Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR STRAUMUR fjárfestingarbanki hefði ekki verið heppilegur meðeig- andi Íslandsbanka að Sjóvá, enda í samkeppni við bankann, segir Einar Sveinsson, stjórnarformaður Ís- landsbanka. Hann segir ásakanir Straums um mismunun hluthafa ekki eiga við rök að styðjast. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær seldi Íslandsbanki 66,6% hlut í Sjóvá. Kaupandi var Þáttur eignarhaldsfélag ehf. sem er í eigu fjárfesting- arfélagsins Milestone ehf. en það eiga Karl Wernersson og systkini hans. Milestone ehf. á nærri 13% hlut í Ís- landsbanka. Í fréttatilkynningu frá Straumi Fjárfesting- arbanka í gær var salan á hlut Íslandsbanka í Sjóvá harðlega gagn- rýnd, sögð óeðlileg og mismuna hluthöfum bankans en Straumur er stærsti hluthafi Íslands- banka og hafði lýst yfir áhuga á að bjóða í hlut Íslandsbanka. Hyggst Straumur kanna réttarstöðu sína í kjölfarið. Einar segir aðspurður að ákvörð- un um sölu á hlut Íslandsbanka í Sjóvá byggist fyrst og fremst á rekstrarlegum forsendum. Bankinn innleysi 3,4 milljarða króna hagnað fyrir skatta af selda hlutnum, auk þess sem bankinn hafi fengið 3,5 milljarða í arðgreiðslur. Salan styrki eiginfjárgrunn Íslandsbanka um ríf- lega 15 milljarða króna, sem miðað við núverandi eiginfjárstefnu bank- ans skapi, að öðru óbreyttu, svigrúm fyrir mögulegan 200 milljarða króna útlánavöxt. Hann segir að ekki hafi komið til álita að selja allan hlut bankans í Sjóvá. „Það er mat bank- ans að veruleg verðmæti og tækifæri liggi í áframhaldandi samstarfi um banka- og tryggingaþjónustu, sem skilað hefur góðum árangri og bætt- um kjörum fyrir viðskiptavini. Eign- arhlutur Íslandsbanka í Sjóvá trygg- ir að áfram verði haldið á sömu braut, sem er ekki fordæmislaust, en KB banki á til dæmis stóran eignarhlut í VÍS.“ Þáttur heppilegur kaupandi Einar segir að Þáttur eignarhalds- félag sé að mörgu leyti heppilegur kaupandi, miðað við þau skilyrði sem stjórn Íslandsbanka setti fyrir söl- unni. „Bankinn telur sig fá gott verð í ljósi rekstrarafkomu félagsins og verðmats óháðra aðila. Leitað var til Morgan Stanley, viðurkennds er- lends fjárfestingarbanka, sem var stjórninni til ráðgjafar. Einnig hafa óháðar greiningardeildir Lands- banka og KB banka metið Sjóvá á um tíu milljarða lægra virði en félagið er metið á í viðskiptunum. Þessar sömu greiningardeildir gáfu það út að sal- an hafi verið góð tíðindi fyrir hlut- hafa Íslandsbanka og verðhækkun bréfa bankans á markaði endur- speglar það. Tilboðið sem barst hent- aði hagsmunum bankans, að upp- fylltum þeim skilyrðum sem þóttu mikilvæg fyrir bankann. Kaupandinn deilir framtíðarsýn bankans um sam- þættingu banka- og tryggingaþjón- ustu, auk þess sem hann hefur reynslu af einstaklingsþjónustu og mun beita sér með virkum hætti í stjórn félagsins. Kaupandinn horfir einnig til þess að eiga félagið til langs tíma og byggja það upp enn frekar en hann getur þess utan ekki selt þriðja aðila hluti sína í Sjóvá nema með samþykki Íslandsbanka eða að upp- fylltum mjög ströngum skilyrðum. Kaupandi gekkst jafnframt inn á veruleg stjórnunaráhrif Íslands- banka sem minnihlutaeiganda en samkomulag varð um að Íslands- banki ætti rétt rúmlega þriðjungs- hlut í Sjóvá, sem kemur í veg fyrir að kaupandi geti breytt samþykktum félagsins án samþykkis Íslands- banka. Jafnframt var samið um að tilteknar ákvarðanir verði ekki tekn- ar í félaginu án samþykkis Íslands- banka, en þar er um að ræða allar stærstu ákvarðanir sem teknar eru í slíku félagi. Þar að auki tekur kaupandinn þátt í stofnun öflugs fjár- festingarfélags í eigu Íslandsbanka, Þáttar eignarhaldsfélags og Sjóvár. Félaginu verð- ur ætlað að auka verð- mæti fyrir eigendur sína með fjárfesting- um í skráðum og óskráðum hlutabréf- um, bæði í eigin verk- efnum og í samstarfi við aðra fjárfesta.“ Straumur í samkeppni Einar segir að það sé rétt að Straumur hafi viðrað áhuga sinn en það sé sín skoðun að Straumur hafi ekki verið heppilegur meiri- hlutaeigandi í Sjóvá, með Íslands- banka sem minnihlutaeigeanda. Stjórn Íslandsbanka hafi þurft að taka afstöðu til tilboðs Þáttar eign- arhaldsfélags ehf. og metið það þann- ig að mikilvægast væri að tryggja sölu á þeim hagstæðu kjörum sem buðust. „Íslandsbanki vildi eiga áfram stóran hlut í Sjóvá til að tryggja áframhaldandi samþættingu banka- og vátryggingastarfsemi til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Straumur er ekki heppilegur meðeigandi, félagið er ekki í einstaklingsþjónustu og hefur enga reynslu á því sviði. Straumur er fjárfestingarbanki og samkeppnis- aðili Íslandsbanka, ekki síst á sviði fjárfestingastarfsemi. Landsbankinn, annar samkeppnis- aðili Íslandsbanka, á auk þess stóran hlut í Straumi og fulltrúa í stjórn Straums.