Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: The Amityville Horror Sin City War of the Worlds  (SV) Smárabíó The Amityville Horror Sin City Guess Who Mr. & Mrs. Smith  (SV) Star Wars: Episode III  (SV) Are We There Yet? Regnboginn The Amityville Horror Sin City Guess Who Mr. & Mrs. Smith  (SV) Star Wars: Episode III  (SV) Laugarásbíó Madagascar War of the Worlds  (SV) Monster-in-Law  (HJ) Háskólabíó Madagascar Elvis Has Left The Building War of the Worlds  (SV) Batman Begins  (HL) Crash  (HL) Voksne Mennesker  (HL) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Madagascar Elvis Has Left The Building Who’s Your Daddy War of the Worlds  (SV) Batman Begins  (HL) Svampur Sveinsson m/ísl. tali  (HJ) Crash  (HL) Myndlist Austurvöllur: Ragnar Ax- elsson. Árbæjarsafn: Gunnar Bjarnason. BANANANANAS: Café Karólína: Vilhelm Ant- on Jónsson til 22. júlí. Cafe Presto: Reynir Þor- grímsson. Elliheimilið Grund: Jeremy Deller. Feng Shui-húsið: Helga Sig- urðardóttir til 14. ágúst.. FUGL: Þóroddur Bjarnason til 31. júlí. Gallerí 100°: Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí 101: Þórdís Aðal- steinsdóttir til 9. sept. Gallerí Ash Varmahlíð: Vegamyndir. Hlynur Halls- son til 1. ágúst. Gallerí Box: Sigga Björg til 16. júlí. Gallerí Galíleó: Árni Björn Guðjónsson til 29. júlí. Gallerí Gel: Kristrún Eyj- ólfsdóttir til 30. júlí. Gallerí i8: Jeanine Cohen til 21. ágúst. Gallerí Sævars Karls: Sig- rún Ólafsdóttir til 10. ágúst. Gallerí Terpentine: Gunnar Örn til 13. ágúst. Gallerí Tukt: Sigrún Rós Sigurðardóttir til 30. júlí. Gerðuberg: Lokað til 15. ágúst. Götur Reykjavíkur: Margrét H. Blöndal. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson „Fiskisagan flýgur“, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hafnarborg: Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic, Elke Krystu- fek, On Kawara. til 21. ágúst. Hafnarborg: Ute Breiten- berger og Johann Soehl til 31. júlí. Hallgrímskirkja: Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndverk í forkirkju og kór til 14. ágúst. Hallgrímskirkjuturn: Þór- ólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsdóttir. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Auður Vésteins- dóttir. Hótel Klöpp: Boreas In Reykjavik A Salon. Hugo Bastidas til 21. júlí. Hrafnista Hafnarfirði: Trausti Magnússon til 23. ágúst. Hönnunarsafn Íslands: Circus Design frá Bergen. Til 4. sept. Jónas Viðar Gallerí: Sam- sýning 10 listakvenna til 17. júlí. Kaffi Sólon: Sandra María Sigurðardóttir. Ketilhúsið: Í minningu afa – kínversk list. Kunstraum Wohnraum Akureyri: Steingrímur Ey- fjörð til 29. júlí. Kling og Bang: Hekla Dögg Jónsdóttir og Megan Whitmarsh til 24. júlí. Laxárstöð: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Listamiðstöðin Kirkjuhvoli: Gunnella og Inger Helene Bóasson til 24. júlí. Listasafnið á Akureyri: Skrýmsl til 21. ágúst. Listasafn Árnesinga, Hvera- gerði: Jonathan Meese til 24. júlí. Listasafn ASÍ: Sumarsýning til 7. ágúst. Listasafn Íslands: Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn: Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calzadilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guð- mundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir: Úrval verka frá 20. öld til 25. sept. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Dieter Roth, Pet- er Fischli, David Weiss, Har- aldur Jónsson, Urs Fischer til 21. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Sumarsýning. Ljósmyndasafn Reykjavík- ur: Rótleysi til 28. ágúst. Norræna húsið: Andy Horn- er til 28. ágúst. Sumarsýn- ingin Grús til 28. ágúst. Nýlistasafnið: Thomas Hirschhorn til 24. júlí. Nýlistasafnið: WELOVE- ICELAND til 24. júlí. Safn: Carstein Höller til 10. júlí. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Saltfisksetur Íslands: Krist- inn Benediktsson ljósmynd- ari. Seltjarnarneslaug: Gunnar I. Guðjónsson til 30. júlí. Skaftfell: Inga Jónsdóttir til 13. ágúst. Skriðuklaustur: Guiseppe Venturini til 14. ágúst. Slunkaríki: Áslaug Thorlacius. Svartfugl og hvítspói: Svein- björg Hallgrímsdóttir. Til 17. júlí. Suðsuðvestur: Olga Berg- mann til 31. júlí. Thorvaldsen Bar: María Kjartansdóttir til 12. ágúst. Vatnstankarnir við Háteigsveg: Finnbogi Pétursson. Við fjöruborðið: Inga Hlöð- vers. Þjóðminjasafn Íslands: Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar. Þjóðminjasafn Íslands: Story of your life – ljós- myndir Haraldar Jónssonar. Leiklist Austurbær: Annie, sun. fim. Loftkastalinn: Bítl, fös Borgarleikhúsið: Kalli á þakinu sun. Örlagaeggin, lau. fös. Sólstafir orgelsins TÓNLIST Hallgrímskirkja Verk eftir Lemare, Harbach, Vivaldi og Vierne. Douglas Brotchie orgel. Fimmtudaginn 14. júlí kl. 12. Orgeltónleikar Ríkarður Ö. Pálsson SÓL skein í heiði á sumarhádegistón- leikunum á fimmtudag, en kom þó ekki í veg fyrir góða aðsókn. Að vanda voru flestir útlendingar, þ.á m. rútufylli af eldri dönskum dömum. Douglas Brotchie Háteigskantor hafði í fréttatilkynningu lofað hlust- endum tónbornu sólskini innan dyra, hvernig sem annars viðraði utan, og hitti lokaatriðið, Lofsöngur til sól- arinnar, því spámannslega í mark. Þótt tónleikar í hádegisröð Hall- grímskirkju séu stuttir, eru tónleika- skrár einatt óþarflega tómlátar um höfunda og verk. Að þessu sinni var ekki aukatekið orð að hafa, og var það því undarlegra sem hvorki Edwin H Lemare (1866–1934) né Harbach („*ca. 1956“) verða talin meðal þekkt- ustu tónskálda utan raða sérhæfðra orgelfíkla. Engu að síður var ánægju- legt að hlýða á verk beggja. Lemare átti tvo þætti úr Summer sketches Op. 73, impressjónískt-hómófóníska Dögun og skógarunaðsreit í tónum er Gaukur nefndist; hvort tveggja leikið af sumarlegri kímni. Bandaríski sembal- og orgelleikarinn Barbara Harbach stóð að baki Summers- himmer (Tíbrá), gáskafullum 6/8 nú- tímagikki með fótfráum pedalkafla er Brotchie sté af Fred Astairelegri mýkt. Áfram var slegið á hásumarstrengi með hitamolluþrungnum Adagio- þætti úr Sumri „Árstíða“-fiðlukons- ertabálki Vivaldis í umritun Ridouts. Hann reyndist síestuhvíld við hæfi á undan lokanúmerinu, Hymne au so- leil Op. 53,3 eftir franska orgelsnill- inginn Louis Vierne (1844–1937). Háglampandi jörmuntign upphafs- kaflans hefði ekki síður þjónað fræga sólrisatriðinu í upphafi geimódys- seifskviðu Kubricks, „2001“, en Also sprach Zarathustra Richards Strauss, því þar fór stórbrotin org- elbreiðsíða af kosmískri stærð- argráðu, þótt síðar tæki við innhverf- ari dulúð með að vísu engu minni fótaburðarkröfum en í Tíbránni. Á þessu vegsamandi verki lauk Douglas stuttum en skemmtilegum hádegistónleikum sínum af jafnt traustu öryggi sem smitandi innlifun. Á meira viðeigandi tónhyllingu til „sannrar dagstjörnu“ varð enda varla kosið. SIGRÚN Ólafsdóttir stundaði nám við myndmótunardeild MHÍ á ní- unda áratug síðustu aldar og hélt síðan í framhaldsnám til Saar- brucken í Þýskalandi. Hún hefur ekki verið áberandi í listalífinu hér á landi en hefur verið þeim mun virkari í Evrópu þess í stað eins og glæsileg bók um verk hennar er til vitnis um. Þegar hún er skoðuð vakti það furðu mína að verk Sig- rúnar hefðu ekki verið sýnd meira hér á landi en raun ber vitni. Það er þó einföld ástæða fyrir því, listakon- an er búsett erlendis og flutnings- kostnaður milli landa, ekki síst á stærri verkum, er mikill. Ekki veit ég hvort stærri söfnin hafa boðið Sigrúnu að sýna hér, en full ástæða væri þó til þess. Af sömu ástæðu vakti sýningarstaður Sigrúnar einn- ig undrun mína en mér kemur í hug að vegna búsetu sinnar erlendis hafi Sigrún etv. ekki fylgst með þeirri jákvæðu þróun sem orðið hefur varðandi sýningarstaði í Reykjavík og nágrenni. Nú er það undantekn- ing ef atvinnulistamenn láta sér það lynda að borga leigu fyrir sýning- arsali, ný gallerí eru komin upp og aðrir salir hafa fellt niður leigu eins og tam. Listasafn ASÍ. Gallerí Sæv- ars Karls er núorðið einn af fáum stöðum sem enn rukka listamenn um leigu fyrir sýningaraðstöðu. Ekki skal ég þó segja hvort greitt er fyrir aðstöðuna í þessu tilfelli. Að peningamálum slepptum gæti ég þó líka ímyndað mér að annar sýning- arstaður myndi henta verkum henn- ar betur í framtíðinni, þau myndu njóta góðs af meiri birtu og rými en hér er til að dreifa. Grundvöllurinn í verkum Sigrún- ar eru höggmyndir, risastórar unn- ar fyrir opinber rými og smærri verk fyrir minni sali. Hún vinnur einnig málverk og teikningar sem tengjast þessum verkum og eru í anda þeirra. Sigrún nýtur hér góðs af búsetu sinni í Þýskalandi og segir m.a. í viðtali að hún vinni stórar höggmyndir oft í samvinnu við arki- tekta. Þetta er nokkuð sem spenn- andi væri að sjá oftar hér á landi en þó eru dæmi um þetta, nýlegt dæmi er hugmyndasamvinna Teiknistof- unnar Traðar og Sigurðar Guð- mundssonar myndlistarmanns um tilhögun duftgarðs í Öskjuhlíðinni. Slík samvinna gæti án efa oft á tíð- um skapað hugmyndaríkara um- hverfi og byggingar en nú er raun- in. Flest okkar eru föst í þeim hugsunarhætti að listaverk í op- inberu rými byggist á módernískum abstrakt skúlptúrum sem klesst er niður á klaufalegan hátt fyrir fram- an einhverja bygginguna. Væri svo gæti ég tekið undir orð Stefáns Jóns Hafsteins um að ýmislegt ann- að en listskreytingarsjóður á vegum Reykjavíkurborgar gæti verið meira spennandi fyrir menningar- lífið í borginni. En í dag er list í op- inberu rými allt annað en hún var og er í flestum tilfellum unnin í samræmi við umhverfi sitt. List- skreytingarsjóður sem hefði það í huga gæti gert margt spennandi fyrir menningarlífið. Þar væri sam- vinna eins og sú sem Sigrún nefnir númer eitt. Skúlptúrar hennar leitast fyrst og fremst við að vinna með um- hverfinu, skapa hreyfingu og dýna- mík. Sigrún vinnur á nokkuð hefð- bundinn hátt og að vissu leyti má fella skúlptúra hennar undir mód- erníska hattinn sem abstrakt högg- myndir en þó býr líka mun meira í þeim, fyrst og fremst er það mögu- leikinn á hreyfingu og tilfinningin fyrir óstöðugleika sem snýr upp á hefðina. Maður hefur á tilfinning- unni að skúlptúrarnir kollsteypist eða detti eða fari af stað á hverri stundu. Þessi tilfinning end- urspeglar tíðaranda óvissu og breytinga, nokkuð sem við lifum við í dag. Hjá Sævari Karli sýnir Sigrún fimm skúlptúra, einn stærri og fjóra minni. Í þeim öllum kemur fram togstreita hreyfingar og kyrrstöðu, jafnvægis og kollveltu. Af mynd- unum í bók Sigrúnar virðist mér sem stærstu skúlptúrarnir séu hennar sterkasta hlið, litlu verkin standa þó líka alveg fyrir sínu. Hún sýnir einnig teikningar, breiðar lín- ur sem skarast og skerast, þær minna bæði á lífræna þætti eins og t.d. uppstækkuð mannshár eða tæknilega hluti, snúrur, strengi. Í teikningunum er það einnig hreyf- ingin og krafturinn sem knýr verkin áfram. Nú þegar Sigrún hefur ekki sýnt hér á landi í átta ár er sýning hennar vissulega tímabær. Með þessum minni verkum gefur bókin góða, gefin út í tilefni þriggja einka- sýninga í þýskum söfnum, góða mynd af verkum Sigrúnar, verkum sem ég get varla ímyndað mér ann- að en við eigum eftir að fá að sjá meira af í framtíðinni. MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Til 8. ágúst. Opið á verslunartíma. Höggmyndir og málverk Sigrún Ólafsdóttir Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Jim Smart Skúlptúrar Sigrúnar hjá Sævari Karli. Tíðarandi á traustum grunni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 16. júlí (16.07.2005)
https://timarit.is/issue/260595

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. júlí (16.07.2005)

Aðgerðir: