Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 31 UMRÆÐAN Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystumennirnir eru und- antekningarlítið mennta- menn og af góðu fólki komn- ir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þess- arar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítis- prédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og út- gerðarmenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ALLNOKKUÐ hefur verið rætt og ritað um þær fyrirætlanir Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjór- um árum í þrjú. Ljóst er að með áformum sínum er ráðherra að leggja til grundvall- arbreytingar á ís- lensku skólakerfi eins og við þekkjum það í dag, breytingar sem munu færa okkur nær þeirri skólaskipan sem þekkist í flestum þeim löndum sem við höfum til þessa viljað bera okkur saman við. Breytingarnar munu ekki einungis ná til framhaldskólastigsins heldur er markmið þeirra ekki síður að brjóta upp þau skil sem aðgreina grunn- skólann og framhaldsskólann í dag og skapa eðlilegra flæði á milli skóla- stiga. Í hinn endann verður svo horft til þess hvernig best verður staðið að því að auka samfellu milli leik- og grunnskóla. Breytingar til hins betra Í mínum huga er hér um að ræða stór framfaraskref í þá átt að upp- færa íslenskt skólakerfi í takt við breytta tíma. Þegar nemendur flytj- ast upp á milli skólastiga er mik- ilvægt að eðlileg stígandi verði í námi þeirra. Endurtekningar geta valdið námsleiða á sama hátt og verkefni, sem eru nemanda ofviða vegna skorts á grunnþekkingu, geta skapað vanmáttarkennd. Hvorugt getur talist eftirsóknarvert. Því er aukin samfella í skólastarfi fram- faramál sem varðar nær alla Íslend- inga. Skipulagsbreytingar þar að lútandi verður að vinna í góðri sam- vinnu fagfólks og stjórnvalda en ekki síð- ur ríkis og sveitarfé- laga, sem fara með rekstur leik- og grunn- skóla. Í því samhengi verður að tryggja að sveitarfélögin hafi fjár- hagslega burði til að svara auknum kröfum um námsframboð. Að sama skapi skipt- ir miklu að gera ís- lenskt menntakerfi þannig úr garði að það sé samanburðarhæft við það sem gerist í löndunum næst okkur. Í dag er Ísland eina landið á evrópska efnahagssvæðinu sem starfar eftir stöðlum og námskrá sem miðar við fjögurra ára nám til stúdentsprófs. Á tímum heimsvæð- ingar má þannig færa rök fyrir því að ungt fólk í nágrannaríkjum okkar hafi verulegt forskot á íslenska ný- stúdenta sem hyggja á landvinninga úti í heimi. Svigrúm verkmennta gæti aukist Sú uppstokkun sem framundan er þarf einnig að leiða af sér endur- skoðun á skipulagi verkmennta í landinu. Aðsókn í einstakar iðn- greinar hefur ekki svarað eftirspurn á vinnumarkaði á sama tíma og að- sókn í bóknám á framhaldsskólastigi hefur aldrei verið meiri. Verknám er kostnaðarsamt samanborið við hefð- bundið bóknám og því hefur það reynst ýmsum þeim framhalds- skólum, sem bjóða upp á verknám, nokkuð þungt í skauti. Nauðsynlegt er að búa svo um hnútana að verk- nám sé bæði aðlaðandi og aðgengi- legt fyrir ungt fólk. Í því samhengi er nauðsynlegt að boðið sé á upp á fullnaðarnám í algengustu iðn- greinum í helstu byggðakjörnum landsins. Menntamálaráðherra hefur í þessum efnum viljað leggja sérstaka áherslu á að kynna verknám í þeim tilgangi að hvetja ungt fólk í ríkara mæli til að sækja sér verkmenntun. Slík kynning er mikilvægur liður í því að auka vægi verkmennta í þjóð- arvitundinni Styttri námstími, minna brottfall? Þeir sem sett hafa fram efasemdir um ágæti þess að stytta námstíma til stúdentsprófs hafa m.a. bent á að framhaldsskólaárin séu mikilvægur þáttur í því að móta félagsvitund ungs fólks. Ekki dreg ég það í efa, enda er ég í hópi þeirra sem búa að ljúfum minningum frá mennta- skólaárunum. En ég er þess jafn- framt fullviss að þrjú ár nægi fylli- lega