Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.plusferdir.is
N E T
Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
*Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman.
Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar.
1. júní, 6. júlí og 17. ágúst
Feneyska Rivieran
á Res Madrid í 7 nætur.
Verð frá 46.620 kr.*
63.620 kr. ef 2 ferðast saman.
Verð miðast við að bókað sé á netinu, ef bókað er
í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun.
FJÁRREIÐUEFTIRLIT
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra hefur óskað eftir því hjá for-
mönnum allra stjórnmálaflokka á
Alþingi að þeir tilnefni fulltrúa í
nefnd til að fjalla um lagalega um-
gjörð stjórnmálastarfsemi. Nefndin
á m.a. að fjalla um hvernig hátta
skuli eftirliti með fjárreiðum stjórn-
málaflokka. Þá hyggjast þingmenn
Framsóknarflokksins taka saman
upplýsingar um eignir sínar.
Stofnvísitala þorsks lækkar
Stofnvísitala þorsks er nú 16%
lægri en hún var á síðasta ári sam-
kvæmt fyrirliggjandi niðurstöðum
úr stofnmælingu botnfiska. Síðustu
fjórir árgangar þorsks hafa verið lé-
legir utan einn árið 2002 sem var
nærri því að vera í meðallagi.
Ný stjórn SPH kjörin
Ný stjórn Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar var kjörin á aðalfundi sem
haldinn var í gærkvöldi. Í henni sitja
Eyjólfur Reynisson, Ingólfur Flyg-
enring, Páll Pálsson, Trausti Ó. Lár-
usson og Þórður Magnússon.
Umrót í Ekvador
Þingið í Ekvador setti í gær for-
seta landsins, Lucio Gutierrez, af og
var hann í gærkvöldi sagður í haldi
hersins. Hann á í vændum að verða
ákærður fyrir að hafa skipað her og
lögreglu að brjóta á bak aftur götu-
mótmæli undanfarna daga sem
beindust gegn honum.
Blóðbað í Írak
Jalal Talabani, forseti Íraks, segir
að meira en fimmtíu lík hafi verið
slædd upp úr Tígris-ánni, skammt
frá Bagdad. Kom fram í máli Tal-
abanis að talið væri að um væri að
ræða fólk sem uppreisnarmenn af
kvísl súnní-múslíma rændu í bænum
Madain, um 20 km suður af Bagdad,
fyrir nokkrum dögum. Uppreisn-
armenn skutu ennfremur nítján
íraska hermenn til bana.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
Í dag
Sigmund 8 Daglegt líf 32
Fréttaskýring 8 Umræðan 33/41
Erlent 14/17 Bréf 41
Minn staður 20 Minningar 42/44
Akureyri 22 Myndasögur 48
Landið 22 Dagbók 48/50
Höfuðborgin 24 Staður og stund 50
Austurland 24 Leikhús 52
Listir 26 Bíó 54/57
Neytendur 27/29 Ljósvakamiðlar 58
Forystugrein 30 Veður 59
Viðhorf 32 Staksteinar 59
* * *
UMHYGGJA, félag foreldra lang-
veikra barna, og UNICEF á Íslandi
hafa tekið höndum saman um átak
til styrktar starfsemi samtakanna og
munu á næstu dögum dreifa íslensku
teiknimyndinni Litlu lirfunni ljótu
inn á 105 þúsund heimili í landinu.
Um er að ræða stærsta upplag sem
dreift hefur verið af nokkurri mynd
hérlendis. Útgáfa myndarinnar var
sérstaklega unnin fyrir átakið og er
hún talsett á sjö tungumálum. Slag-
orð átaksins er Sumar gjafir skipta
öll börn máli – Sumargjöf Umhyggju
og UNICEF. Með myndinni fylgir
gíróseðill að upphæð tvö þúsund kr.
þar sem viðtakanda gefst tækifæri
til að styrkja málefnið. Dreifing
myndarinnar stendur yfir 22. apríl
til 5. maí.
