Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Haraldur Guð-mundsson fædd-
ist á Akranesi 2. febr-
úar 1929. Hann lést á
heimili sínu í Hafnar-
firði 5. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guðríður
Gunnlaugsdóttir hús-
móðir, f. 1902, d. 23.
janúar 1992, og Guð-
mundur Bjarnason
sjómaður, f. 1898, d.
8. júlí 1944. Bróðir
Haraldar er Emil, f.
1933, kvæntur Sigur-
björtu Gústafsdóttur,
f. 1935.
Haraldur kvæntist 15. mars
1952 Áslaugu Guðmundsdóttur, f.
1. september 1929. Foreldrar
hennar voru Geirþóra Ástráðs-
dóttir húsmóðir, f. 1892, d. 1980,
og Guðmundur Guðjónsson kaup-
maður, f. 1893, d. 1977. Börn Har-
aldar og Áslaugar eru: 1) Guð-
mundur, flugumferðarstjóri, f.
1952, kvæntur Báru Ásbjörnsdótt-
ur skrifstofumanni, f. 1951. Börn
þeirra eru Bryngerður Ásta, f.
1970, Haraldur Unnar, f. 1974, og
Atli Þór, f. 1977. 2) Þorgeir, flug-
stjóri, f. 1954, kvæntur Kolbrúnu
Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi, f.
1957. Börn þeirra
eru Kristinn Geir, f.
1982, Áslaug, f.
1986, og Tjörvi, f.
1990. 3) Helga, hús-
móðir, f. 1958, gift
Haraldi Þorgeirs-
syni útgerðarmanni,
f. 1952. Synir þeirra
eru Ágúst Örn, f.
1977, Þorgeir Ingi, f.
1979, Hjörtur, f.
1983, og Davíð, f.
1990. 4) Haukur, sál-
fræðingur, f. 1967,
kvæntur Herdísi
Jónu Guðjónsdóttur
meinatækni, f. 1969. Synir þeirra
eru Aron Karl, f. 1993, og Styrmir
Þór, f. 1999. Langafabörnin eru
orðin sex talsins.
Haraldur var fæddur og uppal-
inn á Akranesi. Haraldur og Ás-
laug bjuggu á Keflavíkurflugvelli
til 1958 en fluttu þá til Hafnar-
fjarðar.
Haraldur hóf störf hjá flug-
málastjórn 1948 og starfaði þar
sem flugumferðarstjóri þar til
hann lét af störfum vegna aldurs
1992.
Útför Haraldar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Hann Haraldur, ágætur félagi
minn og starfsbróðir allt frá tvítugs-
aldri, var að kveðja þessa jarðvist
okkar og mér brá er ég rakst á fregn-
ina í Morgunblaðinu. Að vísu var mér
kunnugt um að alvarlegur sjúkdómur
væri kominn til sögunnar – en svona
fljótt – kom á óvart. Sannarlega ræð-
ur enginn sínum næturstað en við
hljótum að treysta handleiðslu al-
mættisins og lúta vilja þess.
Við vorum báðir 19 ára er við hóf-
um nám í flugumferðarstjórn, ég
1946 og hann 1948, við fengum sömu
kennarana og eftirminnilegur var
Englendingurinn Eric Edward Coon-
ey sem fyrst starfaði í flugturni
Reykjavíkurflugvallar í síðari heims-
styrjöldinni en var fenginn til baka
sem kennari skömmu eftir stríðslok.
Um talviðskipti við flugvélar var ráð-
gjöf hans „make it short smart and
snappy“.
Ég vissi að Haraldur hafði alist upp
í hinni mannbætandi skátahreyfingu
á Akranesi og mat hana mikils. Synir
hans sögðu mér að vinatengsl við
skátahreyfinguna hefðu haldist til
hinstu stundar og verið þeim hjónum
mikilvæg. Ljúft og glaðlegt viðmót
Haraldar gerði hann að ákjósanleg-
um félaga í starfi og leik. Vinnuað-
staða og tækjabúnaður var frum-
stæður í upphafi en það var
ánægjulegt að takast á við að þróa og
móta nýja og spennandi starfsgrein.
