Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005 | 13 Jamaica-maðurinn Max Smith, sem tók sérnafnið Romeo, ólst upp við kröpp kjör ogfjórtán ára gamall var hann farinn aðvinna fyrir sér við að hreinsa framræslu- skurði á sykurplantekru, algjör þrælavinna. Það varð honum til happs að komast í hæfileikakeppni sem hann sigraði svo í. Það fyllti hann sjálfstrausti og átján ára gamall hélt hann til Kingston, höfuðborgar Ja- maica, staðráðinn í að slá í gegn. Í Kingston stofnaði hann söngsveitina The Emo- tions við þriðja mann og naut talsverðrar vel- gengni með henni. 1968, þegar Max Romeo, eins og hann hét þá, var 21 árs, hrinti hann svo úr vör sólóferli. Þó nóga hefði Romeo hæfileikana lét frægðin á sér standa og á endanum tók hann að sér að syngja texta, sem hann hafði reyndar samið, við lag sem upptökustjórinn magnaði Lee Scratch Perry hafði tekið upp. „Wet Dram“ hét lagið, og sagði frá draumkuntu eins og heitið gefur til kynna. Smá- skífan varð vinsæl vel í Jamaica og barst til Bret- lands þar sem hún var snimmhendis bönnuð í breska ríkisútvarpinu og ýtti heldur en ekki undir vinsældir þess. Næstu árin var Romeo við sama heygarðshornið, en sneri sér síðan að pólitík og svo trúmálum – hann snerist til rastafaritrúar. Eftir að Max Romeo hætti að klæmast sendi hann frá sér fínar smáskífur með pólitískum boð- skap og síðan rastafari-boðskap. 1976 lögðu þeir svo saman kraftana Max Romeo og Lee Perry og úr varð platan War ina Babylon, hápunkturinn á ferli Max Romeo og ein af bestu plötum Perrys. Titillag War ina Babylon fjallar um ólguna á Jamaica í aðdraganda kosninganna 1972, en svo mikil spenna var í landinu að rastafari-menn héldu að heimsendir væri í nánd og það skilaði sér í tón- listina hjá fjölmörgum tónlistarmönnum. Önnur lög sögðu almennt frá örbirgð fólks í fátækra- hverfum Kingston, til að mynda „Uptown Babies Don’t Cry“, fjölluðu um spillingu í kirkjum lands- ins, „Stealing in the Name of Jah“, þar sem lagt er út af Lúkasarguðspjalli („Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli“) og svo má telja. Hljómsveitin sem spilar undir er Upsetters, sú besta á Jamaica á þessum tíma, Perry er í miklu stuði á tökkunum og Max Romeo var framúrskarandi söngvari, trúarhiti og ein- lægni einkenna sönginn. (Til gamans má svo geta þess að lagið „I Chase the Devil“ skilaði sér síðan nokkuð breytt á sóló- plötu Perrys, Time Boom X De Devil Dead, sem kom út 1997, og hluti úr útgáfu Perrys er svo snar þáttur í Prodigy-laginu „Outer Space“.) War ina Babylon kom út 1976, en ósætti á milli þeirra félaga kom í veg fyrir frekar samstarf. Perry átti enn eftir að gera frábærar plötur, Heart of the Congos, besta plata hans, kom til að mynda út 1977, en Max Romeo náði aldrei sömu hæðum. Einlægur trúarhiti Poppklassík eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is H idden Cameras er varla eiginleg hljómsveit heldur fyrst og fremst vettvangur Torontobúans Joel Gibb til að koma söngs- míðum sínum á framfæri. Tónlist hans nær því að vera ofurfalleg og stórundarleg, að hluta til er um ljúft og grípandi kammerpopp að ræða, ekki ósvipað óslípaðri Belle and Sebastian. Textalega séð fjallar Gibb mikið um samkynheigð og nuddar því upp í andlitið á hlustendum. Það er ekki ýjað að neinu heldur öllu haldið hátt á lofti þannig að allir geti séð og heyrt. Þessi þáttur sveitarinnar hefur vakið mikla athygli, enda á heimurinn enn langt í land með að samþykkja samkynhneigð sem eitt af dásamlegum blæbrigðum lífsins. Allar svona æf- ingar þykja því stórmerkilegar og það verður að segjast að Gibb leikur þennan leik vel. Önnur plata sveitarinnar heitir t.a.m. The Smell Of Our Own og fyrsta lagið ber heitið „Golden Streams“. Bobby Brown Frank Zappa er hér snúið á haus. „Smells like Happiness“ innheldur línurnar „Happiness has a smell I inhale like a drug done in a darkened hall or a bathroom stall with a friend or a man with a hard-on“. Kynlífi fagnað, eins og gengur og gerist hjá gagnkynheigðum, en einnig er að finna hreina pólitík eins og í hinu smellna „Ban Marriage“. Á tónleikum breytist sveitin svo í öskrandi stuð- band og þjóðlagaáhrif eru mjög svo merkjanleg. Líkt og að hitta Belle and Sebastian og Pogues saman í góðu partíi. Hidden Cameras voru mergjuð á Skeldunni en líkt og með Lambchop eru meðlimir sveitarinnar nær óteljandi. Uppistandið var þó víst fremur hefðbundið miðað við það sem tíðkaðist á upphafsárum sveitarinnar. Þá voru gógódansarar og stripparar uppi á sviði auk þess sem myndbönd voru notuð og áhorfendur tóku virkan þátt í tón- leikunum. Blaðamaður spurði Gibb hvort að þjóðlagasena sú er þrífst í Nýfundnalandi hafi haft áhrif á sveit- ina, en þar fer fyrir keltneskum áhrifum í tónlist sveita eins og The Great Big Sea. Ekki vildi Gibb nú skrifa undir þá fagmannlegu greiningu. Saga Hidden Cameras á sér þau tildrög að þegar Gibb var í menntaskóla samdi hann og hljóðritaði lög í gríð og erg en hélt þeim kirfilega niðri í skúffu. Er langt var komið í háskóla hóf hann að leyfa vin- um og kunningjum að heyra og urðu þeir svo hrifn- ir að þeir ýttu Gibb út í það að stofna hljómsveit. Fyrsta platan, Ecce Homo, kom út árið 2001 og innheldur strípaðar, fjögurra rása upptökur. Rough Trade gaf svo út The Smell Of Our Own árið 2003 og í fyrra kom Mississauga Goddam út. Hugsun „Aaaaaaaaa,“ segir Gibb og er hugsi lengi vel. Fyrsta spurningin er komin í loftið. Hefðbundin nokk. „Það er erfitt að lýsa eigin tónlist. Ég kallaði þetta sjálfur samkynhneigða, þjóðlagakennda kirkjutónlist og þá fóru allir að nota það í gríð og erg þannig að ég er hættur að nota þá lýsingu. Nú vil ég kalla þetta trúar-tauga-költ tónlist. En það er nú ekki eins grípandi, er það? En þetta er tauga- tónlist (notar orðið „jitter“) og næsta plata verður í þannig fasa.“ Spurður um hvort vangaveltur hans um samkyn- hneigðina liggi til grundvallar í listsköpuninni segir hann að allir spyrji hann að þessu. „Þetta er eins og að spyrja mann hvort það að vera mannlegur stýri því hver maður er? Langflestar hljómsveitir ræða ekki kynhneigð sína, í hvaða átt sem þær sveiflast. Mér fannst það skrýtið að frétta löngu síðar að ákveðnar hljómsveitir, sem ég hélt upp á þegar ég var unglingur, innihéldu samkynhneigða meðlimi. Eins og það væri eitthvert leyndarmál. Hvað er að því að vera samkynhneigður, hugsaði ég. Hver er tilgangurinn með því að vera opinber persóna ef þú getur ekki verið sá sem þú ert? Hvernig áttu þá að geta tengt við fólk sem finnur einhverja samleið með þér? Það að standa uppi á sviði snýst um þetta. Þetta snýst ekki um frægð eða stjörnustæla – á að minnsta kosti ekki að gera það. Þetta snýst um það að vera þú sjálfur og tengjast fólki.“ Gibb verður hvumsa þegar hann er spurður að því af hverju hann geri tónlist. „Af hverju? Ég hef ekkert annað að gera. Ég myndi deyja ef ég hefði ekki tónlistina. Hún er allt sem er. Ég gæti gert eitthvað annað; verið kennari, listamaður, náms- maður. En það er ekki eins skemmtilegt.