“ Eðlilegir viðskiptahættir Og Einar þvertekur þannig fyrir að með sölunni á Sjóvarhlutnum hafi hluthöfum Íslandsbanka verið mis- munað. Um hafi verið að ræða venju- leg viðskipti á eðlilegum viðskipta- legum forsendum sem endurspeglist í viðskiptakjörum. „Gera verður greinarmun á hluthöfum bankans sem slíkum og sem viðskiptamönn- um félagsins. Sjónarmið um jafna stöðu hluthafa eiga einungis við um ákvarðanir er lúta að þeim sem eig- endum hlutafjár í félaginu, en ekki í viðskiptum þeirra við bankann að öðru leyti. Enginn grundvöllur er fyrir þeirri hugmynd að einstakir hluthafar, til að mynda Straumur, geti krafist þess að ganga inn í þau fjölmörgu viðskipti sem viðskipta- menn bankans, þar með talið stjórn- armenn og hluthafar, eiga við bank- ann á degi hverjum.“ Einar segir auk þess fjarri lagi að tala um innherjaviðskipti í þessu sambandi. „Innherjaviðskipti þurfa að byggjast á upplýsingum sem inn- herjar búa yfir en aðrir hafa ekki. Verðmat á Sjóvá var byggt á opin- berum gögnum, það er ársreikningi félagsins árið 2004. Ársreikningar Ís- landsbanka, þar á meðal frá Sjóvá, voru lagðir fram 28. janúar 2005. Þreifingar um sölu hófust svo þegar í febrúar og hugmyndir um kaupverð breyttust ekki svo neinu næmi frá þeim tíma. Engar upplýsingar um af- komu Sjóvár á fyrstu þremur mán- uðum ársins 2005 hafa verið lagðar fyrir stjórn Íslandsbanka. Aðrar verðmyndandi upplýsingar um Sjóvá sem gæfu kaupanda forskot á aðra hvað varðar verðmat á fyrirtækinu hafa heldur ekki verið lagðar fyrir stjórn bankans. Karl Wernersson hafði enga aðkomu að málinu innan bankans, þar sem hann ýmist vék af fundi þegar málið var til umræðu á stjórnarfundum eða sótti ekki stjórn- arfundi,“ segir Einar Sveinsson. Stjórnarformaður Íslandsbanka þvertekur fyrir innherjaviðskipti í sölunni á Sjóvárhlutnum Straumur ekki heppi- legur meðeigandi Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is Einar Sveinsson HLUTHAFAR hafa ekki forkaupsrétt að eignum félagsins sem þeir eiga hlut í að sögn Jóhannesar Sigurðssonar, prófessors í lögfræði við Háskól- ann í Reykjavík. Hann segir þetta í tilefni af sölu Íslandsbanka á 66,6% hlut í Sjóvá til fjölskyldu Karls Wernerssonar, stjórnarmanns í ÍSB. „Hins vegar er óheimilt að selja einum hluthafa eignina á betri kjörum en aðrir myndu fá. Að því til- skildu að stjórnendur Íslandsbanka hafi gengið úr skugga um að verð sé eðlilegt er þeim heimilt að gera viðskipti af þessum toga við einstaka hluthafa,“ segir Jó- hannes og vísar í 76. grein laga um hlutafélög sem segir að stjórnum hlutafélaga sé ekki heimilt að hygla einum hluthafa á kostnað annarra hluthafa. Ennfremur segir Jóhannes að eigi kaupandi sæti í stjórn félagsins megi hann ekki taka þátt í meðferð máls- ins hjá stjórninni. Hann segir að hér sé ekki um innherja- viðskipti að ræða þar sem hlutabréf í Sjóvá séu ekki skráð. „Ef um viðskipti með bréf í Íslandsbanka væri að ræða gætu þessar áhyggjur stjórnenda Straums átt við rök að styðjast,“ segir Jóhannes. Hann segir að hafi Straumur ekki lagt fram formlegt erindi til stjórnar um að fjallað yrði um málið á hluthafafundi sé stjórn Íslandsbanka með fulla heimild til að taka ákvörðun um sölu á hlutabréfum í Sjóvá. „Hugs- anlegt er að Straumur hafi ekki getað sett fram slíka kröfu vegna skilyrða sem Fjármálaeftirlitið hafi sett Straumi vegna tengsla við Trygginga- miðstöðina og þannig hindrað það frá því að gera tilboð. Hafi FME ekki samþykkt söluna á hlut Straums í TM gilda skilyrði sem Fjármálaeftirlitið setti Straumi um aðkomu að málefnum Íslandsbanka,“ segir Jóhannes Sig- urðsson. Óheimilt að mismuna hluthöfum Jóhannes Sigurðsson iðunn tískuverslun Kringlunni, sími 588 1680 Gleðilegt sumar í gallabuxum frá RALPH LAUREN Smáralind RALPH LAUREN POLO JEANS Stuttkápur Sportkápur Leðurjakkar Rúskinnsjakkar Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið í dag, sumardaginn fyrsta, frá kl. 12-16 www.urvalutsyn.is Helios *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur er ekki veittur. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. 49.900kr.* á mann m.v. tvo í stúdíói eða 4 í íbúð m/1 svefnherbergi í eina viku. Sumartilboð í júní og júlí Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á: Verðdæmi: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 81 24 0 4/ 20 05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.