Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.2005, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. júlí 2005 | 3
Í Bloomsbury eru líka margar merkar
menntastofnanir, aðalstöðvar University of
London rísa bak við British Museum í sínum
sérstaka fasíska stíl og fjölmargir háskólar
undir því batteríi eru allt um kring, þeirra
stærstur University College London sem nær
yfir stóran hluta norðurvesturhornsins, út-
verðirnir eru glænýir hvítgrænir spítalat-
urnar þar sem nú er hlúð að særðum. Skólinn
var stofnaður til höfuðs Oxford og Cambridge
og var ætlað að mennta almúgann og þar ræð-
ur uppstoppaður Jeremy Bentham ríkjum.
Það er ljóst þegar þetta er skrifað að skúr-
ingakona þar fórst og prófessor er alvarlega
særður. Nemendurnir eru flestir í sumarfríi
og því færri á ferli en jafnan.
Í mars fyrir tveimur árum hófst einn angi
mótmælagöngunnar miklu gegn Íraksstríðinu
fyrir utan UCL – fjöldinn var slíkur að gang-
an vart mjakaðist, 15 mínútna ganga tók 3
tíma. Þá gafst nóg tækifæri að skoða bresku
heimagerðu skiltin, „Make tea not war“, „Ex-
eter’s Association of Philatelist frown upon
this invasion“, og fleiri í þeim dúr. Kurteisleg-
ustu mótmælaspjöld sem sést hafa. Spánverj-
ar eru yfir sig undrandi yfir viðbrögðunum við
sprengjunum hér, enginn fór út á götu að
mótmæla, enginn skammar Tony Blair. Kvek-
arar, sem eflaust eru mest friðelskandi trú-
flokkur sem til er og bjó lengi við ofsóknir og
kúgun í þessu landi, voru t.d. margir fangels-
aðir fyrir að neita að gegna herþjónustu í
seinni heimsstyrjöldinni, eiga auðvitað sínar
höfuðstöðvar í Bloomsbury: Hverfi friðar,
menntunar og frjálslyndis.
Hverfið er sem sagt upplagt svæði fyrir
fræðimann á ferðalagi og nokkrar áhyggju-
lausar vikur höfðu liðið hjá við leik og störf
þegar frönsk-írsk fjölskylda bauð til skírn-
arveislu á Bretonskaga. Það var markaðs-
dagur í þorpinu þegar undarleg sms-skilaboð
tóku að berast. Allir vildu vita hvort væri í
lagi með okkur. Eftir nokkurn misskilning
varð ljóst hvað hafði gerst, fyrir framan BBC
fréttarásina horfðum við á kaos í hverfinu
okkar. Strætó í tætlum, sótugt fólk streymdi
úr lestarstöðvunum.
Þegar neðanjarðarlestin mjakaðist í gegn-
um King’s Cross nokkrum dögum síðar tróð
brunalyktin sér inn um hverja rifu. Kona
reyndi árangurslaust að þagga niður í dóttur
sinni sem spurði í sífellu hvaða lykt þetta væri
– farþegarnir í lestinni litu ekki upp. Hverfið
hefur breyst í völundarhús, önnur hver gata
lokuð af með lögregluborða eða háum stillöns-
um strekktum hvítu plasti. Maður gengur fyr-
ir horn og allt í einu blasir við manni hrúga af
blómvöndum, heimagerðar auglýsingar á
ljósastaurum lýsa ekki eftir köttum eða páfa-
gaukum eins og í síðustu viku.
Það er ekki hægt að komast hjá því að lesa
stöðugt í hvert smáatriði og sjá afleiðingarnar
alls staðar og hvergi: Er það þeirra vegna að
það var engin biðröð hjá Iain Banks sem var
að árita bækurnar sínar í Forbidden Planet
búðinni? Er það þess vegna sem konan í bláa
kjólnum sem gekk fram hjá var að gráta? eða
var hún bara að snýta sér? Á kaffihúsinu á
Russell Square sitja fjörgamlar konur og
drekka kaffi, þær hlaupa ekki langt undan
morðóðum terroristum, af hverju eru þær
ekki heima hjá sér? Virðulegt túristapar með
samstæðan farangur rýnir í kort í leit að leið
út úr hverfinu og hinir túristarnir eru enn að
skoða stolna góssið í British Museum. Rétt við
kaffihúsið hefur fólk lagt blómvendi á gras-
bala, þar má líka sjá breska fánann, sælgæti,
kerti, sígarettupakka, blómvönd vafinn í ara-
basjal, pakistanska fánann, ljóð, bréf, bænir –
túristarnir standa í kring og taka myndir –
stór fjölskylda við eitt borðið á kaffihúsinu
hlær hátt og lengi.
Hvernig á hverfi, borg, þjóð að bregðast við
þegar fólk er drepið við hversdaglegustu iðju
sem hægt er að hugsa sér og hefði því getað
verið hver sem er, þú, ég, allir hinir? Hvernig
á maður að haga sér þegar maður veit af blóð-
slettum á húsveggjum handan við hornið og
krömdum líkamspörtum neðanjarðar undir
fótum manns. Mega japanskir túristar hefja
upp söng þegar þeir ganga framhjá sprengju-
svæðunum?
Bretar eru sem frægt er óhemju kurteisir
og líklega þeir einu sem biðjast afsökunar
þegar maður rekst á þá. Bandarísk blöð segja
nú um stundir að London sé gróðrarstía öfga-
manna því Bretar séu of kurteisir við músl-
íma. Er Tony Blair of kurteis við múslíma?
Sádí-Arabar eru kannski dæmi um það en
tæpast Írakar. Það er ekki hægt að segja að
Bretar hafi verið kurteisir við múslíma í
Srebrenica. Eða á að senda alla múslíma til
Guantánamo?
Það er erfitt að þagga niður í London, um-
ferðarniðurinn er alltumlykjandi alltaf. Öðru
hverju hefur það gerst, í jarðarför Díönu voru
göturnar eins og á evróvisjónkvöldinu í
Reykjavík 1986 og á jóladag þagnar niðurinn
um stund. Þessa dagana er það örlítið horn
borgarinnar sem þegir, friðsælt horn mennta
og menningar þar sem þó má finna fjölmörg
merki um ofbeldislitaða fortíð gamals heims-
veldis.
Allt er eins og allt er öðruvísi.
Reuters
Strætisvagninn Lögreglumaður vinnur rannsóknarvinnu sína í vagninum sem sprengdur var í loft
upp með þeim afleiðingum að fjöldi manna lét lífið í hversdagslegum erindagjörðum sínum.
Reuters
Tavistock-torg Konur leggja blóm á vettvang atburðanna og sýna sorg sína. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Reuters
’Hvernig á hverfi, borg, þjóð að bregðast við þegar fólk er drepið við hversdagslegustu iðju sem hægt er að hugsa sér oghefði því getað verið hver sem er, þú, ég, allir hinir? Hvernig á maður að haga sér þegar maður veit af blóðslettum á
húsveggjum handan við hornið og krömdum líkamspörtum neðanjarðar undir fótum manns. Mega japanskir túristar
hefja upp söng þegar þeir ganga framhjá sprengjusvæðunum?‘
Stríð og friður
í Bloomsbury
King’s Cross Vegfarendur virða fyrir sér veggspjöld með myndum af þeim sem saknað hefur verið síðan sprengjurnar sprungu í London 7. júlí.