Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 1
Niels- Henning allur Mesti bassasnillingur Evrópu kvaddur Menning Viðskipti og Íþróttir í dag Viðskiptablaðið | Hugmyndirnar hitta fjármagnið  Bankagjöld lægri hér Skógrækt | Að planta trjám er gleði og gaman  Leiðbeiningar um nýrækt Íþróttir | Uppskeruhátíð í körfuboltanum  Jafntefli Chelsea og Arsenal Opið í dag 13-17 Sumarhátíð! Bagdad, Kut. AP, AFP. | Jalal Talabani, forseti Íraks, greindi í gær frá því að meira en fimmtíu lík hefðu verið slædd upp úr Tígris-ánni, skammt frá höfuðborginni Bagdad. Höfðu sumir verið afhöfðaðir, aðrir skornir á háls. Kom fram í máli Talabanis að talið væri að um væri að ræða fólk sem uppreisnarmenn af kvísl súnní- múslíma rændu í bænum Madain, um 20 km suður af Bagdad, fyrir nokkr- um dögum. Fregnir af atburðum í Madain hafa verið mjög misvísandi og efasemdir vöknuðu um það um helgina, þegar íraskar hersveitir fóru þar á vett- vang, að nokkrar gíslatökur hefðu átt sér þar stað. „Hryðjuverkamenn frömdu þarna glæp. Það er ekki rétt að segja að ekki hafi verið um neina gísla að ræða. Fólk var hneppt í gísl- ingu. Og þetta fólk var drepið og ódæðismennirnir hentu líkum þess í Tígris,“ sagði Talabani hins vegar um þessi mál í gær. „Við höfum nöfn hinna látnu og líka glæpamannanna sem frömdu verknaðinn.“ Nítján hermenn teknir af lífi A.m.k. þrjátíu biðu bana í ofbeld- isverkum í Írak í gær, m.a. leiddu uppreisnarmenn nítján íraska her- menn inn á íþróttaleikvang í bænum Haditha, um 220 km norðvestur af Bagdad, þar sem þeir voru síðan skotnir til bana. 50 lík fundust í Tígris Quito. AFP, AP. | Þingið í Ekvador samþykkti í gær að víkja Lucio Gutierrez, forseta landsins, úr emb- ætti og hætti her landsins einnig stuðningi við hann. Gutierrez yfirgaf forseta- höllina í Quito og hugðist halda, að því er talið er, til Panama en herinn stöðvaði för hans. Sagði rannsóknardómari, Cecilia de Armas, seint í gærkvöldi að Guti- errez væri í haldi og að hann yrði ákærður fyrir að hafa skipað lög- reglu og her að brjóta á bak aftur með valdi götumótmæli gegn honum sem undanfarna daga höfðu færst í aukana í höfuðborginni Quito. Þingið samþykkti að setja Gutierrez af með 62 atkvæðum gegn engu en hann var kosinn forseti 2002. Var Alfredo Palacio varaforseti útnefndur forseti í hans stað og sór þegar embættiseið. Vaxandi spenna hefur verið í Ekvador undan- farna daga og hafa götumótmæli verið daglegt brauð síðustu vikuna í Quito. Óánægja með Guti- errez á rætur að rekja til þess að hann vék öllum hæstaréttardómurum úr starfi fyrir áramót. Sögðu andstæðingar forsetans að um væri að ræða til- raun hans til að sölsa dómsvaldið undir sig, slíkt bryti hins vegar gróflega í bága við stjórnarskrána. Götumótmæli í Quito hafa verið að færast í aukana síðustu daga og til átaka hefur komið. Lucio Gutierrez Forseti Ekvador settur af London. AFP. | Breska götublaðið The Sun hefur lýst yfir að það styðji Verkamannaflokk Tonys Blairs í þingkosningunum 5. maí. Þetta þykir fréttnæmt af því að The Sun er söluhæsta blaðið í Bretlandi og Blair lagði sérstaka áherslu á það fyrir kosning- arnar 1997, er hann komst til valda, að fá blaðið til liðs við sig. Vísbendingar höfðu verið um að blaðið kynni nú að snúa baki við Blair, en Trevor Kav- anagh, ritstjóri þess, staðfesti í gær að The Sun styddi flokk hans áfram. „Þetta eru síðustu kosn- ingar Tonys Blairs og hann á skilið að fá eitt loka- tækifæri til að uppfylla loforð sín,“ segir The Sun. The Sun styður Blair áfram Morgunblaðið/Golli Gleðilegt sumar ÞINGMENN Framsóknar- flokks hyggjast taka saman og birta opinberlega upplýsingar um eignir sínar og hlutabréfa- eign, ásamt upplýsingum um önnur launuð störf og aðild að hagsmunasamtökum. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, greindi frá þessari ákvörðun þingflokksins á Alþingi í gær. Einnig kom fram í þinginu að Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra hefði ritað formönnum allra stjórnmálaflokka bréf og óskað eftir tilnefningum í nefnd til að fjalla um lagaramma stjórn- málastarfsemi. Á nefndin að fjalla um hvernig hátta skuli eftirliti með fjárreiðum stjórnmálaflokka. Jónína sagðist jafnframt hafa sent forseta Alþingis bréf þar sem óskað er eftir því við forsæt- isnefnd að sem fyrst verði settar reglur um opinbera upplýsinga- gjöf um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna. Slíkar regl- ur myndu auka trúverðugleika þingsins. Í umræðum á þingi fagnaði Halldór Ásgrímsson því að forsætisnefnd myndi fjalla um þessi mál. Nefndin hefði fyrir löngu getað sett slíkar reglur. Formenn annarra þingflokka, sem rætt var við í gær, taka því flestir vel að upplýst verði um eignir þingmanna. Einar K. Guð- finnsson, Sjálfstæðisflokki, segir það sjálfsagt mál að skoða þessi mál en þau geti reynst flóknari en virðist við fyrstu sýn. Ætla að gefa upp eigin eigur og tengsl  Alþingi/10/30 Framsóknarþingmenn vilja reglur um upplýsingagjöf um fjárhag þingmanna Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ♦♦♦ HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að hann eigi nú 2,33% hlut í útgerðarfyrirtækinu Skinney-Þinganesi hf. Hluturinn er arfur eftir foreldra hans og samsvarar um 15,1 milljón króna að nafnvirði. Hann segir jákvætt ráðstafi þingmenn sparnaði í hlutafé. Þeir eigi þó yfirleitt sáralítið í fyrirtækjum./10 Eign í Skinney- Þinganesi 2,33% STOFNAÐ 1913 106. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.