Við höfðum beint símasamband úr
flugturninum við Veðurstofu Íslands í
Sjómannaskólanum. Þar störfuðu
ungar stúlkur sem á fyrstu árunum
sendu okkur veðurathuganir á
klukkustundar fresti sem fyrst
nefndust „UCO“ síðar „AERO“ og
loks „METAR“. Góð kynni tókust
stundum með þessum símaviðskipt-
um og þannig kynntist Haraldur
hinni frábæru Áslaugu Guðmunds-
dóttur sem fljótlega varð unnusta
hans, eiginkona og móðir fjögurra
myndarbarna þeirra hjóna.
Haraldur hafði mikinn áhuga á
fluginu og nam til réttinda einkaflug-
manns og naut þess að fljúga sjálfur.
Hann kenndi flugnemum bókleg
fræði við flugskóla Helga Jónssonar
árum saman. Eftir tveggja ára störf í
Reykjavík, árið 1950, fór hann til
starfa í flugturni Keflavíkurflugvallar
og varð annar Íslendingurinn sem
starfaði þar með Ameríkönum. Í
Keflavík starfaði hann samfellt til
ársins 1958 er hann fluttist aftur til
starfa á Reykjavíkurflugvelli. Í árs-
byrjun 1963 varð hann svo einn af
fyrstu varðstjórum nýbyggðs flug-
turns og starfaði á 8. hæð flugturns-
byggingar Flugmálastjórnar.
Í byrjun desember 1953 fórum við
Haraldur saman í fimm manna hópi
til framhaldsnáms í flugumferðar-
stjórn hjá flugmálastjórn Bandaríkj-
anna, fyrst við bóklegt nám á flugvelli
Will Rogers í Oklahoma og þar í hópi
með tveim Egyptum og einum Bras-
ilíumanni. Að því loknu stunduðum
við Haraldur verklegt nám til starfs-
réttinda í flugturni og flugstjórnar-
miðstöð Rogesterborgar í New York
fylki.
Sá fyrsti úr þessum fimm manna
námshópi féll frá árið 1972. Fyrir
réttu ári héldum við Haraldur hátíð-
legt 50 ára útskriftarafmæli þessa
fimm manna fyrsta námshóps ís-
lenskra flugumferðarstjóra í Okla-
homa, ásamt eiginkonum okkar, á
heimili þeirra Áslaugar og rifjuðum
upp gömul og góð kynni. Nú eru þeir
allir fjórir horfnir mér yfir móðuna
miklu.
Haraldur sótti námskeið í leit og
björgun loftfara í New York borg árið
1979 og í ratsjárfræðum í Denver
Colorado 1980. Hann leysti af störf-
um flugumferðarstjóra í Vestmanna-
eyjum, á Akureyri og á Egilsstöðum
og mun vera sá eini sem aflaði sér
allra starfsréttinda flugumferðar-
stjóra á Íslandi. Mörg síðustu starfs-
ár sín var hann varðstjóri í flugstjórn-
armiðstöðinni í Reykjavík.
Haraldur sat í stjórn Félags ísl.
flugumferðarstjóra allmörg ár og var
formaður þess árin 1978 og 1979. Með
Haraldi er fallinn frá merkur braut-
ryðjandi íslenskrar flugumferðar-
stjórnar.
Við gömlu starfsfélagarnir söknum
góðs vinar og félaga, vottum Áslaugu,
börnum þeirra og öðrum vandamönn-
um einlæga samúð okkar og óskum
þeim allra heilla um ókomin ár.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans,
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgr.)
Valdimar Ólafsson.
Fengið hefur líkn sinna þjáninga
hann Haraldur Guðmundsson flug-
umferðarstjóri, þjáninga sem allt of
margir þurfa að eyða sínum síðustu
kröftum að glíma við. En hann er
beittur ljár krabbans og oft því miður
hefur hann vinninginn.
Ungur maður kynntist ég Haraldi,
kominn til Reykjavíkur til að læra
flugumferðarstjórn. Þar mætti ég
virðulegum, vinalegum og félagslynd-
um manni. Varðstjóra í flugstjórnar-
miðstöðinni í Reykjavík, reyndar
þeirri einu íslenzku.
Að hætti Haraldar tók hann mér
vel, bauð mig velkominn og sýndi mér
þar helstu hluti sem vert var ungum
að kynnast í byrjun. En Haraldur
varðstjóri var ekki allur séður strax.
Hann beitti stjórnunarhæfileikum
sínum þegar efni stóðu til. Þar lét
ekkert undan, þótt hávær væri hann
ekki. En Haraldur bjó yfir þeirri
reisn, að á hann var hlustað og skoð-
anir hans og ákvarðanir virtar.
Lítið dæmi hans persónu var, að þá
hann ungur flugumferðarstjóri í flug-
turni Reykjavíkurflugvallar varð
vitni að, þegar flugvél sökum elds-
neytisskorts nauðlenti í sjónum út af
Reykjavíkurhöfn, skammt frá Eng-
ey. Haraldur vissi að þar um borð var
fjölskyldumaður sem átti sér enga
bjargarvon nema eitthvað yrði að-
hafst. Þá hafði Haraldur nýlega verið
í sambandi við þyrlur varnarliðs vors,
sem þá voru staddar við Straumsvík.
Hann kallar til flugmanna þeirra,
skipar þeim til verka, gefur þeim
góða leiðsögn um hvert halda skuli og
hvað gera, enda þeim nú gott að
standa sig. – Það kom löng þögn –,
síðan að hafa þyrfti samráð við aðmír-
álinn á Vellinum og hann kannski
þyrfti að ráðfæra sig við sér æðri
menn og ekkert gerðu þeir nema að
hans ákvörðun tekinni. Haraldur ekki
seinn en segir: „Nú er það ég sem
ræð og þið gerið sem ég segi.“ Sámur
sneri við og manninum var bjargað.
Auðvitað er allt annað í dag, en Har-
aldur fylgdi allri þróun og var ætíð
maður fyrir sinn hatt.
Auk starfa sinna í flugstjórnarmið-
stöðinni, sinnti Haraldur að nokkru
bóklegri kennslu flugnema. Aðallega
voru flugreglurnar hans fag. Þar
tvinnaði hann saman skyldum
manna, dæmum og reynslu. Enda
naut hann þar þeirrar sömu virðing-
ar, sem annars staðar. Veit ég að
margur flugmaðurinn minnist hans
með hlýju frá því starfi.
En þótt svo jarðneskt atgervi Har-
aldar sé nú til moldar sett, verður
minning hans og virðing ekki undir
þeirri torfu. Miklu meira þarf til að
Haraldur sé búinn. En hér votta ég
eiginkonu hans, fjölskyldu og vensla-
fólki samúð vegna fráfalls tignar-
manns.
Guðmundur Karl Erlingsson.
Nú hefur almættið rofið vinakeðj-
una, komið er skarð sem aldrei verð-
ur fyllt. Halli yfirgaf okkur 5. þ.m. og
eftir sitjum við með okkar eigingirni,
við hefðum viljað hafa hann lengur,
þótt við vissum að þetta væri honum
fyrir bestu úr því sem komið var.
En minningarnar eigum við eftir
sem eru svo óteljandi og allar svo
góðar og okkur kærar, hvort sem það
var „Krafla“ sem gaus eða allt var á
mjúku nótunum sást alltaf glitta í
spaugið í augnkrókunum.
Það er hægt að segja að við höfum
dansað í gegnum lífið með Áslaugu og
Halla, fyrst hjá Hermanni Ragnari,
síðan var stofnaður áramótaklúbbur
með glensi og gamni. Einnig vorum
við með þeim í félagsskap þar sem
voru bæði gleði- og hátíðarstundir.
Hér fyrr á árum tókum við upp
tjöldin okkar og skruppum saman út í
náttúruna, þær ferðir hefðu mátt
vera fleiri.
Okkur hættir til að taka allt sem
gefið, en sjáum svo eftir á hvað margt
smátt hefur verið okkur mikils virði,
eins og síðasta sumar þegar þau
komu til okkar í litla húsið á
Hvammstanga, bara að koma saman
yfir kaffibolla eða rétt til að spjalla,
allt er þetta okkur dýrmætt.