“ Þegar blaðamaður sendi Gibb fyrirspurn um við- tal nokkru fyrir hátíð brást hann ljúflega við og var þægilega óformlegur með það. Sagði blaðamanni einfaldlega að heilsa upp á sig eftir tónleika, bað hann um að hitta sig þar sem hann og fleiri með- limir yrðu seljandi nýja sjötommu, „Learning The Lie“, til hliðar við sviðið. Það var athyglisvert að fylgjast með Gibb þeysast baksviðs og koma hlaup- andi aftur með boli og sjötommur, milliliðalausara gerist það ekki. Þegar komið var baksviðs var Gibb enn að selja sjötommur í óðaönn þannig að blaða- maður skrafaði aðeins við aðra limi sveitarinnar. Hver sveit á hátíðinni fær úthlutaðan ákveðinn tíma baksviðs og með því fylgir fullur ísskápur af bjór, mat, hvítvíni og þvíumlíku og það er óskrifuð regla að þessi hlunnindi eru nýtt til fullnustu. Það var því skondið að sjá sellóleikarann burðast með sex hvítvínsflöskur í fanginu út í bíl. Gibb lét loks sjá sig og bað hann mig um að fylgja sér út í rútuna. Þar settumst við tveir saman, aleinir í myrkvað aft- ursætið. Það fannst mér líka skondið. „Þetta er íslenski vinkillinn,“ segir Gibb og út- skýrir nú af hverju hann hafi verið svona ólmur í að gefa viðtal. „Ég er hrifinn af Íslandi og hef aldrei talað við íslenskan blaðamann áður.“ Gibb segir í framhaldinu að hann sé steinhissa á hversu langt þessi hljómsveit hans hafi náð. „Ég hef aldrei lært tónlist og þetta er fyrsta hljóm- sveitin sem ég er í. Mér var í raun ýtt út í þetta, mér hafði ekki dottið í hug að setja saman hljómsveit. Vinir mínir hvöttu mig áfram þar sem þeir voru hrifnir af tónlistinni minni. Einn þeirra bókaði mig á einhverja listsýningu og sagði að ég yrði að setja saman band. Og ég gerði það. Ég var að klára háskólann og hafði ekkert betra að gera. Ég var að vinna í ömurlegri vinnu í listasafni og var rekinn þaðan. Þannig að þetta var það besta í stöðunni. Það eru góðir straumar í Toronto gagn- vart listamönnum, það er litið á það sem alvörustarf, ekki eins og maður sé að „gera ekki neitt“.“ Spjallið leiðist allt í einu út í almennt hjal um Kanada sem Gibb segir að sé ekki dauflegt og leið- inlegt land eins og svo margir segja. Hann segir borgirnar þar, eins og Toronto, vera meira eins og smábæi frekar en hefðbundnar stórborgir og það sé indælt að búa þar. Hann hvetur blaðamann til að koma í heimsókn. En skyndilega snýst talið aftur að Hidden Cameras. „Sjónvarpsauglýsingar og Nietzsche … og Samuel Beckett,“ segir Gibb, „Þetta eru áhrifavaldar mínir. Samuel Beckett er sá maður sem hefur haft mest áhrif á mig. Og Jean Genie. Þegar ég skrifa texta er ég að hugsa um þessa hluti, ekki einhverja popptexta. Ég sem popplög en textarnir eru af öðrum meiði. Ég er ekki að reyna að semja popptexta því það er búið að semja þá alla. Ég reyni að nota önnur orð, aðrar setningar, aðra nálgun og reyni að koma að þessu úr annarri átt í stað þess að vera með þetta „Oh baby, baby“ endalaust. Þess vegna legg ég áherslu á að tala hispurslaust, eðlilega um samkynhneigðina. Það hefur aldrei verið gert áður. Eins og í ástarlagi þar sem maðurinn segir „hann“ en ekki „hún“. Þetta er eins og ónumið land, það virðist enginn vera að gera þetta. Ég skil ekki af hverju það er ekki gert meira af þessu. Af hverju gera þessir frægu samkynhneigðu söngvarar ekki meira af þessu?“ Hæfandi lokaorð þessa merkilega þenkjandi hugsjónamanns. Hidden Cameras á NASA sem fyrst! Ást í leynum Kanadíska nýbylgjusveitin Hidden Cameras hef- ur vakið athygli að undanförnu fyrir hámel- ódíska tónlist og hreinskiptna textagerð. Blaða- maður hitti á leiðtoga sveitarinnar, Joel Gibb, rétt eftir að sveitin hafði gert stormandi lukku á nýafstaðinni Hróarskelduhátíð. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hidden Cameras Joel Gibb er í miðið. Ameríska rokk-kvendið PattiSmith, sem mun halda tónleika hér á landi á Nasa hinn 6. sept- ember, veitti á dögunum viðtöku einum æðstu menning- arverðlaunum Frakklands. Í viðurkenningunni er framlag henn- ar til tónlistar- innar viðurkennt og hún sögð vera einn áhrifamesti kven-tónlistarmaður rokksögunnar en einnig kom fram í máli menning- armálaráðherra Frakklands, Ren- aud Donnedieu de Vabres, að tillit hefði verið tekið til aðdáunar söngkon- unnar á franska ljóð- skáldinu Arthur Rim- baud. Af Patti Smith, sem er 58 ára, er það annars að frétta að hún und- irbýr nú upptökur að tökulagaplötu þar sem hún mun flytja lög eftir Bob Dylan, The Greatful Dead og Edith Piaf, svo einhverjir séu nefndir.    Lengi hefur verið beðið eftirnæstu plötu kántrísöngvarans Willie Nelsons en í þetta sinn reynir Willie við reggí- tónlistina. Platan, sem ber heitið Country Man, kemur nú út í næstu viku og mun meðal ann- ars innihalda reggí-útgáfur af lögunum „Dark- ness on the Face of the Earth“ og „One in a Row“ sem eru eftir Willie sjálfan en þar verður einnig að finna lögin „The Harder They Come“ og „Sitting in Limbo“ sem reggí-hetjan Jimmi Cliff gerði vinsæl á sínum tíma. „I’m a Worried Man“ eftir Johnny og June Carter Cash er þarna einnig en það lag syngur Nel- son með Toots Hibbert úr Toots and the Maytals. Ef einhverjum finnst þessi und- arlega reggí-útgáfa Nelsons vera til marks um þverrandi geðheilsu er einnig rétt að geta þess að hljómplötuumslag plötunnar prýða græn maríjúana-lauf á rauðum og gulum bakgrunni. Laufin vísa nátt- úrlega til Jamaíku þar sem maríj- úana-neysla er sums staðar hluti af trúariðkun Jamaíkumanna en hér er einnig verið að vísa til Willie sjálfs sem leiðist víst ekki reykjarmökk- urinn.    Nýjasta plata Supergrass Roadto Rouen kemur út 15. ágúst. Platan þykir nokkuð stórt stökk frá fyrri plötum sveitarinnar en þó eru greinilega höfundareinkenni þre- menninganna til staðar. Söngvari Supergrass, Gaz, segir að platan, sem ber heitið Road to Rouen, fjalli um ferðalög og það að vaxa úr grasi. „Við höfum lent í ýmsu upp á síð- kastið og það breytir því hvernig maður gerir hlutina. Það breytti því til dæmis hvernig ég sem lög.“ Á plötunni má heyra áhrif frá ukulele- tónlist, Led Zeppelin, sýru-fönk- músík áttunda áratugarins. Fysta smáskífan af plötunni er lagið St. Petersburg en Morg- unblaðið sagði frá því á dögunum að Börkur Sigþórsson, leikstjóri og ljósmyndari, hefði verið valinn til að gera myndbandið við lagið. Lagið er víst fulltrúi rólegri hluta plötunnar en það var tekið upp í uppgerðri hlöðu á Normandí-skaganum. Sup- ergrass er nú stödd á hljómleika- ferðalagi um Bretlandseyjar og hit- ar meðal annars upp á nokkrum tónleikum Coldplay. Erlend tónlist Willie Nelson Patti Smith Supergrass

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 16. júlí (16.07.2005)
https://timarit.is/issue/260595

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. júlí (16.07.2005)

Aðgerðir: