Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við Skjalda erum í sjokki, við þurfum áfallahjálp, það er búið að vera að tuttla okkur á þessu skeri í yfir 1000 ár og enginn veit hvort við segjum mu eða mö. Rækjuvinnslan hefurátt í miklum erfið-leikum. Hefur vinnsla í sex af 14 verk- smiðjum hér á landi legið niðri að mestu eða öllu leyti að undanförnu. Í gær hófst þó starfsemi á nýjan leik í rækjuvinnslu Íshafs hf. á Húsavík en starfsemi hennar hefur að mestu legið niðri frá því fyrir jól. Af þeim fjórum verk- smiðjum sem enn eru lok- aðar hefur ein orðið gjald- þrota en reiknað er með að stöðvun vinnslunnar í öðr- um verksmiðjum sé aðeins tímabundin eða þar til fer að rofa til, samkvæmt upplýsingum Arn- ars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Að sögn hans stafa erfiðleikar í rækjuvinnslunni ekki eingöngu af sterku gengi krónunnar. Erfiðleik- ar voru fyrir í greininni og meiri en í öðrum vinnslugreinum Lokunin að undanförnu hefur þó verið óvenjuumfangsmikil og langvinn. „Það er alveg ljóst að þróun gengisins síðustu mánuði hefur komið mjög illa við allar útflutn- ingsgreinar, en þarna er garðurinn lægstur,“ segir Arnar. Verðlækkanir á mörkuðum „Segja má að útgerð og vinnsla rækju sé sá þáttur í sjávarútveg- inum, sem er veikastur fyrir,“ seg- ir Arnar. „Þetta stafar fyrst og fremst af langvarandi erfiðleikum, sem framan af hafa stafað af miklu framboði af rækju á mörkuðum, sem leiddi til verðlækkana. Þetta ástand hefur varað í þrjú til fjögur ár.“ Mörg fyrirtæki í rækjuvinnslu hafa leitað allra ráða á þessu tíma- bili til að þrauka af þetta tímabil með hagræðingaraðgerðum. „Styrking krónunnar gerir að verkum að sú litla framlegð sem fyrir var hefur enn minnkað,“ seg- ir Arnar. „Þetta hefur leitt til þess að sum fyrirtækin hafa dregið úr afköstum og önnur hafa einfald- lega hætt, sum tímabundið, en önnur hafa hreinlega gefist upp. Hér er því um að ræða sambland af langvarandi erfiðleikum og hækkun á gengi krónunnar,“ segir hann. Þrjár rækjuverksmiðjur hafa hætt allri starfsemi á undanförn- um tveimur árum. „Það eru meiri eða minni líkur á því að þeim eigi enn eftir að fækka,“ segir Arnar Sigurmundsson. Ekki mjög bjartsýnir Þó að viðkvæðið hafi oft verið að botninum sé náð og betri tíð hljóti að vera framundan er staðan í dag með versta móti. Afurðaverð hefur sáralítið eða ekkert hækkað. „Óneitanlega eru menn ekki mjög bjartsýnir. Engu að síður hafa menn trú á að gert hafi verið svo mikið hér á landi, sérstaklega með hagræðingaraðgerðum í land- vinnslunni, að langflestar verk- smiðjurnar séu vel í stakk búnar til að takast á við erfiða samkeppni en þetta er orðið óskaplega lang- vinnt.“ Arnar segir að sterk staða krón- unnar upp á síðkastið hafi komið mönnum nokkuð á óvart. Skila- verð afurðanna í íslenskum krón- um hafi verið 8% til 9% lægra en menn áttu von á. „Allar opinberar spár gengu m.a.s. út á að gengis- vísitalan yrði í kringum 120 um þessar mundir en hún er núna um 111.“ Förum hægt af stað Rækjuverksmiðja Íshafs á Húsavík hefur verið afkastamesta rækjuvinnsla landsins. Um 40 manns hafa starfað hjá fyrirtæk- inu á tvískiptum vöktum þegar verksmiðjan var rekin með fullum afköstum en nær engin starfsemi hefur verið í verksmiðjunni síðast- liðnar átta vikur. Unnið hefur verið að fjárhags- legri endurskipulagningu fyrir- tækisins að undanförnu í þeim til- gangi að halda rekstrinum áfram og er þeirri vinnu ekki lokið, að sögn Bergsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Íshafs. Að sögn hans var þó ákveðið að gang- setja verksmiðjuna á nýjan leik í gær. „Við förum hægt af stað. Til að byrja með á einni vakt en megn- ið af seinasta ári var unnið hér á tveimur vöktum,“ segir Berg- steinn. Nú eru um 20 starfsmenn við rækjuframleiðsluna hjá Íshafi auk þess sem starfsemin hefur umtals- verð margfeldisáhrif á atvinnulífið á Húsavík. „Við þurfum að afla okkur hráefnis. Útlitið er þokka- legt hvað það varðar,“ segir Berg- steinn ennfremur og bendir einnig á að farið verði að huga að því á næstu dögum hvort einhverja rækju sé að finna á miðunum. Spurður hvað helst hafi valdið erfiðleikum í rækjuiðnaðinum, segir Bergsteinn ýmsa þætti hafa aukið á vandann að undanförnu. „Síðastliðið haust var mjög erf- itt vegna þess að menn voru að selja í fallandi gengi. Hráefnisverð var líka mjög hátt síðastliðið haust, m.a. vegna olíukostnaðar,“ segir hann. Hefurðu trú á að bjartara sé framundan? „Við ætlum alla vega að fara af stað í trausti þess að framundan séu betri tímar.“ Fréttaskýring | Rækjuvinnsla víða um land hefur átt í langvarandi erfiðleikum Staðan með versta móti Rækjuverksmiðja Íshafs á Húsavík var gangsett í gær eftir átta vikna stopp Skilaverð 8—9% lægra en menn áttu von á. Viðræður um breytingar á bónuskerfi starfsmanna  Íshaf hefur óskað eftir við Verkalýðsfélag Húsavíkur að samkomulag um kaupaukakerfi starfsmanna í rækjuvinnslunni verði endurskoðað. Standa við- ræður enn yfir. „Ég vona að okk- ur takist að ná samkomulagi um þessa ósk þeirra um breytingar á þessum samningi,“ segir Að- alsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins. Hann hefur miklar áhyggjur af bágri stöðu rækjuvinnslu hér á landi. „Það er ekki bjart yfir þessu, því miður.“ omfr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.