Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 47. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Gísli Súrsson úr súrnum Elfar Logi Hannesson leikur einleik um fornkappann | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Verð bíla fylgir ekki gengislækkun  Ford Freestyle og Opel Astra reynsluekið Íþróttir | Stefán Gíslason til Lyn  Snæfell skellti bikarmeisturunum TILKYNNING frá Íbúðalánasjóði til Kauphallar Íslands í fyrradag vegna lánshæfismats frá matsfyr- irtækinu Standard & Poor’s var ekki í samræmi við umsögn mats- fyrirtækisins. Að sögn Þórðar Frið- jónssonar, forstjóra Kauphallar Ís- lands, er verið að skoða upp- lýsingagjöf Íbúðalánasjóðs vegna þessa máls. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs til Kauphallar Íslands í kjölfar tilkynn- ingar Standard & Poor’s sagði að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Þar var hins vegar ekkert minnst á neikvæða þætti í umsögn fyrirtækisins. Þannig var ekki greint frá því í tilkynningunni að fyrirtækið telur horfurnar á langtíma skuldbinding- um sjóðsins í innlendri mynt vera neikvæðar. Þá kom heldur ekki fram í tilkynningunni að Standard & Poor’s segir að ef markaðshlut- deild sjóðsins á íbúðalánamarkaði muni halda áfram að minnka vegna samkeppni við bankana sé það skilningur matsfyrirtækisins að vilji ríkisins til að standa við bakið á Íbúðalánasjóði geti minnkað. Ábyrgð ríkisins í þessum efnum sé hins vegar ástæðan fyrir því að Íbúðalánasjóður fái sama lánshæf- ismat og ríkið. Tilkynning Íbúðalánasjóðs til Kauphallar um lánshæfismat Neikvæðum þáttum sleppt  Segir horfur/11 LÍFEYRISSJÓÐIRNIR kunna hugsanlega að verða framtíðareigendur sameinaðs fyrir- tækis Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins að sögn Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra. Viljayfirlýs- ing um að ríkið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkur og Akureyrar var undirrit- uð í gær og mun ríkið eign- ast fyrirtækið að fullu um næstu áramót, takist að ná samkomulagi um verð hlutar sveitarfélaganna tveggja. Áform eru uppi um að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag eftir þrjú ár. „Á þeim tíma- punkti verður að meta hvenær er rétt að opna fyrirtækið fyrir nýjum eigendum,“ segir Val- gerður. „Það er búið að móta þá stefnu að til þess muni koma. Það er ekki okkar framtíð- arsýn að ríkið eitt muni eiga þetta fyrirtæki til framtíðar.“ Hún sagði ekki búið að móta hugmyndir um framtíðarsamsetningu hluthafa, „en því er ekki að leyna að t.d. lífeyrissjóðir hafa verið nefndir í því sambandi.“ Ríkið á nú helming í Landsvirkjun, Reykja- víkurborg 45% og Akureyrarbær 5%. Landsvirkj- un í eigu líf- eyrissjóða?  Vilja að ríkið/28 Valgerður Sverrisdóttir SJÖ manns, þar á meðal fyrrverandi frammámaður í Sinn Fein, stjórn- málaarmi Írska lýðveldishersins (IRA), hafa verið handteknir á Ír- landi, grunaðir um aðild að stóru bankaráni á Norður-Írlandi í fyrra. Ránsfengurinn var um 26,5 milljónir punda eða um 2,5 milljarðar ísl. króna. Írska lögreglan skýrði frá málinu í gær en fólkið var handsamað í Cork og í Dublin. Var um að ræða sex karla og eina konu. Sinn Fein, sem neitar því að um bein tengsl sé að ræða milli flokksins og IRA, neitaði í gær að tjá sig þar til nánari fregnir bærust og varaði fólk við því að hrapa að álykt- unum. Írska ríkisútvarpið, RTE, sagði á vef sínum í gær að einn hinna handteknu væri fyrrverandi kjörinn fulltrúi Sinn Fein. Auk þess að