurningu fram að þessu. Þeir hafa stuðst við hina ald- argömlu kenningu Darwins um „nátt- úruvalið“. Það er kenningin um að hinir hæf- ustu sigri í lífsbaráttunni. Sé einhver frábrugðinn kyni sínu, og sú breyting gerir hann hæfari í lífsbaráttunni heldur en feður hans, þá er það hann sem gengur með sigur af hólmi, og afkvæmi hans, sem erfa hinn nýja eiginleika. Þannig er það um gíraffann, sögðu vís- indamennirnir. Einhvern tíma fæddist van- skapningur, sem hafði lengri háls en aðrir. Og það kom fljótt í ljós, að gíraffinn með langa hálsinn, var betur hæfur að bjarga sér en aðrir. Þegar grasið á jörðinni var skrælnað í þurrki, svo að þar var varla neina lífsbjörg að fá, þá gat þessi gíraffi teygt sig upp í trjákrónur og bitið laufið. Vegna þessa varð sú breyting á gíraff- anum að hálsinn lengdist meir og meir. Seinustu tvö árin hefir verið gerð hríð að kenningum Darw- ins, einkum í Frakklandi. Þar hafa nafnkunnir vísindamenn gengið fram fyrir skjöldu og birt greinar í kunnum tíma- ritum, svo sem „Revue de Deux Mondes“, Science et Vie“ og „Nouvelles Litteraires“. Þeir halda því fram, að kenningar Darwins séu orðnar úreltar, síðan erfðafræðin kom og menn uppgötvuðu erfðastofnana. Röksemdir þeirra eru margskonar, en þetta hafa þeir um gíraffann að segja: Ef gíraffinn hefir öðlast hinn átta feta langa háls sinn, vegna þess að fyrir það hafi hann orðið hæfari í lífsbaráttunni, hvað á þá að segja um sauðkindina, sem ekki hefir nema nokkurra þumlunga langan háls? Eru ekki gíraffinn og sauðkindin af sama bergi brotin, þar sem þau eiga sér hinn sama for- föður, er uppi var á Eocene-öld? Og hvað er svo um írska elginn, sem var forfeðrum sínum hæfari í lífsbaráttunni vegna þess hvað hann hafði ógurlega stór horn? En þessi horn urðu að lokum svo stór og þung að hann gat ekki valdið þeim, og varð svo aldauða. Eða þá mammútinn, sem varð undir í lífs- baráttunni, vegna þess að tennurnar í honum urðu hringbognar og honum gagnslausar til varnar? Andstæðingar Darwins hafa nú meira til síns máls heldur en áður fyrr. Uppgötvun erfðastofnanna og hvernig þeir geta breytzt, hefir bezt sýnt veilurnar í kenningum Darw- ins. Hún hefir líka sýnt, að hægt er með vís- indalegum aðferðum að breyta erfðastofn- unum þannig, að nýir eiginleikar komi í ljós og verði ráðandi. Þetta hafa menn gert. Þeir hafa t.d. breytt eiginleik sáðkorns svo, að það gefur margfalda uppskeru. Kynbætur á skepnum hafa líka farið fram. Og er þá ekki hægt að bæta mannkynið á svipaðan hátt, gera manninn betri og meiri? Um það þykj- ast frönsku vísindamennirnir vissir, og að menn uppgötvi jafnvel á þessu ári hvernig hægt muni að gera þá breytingu. Lesbók Morgunblaðsins 17. september 1961 Darwinskenningin komin á fallanda fót 80 ára 1925 2005 Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005 | 7 sem spilað hafa Lúdó, 6 x 6 x 6 = 216. Hver hinna sex hliða teningsins hefur fjögur 90 gráðu horn sem marg- földuð saman gera 2160 (90 x 4 x 6). Ef teningum miðjunnar væri raðað saman, þannig að þeir mynduðu samfellda röð umhverfis jörðina, væru þeir 3600 tals- ins. Ber hann þannig tölu hrings í heimsmyndarfræð- unum fornaldar og virðist þar hafa verið hugmynd jarðarinnar í hlutföllunum 1:3600 af ummáli hennar, í því hlutfalli umlykur grunnflötur teningsins sjóndeild- arhring manns. Teningur sameinar þar sjóndeildarhring manns; jörð, tölu hrings 360 og sköpunartöluna sjálfa 216. Í fornöld var teningurinn álitinn uppspretta allra talna og forma. Taldi Pýþagóras jörðina vera bæði sýnilega kúlu og