Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 41 Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verð- ur haldinn laugardaginn 26. febrúar í Borgar- túni 30. Morgunkaffi og afhending gagna frá kl. 9.30. Umsóknareyðublöð um orlofsaðstöðu í sumar liggja frammi á fundinum. Fundurinn hefst kl. 10.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar 3. Reglugerðir sjóða 4. Kjör fulltrúa á ársfund Sameinaða lífeyrissjóðsins. Að loknum fundi um kl. 12:15 er boðið til hádegisverðar. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins í Borgartúni 30 miðvikudaginn 23. og fimmtudaginn 24. febrúar frá kl. 13—17. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Kennsla Námskeið um gerð áhættumats Eftirtalin námskeið eru ætlað þeim, sem eru að vinna að gerð áhættumats á vinnu- stað eða hafa áhuga á að bæta við sig þekkingu á því sviði: 23. febrúar og 2. mars (kl. 9 til 12 báða dagana). Verð 20.000 kr. 3. og 10. maí (kl. 9 til 12 báða dagana). Verð 20.000 kr. Kennari: Inghildur Einarsdóttir, vinnuvistfræð- ingur (Ergonomist M.Sc.) Námskeiðin fara fram í húsnæði Mímis símenntunar á Grensásvegi 16. Skráning á námskeiðin er hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins í síma 550 4600, Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is Fundir/Mannfagnaður Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Opið hús með Páli Hilmarssyni Opið hús verður með Páli Hilmarssyni, bæjar- fulltrúa og formanni Skólanefndar grunnskóla Garðabæjar, í félagsheimilinu á Garðatorgi 7, laugardaginn 19. febrúar frá klukkan 10-12. Boðið verður upp á kaffi og með- læti. Hvetjum alla til að mæta. Nýir Garðbæingar eru sérstak- lega boðnir velkomnir. Verum blátt áfram. Sjálfstæðisfélögin í Garðabæ. Aðalfundur Aðalfundur Stáltaks hf. fyrir árið 2004 verður haldinn föstudaginn 4. mars nk. í mötuneyti Slippstöðvarinnar ehf., Naustatanga 1, Akur- eyri, og hefst kl. 15.00. Dagskrá fundarins verður skv. 15. gr. samþykkta félagsins. Reikningar félagsins fyrir síðasta ár munu liggja frammi á skrifstofu félagsins á Hjalteyrargötu 20, Akureyri, viku fyrir fundinn. Stjórn Stáltaks hf. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Hörkukeppni í sveitakeppni hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Keppnin um efsta sætið í aðal- sveitakeppni BR er nú allt í einu orðin spennandi, en sveit Eyktar gaf nokk- uð eftir í sjöundu og áttundu umferð. Eykt hafði byrjað mjög vel og var með 144 stig af 150 mögulegum eftir 6 um- ferðir en fékk 18 stig samtals úr leikj- unum í sjöundu og áttundu umferð. Á meðan fékk sveit Esso góða skor og munar nú aðeins einu stigi á sveitun- um. Staða efstu sveita er nú þannig: Eykt162 Esso sveitin 161 Ferðaskrifstofa Vesturlands 140 Grant Thornton 137 Skeljungur 136 Sverrir Kristinsson jr 133 Sparisjóður Siglufjarðar 133 Meðfram útreikningi á árangri sveita er reiknaður út árangur spilara og er Ragnar Hermannsson úr sveit Eyktar þar efstur ef 16 spil, skoraði í þeim að meðaltali 2,28 impa. Jón Baldursson úr sömu sveit er annar í röðinni með 1,30 impa skoraða í spili, en hann hefur spilað 80 spil. Ólafur Jónsson í sveit Sparisjóðs Siglufjarð- ar er í þriðja sæti með 1,27 impa í 32 spilum. Næsta þriðjudagskvöld, 22. febrúar fellur spilamennska niður hjá félaginu vegna Bridshátíðar, en síðustu tvær umferðirnar (9–10) í aðalsveitakeppn- inni verða 1. mars. Frá eldriborgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 15. febrúar var spilað á 10 borðum og var meðalskor 216. Úrslit urðu þessi í N/S: Guðm. Guðmundss. - Stígur Herlufsen 243 Oddur Jónsson - Katarínus Jónsson 236 Sigurður Hallgrímsson - Anton Jónsson 236 Sigurberg Elentínuss. - Þorv. Þorgrss. 232 A/V Jón Ó. Bjarnason - Þorvarður Guðmss. 264 Árni Guðmundss. - Hera Guðjónsdóttir 233 Helgi Sigurðsson - Gísli Kristinsson 229 Bridsdeild FEBK, Gjábakka Þriðjudaginn 15. febrúar var spil- aður tvímenningur á 6 borðum. Meðalskor var 100. Úrslit urðu þessi í N/S: Auðunn Guðmundss. – Leifur Karlsson 106 Lilja Kristjánsdóttir – Ólafur Lárusson 101 A/V Bjarni Þórarinsson – Jón Halldórsson 125 Pétur Antonsson – Ragnar Björnsson 112 Nú spilum við alla þriðjudaga og föstudaga kl. 13.15. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs minnir á að helstu grunnnet fjarskipta í land- inu eru enn sem komið er í eigu op- inberra aðila, þ.e. Símans, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar. Þingflokkurinn hvetur til þess að þessi grunnnet verði sameinuð í eitt landsnet sem verði í eigu ríkis og sveitarfélaga, aðgengilegt öllum að- ilum í fjarskiptaþjónustu og nái til allra landsmanna. Í ályktun segir að verði Landsím- inn seldur með grunnnetinu muni verða til í landinu tvöfalt, að hluta til einkavætt gagnaflutningskerfi með gríðarlegum tilkostnaði. „Bætist þá mikil offjárfesting og sóun við það tvíkeppnis- eða fákeppnisumhverfi sem einkavæðing Landssímans mun beinlínis stuðla að. Samkeppnin kemur þá til með að snúast fyrst og fremst um þéttbýlustu svæði lands- ins og veruleg hætta á að fólk í öðr- um byggðarlögum verði afskipt nema til komi sérstakur ríkisstuðn- ingur og há notendagjöld til að knýja fram lágmarksþjónustu. Miklu væn- legri kostur er að einkaaðilar geti keppt um að veita þjónustu á jafn- ræðisgrundvelli á grunnneti sem taki til landsins alls og tryggi lands- mönnum öllum sambærilega, fyrsta flokks þjónustu án tillits til búsetu. Þingflokkur VG minnir á frum- varp sitt um að vinna við sölu Lands- símans verði stöðvuð, sem liggur óaf- greitt í þingnefnd, og krefst þess að kannaðir verði möguleikar á að sam- eina öll grunnnet fjarskipta í landinu í eitt öflugt gagnaflutningsnet. Þing- menn VG hafa þegar gert ráðstaf- anir til að krefja viðkomandi ráð- herra svara um þetta mál með fyrirspurnum á Alþingi. Vilja eitt gagnaflutningsnet LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn hefur með tvennum tónleikum safn- að rúmum tveimur milljónum króna til styrktar BUGL, barna- og ung- lingageðdeild LSH. Fyrri tónleik- arnir voru í Grafarvogskirkju í nóv- ember 2003 og hinir síðari á sama stað í nóvember sl. Fjöldi tónlistar- manna kom fram á þessum tón- leikum og gaf vinnu sína. Auk þess hafa mörg fyrirtæki veitt verkefninu lið með beinum fjárstuðningi, ókeyp- is þjónustu eða verulegum afslætti af þjónustu. Félagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn afhentu afrakstur seinni tónleikanna í húskynnum BUGL 8. febrúar sl. og kynntu sér um leið starfsemina þar. Á myndinni má sjá Friðrik Han- sen Guðmundsson afhenda Ólafi Ó. Guðmundssyni yfirlækni á barna- og unglingageðdeild LSH afrakstur styrktartónleikanna í Grafarvogs- kirkju 11. nóvember sl. Lionsklúbburinn Fjörgyn styrkir BUGL LANDSBANKINN og aðalstjórn Ungmennafélagsins Aftureldingar hafa gert samstarfssamning til fimm ára um víðtækan stuðning bankans við ungmenna- og íþróttastarf á veg- um knattspyrnudeildar Afturelding- ar. Samningurinn er margþættur og felur hvort tveggja í sér hefðbundið auglýsingasamstarf og bein framlög til félagsins. Þá verður á hverju ári skipulagt sérstakt Landsbankamót í knattspyrnu fyrir yngri hópa. Þá mun Landsbankinn niðurgreiða iðkendagjöld beint til viðskiptavina sinna í knattspyrnudeild Afturelding- ar, en auk þess felur hann í sér beinan styrk til reksturs deildarinnar, segir í fréttatilkynningu. Samstarf Landsbankans og Aftureldingar Gústav Gústavsson, Landsbankanum Höfðabakka, Elísabet Guðmunds- dóttir, formaður aðalstjórnar Aftureldingar, Kristján Guðmundsson, úti- bússtjóri Landsbankanum Höfðabakka, og Tryggvi Þorsteinsson, fulltrúi knattspyrnudeildar Aftureldingar. Á FÉLAGSFUNDI Ungra jafn- aðarmanna, UJH, í Hafnarfirði ný- lega var samþykkt að lýsa yfir stuðningi við áætlanir um afnám af- notagjalda Ríkisútvarpsins. „Í stað afnotagjalda leggja UJH til að komi fjárframlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum. UJH leggja áherslu á að slík fjárframlög nægi til að halda uppi myndarlegri starf- semi, enda er Ríkisútvarpið mik- ilvæg stofnun í þágu lýðræðis og menningar í landinu sem hlúa ber að,“ segir m.a. í ályktun UJH. Styðja afnám af- notagjalda RÚV BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá Eimskip: „Vegna umfjöllunar DV um fíkni- efnasmygl með einu af skipum Eim- skips, sem upp komst á síðasta ári, vill félagið koma eftirfarandi á framfæri. Í umfjöllun blaðsins kem- ur fram að fíkniefnasmyglarar hafi notið aðstoðar vitorðsmanns hjá Eimskip sem enn starfi hjá félaginu. Hið rétta er að rannsókn lögreglu leiddi fljótlega í ljós að umræddur starfsmaður á ekki hlut að þessu máli og er hann ekki grunaður um brot. Eimskip hefur fylgst grannt með rannsókn málsins og fullvissað sig um sakleysi starfsmannsins. Eimskip harmar að starfsmaður félagsins sé hafður fyrir rangri sök með þessum hætti. Félagið mun áfram hafa náið samstarf við lög- reglu- og tollayfirvöld með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir að fíkniefnasmyglarar misnoti skip eða aðstöðu félagsins.“ Yfirlýsing frá Eimskip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.