Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Page 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005
L
ars Saabye Christensen fæddist
í Ósló í september 1953. Hann
fékk snemma mikinn áhuga á
tónlist og hefur sagt að fyrstu
sporin á ritvellinum hafi hann
tekið er hann snaraði textum
Bítlanna á norsku þrettán ára gamall. Á eftir
Bítlunum féll hann fyrir blús, hann er í blús-
sveit í dag, en vendipunktur varð svo er hann
las Sult eftir Knut Hamsun – eins og hann seg-
ir gjarnan þá hefur hann innblástur frá þessu
þrennu: Bítlunum, blús og Hamsun, en mest
þó frá Hamsun.
Fyrstu verk Lars Saabye
Christensen birtust í neðan-
jarðartímaritinu Dikt, hann var
og einn af útgefendum þess, en
fyrsta eiginlega bók hans var ljóðasafnið Hist-
orien om Gly sem kom út 1976. Fyrsta skáld-
sagan, Amatøren, kom út 1977, en Christensen
varð landsþekktur fyrir skáldsöguna Beatles,
sem kom út 1984 og varð mikil metsölubók í
Noregi. Næsta bók hans, Sneglene, fékk hin
svonefndu Riverton-verðlaun. Hann gaf svo út
þrjú ljóðasöfn og skáldsöguna Billeterne 1980
og ári síðar bókina, sem varð aðalbók í helsta
bókaklúbbi Noregs 1982 og seldist því vel.
Næsta bók hans var líka ljóðabók, en síðan
kom skáldsagan Bítlarnir eða Beatles, sem er
saga af uppvexti fjögurra drengja mitt í menn-
ingarumróti sjöunda áratugarins, sem Bítlarn-
ir áttu ekki svo lítinn þátt í. Bókin sló rækilega
í gegn, seldist í 200.000 eintökum í Noregi sem
er víst með mestu sölu sem
um getur á skáldverki þar í
landi.
„Gleðin yfir af heyra Bítla-
lag í fyrsta sinn er frum-
gleði,“ sagði Christensen í
viðtali við Aftenposten fyrir
þremur árum og bætti við að
John Lennon og Jim Morri-
son hefðu komið orðum að til-
finningum sem bærðust með
honum en hann gat ekki tjáð
sjálfur. Verk hans snúist ein-
mitt um þetta, hann vilji
skrifa um sameiginlega upp-
lifun.
Christensen er fjölhæfur
höfundur og hefur gefið jöfn-
um höndum út bundið mál og
óbundið, en hann hefur líka
ritstýrt smásagnasöfnum,
skrifað leikrit og kvikmynda-
handrit. Skáldsögurnar eru
líka fjölbreyttar og hann hef-
ur til að mynda skrifað
glæpasögu og barnabækur.
Samhliða því sem hann sendi
frá sér fjölda bóka glímdi
hann þó við eitt stórt verk,
Hálfbróðurinn, sem tók hann tuttugu ár að
skrifa.
Hann hefur lýst því að þegar hugmyndin að
bókinni birtist honum fyrst fyrir rúmum tutt-
ugu árum og hann skrifaði fyrsta kaflann hafi
hann fyllst gleði, liðið eins og hann hafi fundið
gullnámu, en hann hafi líka óttast ábyrgðina
sem fylgdi því að koma efninu sómasamlega
frá sér. Í viðtali við Heiðu Jóhannsdóttur hér í
blaðinu fyrir þremur árum sagði hann svo af
skrifunum: „Ég hef í raun verið með þessa bók
í smíðum síðan ég byrjaði að fást við skáld-
skap. Hún er unnin í tveimur atrennum, sú
fyrri hófst fyrir tuttugu árum, en sú síðari fyr-
ir tíu árum, en þau ár hef ég verið að fullskrifa
bókina. Ég held að allir rithöfundar eigi sér
ákveðnar sögur sem eru þeim mikilvægari en
aðrar, og þeir bara verða að skrifa. Þetta er
svoleiðis saga fyrir mér og þess vegna gaf ég
henni allan þann tíma sem hún þurfti. Það má
líka segja að þessi bók skírskoti til og búi yfir
öllum þeim minnum sem ég hef unnið með í
mínum skrifum hingað til. Hún hvílir eiginlega
á grunni rithöfundarferils míns.“
Fyrir Hálfbróðurinn fékk
Christensen Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs 2002,
en hann hefur annars sankað
að sér fjölda verðlauna, flest
fyrir Hálfbróðurinn: Tarjei
Vesaas-verðlaunin fyrir fyrstu
bók höfundar 1976, sem var
Historien om Gly, norsku Út-
varpsleikritsverðlaunin 1981-
82 fyrir Columbus Ankomst,
Cappelen-verðlaunin 1984 fyr-
ir Beatles, Riverton-verðlaun-
in 1987 fyrir Sneglene, Hyper-
borean-verðlaunin fyrir bók
ársins og norsku gagnrýn-
endaverðlaunin 1988 fyrir
Herman, norsku Bóksalaverð-
launin 1990 fyrir Bly; Am-
anda-verðlaunin 1991, Dob-
loug-verðlaunin 1993,
Riksmåls- verðlaunin 1997,
Sarpsbor-verðlaunin 1999; Aa-
modt-gripinn, Brage-
verðlaunin, Bóksalaverðlaunin
og Norsku lesendaverðlaunin
2001, allt fyrir Hálfbróðurinn.
Hálfbróðirinn, sem selst
hefur í 300.000 eintökum í
Noregi, er helsta verk Christensens og, eins
og rakið hefur verið, það sem hann hefur lagt
mest í. Í tilkynningu dómnefndar Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs 2001 sagði meðal
annars: „[Hálfbróðirinn] er margræð og breið
skáldsaga, sem segir sögu margra kynslóða í
frásögn sem sveiflast milli raunsæis og töfra-
raunsæis. Frásögnin af Barnum Nilsen og
bróður hans Fred einkennist af fjarlægð, missi
og sorg, um leið og hún rúmar mildari tón
kímni, vináttu og vonar.“
Sögusvið Hálfbróðurins er Ósló líkt og
Bítlarnir, blús og Hamsun
Norski rithöfundurinn Lars Saabye Christen-
sen er almennt talinn með helstu núlifandi
rithöfundum Norðmanna. Hann fékk bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók
sína Hálfbróðurinn, sem hann segir hvíla á
grunni rithöfundarferils síns.
Lars Saabye Christensen „Christensen er fjölhæfur höfundur og hefur gefið jöfnum
höndum út bundið mál og óbundið, en hann hefur líka ritstýrt smásagnasöfnum,
skrifað leikrit og kvikmyndahandrit. “
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
H
anne-Vibeke ólst upp í Løkk-
en við vesturströnd Dan-
merkur. Foreldrar hennar
hafa einnig framfleytt sér
sem rithöfundar. Faðir
hennar, Knud Holst, var við-
urkenndur og vinsæll höfundur á 8. áratugnum
en móðir hennar, Kirsten Holst, er vinsæll
sakamálahöfundur. Þannig má segja að skriftir
og skáldsögur hafi frá blautu barnsbeini verið
hluti af lífi Hanne-Vibeke. Það er því kannski
engin furða að líf hennar og skáldskapurinn
eigi samleið í bókstaflegri merkingu.
Alveg frá byrjun fjalla verk
hennar um lífsskilyrði nú-
tímastúlkna og -kvenna með
beinni eða óbeinni tilvísun í hennar eigið líf.
Þetta þema er áberandi hvort sem um er að
ræða handritið við kvikmyndina Dagens
Donna frá 1990, sjónvarpsþáttinn Lögga á
Samsey (Strisser på Samsø) frá 1995 eða
skáldsögur hennar. Fjallað er um sjálfsímynd
nútímakvenna sem byggist á innri tvöfeldni
sem er andstæðukennd. Þörf kvenna fyrir ná-
lægð verður ekki komið til móts við án þess að
atorka og kraftur kvenna verði kúgaður. Þess-
um tvískinnungi hefur Hanne-Vibeke lýst á
mjög sannfærandi hátt og hægt er að segja að
þetta sé innri orkugjafi verka hennar. Þó texti
hennar nálgist það oft að vera klisjukenndur
mótast hann oftast af atvinnumennsku sem
gerir textann lifandi og þess virði fyrir nútíma-
fólk að lesa hann.
Atvinnumennskuna öðlaðist Hanne-Vibeke
fyrst og fremst gegnum menntun og vinnu í
blaðamennsku. Eftir að hafa útskrifast frá
Blaðamannaskólanum í Danmörku árið 1984
vann hún í nokkur ár hjá Berlingske Tidende
og B.T. Síðar vann hún hjá tímaritinu Uge-
bladet Søndag en frá 1987 hefur hún aðallega
unnið við blaðaskriftir í lausamennsku m.a. hjá
Politiken og sem fastur dálkahöfundur hjá
vikublaðinu Alt for damerne. Á sama hátt og
henni finnst eðlilegt að skrifa finnst henni eðli-
legt að skipta sér af samfélagslegum mál-
efnum. Áhugi hennar á samfélags- og menn-
ingarmálum hefur leitt til þess að hún gegnir í
dag mismunandi trúnaðarstörfum fyrir ýmsa
aðila meðal annars dönsku ríkisstjórnina og
UNESCO.
Eftir að bækurnar um unglingsstúlkuna
Majsa komu út hófst Hanne-Vibeke handa við
trílógíuna um Louise, Til sommer frá 1985,
Nattens kys frá 1986 og Hjertets renhed frá
1990. Þessar bækur þekkja margir ungir Ís-
lendingar vel því þær hafa verið notaðar víða í
dönskukennslu í framhaldsskólum landsins.
Eins og Hanne-Vibeke kemur aðalpersónan
Louise frá smábæ á vesturströnd Danmerkur.
Við heyrum um líf hennar á menntaskóla-
árunum og hvernig henni að lokum tekst að út-
skrifast sem arkitekt frá Akademíunni í Kaup-
mannahöfn. Hér er um að ræða
lykilskáldsögur og þroskaskáldsögur þar sem
líf og reynsla höfundarins eru þýðingarmiklir
lyklar til að skilja þær. Lífsreynsla höfund-
arins verður þýðingarmikil fyrir skáldverkið.
Í viðtali frá 1995 lýsir Hanne-Vibeke aðferð-
inni sem stuðst er við. Í lok Nattens kys kemur
við sögu bandarískur tónlistarmaður. Louise
verður yfir sig ástfanginn af þessum unga
manni sem virðist vera frjáls og stórhuga. Ein-
mitt það sem aðalpersónan leitar eftir en kynn-
in taka brátt enda því aðeins nokkrum dögum
síðar deyr maðurinn af heilablóðfalli. Sorgleg
saga en kannski dálítið óviðeigandi í ramma
sögunnar. Í stað þess að bæta söguþráðinn þá
virðist þetta innskot frekar slíta hann. Ástæð-
an fyrir að Hanne-Vibeke ákvað samt að bæta
þessari persónu inn í skáldsöguna er hreinlega
sú að hún sjálf upplifði dauða manns sem hún
leit upp til á meðan hún skrifaði bókina. Hún
vann þá á Berlingske Tidende og var beðin um
að taka viðtal við vinsælan bandarískan trúð
sem á þeim tíma kom fram í fjölleikahúsinu í
Kaupmannahöfn (Cirkusbygningen). Hún varð
strax hrifin af honum og hlakkaði til að skrifa
grein um hann. Einnig var ákveðið að hún ætl-
aði að hitta hann aftur viku seinna. Eftir tvo
daga kemur ritstjóri blaðsins til hennar og
spyr hvort hún þekki ekki þennan trúð. Hún
játaði því. „Getur þú þá ekki tekið að þér að
skrifa minningargrein um hann?“ spurði rit-
stjórinn þá. Í ljós kom að trúðurinn hafði dáið
af heilablóðfalli kvöldið áður. Hanne-Vibeke
skrifaði minningargrein um manninn en ákvað
að hún vildi heiðra minningu hans með því að
láta hann fá pláss í skáldsögunni sem hún var
að skrifa.
Þannig samtvinnast líf og skáldverk hennar
á sérstakan hátt. Þess vegna kemst maður
heldur ekki hjá því að upplifa aðalpersónuna í
næstu trílógíu hennar sem alter ego Hanne-
Vibeke. Aðalpersónan heitir Therese Skårup
og er iðinn og metnaðargjarn fréttamaður sem
stendur frammi fyrir því að eignast barn og
samtímis reyna að komast áfram í frétta-
mennskunni. Líf Therese er í mörgu hliðstætt
lífi Hanne-Vibeke. Í bók númer tvö En lykkelig
kvinde verður Therese t.d. send til Mið-
Evrópu með sjónvarpsliði til þess að gera
fréttapistil. Nákvæmlega á sama hátt og
Hanne-Vibeke sem á svipuðum tíma fór frá
‘Swinouj’scie til Odessa fyrir dönsku sjón-
varpsstöðina TV 2. En Hanne-Vibeke bendir
þó á að skáldsagan byggist ekki á heimildum
og persónulegum glósum úr dagbók hennar.
Therese hefur ekki fyrirmynd í raunverulegri
persónu. Hún er einungis til í höfði höfund-
arins, segir Hanne-Vibeke.
Eftir að hafa skrifað tvær trílógíur er eins og
Hanne-Vibeke ætli nýjar slóðir og árið 1999
kom út kvenréttindabókin Min mosters mi-
græne eller hvordan jeg blev kvinde. Mikið var
rætt um bókina, ekki minnst í Svíþjóð þar sem
hún komst inn á metsölulista. Bókin er eins
konar sjálfsævisaga sem er lýst gegnum viðtöl
við ömmu og systur hennar. Einnig er þar að
finna sjálfsævisögulegan kafla. Aðalboðskapur
bókarinnar er að konur í dag virðist vera jafn
kúgaðar og kynslóð ömmu þeirra. Hér er um
að ræða eins konar heimildabókmenntir þar
sem eigið líf höfundarins er í miðdepli.
Tvær aðrar heimildabækur voru gefnar út
áður en næsta skáldsaga birtist. Sú fyrsta
fjallar um umdeilt efni, nefnilega kynskipti-
aðgerð. Bókin, Ned til kvinderne – da Per blev
til Pia, fjallar um Pia-Britt Ruberg sem valdi
að skipta um kyn þegar hann/hún var 53 ára
gömul. Þremur vikum áður en kynskiptiað-
gerðin á að gerast hringir Per Ruberg i
Hanne-Vibeke og býður henni að skrifa sögu
hans/hennar. Í sex mánuði fylgist Hanne-
Vibeke með hvernig Per smám saman breytist
í konuna Pia-Britt. Þetta er að mörgu leyti
sársaukafull saga. Hér er sagt frá atburði sem
gerist frekar seint í lífi aðalpersónunnar og
ljóst er að geldingin hefur ekki gefið þann sál-
arfrið sem ætlast var til. Þegar bókinni lýkur
situr Pia-Britt Ruberg eftir sem of þungur eft-
irlaunaþegi og sér fram á að þurfa að fara aftur
í aðgerð. Hin bókin Nordjylland i McWorld –
udvkling eller afvikling? er viðtalsbók með
myndum eftir Morten Bruus.
Árið 2002 birtist næsta skáldsaga Hanne-
Vibeke. Sögurnar um Louise og Therese voru
allar skrifaðar í 1. persónu en Krónprinsessan
Líf og skáldskapur
Danski rithöfundurinn Hanne-Vibeke Holst
(f. 1959) er að mörgu leyti umdeild í heima-
landi sínu en þrátt fyrir það vinsælt sagna-
skáld. Árið 1980, þegar hún var aðeins 21 árs
gömul, gaf hún út fyrstu bókina um unglings-
stúlkuna Majsa. Síðan þá hefur Hanne-
Vibeke verið virk á menningarsviðinu sem
blaðamaður, þátttakandi í umræðum í mis-
munandi tímaritum og dagblöðum, höfundur
að skáldsögum, kvikmyndahandritum, leik-
ritum og heimildarbókum. Þannig hefur hún
frá frumraun sinni gefið út samtals 12 skáld-
sögur, nokkur leikrita- og kvikmyndahand-
rit, smásögur og ritgerðir um ýmis efni tengd
líðandi stundu.
Hanne Vibeke Holst „Holst skrifar sig inn í bókmenntahefð sem lengi hefur verið þekkt í Danmörku.“
Eftir Michael Dal
michael@khi.is