Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁFENGISGJALD á Íslandi er það hæsta í Evrópu og aðeins í Noregi kemst það í námunda við að vera gjaldið hér á landi. Fram kemur í súluritinu að áfengisgjald í Evrópu- löndum er hlutfallslega hæst á sterku áfengi, en mun lægra á létt- víni og bjór. Víða er ekkert áfeng- isgjald á léttu víni, t.d. í Sviss, Þýskalandi, Spáni og Portúgal.                     !   "  " # $%  &     '   (      *#   +), -./0+),( 23433 35456 33436 6748/ 66423 6642/ 94/6 84.: 846/ 545. 749/ 7436 .468 2455 2427 242/ 2465 2463 24/3 34:3 3489 6463 7435 .488 34.7 3482 3428 3463 /492 / /47: /4.8 /4/2 / /426 / / /4.7 / /4/2 / / / / &%+  -660+),( 649. 3468 /496 /4:: /4:6 /4:8 /42. /465 /437 /436 /462 /46/ /43/ /465 /46/ /46/ /435 /436 /4/: /43/ /42. /4/9  -70+),(  +   #  , -. /, "-             !"# $    Hæst áfengisgjald hérlendis „ÉG TEK þessu fagnandi. Þetta er mjög jákvætt,“ sagði Kristín Gyða Njálsdóttir í Keflavík, um aukinn stuðning við foreldra langveikra og fatlaðra barna. Kristín er móðir 11 ára gamals drengs, Birgis Valdimars- sonar, sem greindist með bráðahvít- blæði í september síðastliðnum. Birg- ir verður 12 ára í næsta mánuði. Eiginmaður Kristínar er Valdimar Birgisson og auk Birgis eiga þau dótturina Bryndísi. Kristín sagði að læknismeðferð vegna veikinda Birgis taki um tvö ár og að til þessa hafi meðferðin við sjúkdómnum gengið eins vel og vænta má. En hvaða áhrif hafa veik- indin haft á fjölskyldulífið? „Þetta var auðvitað gríðarlegt áfall og breytti ýmsu í okkar lífi,“ sagði Kristín. „Við lítum svo á að við höfum fengið verkefni að vinna og erum í því núna. Maður er kallaður úr vinnu vegna verkefnisins. Ég held ég geti sagt fyrir hönd foreldra, sem eiga krabbameinssjúk börn, að annað for- eldrið fer af vinnumarkaðinum með- an á veikindunum stendur. Það er ekki boðið upp á neitt annað.“ Kristín sagði þau hjón hafa bæði verið nýbúin að skipta um atvinnu þegar Birgir veiktist. Kristín var þá búin að vinna í níu mánuði hjá Penn- anum – Bókabúð Keflavíkur. Valdi- mar var nýhættur til sjós og búinn að vinna í þrjá mánuði hjá Kölku, Sorp- eyðingarstöð Suðurnesja. Valdimar vinnur vaktavinnu fimm daga í senn og fær síðan frí í fimm daga. Hann hefur því getað stundað sína vinnu, en Kristín hætti að vinna. „Við höfum mætt miklum velvilja og skilningi hjá vinnuveitendum okk- ar og annars staðar. Ég fékk leyfi frá störfum og þurfti ekki að segja upp vinnunni. Þó að ég hafi ekki verið bú- in að ávinna mér mikil réttindi stend- ur mér vinnan til boða þegar þessu verkefni er lokið.“ Kristín segir að þau hafi fengið umönnunarbætur frá Trygg- ingastofnun. Þær nái í fæstum til- vikum að koma í stað launa. „Það er svolítið kippt undan manni fótunum þegar svona gerist,“ sagði Kristín. Auk þess að missa launatekjur fylgir ýmis kostnaður verkefni af því tagi sem fjölskyldan fæst nú við. „Við þurfum að hluta til að halda tvö heimili þegar Birgir liggur á spít- ala í Reykjavík. Við erum fjölskylda og verðum einnig að hugsa um dóttur okkar, þótt hún sé á 17. ári. Trygg- ingastofnun tekur þátt í ferðunum okkar inn í Reykjavík. Akstursstyrk- urinn kemur vel á móts við það, þótt hann dekki ekki alveg kostnaðinn. Þegar Birgir er á sjúkrahúsi er annað okkar hjóna alltaf með honum. Hitt er þá heima en kemur í heimsókn með dóttur okkar.“ Nú er Birgir í þriggja mánaða meðferð sem krefst þess að hann liggi á sjúkrahúsi þriðju hverja viku. Þess á milli þarf hann stundum að fara dag eftir dag á sjúkrahúsið og fá lyf. Inn á milli eru svo ferðir vegna blóðprufa og fleiri þátta meðferðarinnar. Það hefur komið til tals að fá sér annan bíl. Fjölskyldubíllinn er gjarnan inni í Reykjavík þegar Birgir er á sjúkra- húsinu og þá þarf oft mikið púsluspil að hin úr fjölskyldunni komist í heim- sókn úr Keflavík. Kristín telur að ferðir vegna veikindanna, milli Kefla- víkur og Reykjavíkur, séu minnst 15 á mánuði. „Okkur finnst við hafa það gott. Við eigum góðar fjölskyldur og vini sem styðja vel við bakið á okkur. Fyrir það erum við þakklát,“ sagði Kristín. Fótunum er kippt undan manni Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Fjölskyldan í Keflavík. F.v. Bryndís, Kristín Gyða, Birgir og Valdimar. „ÞETTA er frábær áfangi og nokkuð sem foreldrar og for- svarsmenn í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna hafa barist fyrir í fjölda ára,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að foreldrar langveikra og fatlaðra barna fái greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði. Rósa, sem er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna, sagði að löngu væri kominn tími til að bæta stöðu þess fólks sem yrði fyrir því að barn þess eða börn yrðu alvar- lega veik. „Það er það erfiðasta sem fólk lendir í þegar eitthvað alvarlegt hendir börnin. Að það þurfi að koma einnig fjárhagslega niður á fólki, meðan glíman stendur e.t.v. við lífshættulegan sjúkdóm barns, gengur ekki í nútímavelferð- arþjóðfélagi eins og við bú- um í. Það er glæsilegt að þessi ungi ráð- herra, Árni Magnússon, skuli taka þetta upp nú og koma þessu í gegn. Ríkisstjórnin á öll heiður skil- inn. Eins má heldur ekki gleyma þeim þingmönnum sem hafa bar- ist fyrir þessu hagsmunamáli í langan tíma. Við erum afar ánægð og þakklát fyrir þetta fyrsta skref.“ Rósa taldi ákaflega mikilvægt að tekið sé á þessu brýna hags- munamáli foreldra langveikra og fatlaðra barna. Þessi ákvörðun sé fyrsta skref og væntanlega fylgi fleiri á eftir. Afar ánægð og þakklát fyrir þetta fyrsta skref Rósa Guðbjartsdóttir ÍSLENDINGAR og Bandaríkja- menn háðu óformlegan landsleik í brids í Smáralindinni í gærkvöldi í tengslum við Bridshátíð, sem hefst í dag, föstudag. Landslið Bandaríkj- anna var skipað Hjördísi Eyþórs- dóttur sem býr í Bandaríkjunum, eiginmanni hennar Curtis Cheek, Steve Garner og Howard Wein- stein. Öll eru þau í hópi þekktustu keppnisspilara vestanhafs. Heima- liðið skipuðu þeir Anton og Sig- urbjörn Haraldssynir, Bjarni Ein- arsson og Þröstur Ingimarsson. Spilið hófst kl. 17.30 og lauk kl. 19.45 með sigri Bandaríkjamanna og urðu lokatölur 49–23. Morgunblaðið/Jim Smart Landsleikur í aðdraganda Bridshátíðar STJÓRNIR Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna (LV) og Sameinaða líf- eyrissjóðsins (SL) hafa tekið ákvörðun um að ganga til viðræðna um hugsanlegan samruna sjóð- anna. Gangi það eftir yrði til lífeyr- issjóður með um 40 þúsund greið- andi sjóðfélaga og heildareignir sem næmu á þriðja hundrað millj- örðum króna. LV er annar stærsti lífeyris- sjóður landsins en SL sá fimmti stærsti. Heildareignir LV námu hátt í 151 milljarði í lok síðasta árs en hátt í 28 þúsund sjóðfélagar greiddu í sjóðinn. Eignir SL námu um 58 milljörðum en hátt í ellefu þúsund sjóðfélagar greiddu í Sam- einaða lífeyrissjóðinn. LV og Sameinaði ræða samruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.