Hagnaður átaksins er áætlaður
45% af tekjum og rennur hann beint
til Umhyggju og UNICEF, sem
skipta honum bróðurlega á milli sín.
Umhyggja mun annars vegar nota
þá fjármuni sem félaginu falla í
skaut til að efla styrktarsjóð félags-
ins, en hlutverk hans er að styrkja
langveik börn og fjölskyldur þeirra
sem lent hafa í verulegum fjárhags-
eriðleikum. Hins vegar mun Um-
hyggja fjármagna stöðugildi sér-
fræðings sem veitir fjölskyldum
langveikra barna sálfélagslegan
stuðning.
Meðal verkefna sem UNICEF
vinnur að í þróunarlöndunum er að
sjá til þess að ungbörn fári nauðsyn-
lega næringu og umhyggju, að veita
börnum góða grunnmenntun og lífs-
nauðsynlegar bólusetningar og
bætiefni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðstandendur átaksins kynna verkefnið. F.v. Einar Benediktsson, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi, Stefán
Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF, og Jón Kristinn Snæhólm og Leifur Bárðarson, talsmenn Umhyggju.
Litla lirfan ljóta á leiðinni
inn á 105 þúsund heimili
Styrktarátak Umhyggju og UNICEF – barnahjálpar SÞ hafið
STÉTTARFÉLAG sálfræðinga á
Íslandi hefur fellt samkomulagið
sem Bandalag háskólamanna, BHM,
og ríkið gerðu sín á milli í febrúar sl.
um breytingar og framlengingu á
kjarasamningi. Meira en 90% þeirra
sálfræðinga sem greiddu atkvæði
felldu samkomulagið. Af 24 aðildar-
félögum BHM hefur talning at-
kvæða farið fram í 22 og eru sálfræð-
ingar þeir einu sem hafa fellt
samkomulagið. Tvö kennarafélög
munu væntanlega tilkynna sína nið-
urstöðu á morgun, föstudag.
Við gerð samningsins var það for-
senda af hálfu ríkisins að hann yrði
að vera samþykktur í öllum félögum
til að öðlast fullt gildi. Halldóra Frið-
jónsdóttir, formaður BHM, vonast
til þess að þrátt fyrir þetta taki sam-
komulagið gildi. Stéttarfélag sál-
fræðinga sé lítið félag og þeir starfi á
fáum stofnunum. Er Halldóra bjart-
sýn á að í ljósi heildarniðurstöðunnar
muni ríkið falla frá sinni upphaflegu
forsendu.
Ekki náðist í formann samninga-
nefndar ríkisins, Gunnar Björnsson,
vegna þessa máls í gær.
Áhyggjur af
faglega þættinum
Brynjar Emilsson, formaður
Stéttarfélags sálfræðinga, segist
telja að sínir félagar hafi haft
áhyggjur af faglegri hlið sameigin-
legs stofnanasamnings. Þeir hafi ótt-
ast að fá ekki inn í samninginn
áfanga til sérfræðiviðurkenningar.
Óánægjan hafi ekki snúið að launa-
liðum samningsins og samfagnar
Brynjar öðrum aðildarfélögum
BHM og þeirra niðurstöðu. Brynjar
segist vera ánægður með þátttöku
sálfræðinga í atkvæðagreiðslunni,
niðurstaðan sé mjög skýr. Vonast
hann til að ríkið komi til samninga-
viðræðna við sálfræðinga á svipuð-
um nótum og Félag náttúrufræðinga
samdi við ríkið.
Á vefsíðu BHM í gærkvöldi var að
loknum miðstjórnarfundi bandalags-
ins komin afsökunarbeiðni Halldóru
Friðjónsdóttur þar sem hún biðst af-
sökunar á ummælum sem hún lét
falla í garð sálfræðinga í frétt á vef-
síðunni þegar niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar lá fyrir. Dregur hún
ummælin til baka en ekki er upplýst
um hvaða ummæli var að ræða. Voru
þau tekin út af vefsíðu BHM.
BHM vonar að
samningur haldi
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
SENA, afþreyingarsvið Dags Group
sem áður hét Skífan, hefur verið í
viðræðum við þrjá aðila um bygg-
ingu á nýju kvikmyndahúsi á höf-
uðborgarsvæðinu. Þetta segir Björn
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Senu, í samtali við viðskiptablað
Morgunblaðsins í dag.
„Ég get ekki á þessu stigi sagt
hvar það mun rísa, en það verður í
anda Smárabíós, sem hefur frá opn-
un verið vinsælasta bíó landsins,“
segir Björn. „Við teljum að það sé
þörf fyrir annað bíó í líkingu við það.
Kvikmyndahúsin hafa verið að
breytast með nýrri tækni og betri
hús koma í stað þeirra sem eldri
eru.“
Björn segir að Sena sé einnig að
skoða þá möguleika sem fyrirtækið
hefur á erlendum mörkuðum. Til að
mynda hafi verið kannaður sá mögu-
leiki að opna kvikmyndahús í öðrum
löndum. Þá segir hann að Sena muni
gefa út hátt í sextíu titla af íslenskri
tónlist á þessu ári. „Eitt af því sem
er ánægjulegt við útgáfuna í ár er
hvað hún dreifist vel yfir árið, en um
þriðjungur af þeim geisladiskum
sem við gefum út verður kominn í
verslanir fyrir haustið,“ segir
Björn./8
Nýtt kvikmyndahús
í anda Smárabíós
Fjalla um söl-
una á Sjóvá
PÁLL Gunnar Pálsson, for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins,
kannast ekki við að borist hafi
sérstök erindi vegna sölunnar
á 66,6% hlut Íslandsbanka í
Sjóvá. Fjármálaeftirlitið muni
engu að síður fjalla um þessi
viðskipti, enda beri lögum sam-
kvæmt að leita samþykkis þess
á kaupum á virkum eignarhlut.
Straumur fjárfestingar-
banki hyggst kanna réttar-
stöðu sína varðandi viðskiptin.
Þórður Már Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Straums,
vildi ekki tjá sig um málið við
Morgunblaðið í gær.
HALLDÓR Ásgrímsson for-
sætisráðherra upplýsti á Al-
þingi í gær að hann hefði óskað
eftir því við framkvæmdanefnd
um einkavæðingu að birtar
yrðu opinberlega tillögur ráð-
gjafarfyrirtækisins Morgans
Stanleys um sölufyrirkomulag
Símans. „Ég hef óskað eftir því
við framkvæmdanefnd um
einkavæðingu að fjallað verði
um möguleika þess að birta til-
lögur Morgans Stanleys að
sölufyrirkomulaginu,“ sagði
hann. „Ég legg reyndar áherslu
á að tillaga Morgans Stanleys
verði birt sem og önnur meg-
inatriði í skýrslu þeirra. Við
höfum að sjálfsögðu ekkert að
fela í þessu sambandi. Hins
vegar inniheldur skýrsla Morg-
ans Stanleys trúnaðarupplýs-
ingar m.a. gagnvart þriðja að-
ila, t.d. nöfn áhugasamra aðila,
og fleira sem vitanlega er ekki
hægt að opinbera.“
Ráðherra sagði að Ríkisend-
urskoðun hefði hins vegar nú
þegar ótakmarkaðan aðgang að
skýrslu Morgans Stanleys.
„Ríkisendurskoðun mun hins
vegar nú þegar hafa ótakmark-
aðan aðgang að skýrslunni, sem
og öðrum gögnum þessa máls,“
sagði hann, enda hefði Ríkis-
endurskoðun eftirlit með sölu
Símans.
Halldór Ásgríms-
son forsætisráðherra
Tillögur
Morgans
Stanleys
verði birtar