Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 5
viðfangsefni þeirra, á borð við alnæmi, kyn-
sjúkdóma og eiturlyfjafíkn, ættu á hættu að
hljóta ekki styrkveitingu.
Kristileg samtök viðurkenna aðild
að lista yfir óæskilega vísindamenn
Kaplan segir að vegna afskipta stjórnar
Bush af vísindamönnum hafi demókratinn
Henry Waxman sett upp upplýsingalínu fyr-
ir heilbrigðisstarfsmenn, sem í skjóli nafn-
leyndar var ætlað að upplýsa aðstandendur
línunnar um umfang og afleiðingar þessa
eftirlits. Í framhaldinu skrifaði Waxman bréf
til Tommy Thompson, heilbrigðisráðherra
Bandaríkjanna á fyrra kjörtímabili Bush,
þar sem hann skoraði á ráðherrann að finna
út hver hefði staðið á bak við umræddan
lista.
Samkvæmt Kaplan leiddi þetta til þess að
kristilegu samtökin „Traditional Values
Coalition“ (TVC), sem hún segir mjög mót-
fallin samkynhneigðum, hafi þá loksins kom-
ið fram í dagsljósið og viðurkennt aðild sína
að listanum. Að auki segir Kaplan að stjórn-
andi TVC, Andrea Lafferty, hafi á hringferð
sinni um spjallþætti vegna málsins látið
þessi orð falla í viðtali við AP: „Við vitum að
í áraraðir hefur milljónum dollara á milljónir
ofan verið sturtað niður í klósettið vegna
þessa alnæmis-/eyðnihneykslis.“
Ekki voru allir hrifnir af ummælum Laff-
erty og sagði læknirinn Ken Haller, forseti
„Gay and Lesbian Medical Association“, að
það segði mikið um vanvirðingu stjórnar
Bush gagnvart vísindum að málstaður TVC
væri tekinn alvarlega. Frekari vitnisburður
um andstöðu kristinna bókstafstrúarmanna
gegn alnæmisrannsóknum eru orð repúblik-
anans Patrick J. Toomey, sem Kaplan segir
að hafi beitt sér gegn styrkveitingum til al-
næmisrannsókna, um að „ólíkt alnæmi…
[séu] til alvöru sjúkdómar sem [hafi] áhrif á
alvöru fólk og þangað ættum við að beina
fjármunum okkar“.
Til að setja þessa athugasemd í samhengi
við opinberar tölur úr heilbrigðisgeiranum
segir Kaplan að áætlað sé að um ein milljón
Bandaríkjamanna séu alnæmissmitaðir.6
Um afstöðu skoðanabræðra Toomeys inn-
an repúblikanaflokksins hefur Judy Auer-
bach, varaforseti „American Foundation for
AIDS Research“, sagt að þeir séu „drifnir
áfram af tiltekinni trúarafstöðu sem for-
dæmir vændiskonur, samkynhneigða, tvíkyn-
hneigða og eiturlyfjaneytendur – ekki aðeins
hegðun þeirra heldur einnig fólkið sjálft“.
Leiðtogi kristinna samtaka varar
við „áróðri“ samkynhneigðra
Andstöðu gegn auknum réttindum samkyn-
hneigðra hefur einnig orðið vart í vinsælum
fjölmiðlum vestra. Þannig er boðskap Dr.
James Claytons Dobsons, leiðtoga samtak-
anna „Focus on the Family“, sjónvarpað á
yfir áttatíu bandarískum sjónvarpsstöðvum.
En Dr. Dobson hefur verið áberandi í bar-
áttu sinni gegn því sem hann telur vera
áróður samtakanna „We Are Family Fo-
undation“ í bandarískum grunnskólum, en
hann telur að þau hafi með lúmskum hætti
misnotað hugtök á borð við „umburðarlyndi“
og „fjölbreytni“ til að réttlæta samkyn-
hneigð í hugum barna.
Þá er Dr. Dobson, sem síðasta haust kom
fram á fjölsóttum samkomum stuðnings-
manna Bush forseta, frægur fyrir að hafa
sagt sjö milljón hlustendum sínum skömmu
fyrir síðustu forsetakosningar að það væri
„synd“ að sitja heima á kjördag. Michael
Crowley, ritstjóri hjá tímaritinu New Re-
public, segir í grein á vefsíðunni Slate að það
sé til marks um vinsældir samtaka Dr. Dob-
sons, „Focus on the Family“, að þau hafi sitt
eigið póstnúmer.
Crowley segir enn fremur að um 500 dag-
blöð birti vikulega pistla Dr. Dobsons og að
framlag hans kunni að hafa ráðið úrslitum í
Ohio og á Flórída.7
Það ber að geta þess að evangelískir trú-
bræður hans hafa fordæmt sum viðhorf hans
og skal því ítrekað að slíkar skoðanir til-
heyra enn sem komið er minnihluta banda-
rísku þjóðarinnar.
En aftur að bók Kaplan, sem ver nokkru
rými í umfjöllun um David Hager, sem að
hennar sögn er þekktur meðlimur kristilegu
læknasamtakanna vestra.
Að sögn Kaplan er að finna í bók Hagers,
As Jesus Cared for Women, hugljúfa lýsingu
á því þegar kona með miklar blæðingar kýs
fremur að láta prest biðja fyrir sér heldur
en að undirgangast læknisaðgerð. Kaplan
segir þetta augljósa tilvísun í Nýja Testa-
mentið þegar Jesús Kristur læknar blæðandi
konu. Þá fjallar hún um aðra bók Hagers,
Stress and Women’s Body, sem hann skrif-
aði ásamt eiginkonu sinni, þar sem þau
mæla með bænum sem lækningu við höf-
uðverk, fyrirtíðaspennu og krabbameini.
Þá fjallar Kaplan um kristilegu samtökin
„National Association for the Research and
Therapy of Homosexuality“ (NARTH) ann-
ars vegar og „Medical Institute for Sexual
Health“ hins vegar. Að hennar sögn hafa
NARTH lýst því yfir að þau hafi „uppgötv-
að“ að samkynhneigð sé andlegur sjúkdómur
sem lækna megi með meðferð, og að þau
hafi einnig rökstutt með „gögnum“ að sam-
kynhneigð sé tengd kynferðislegri misnotk-
un á börnum, miklu lauslæti og sjálfs-
morðum.
Hún fjallar svo um það þegar upplýsingar
um smokkinn voru teknar af vefsíðu samtak-
anna „Centers for Disease Control and Pre-
vention“ (CDC), og að mjög ritskoðuð útgáfa
af sama efni hafi síðar birst á síðu samtak-
anna.
Kaplan segir að Dr. Margaret Scarlett,
sem meðal annars hefur starfað við alnæm-
isskrifstofu Hvíta hússins og hjá samtök-
unum CDC, hafi lýst því yfir að sérfræð-
ingar í vörnum smokksins hafi ekki verið
hafðir með í ráðum við ritskoðunina og að
hin nýja útgáfa síðunnar ógni mannslífum.8
Samkvæmt samtökunum „Union of Con-
cerned Scientists“ staðfesti heimildarmaður
hjá CDC að háttsettir aðilar í stjórn Bush
hefðu komið að ákvörðuninni um að fjar-
lægja upplýsingasíðuna af Netinu, um svipað
leyti og kristilegu samtökin „Physicians
Consortium“ sendu frá sér skýrslu þar sem
kvartað var yfir því að efni á vefsíðu CDC
innihéldi „myndrænar lýsingar“ á kynlífs-
hegðun og lauslæti.
Kristnir bókstafstrúarmenn segja
tengsl á milli fóstureyðinga og
brjóstakrabbameins
Þessu til viðbótar segir Kaplan að kristilegu
samtökin „The Heritage Foundation“ hafi
staðið í herferð gegn notkun smokka. Að
hennar sögn komust höfundar júnískýrslu
samtakanna árið 2003, Sexually Active
Teenagers Are More Likely to Be Depress-
ed and to Attempt Suicide, að þeirri órök-
studdu niðurstöðu að kynlífsfræðsla hefði
mistekist og að „fræðsla um kynlífsbindindi
væri einstaklega hentug leið til að mæta
bæði tilfinningalegum og líkamlegum þörfum
bandarískra ungmenna“.
Vefsíða stofnunarinnar „National Cancer
Institute„ var einnig ritskoðuð af yfirvöldum
og segir Kaplan að snemma árs 2002 hafi
vefsíða, sem upplýsti lesendur um að engin
tengsl væru á milli brjóstakrabbameins og
fóstureyðinga, verið fjarlægð af Netinu.
Kaplan segir að í nóvember sama ár hafi
ný síða, sem upplýsti lesendur um að „um-
talsverð sönnunargögn lægju fyrir sem
bentu til að samband væri á milli fóstureyð-
inga og brjóstakrabbameins“, verið sett á
Netið í staðinn.
Tuttugu Nóbelsverðlaunahafar
gagnrýna stjórn Bush
Þá má geta þess að fyrr í kaflanum minnir
Kaplan á að 18. febrúar 2004 hafi sextíu
þekktir vísindamenn, þar af um tuttugu
Nóbelsverðlaunahafar, undirritað mótmæla-
skjal gegn afskiptum stjórnar Bush af vís-
indarannsóknum.9
Í yfirlýsingunni sagði meðal annars:
„Þegar vísindaleg þekking hefur verið í
ósamræmi við pólitísk markmið hefur þessi
stjórn oft stýrt ferlinu þar sem vísindi koma
inn í ákvarðanatökur. Þessu hefur verið náð
fram með því að skipa í stöður einstaklinga
sem hafa ekki hlotið viðeigandi þjálfun ell-
egar eiga [vegna bakgrunns síns] í hags-
munaárekstrum sem opinberir starfsmenn
eða nefndarmeðlimir í vísindalegum ráð-
gjafanefndum… Afbökun á vísindalegri
þekkingu í pólitískum tilgangi verður að
linna…“
Kaplan segir að þáverandi vísindaráðgjafi
Hvíta hússins, John Marburger, hafi svarað
bréfinu með tuttugu blaðsíðna ritsmíð
skömmu áður en hann lýsti því yfir í viðtali
við New York Times að Nóbelsverðlaunahaf-
arnir væru uppteknir af „samsæriskenn-
ingu“.
New York Times fjallar um ritskoðun
kristinna bókstafstrúarmanna
Fyrir um réttu ári fjallaði blaðakonan Mir-
eya Navarro hjá New York Times um af-
skipti kristinna bókstafstrúarmanna af heil-
brigðisþjónustunni vestra í greininni
„Experts in Sex Field Say Conservatives
Interfere With Health and Research“.10
James Wagoner, forseti Advocates for
Youth, lét þessi orð falla í greininni:
„Í tvo áratugi snerust þessi málefni um
heilsugæslu og vísindi en nú höfum við hins
vegar hugmyndafræðilega nálgun [yfirvalda]
í þessum málum. Aldrei áður höfum við upp-
lifað slíkt andrúmsloft hótana og ritskoð-
unar.“
Í greininni sagði fyrrnefnd Andrea Laff-
erty, forseti TVC, að það væri „ákveðinn
hroki í vísindasamfélaginu um að það vissi
betur heldur en hinn venjulegi Bandaríkja-
maður“. Þá staðfesti Richard Parker, pró-
fessor við „Mailman School of Public Health“
við Kólumbíuháskóla, í viðtali við Navarro að
ritskoðun yfirvalda hefði þegar haft neikvæð
áhrif á störf háskólakennara sem rannsaka
kynsjúkdóma. Að lokum sagði Barnaby B.
Barratt, aðstoðarforseti „American Associat-
ion of Sex Educators, Counselors and Ther-
apists“, að aukin fjárframlög stjórnar Bush
til skírlífisverkefna á kostnað kynlífsfræðslu
væru brot á mannréttindum barna: „Yfir 40
prósent af fimmtán ára gömlum ungmennum
stunda kynlíf og þessi hópur er ekki að fá
fullnægjandi upplýsingar um hvernig forðast
megi þunganir og kynsjúkdóma.“
Sá yðar sem syndlaus er …
Af ofansögðu má ráða að kristnir bókstafs-
trúarmenn hafa haft umtalsverð áhrif í Hvíta
húsinu í stjórnartíð Bush forseta.
