Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. j t ill r r i fr r r l f li t t . ftir i il t l l t i t r r . t til . Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar- Cate Blanchett og Alan Alda. 11 LEONARDO DiCAPRIO H.L. Mbl. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 9.10. Sýnd kl. 5.30 og 8. Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið rækilega í gegn í USA og víðar. Varúð: Ykkur á eftir að bregða. B.i 16 ára SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. Kvikmyndir.is DV H.J. Mbl. ÓÖH DV. Baldur Popptíví  Ó.H.T Rás 2 Ein vinsælasta grínmynd allra tíma Þrjár vikur á toppnum í USA KRINGLAN Sýnd kl.6, 8.30 og 10.40. B.i. 16 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.10. AKUREYRI kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Ó.H.T. Rás 2 Stórkostleg mynd frá leikstjóra Amelie Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10.30. TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og aðalleikari GOLDEN GLOBE VERÐLAUN Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i 6 J A M I E F O X X SUMAR myndir spyrja fleiri spurninga um lífið en aðrar og er Closer ein þeirra. Er mannfólki ætlað að bindast einum maka fyr- ir lífstíð? Hvað lætur mann- eskju í fullkomlega ágætu sambandi halda framhjá og hætta á að missa þann sem hún elskar og elskar hana? Er það mögulegt að vera ástfanginn af fleiri en einni manneskju í einu? Hversu vel þekkir maður í raun þann sem maður elskar? Leikstjórinn Mike Nich- ols (The Graduate, Bird- cage, Working Girl) er óhræddur við að spyrja spurninga á borð við þessar í nýjustu mynd sinni. Closer setur spurningarmerki við eðli sambanda og tryggð á meðan fylgst er með flókn- um tengslum Dan (Jude Law), Alice (Natalie Port- man), Önnu (Julia Roberts) og Larry (Clive Owen). Dan er breskur og skrifar minningargreinar en hann hittir Alice, unga banda- ríska nektardansmær, í fyrsta atriði myndarinnar þegar leigubíll keyrir á hana í London. Næst sjáum við parið ári síðar, þau eru orðin par, nema hvað Dan hefur heillast af Önnu, fal- legum, bandarískum ljós- myndara. Anna kynnist hins vegar Larry, breskum lækni og þau draga sig saman, þrátt fyrir þrá- hyggju Dans. Málin flækj- ast enn og að lokum er ljóst að einhver þarf undan að láta. Leikararnir fjórir þykja sýna stórleik og þykja Port- man og Owen jafnvel slá Roberts og Law við. Hand- ritið þykir gamansamt, kaldhæðið og síðast en ekki síst hreinskilið um sambönd fullorðins fólks en það byggir höfundurinn Patrick Marber á eigin leikverki. Leikverkið hlaut fádæma lof er það var fyrst sett upp í Englandi og hefur verið sett upp víða um heim, þar á meðal hér á Íslandi – í Þjóðleikhúsinu árið 2000. Þá hét það Komdu nær og var þýtt af Hávari Sigurjóns- syni. Með hlutverk fjór- menninganna í þessari ís- lensku uppfærslu Guðjóns Pedersens fóru Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sig- urðsson, Elva Ósk Ólafs- dóttir og Brynhildur Guð- jónsdóttir sem var að þreyta frumraun sína á ís- lenskum leikfjölum í hlut- verki hinnar óræðu Alice. Frumsýning | Closer Grundvallarspurningar Alice (Natalie Portman) færir sig nær Larry (Clive Owen). ERLENDIR DÓMAR Guardian  BBC  Metacritic.com 65/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 50/100 New York Times 60/100 Variety 70/100 (meta- critic) KVIKMYNDIN Ray segir frá ævi tónlistarmannsins og goðsagnarinnar Ray Charles, sem lést í júní á síðasta ári. Jamie Foxx fer með hlutverk Ray í myndinni og þykir fara á kostum. Hann hefur þegar verið margverðlaunaður fyrir leik sinn, m.a. á Golden Globe- og BAFTA-hátíðinni. Myndin er tilnefnd til sex Óskars- verðlauna en m.a. er Fox til- nefndur fyrir besta leik í aðal- hlutverki. Í þessari stórbrotnu ævi- sögu koma fram bæði sigrar og sorgir þessa merka tónlist- armanns. Hann fæddist í fá- tækum bæ í Georgia og varð blindur sjö ára gamall, skömmu eftir að hann sá yngri bróður sinn farast í slysi. Ray var heppinn því hann átti sjálfstæða móður sem krafðist þess að hann legði sitt fram í lífinu. Hann fann köllun sína þegar hann komst að þeim hæfileikum sem hann bjó yfir við píanóið en tónlistin spilar stórt hlut- verk í myndinni. Fólk kynntist snilli Rays fyrst er hann fór á tónleika- ferðalag um Suðurríkin. Heimsfrægðin kom síðar, þegar hann fyrstur allra blandaði gospel og djassi saman við einstakan stíl sinn. Óhætt er að segja að hann hafi valdið byltingu í því hvernig almenningur hugsaði um tónlist. Hann lét sér ekki nægja að umbylta tónlist- arheiminum heldur barðist hann á sama tíma gegn að- skilnaðarstefnu á klúbbunum sem hann tróð upp á. Líka barðist hann fyrir auknum réttindum listamanna hjá út- gáfufyrirtækjum. Ray sýnir stórbrotna mynd af Charles sem snillingi í tón- list auk þess að varpa ljósi á eiturlyfjafíkn hans, og hvern- ig hann kemst yfir hana. Leikstjóri myndarinnar er Taylor Hackford (An Officer and a Gentleman) en hand- ritið skrifaði James L. White eftir sögu sinni og Hackford. Þess má geta að síðasta plata Ray, dúettaplatan Gen- ius Loves Company, fékk átta Grammy-verðlaun síðastlið- inn sunnudag. Jamie Foxx þykir sýna stórleik í hlutverki tónlistarmannsins Ray Charles. Frumsýning | Ray Stórbrotinn snillingur ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 73/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 60/100 New York Times 70/100 Variety 80/100 (metacritic)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.