Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint
Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta
mynd hans til þessa.
j t ill r r i fr r r l f li t
t . ftir i il t l l t i t r r . t
til .
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
tilnefningar til óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti
leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-
Cate Blanchett og Alan Alda.
11
LEONARDO DiCAPRIO
H.L. Mbl.
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6 og 9.10. Sýnd kl. 5.30 og 8.
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem
vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið
rækilega í gegn í USA og víðar.
Varúð: Ykkur á eftir að bregða.
B.i 16 ára
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30.
Kvikmyndir.is
DV
H.J. Mbl.
ÓÖH DV.
Baldur Popptíví
Ó.H.T Rás 2
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
KRINGLAN
Sýnd kl.6, 8.30 og 10.40. B.i. 16 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6.
KEFLAVÍK
kl. 8 og 10.10.
AKUREYRI
kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14.
Ó.H.T. Rás 2
Stórkostleg mynd frá leikstjóra Amelie
Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10.30.
TILNEFNINGAR TIL
ÓSKARSVERÐLAUNA
þ.á.m. besta mynd,
leikstjóri og aðalleikari
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i
6
J A M I E F O X X
SUMAR myndir spyrja
fleiri spurninga um lífið en
aðrar og er Closer ein
þeirra. Er mannfólki ætlað
að bindast einum maka fyr-
ir lífstíð? Hvað lætur mann-
eskju í fullkomlega ágætu
sambandi halda framhjá og
hætta á að missa þann sem
hún elskar og elskar hana?
Er það mögulegt að vera
ástfanginn af fleiri en einni
manneskju í einu? Hversu
vel þekkir maður í raun
þann sem maður elskar?
Leikstjórinn Mike Nich-
ols (The Graduate, Bird-
cage, Working Girl) er
óhræddur við að spyrja
spurninga á borð við þessar
í nýjustu mynd sinni. Closer
setur spurningarmerki við
eðli sambanda og tryggð á
meðan fylgst er með flókn-
um tengslum Dan (Jude
Law), Alice (Natalie Port-
man), Önnu (Julia Roberts)
og Larry (Clive Owen).
Dan er breskur og skrifar
minningargreinar en hann
hittir Alice, unga banda-
ríska nektardansmær, í
fyrsta atriði myndarinnar
þegar leigubíll keyrir á
hana í London. Næst sjáum
við parið ári síðar, þau eru
orðin par, nema hvað Dan
hefur heillast af Önnu, fal-
legum, bandarískum ljós-
myndara. Anna kynnist hins
vegar Larry, breskum
lækni og þau draga sig
saman, þrátt fyrir þrá-
hyggju Dans. Málin flækj-
ast enn og að lokum er ljóst
að einhver þarf undan að
láta.
Leikararnir fjórir þykja
sýna stórleik og þykja Port-
man og Owen jafnvel slá
Roberts og Law við. Hand-
ritið þykir gamansamt,
kaldhæðið og síðast en ekki
síst hreinskilið um sambönd
fullorðins fólks en það
byggir höfundurinn Patrick
Marber á eigin leikverki.
Leikverkið hlaut fádæma
lof er það var fyrst sett upp
í Englandi og hefur verið
sett upp víða um heim, þar
á meðal hér á Íslandi – í
Þjóðleikhúsinu árið 2000. Þá
hét það Komdu nær og var
þýtt af Hávari Sigurjóns-
syni. Með hlutverk fjór-
menninganna í þessari ís-
lensku uppfærslu Guðjóns
Pedersens fóru Baltasar
Kormákur, Ingvar E. Sig-
urðsson, Elva Ósk Ólafs-
dóttir og Brynhildur Guð-
jónsdóttir sem var að
þreyta frumraun sína á ís-
lenskum leikfjölum í hlut-
verki hinnar óræðu Alice.
Frumsýning | Closer
Grundvallarspurningar
Alice (Natalie Portman) færir sig nær Larry (Clive Owen).
ERLENDIR DÓMAR
Guardian BBC Metacritic.com 65/100
Roger Ebert Hollywood Reporter
50/100
New York Times 60/100
Variety 70/100 (meta-
critic)
KVIKMYNDIN Ray segir
frá ævi tónlistarmannsins og
goðsagnarinnar Ray Charles,
sem lést í júní á síðasta ári.
Jamie Foxx fer með hlutverk
Ray í myndinni og þykir fara
á kostum. Hann hefur þegar
verið margverðlaunaður fyrir
leik sinn, m.a. á Golden Globe-
og BAFTA-hátíðinni. Myndin
er tilnefnd til sex Óskars-
verðlauna en m.a. er Fox til-
nefndur fyrir besta leik í aðal-
hlutverki.
Í þessari stórbrotnu ævi-
sögu koma fram bæði sigrar
og sorgir þessa merka tónlist-
armanns. Hann fæddist í fá-
tækum bæ í Georgia og varð
blindur sjö ára gamall,
skömmu eftir að hann sá
yngri bróður sinn farast í
slysi. Ray var heppinn því
hann átti sjálfstæða móður
sem krafðist þess að hann
legði sitt fram í lífinu. Hann
fann köllun sína þegar hann
komst að þeim hæfileikum
sem hann bjó yfir við píanóið
en tónlistin spilar stórt hlut-
verk í myndinni.
Fólk kynntist snilli Rays
fyrst er hann fór á tónleika-
ferðalag um Suðurríkin.
Heimsfrægðin kom síðar,
þegar hann fyrstur allra
blandaði gospel og djassi
saman við einstakan stíl sinn.
Óhætt er að segja að hann
hafi valdið byltingu í því
hvernig almenningur hugsaði
um tónlist. Hann lét sér ekki
nægja að umbylta tónlist-
arheiminum heldur barðist
hann á sama tíma gegn að-
skilnaðarstefnu á klúbbunum
sem hann tróð upp á. Líka
barðist hann fyrir auknum
réttindum listamanna hjá út-
gáfufyrirtækjum.
Ray sýnir stórbrotna mynd
af Charles sem snillingi í tón-
list auk þess að varpa ljósi á
eiturlyfjafíkn hans, og hvern-
ig hann kemst yfir hana.
Leikstjóri myndarinnar er
Taylor Hackford (An Officer
and a Gentleman) en hand-
ritið skrifaði James L. White
eftir sögu sinni og Hackford.
Þess má geta að síðasta
plata Ray, dúettaplatan Gen-
ius Loves Company, fékk átta
Grammy-verðlaun síðastlið-
inn sunnudag.
Jamie Foxx þykir sýna stórleik í hlutverki tónlistarmannsins Ray Charles.
Frumsýning | Ray
Stórbrotinn snillingur
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 73/100
Roger Ebert Hollywood Reporter
60/100
New York Times 70/100
Variety 80/100
(metacritic)