Og eins og Kaplan rekur í fjórða kafla
bókar sinnar hafa þessi áhrif langt í frá verið
einangruð við minniháttar stefnumál, svo
sem sjá má af því að starfsmenn virtrar heil-
brigðisstofnunar hafa þurft að endurorða
inngangskafla í styrktarumsóknum af ótta
við árvökul augu kristinna hægrimanna. Enn
fremur benda áherslur og vinsældir ýmissa
trúarleiðtoga til þess að bókstafstrú sé í sókn
í bandarísku þjóðlífi og að nýir miðlar hafi
hjálpað þar til.
Hvað varðar andstöðu samtaka bókstafs-
trúarmanna gegn réttindabaráttu samkyn-
hneigðra, og viðleitni þeirra til að hljóta al-
menna viðurkenningu samborgara sinna, þá
hlýtur hún að vekja upp spurningar um
hvort áróður slíkra samtaka eigi yfir höfuð
nokkra samleið með boðskap Krists. Það
sama má segja um andstöðu slíkra samtaka
gegn fjárveitingum til heilbrigðisrannsókna á
sviði vændis, eiturlyfjaneyslu og alnæmis,
sem óhjákvæmilega kemur niður á þeim sem
síst skyldi. Vetta er að ríkisstjórn Bush skuli
hafa aðlagað stefnumál sín skoðunum slíkra
samtaka og munu gagnrýnendur forsetans í
framtíðinni án efa fara hörðum orðum um
þessa þróun sem vonandi tekur brátt enda.
Heimildir:
1Skýrsu Pew Research Center frá janúar 2005,
A Faith-Based Partisan Divide, má finna hér:
http://pewforum.org/publications/.
2 Viðtal PBS við Richard Land má lesa hér:
http://www.pbs.org/wgbh/pages/frontline/shows/jesus/
interviews/land.html.
3Allar beinar tilvitnanir í textanum eru lauslegar þýðingar
og ber að túlka sem slíkar og með þeim fyrirvara.
4 Í þessu vefskjali má lesa hvernig Pew Institute áætlar að
allt að 62 prósent blökkumanna í Bandaríkjunum telji að
biblían sé orð Guðs og að boðskap hennar beri því að taka
bókstaflega:
http://pewforum.org/docs/index.php?DocID=29.
5(e.: creationists; þ.e. þeir sem taka sköpunarsögu bibl-
íunnar bókstaflega)
6Um útbreiðslu alnæmis í Bandaríkjunum má meðal ann-
ars lesa hér:
http://www.avert.org/aids-america.htm.
Í þessu vefskjali er svo fjallað um hvernig um helmingur
nemenda á lokaári í framhaldsskólum í Bandaríkjunum
viðurkennir að hafa reykt marijúana:
http://www.nida.nih.gov/PDF/MediaGuide.pdf.
7Grein Crowleys i Slate má lesa hér:
http://slate.msn.com/id/2109621.
8Ummæli nokkurra gagnrýnenda stefnu stjórnar Bush í
vísindum má lesa í þessu vefskjali, þar á meðal sam-
anburð Dr. Margaret Scarlett á afstöðu stjórna Reagans og
Bush til alnæmisrannsókna:
http://www.americanprogress.org
9Yfirlýsinguna frá 18. febrúar 2004 sem fjölmargir vís-
indamenn undirrituðu má finna hér: http://www.uc-
susa.org/global_environment/rsi/page.cfm?pageID=1320.
10Þá má nálgast grein Navarro í NYT hér:
http://www.arhp.org/corevalues/media/071104newyork-
times.cfm.
’Kaplan segir […] að fyrir um aldarfjórðungi, þegar áhrif kristinna hægrimanna tóku að aukast í bandarískumstjórnmálum, hafi kristnir bókstafstrúarmenn byrjað að setja á fót vísindastofnanir sem hafi síðan beitt óvísindalegum
aðferðum til að setja fram niðurstöður sem falla að heimsmynd þeirra.‘
Höfundur þessarar samantektar er háskólanemi
í Ástralíu.
Bush forseti „Hvað varðar trúarafstöðu Bush þá má segja til einföldunar að hún heyri undir evang-
elísku kirkjuna vestra, sem leggur mikla áherslu á að breiða út boðskap Krists með trúboði, ásamt því
að boða að biblían sé óskeikul.“
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005 | 5