ósýnilegan tening. Ekki er að undra að um þetta form þurfti að ganga með sérstakri aðgát í kon- ungsríki Aðalsteins Englandskonungs á 9. öld því hvort sem – eða hvernig sem fornmenn orðuðu þessa hugsun virðist teningurinn 216 hafa verið heilagt tákn jarðar í hugskoti þeirra. Heimsmynd Rangárvalla á sér hliðstæður víða um heim „Konungdæmi norrænna og evrópskra þjóða byggðust á sömu grundvallarhugmyndum sem rekja má um menningarsvæði Indlands, Miðjarðarhafslandanna, Grikklands, Rómar og Norður-Evrópu allt aftur til steinaldar“, er ein af megin niðurstöðum Róta ís- lenskrar menningar. Við mælingu heimsmyndarinnar í Rangárhverfi var endir bundinn á þúsunda ára þróun- arsögu helgisiða mannkynsins því lönd sem numin voru eftir árið 1000 voru helguð Kristi hinnar nýju trúar. Það bendir til þess að heimsmyndin í Rang- árhverfi hafi verið sú síðasta sinnar tegundar í verald- arsögunni. Ef við færum okkur enn nær í tíma og skoðum sam- bærileg tímaskil vill einmitt svo til að 14. júlí síðastlið- inn voru nákvæmlega 216 ár frá falli Bastillunnar í París og má ætla að í frönsku byltingunni þegar bylt- ingarsinnar tóku yfirstéttina í Frakklandi af lífi ásamt prestum og kennurum hafi verið þurrkuð út ævaforn þekking á heimsmyndarfræði sem geymd var í sam- félagi frönsku konungaættarinnar, því ýmislegt bendir til þess að nákvæmlega eins heimsmynd og sú sem Einar fann á Rangárvöllum hafi verið mörkuð í land á Signuvöllum þar sem París er nú. Ef rétt er lesið í táknin var samsvörun tákna heims- myndanna svona: Hugmynd sköpunar: Þrídrangur – Rambouilett Hugmynd upphafs: Bergþórshvoll – Port Royal Miðjan: Steinkross – St. Denis Hástaða sólar: Stöng – Ermenonvile Dagmál: Goðasteinn – Belle Croix Boðun sumars: Skálholt – Cormeilles en Vexin Miðja staðfestis og halds: Helgafell – Observatoire Tákn nýrrar sólar: Þríhyrningur – Porte Dorée Teningurinn jörð: Hof – Porte St. Cloud Samhengi við indverskar goðsagnir Tölvísi heimsaldranna virðist vera þúsunda ára gömul. Frá því að sögur hófust hafa t.a.m. Indverjar þóst þekkja hinn stóra takt alheimsins og vitrir menn þar suður frá sagt goðsögur um heimsaldra, eyðingu og endurfæðingu veraldar í ragnarökum Hindúismans sem sögur af dögum í lífi Brahma. Svonefndur Kalpa- heimsaldur er einungis einn dagur í lífi Brahma en hann samsvarar 4320 (2 x 2160) milljón jarðneskum árum. Kalpa er skipt niður í þúsund heimsaldra, svo- nefnda Mahayugas, þeim er skipt aftur í fjögur Yugas sem heita Krita, Treta, Dwapara og Kali. Þessi heims- aldaratímabil byggjast á 8, 6, og 4 þús. margfeldi 216 ára. Heimsaldur nútímans er tímabil 432.000 ára (2000 x 216) og nefnist Kaliyuga. Tölur þessara fornu indversku goðsagna eru þær sömu og birtast um alla Evrópu í hlutföllum heims- mynda fornra konungdæma og byggjast á talnaröð- inni 27 – 54 – 108 – 216 – 432 – 864… Má því segja að heimsaldur lýðræðisins hafi hafist fyrir 216 árum á Signuvöllum. Talan 216 virðist hafa verið sköpunartala í fornri trú. Pýþagórear þekktu vel þessa tölu, þeir töldu að það tæki mannssálina 216 ár að endurholdg- ast. Í ljósi þess að heimsaldur lýðræðisins er nú orðinn 216 ára er nú fyrsti taktur lýðræðis sleginn sam- kvæmt fornri tölvísi. Tölustafirnir Í Algorismusi Landnámu er að finna elsta dæmi um arabísku tölustafina á Norðurlöndum, að mati Viggo Brun. Höfundur er myndlistarmaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 16. júlí (16.07.2005)
https://timarit.is/issue/260595

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. júlí (16.07.2005)

Aðgerðir: