Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Page 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 Hann afi minn gamli, hann Panniaq, dó fyrir þrem dögum. Það hryggir mig mjög. Ég sakna gamla mannsins. Í dag raular mamma með sjálfri sér. Hún er ekki hrygg lengur. Í gær varð móðursystir mín léttari að sveinbarni. Mamma er glöð. Hún segir afi sé kominn til okkar aftur. Nýja barnið var látið heita Panniaq. Ég fór með móður minni að heilsa upp á kornabarnið, afa minn. Víst hefur snáðinn augu gamla mannsins, en Panniaq afi minn gaf aldrei frá sér þvílík hljóð þegar hann var svangur. Endurholdgun: Point Hope, Alaska, 1837 Höfundur er fransk-kanadískur indíáni sem er þekktur af sögnum sínum af norðlægum ættbálkum indíána, inúíta, o.fl. Jacques L. Condor-Maka-Tai-meh Hallberg Hallmundsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.