til slíkrar mótunar. Fjögur ár eru langur tími að afloknu tíu ára skyldunámi og námsleiði gerir óum- flýjanlega vart við sig – jafnvel hjá hinum mestu lestrarhestum. Mörg- um mun vafalaust þykja þriggja ára nám viðráðanlegra en það sem nú er í boði, ekki síst þegar horft er til þess hvað nám á framhaldsskólastigi kostar nemendur og fjölskyldur þeirra. Í þessu sambandi er athyglisvert að benda á að þótt jafnt og þétt hafi dregið úr brottfalli nemenda í fram- haldsskólum á síðustu árum virðist það jafnan hækka markvert við nítján ára aldur, samkvæmt upplýs- ingum menntamálaráðuneytis. Stytting námstíma gæti því leitt til þess að nokkuð drægi úr slíku brott- falli. Mikilvægt að vanda til verksins Fyrirætlanir menntamálaráð- herra miða að því að haustið 2008 hefjist kennsla í framhaldsskólum samkvæmt breyttri námsskipan og að fyrstu nemendurnir útskrifist samkvæmt henni vorið 2011. Það eru því rúm þrjú ár til stefnu áður en fyrsti árgangurinn sest á skólabekk. Brýnt er nota þann tíma til að skipu- leggja út í hörgul allt sem snýr að svo umfangsmikilli breytingu. Hefur mér sýnst að vilji ráðherra standi til þess að vinna að útfærslu tillagn- anna í góðri sátt og samvinnu við alla þá sem hagsmuna eiga að gæta í þessu stóra máli – eða eins og ráð- herra orðar það sjálfur í nýlegu opnuviðtali Morgunblaðsins: ,,Meg- inmálið er að flana ekki að neinu og vanda til verksins með það í huga að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims í menntamálum. Til þess höf- um við alla burði. Styttri framhaldsskóli í takt við breytta tíma Birna Lárusdóttir fjallar um styttingu náms ’Stytting námstímagæti því leitt til þess að nokkuð drægi úr slíku brottfalli.‘ Birna Lárusdóttir Höfundur er formaður skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði og bæj- arfulltrúi í Ísafjarðarbæ. NÚ hafa verið kynntar niður- stöður tveggja ára rannsóknarverk- efnis dr. Þorsteins Sæmundssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Norð- vesturlands og Ak- ureyrardeildar Nátt- úrufræðaseturs Íslands, á jarðsigi og framhlaupi jarðvegs á 6 km löngum kafla á Almenningum í Fljót- um. Í lok greinar í vikublaðinu Feyki seg- ir Þorsteinn orðrétt um niðurstöður verk- efnisins: „Ljóst er að á nyrsta svæðinu í Tjarnardölum er mikil hætta á því að stór stykki geti sigið niður eða hlaupið fram úr núverandi vegstæði og ná- grenni þess. Við slíka atburði gæti vegurinn spillst eða orðið ófær um tíma eða núverandi vegstæði ein- faldlega spillst eða orðið ófært um tíma eða einfaldlega eyðilagst. Um þá hættu sem umferð um veginn stafar af þessu þarf ekki að fjöl- yrða.“ Þessar niðurstöður eru sam- hljóma niðurstöðu rannsókna sem Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur gerði á þessu svæði fyrir nokkrum árum og undirritaður hefur margoft vitnað til. Í bréfi undirritaðs til samgöngu- ráðherra hr. Sturlu Böðvarssonar, dags. 2.5. 2000, er eftirfarandi kafli svohljóðandi: „… þar við bætist að Héðinsfjarðarleiðin leysir ekki allan samgönguvanda á þessu svæði og getur reynst nauðsynlegt að bora þriðju göngin úr Siglufirði inn í Fljót vegna sífellds jarðskriðs á Al- menningum sem getur orðið að stórslysi, að sögn okkar færustu sérfræðinga á þessu sviði. Í norð- vestan stórbrimum grefur sjórinn undan núverandi vegstæði sem skríður fram hægt og bítandi á breiðum kafla.“ Í sama bréfi til ráð- herra er eftirfarandi kafli skráður: „Dulúð Héðinsfjarðar, Hvanndala og annarra dala á þessu svæði vill undirritaður meta á 2 til 3 milljarða króna. (Hlutlægt mat.) Þetta svæði er okkar Hornstrandir og mjög dýrmætur afþreying- arkostur í ört vaxandi ferðaþjónustu aðliggj- andi byggðarlaga. Sér- staða svæðisins mun bæta mjög ímynd og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar á Norðurlandi.“ Að lokum er hér þriðja tilvitnunin í fyrrnefnt bréf til ráð- herra samgöngumála: „Lifandi samfélag í harðbýlli sveit, sem á sér dýrmæta sögu, er mikils virði og viss kjölfesta hverju nútímasamfélagi í ólgusjó framþró- unar. Fljótaleiðin getur betur tryggt búsetu í Fljótum en Héðins- fjarðarleiðin og ber ráðherra og þingmönnum að taka fullt tillit til þess. Fljótamenn munu njóta meiri mannréttinda og félagslegs öryggis vegna meiri nálægðar við þéttbýlið í Siglufirði og Ólafsfirði. Fljótin eru í læknisumdæmi Siglufjarðar. Að tryggja búsetu og nýtingu á miklum og dýrmætum náttúruauðlindum í Fljótum metur undirritaður á u.þ.b. 8 til 12 milljarða króna Fljótaleið- inni til arðs umfram Héðinsfjarð- arleiðina. Kjördæmisþing framsóknar- manna í NV-kjördæmi hefur sam- þykkt sl. þrjú ár í röð áskorun til ríkisstjórnarinnar og Alþingis að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng með það í huga að skoða betur kosti Fljóta- leiðarinnar. Endurskoða þarf alla framkvæmdaáætlun með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og nýta þá miklu fjármuni af meiri skyn- semi svo allir íbúar beggja vegna Tröllaskagans fái notið þeirra. Sam- þykktir kjördæmisþinga eiga að hafa mikið vægi í lýðræðisþjóð- félagi. Forystumenn þjóðarinnar verða að hlusta og taka mark á svona samþykktum, hvar í flokki sem þeir standa. Fljótaleiðin er u.þ.b. 6 milljörðum króna ódýrari kostur en Héðins- fjarðarleiðin sé hið fyrrnefnda hlut- læga mat mitt á tjóni ferðaþjónust- unnar í landinu upp á þrjá milljarða króna tekið með. Það mat er ef til vill allt of lágt, eða er jafnvel ómet- anlegt. Fram hafa komið þær hug- myndir að gera Héðinsfjarðar- svæðið allt að þjóðgarði, en ef sú ákvörðun verður tekin mun verð- mæti svæðisins aukast margfalt. Í bréfi til Landverndar, dagsett 15.9. 2003, var stjórnin beðin að hlutast til um að fá til landsins erlenda sér- fræðinga til að meta það tjón sem hlýst af opnun Héðinsfjarðar fyrir ferðaþjónustuna (rjúfa dulúðina). Landvernd hefur móttekið svar frá Vegagerðinni þar sem segir að ákvörðunin um slíkt mat sé í hönd- um Alþingis. Á meðan sú úttekt fer ekki fram stendur mitt hlutlæga mat óhaggað. Í ljósi niðurstaðna rannsókna á jarðskriðsvandamálum á Almenningum og fleiri staðreynda sem hér hefur verið bent á er það skýlaus krafa íbúanna í NV- kjördæmi og landinu öllu, sem vilja að farið sé vel með almannafé, að ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga taki fyrri ákvarðanir um gerð jarð- ganga um Héðinsfjörð til endur- skoðunar. Jarðgöng um Héðinsfjörð Trausti Sveinsson fjallar um jarðgangagerð milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar ’Fljótamenn mununjóta meiri mannrétt- inda og félagslegs ör- yggis vegna meiri ná- lægðar við þéttbýlið í Siglufirði og Ólafsfirði.‘ Trausti Sveinsson Höfundur er bóndi á Bjarnargili í Fljótum. b a k k a v o r . c o m BAKKAVÖR GROUP HF. 2005 A›alfundur Bakkavör Group hf. ver›ur haldinn föstudaginn 25. febrúar 2005, kl. 17 í fijó›minjasafni Íslands, Su›urgötu 41, 101 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Sk‡rsla stjórnar um starfsemi á sí›astli›nu ári. 2. Ársreikningur fyrir li›i› starfsár, ásamt sk‡rslu endursko›anda lag›ur fram til samflykktar. 3. Breytingar á samflykktum. 4. Ákvör›un um rá›stöfun hagna›ar á reikningsárinu. 5. Ákvör›un um stjórnarlaun. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endursko›anda. 8. Heimild til kaupa á eigin hlutum. 9. Önnur mál. Fundarstörf fara fram á ensku. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt sk‡rslu stjórnar og endursko›anda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins a› Su›urlandsbraut 4, 108 Reykjavík, viku fyrir a›alfundinn. Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent vi› innganginn vi› upphaf fundarins. Stjórn Bakkavör Group hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.