Í starfi sínu sem flugumferðar-
stjóri naut Halli sín vel. Hann hafði
unun af því að rifja upp atvik sem
gerst höfðu á löngum og gifturíkum
starfsferli. Eftir að Halli lauk störfum
tók hann að sér á sumrin eina og eina
afleysingu á einhverjum flugvelli úti á
landi. Í þær ferðir fór Áslaug alla
jafna með honum.
Eftir að ævistarfi lauk var ekki sest
við gluggann og beðið, heldur nutu
þau þess að vera saman og gera það
sem hugurinn girntist hverju sinni.
Ferðalög voru ofarlega í huga og létu
þau draumana rætast á þeim vett-
vangi. Alltaf stóð þó Kattholt upp úr
þar sem þau áttu sér notalegt hreið-
ur.
Mikið störfuðu þau hjónin með
eldri borgurum í Hafnarfirði. Þar var
málað og skorið út í tré, og er leitun
að jafn miklum listaverkum og Halli
skar út, þar naut hann sín vel.
Elsku Áslaug, þinn missir er mest-
ur, en ekki er meira á neinn lagt en
hann getur borið. Þér og fjölskyld-
unni allri sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Megi mildi hins Hæsta leiða vin
okkar á þeim brautum sem hann nú
hefur lagt út á.
Jóhanna og Garðar.
Kveðja frá flugumferðarsviði
Flugmálastjórnar Íslands
Haraldur hóf nám í flugumferðar-
stjórn árið 1948 og starfaði við það
óslitið til ársins 1992 er hann fór á eft-
irlaun. Hann kom þó nokkrum sinn-
um eftir það til starfa til að hlaupa
undir bagga í afleysingum á flugvöll-
um á landsbyggðinni, meðal annars á
Egilsstöðum og Höfn. Haraldur hóf
starfsferil sinn í flugturninum í
Reykjavík og starfaði þar til 1. apríl
1950 er hann fluttist til starfa í flug-
turninum á Keflavíkurflugvelli. Þar
starfaði hann sem varðstjóri til 1. júlí
1958 en fluttist þá aftur til Reykjavík-
ur og starfaði þar sem varðstjóri í
flugturninum og síðar sem vaktstjóri
í flugstjórnarmiðstöðinni. Haraldur
sinnti öllum sínum störfum af stakri
prúðmennsku og bar hann mikla um-
hyggju fyrir vinnustaðnum og starfi
sínu. Ég vil fyrir hönd starfsmanna
flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar
þakka Haraldi Guðmundssyni sam-
fylgdina og minninguna um góðan
dreng. Fjölskyldu og vinum vottum
við okkar dýpstu samúð.
Ásgeir Pálsson
framkvæmdastjóri.
Í rúm 40 ár hefur félagsskapur
eldri skáta og velunnara skátahreyf-
ingarinnar, sem kennir sig við St.
Georg verið starfandi í Hafnarfirði. Í
þeim hópi var Haraldur Guðmunds-
son ásamt Áslaugu konu sinni. Það er
erfitt að sætta sig við að Haraldur sé
nú horfinn úr hópnum. Við munum
ávallt minnast hans með virðingu og
þakklæti. Haraldur gegndi margvís-
legum trúnaðarstörfum innan gildis-
ins og var m.a. gildismeistari um
tíma. Hann, og þau hjón bæði, voru
hrókar alls fagnaðar á fundum og í
fjölda ferða okkar um landið og alltaf
reiðubúin til þess að leggja hönd á
plóginn ef eitthvað stóð til. Skemmst
er að minnast ferðar okkar um Suð-
urland í haust þar sem gamanyrðin
flugu og ekkert okkar hafði grun um
að þetta væri síðasta ferðin sem hann
tæki þátt í með okkur.
Fyrir nokkrum árum kom Harald-
ur með þá hugmynd að gildið okkar
stæði fyrir tónlistarkvöldum þar sem
djassinn yrði í fyrirrúmi. Þessu var
hrundið af stað undir nafninu Djass
fyrir alla og í þrjú ár komu fjölmargir
þekktustu tónlistarmenn landsins á
þessar samkomur og léku fyrir fullu
húsi í Hafnarborg. Haraldur var boð-
inn og búinn að aðstoða og oftar en
ekki stóð hann í því að hengja upp
auglýsingar eða var við miðasöluna.
Haraldur var einn þeirra sem var í
svonefndum skálahópi sem hafði um-
sjón með skálanum okkar við Hval-
eyrarvatn og þau eru mörg handtökin
sem þau hjón eiga við að fegra skál-
ann og umhverfið.
Þegar ljóst var hvert stefndi þá
kom enn frekar í ljós hve vel gerður
maður Haraldur var. Hann tókst af
einstöku æðruleysi á við sjúkdóminn
og ósk hans var sú að dvelja í faðmi
fjölskyldunnar þar til yfir lyki. Hon-
um varð að ósk sinni.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að eiga samleið með Haraldi Guð-
mundssyni. Að leiðarlokum er honum
þökkuð vináttan og tryggðin.
Hugur okkar er hjá Áslaugu og
fjölskyldunni sem Haraldur mat ofar
öllu.
Minningin um traustan, góðan og
glaðværan félaga mun ávallt lifa með-
al okkar.
St. Georgsgildið í Hafnarfirði.
Við kynntumst þeim Haraldi og
Áslaugu árið 1963 er eldri skátar í
Hafnarfirði stofnuðu St. Georgsgildið
og þróaðist kunningsskapurinn í vin-
áttu á þessum rúmum fjórum áratug-
um.
Það var því mikið áfall er við frétt-
um í október síðastliðnum að Halli,
eins og hann var oftast kallaður, hefði
greinst með alvarlegan sjúkdóm á
háu stigi. Nú nokkrum mánuðum síð-
ar er hann allur. Halli tókst á við
sjúkdóm sinn af miklu æðruleysi og
naut stuðnings fjölskyldu sinnar.
Halli var traustur og tryggur fé-
lagi, skemmtilegur, glaðvær og fág-
aður í framkomu. Hann var einn
traustasti hlekkurinn í skálahópnum
svonefnda og starfaði hann mikið þar
við byggingu og viðhald Skátalundar
við Hvaleyrarvatn.
Halli var um tíma gildismeistari og
sat í stjórn og nefndum Hafnarfjarð-
argildisins og er mikil eftirsjá að góð-
um félaga.
Skálahópurinn þakkar honum störf
hans og samveru alla og kveður hann
með söknuði.
Við Gógó þökkum honum jafn-
framt alla vináttu og heimsóknir
margan sunnudagsmorguninn og
biðjum Guð að blessa og varðveita
Áslaugu og fjölskyldu hennar.
Minning um traustan og tryggan
vin lifir.
Sigurlaug og Ólafur.
Kveðja frá Félagi
íslenskra flugumferðarstjóra
Haraldur Guðmundsson hóf feril
sinn sem flugumferðarstjóri árið 1948
og starfaði við flugumferðarstjórn til
starfsloka árið 1992. Hann var virkur
í félagsmálum flugumferðarstjóra,
sat í stjórn félagsins í sex ár, þar af
tvö ár sem formaður. Haraldur var
sæmdur gullmerki FÍF árið 1995 fyr-
ir störf sín í þágu félagsins. Það var
ánægjulegt að starfa með Halla
Gúmm. Hann vann starf sitt af fag-
mennsku, brosið og létta lundin aldr-
ei langt undan. Sá skemmtilegi siður
hefur skapast hin síðustu ár að á
fimmtudagsmorgnum hittast eldri
flugumferðarstjórar í flugstjórnar-
miðstöðinni. Halli var duglegur að
mæta á þessa kaffi- og spjallfundi.
Þannig hélt hann ávallt góðu sam-
bandi við sína fyrrverandi vinnu-
félaga. Við kveðjum Halla með virð-
ingu og söknuði og vottum Áslaugu,
börnum þeirra og fjölskyldum ein-
læga samúð okkar.
F.h. stjórnar FÍF,
Hlín Hólm.
HARALDUR
GUÐMUNDSSON
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda
hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar