Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 27
DAGLEGT LÍF
... og mundu eftir ostinum!
Á ÍSLANDI slasast mjög mörg börn
á aldrinum 0–4 ára í heimahúsum
eða í frítíma fjölskyldunnar. Árið
2003 komu til að mynda 1.392 börn á
þessum aldri á slysadeildina vegna
heima- eða frítímaslysa. Þar af höfðu
tæplega 700 börn hlotið áverka við
að detta. Það er því ljóst að foreldrar
og aðrir fullorðnir þurfa að vera bet-
ur vakandi fyrir öryggi litlu
barnanna.
Detta úr rúmum og
af skiptiborðum
Mjög mikilvægt er að foreldrar og
forráðmenn barnanna geri sér grein
fyrir því að börn á þessum aldri hafa
ekki þroska og getu til að forðast
hætturnar í umhverfinu. Eitt af und-
irstöðuatriðunum til að koma í veg
fyrir að lítil börn detti er að lyfta
ekki barni upp á eitthvað sem það
kemst ekki sjálft
upp á. Þaðan er
bara ein leið niður
og þar kemur höf-
uðið fyrst. Þegar
börn hafa lært að
klifra upp á eitt-
hvað sjálf hafa þau
líka lært að komast niður aftur án
þess að meiða sig. Flest heima- og
frítímaslys verða í setustofunni eða
svefnherberginu. Oftast vegna þess
að barni er lyft upp í sófa eða hjóna-
rúm og sá fullorðni yfirgefur barnið
eitt augnablik – á meðan dettur
barnið niður á gólf. Á hverju ári slas-
ast nokkur mjög ung börn vegna
þess að þau detta niður af skipti-
borði. Slysin hafa orðið vegna þess
að sá sem er að skipta á barninu ger-
ir sér ekki grein fyrir því að barnið
sé farið að geta velt sér, eða spyrna
fótum í vegginn, og geti við það dott-
ið út af borðinu og niður á gólf.
Hér er mikilvægt að átta sig á því
að fallhæðin fyrir smábarnið ofan af
skiptiborði og niður á gólf sam-
svarar falli fullorðins manns ofan af
bílskúrsþaki!
Matarstóllinn
hefur líka reynst
einn af þeim stöð-
um þar sem börn-
in eru að detta.
Strax frá fyrsta
degi, sem barn fer
að nota slíkan stól, er mikilvægt að
það sé haft í beisli í stólnum. Svo
þarf að kanna hvort brík sé undir
borðinu sem barnið situr við. Það
hefur sýnt sig að jafnvel mjög ung-
um börnum hefur tekist að spyrna
svo fast í bríkina að þau hafa dottið
aftur fyrir sig. Hægt er á auðveldan
hátt að koma í veg fyrir þetta með
því að festa stólinn við borðið og er í
því sambandi bent á myndskreyttar
leiðbeiningar á: www.lydheilsu-
stod.is/frettir/arvekni/nr/882 Inn-
kaupakerrurnar.
Slasast í verslunum
Þegar slysatölur hjá þessum aldurs-
hópi eru skoðaðar nánar vekur það
athygli hversu mörg börn slasast í
verslunum. Ástæðan þar er oftar en
ekki sú að börn detta úr inn-
kaupakerrum. Því miður eru lítil
börn, sem ekki eru fest í kerrurnar,
oft skilin eftir ein á meðan sá full-
orðni sem er með þeim fer og nær í
einhverja vöru. Barninu finnst það
yfirgefið, reynir að fara á eftir og
dettur við það úr kerrunni. Svo er
einnig talsvert algengt að barnið er
ekki látið sitja í sætinu heldur
standa í kerrunni – en þar á barnið
alls ekki að vera.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð
Flest börn meiða sig í svefn-
herberginu eða setustofunni
Morgunblaðið/Ásdís
Ágætu foreldrar og forráðamenn,
kynnið ykkur nánar á heimasíðu
okkar: www.lydheilsustod.is undir
Árvekni-slysavarnir barna, hvern-
ig koma megi í veg fyrir að börn
slasist.
Herdís L. Storgaard verkefnastjóri
Árvekni – barnaslysavarna Lýð-
heilsustöð.
Fallhæð fyrir smábarn
ofan af skiptiborði og
niður á gólf samsvarar
falli fullorðins manns
ofan af bílskúrsþaki
HÁLSKRAGARNIR hennar Elínar
Öglu Briem hafa fjölbreytt notagildi
og eru góðir báðum megin, eins og
hönnuðurinn orðar það. Þá má bæði
hafa um hálsinn í kulda og trekki og
eins geta þeir verið afskaplega
sparilegir við sparikjólana. Hönn-
uðurinn Elín Agla, sem sjálf er nú
búsett í Bretlandi, hóf framleiðsluna
síðastliðið haust og hafa kragarnir
góðu síðan stoppað fremur stutt við
hjá henni.
„Ég kaupi notaða kanínufeldi á
markaði í Bretlandi og kimono-
silkiefni úr notuðum kimono-
sloppum, sem er þjóðbúningur Jap-
ana, í alls konar litum og litamynstr-
um í gegnum mann sem ég þekki úti
í Japan. Svo sest ég niður heima hjá
mér, ýmist inni eða úti í garði á góð-
viðrisdögum, og bý til þessa fínu
hálskraga og hlusta á ættjarð-
artónlist á meðan. Rímnakveð-
skapur Steindórs Andersen fer sér-
staklega vel í mig,“ segir Elín Agla í
samtali við Daglegt líf.
Elín Agla er þrítugur heimspek-
ingur frá Háskóla Íslands. Hún út-
skrifaðist fyrir þrem-
ur árum og fór þá í
beinu framhaldi á
búddasetur í Norð-
ur-Englandi þar sem
hún bjó í tvö ár
ásamt um hundrað
öðrum iðkendum
búddisma hvaðan-
æva úr heiminum.
Þar kynntist hún nú-
verandi sambýlis-
manni sínum, Eng-
lendingnum Nathan
Baker, og búa þau nú
í litlu þorpi, sem heit-
ir Dunholme og er
nálægt Grimsby og
Hull á austurströnd-
inni. „Ég fór í heim-
speki til að heyra
hvað menn og konur
höfðu hugsað um þetta líf áður. Svo
kynntist ég búddisma og las mér til
um hvað þetta snerist og það kom á
daginn að sá boðskapur átti mjög vel
við mig. Búddismi boðar handhægar
aðferðir til þess að láta sér líða vel
og höndla þetta líf.“
Ákveðin í fatavali
Elín Agla hefur alltaf
verið uppfinningasöm og
ákveðin í fatavali á sjálfa
sig og segist fremur vera
fyrir gömul gæðaföt
fremur en einnota flíkur,
eins og hún orðar það.
„Ef ég ekki finn það sem
ég vil, þá reyni ég að búa
það til. Miklar tísku-
sveiflur eru mér ekki að
skapi, heldur vil ég að
fötin eigi sér líf og geti
enst jafnvel mann fram
að manni. Þá fylgir sagan
með.
Svo gerðist það í fyrra
að mig sárvantaði gæða-
hálskraga, sem samein-
aði það að vera nettur,
fínn og sparilegur. Ég var búin að
leita mikið, en fann ekkert nema ein-
hverja gervikraga, sem ég hafði ekki
minnsta áhuga á. Það varð því úr að
ég settist niður og fór að hanna háls-
kraga fyrir sjálfa mig. Þetta hefur
síðan undið svona skemmtilega upp
á sig, segir hönnuðurinn og bætir við
að draumurinn sé sá að selja krag-
ana góðu heima á Íslandi, en hingað
til hafi hún verið að taka á móti ein-
staka pöntunum á netfanginu
aglanaglalakk@yahoo.com og selji
stykkið á 7.500 krónur.
Elín Agla segir það vera móralskt
atriði hjá sér að nota gamla kan-
ínufeldi í framleiðsluna til að stuðla
ekki beint að kanínudrápi. Hún hef-
ur sömuleiðis alltaf verið aðdáandi
japansks textíls og því má með sanni
segja að kragarnir séu til orðnir fyr-
ir tilstilli blandaðra menningar-
áhrifa.
HÖNNUN | Hlýir og sparilegir kanínukimonohálskragar
„Góðir báðum megin“
Elín Agla ásamt sambýlismanninum Nathan Baker, sem hún kynntist á
búddamiðstöð á Norður-Englandi.
join@mbl.is
Íslenski búddistinn Elín
Agla Briem hlustar á ís-
lenskan rímnakveðskap
á meðan hún hannar og
saumar fínustu háls-
kraga úr notuðum kan-
ínufeldi og japönsku
silki í litlu ensku þorpi.
Jóhanna Ingvarsdóttir
sló á þráðinn.
Hönnuðurinn Elín Agla
Briem með hlýjan og
sparilegan hálskraga úr
kanínuskinni og jap-
önsku silki.
Hálskragarnir eru til í ýmsum litum.