handtaka fólk lagði lögreglan hald á um tvær milljónir punda og munu seðlarnir að hluta hafa verið frá Northern Bank í Belfast þar sem ránið var framið 20. desem- ber sl. Er talið að um stærsta banka- rán í breskri sögu hafi verið að ræða. Þegar vísbendingar um aðild IRA komu í ljós fordæmdu jafnt leiðtogar Íra sem Breta samtökin fyrir að tefla í tvísýnu friðarferlinu á Norður-Írlandi en Sinn Fein sagði að um rógburð væri að ræða. IRA-menn hafa árum saman fjármagnað hryðjuverk sín með bankaránum. IRA-menn handteknir Dublin. AP, AFP. NUNNA við gröf Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút í gær. Mikil ólga er í landinu vegna sprengjutilræðisins á mánudag og virðast flestir Líbanar telja að Sýrlendingar hafi staðið á bak við morðið. Sýrlendingar hafa um 15.000 manna herlið í Líbanon í trássi við samþykktir öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna og ráða í reynd yfir landinu en Hariri beitti sér gegn veru herliðsins síðustu ár- in. Ættingjar Hariris kröfðust þess í gær að rannsókn á morðinu yrði undir stjórn alþjóðlegra aðila. Reuters Hariri syrgður í Beirút OFBELDI í sjónvarpi, á myndbandi og í tölvuleikjum hefur mikil skammtímaáhrif á ung börn. Það eykur hættuna á ofbeldisfullri hegðun og veldur þeim ómeðvituðum ótta. Er þetta niðurstaða umfangsmikillar rann- sóknar í Bretlandi en frá henni segir í lækna- tímaritinu The Lancet, sem út kemur á morgun. „Vegna alls úrvalsins, sem nú stendur heimilunum til boða, sjá börnin oft ofbeldis- fullt efni, sem ekki passar við aldur þeirra og þroska. Foreldrar og aðrir umsjónarmenn barna ættu því að sýna sömu gát gagnvart þessu og gert er með lyf og eiturefni. Kæru- leysi hvað þetta varðar, ofbeldi og kynlífs- senur, er í raun ekkert annað en ill meðferð á börnum,“ segir í greininni en þá er fyrst og fremst átt við ung börn en síður við unglinga. Höfundar greinarinnar, sálfræðingarnir Kevin Browne og Catherine Hamilton- Giachritsis við háskólann í Birmingham, tóku saman niðurstöður sex bandarískra rannsókna, sem gerðar hafa verið á áhrifum ofbeldis í fjölmiðlum á börn og hegðun þeirra. Var niðurstaða þeirra eins og fyrr segir sú, að ofbeldisfullt myndefni hefði greinileg „skammtímaáhrif“. Veldur það til- finningaólgu hjá börnunum og eykur líkur á hegðunarvandamálum. Sálfræðingarnir segja, að vissulega séu þessi mál mjög flókin og benda á, að ástandið innan fjölskyldu barnanna og í nánasta um- hverfi geti ráðið miklu. Sé ástandið slæmt, eykur það áhrifin, en sé það gott, dregur það úr þeim. Eftir sem áður er alveg ljóst, segja sálfræðingarnir, að ofbeldisefni hefur ein- hver áhrif á öll börn og unglinga og stundum í langan tíma. Hættulegt eins og eitur París. AFP. Ofbeldi í sjónvarpi og tölvuleikjum talið skaða ung börnFISHER-PRICE leikfangaframleiðandinnkynnir ný leikföng byggð á Latabæ eftir Magnús Scheving á mánudag. Leikfanga- gerðin byggist á samstarfi sjónvarpsstöðvarinnar Nickelodeon sem sýnir Latabæ vestanhafs og Fisher-Price. Líkt og þættirnir eiga leikföngin að hafa hvetjandi áhrif á börn til þess að hreyfa sig og gefa þeim færi á að njóta efnis þáttanna í gagnvirkum leik, að því er segir á fréttavef PR newswire.com. Á meðal leikfanganna eru leikföng með Latabæjartónlist, sem á að hvetja börnin til að dansa og hreyfa sig, og búningasett sem gera börnunum kleift að bregða sér í gervi Íþróttaálfsins eða Sollu stirðu. Latabæjardót á markaðinn ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.